Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 25 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds Landsmótið verður á Vindheimamelum LANDSSAMBAND hestamannafélaga og Vind- heimamelar sf. hafa gengið frá samningi um að lands- mót hestamanna árið 2006 verði haldið á Vind- heimamelum dagana 26. júní til 2. júlí 2006. Samningurinn er sambærilegur samningi þeim er gerður var um mótshaldið á Hellu sl. sumar. Á landsþingi Landssambands hestamannafélaga, sem haldið var á föstudag, voru nokkrum hestamönn- um veitt heiðursmerki. Þetta voru Gunnar Gunnarsson (l.t.v.), Jóhanna B. Ingólfsdóttir, Haraldur Sveinsson, Sigurður Gunnarsson, Gísli B. Björnsson, Einar Sig- urðsson og Jón Albert Sigurbjörnsson. FERMINGARBÖRN úr 54 sóknum í öllum landshlutum ganga í hús mánu- daginn 1. nóvember milli kl. 17.30 og 21 og safna fé til verkefna Hjálpar- starfs kirkjunnar í Afríku. Þetta er í 6. sinn sem fermingarbörn safna fyrir verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar. Prestar fræða 3000 fermingarbörn um erfiðleika sem jafnaldrar þeirra eiga við að etja í fátækum löndum Afríku s.s. vatnsskort, fáa möguleika til menntunar og lélega heilsugæslu. Skuldavanda fátækra landa ber einn- ig á góma, erfiðleika við að komast að á mörkuðum Vesturlanda og almennt ójafnvægi milli ríkra og fátækra. Um leið fræðast fermingarbörnin um ár- angur af verkefnum Hjálparstarfsins. Fermingarbörn safna fjármunum á mánudag heppnaðist alveg ljómandi vel,“ segir Sigurður og bætir því við að bæj- arráðinu hafi fundist þetta hið besta HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra fór í fyrstu „opinberu“ heimsókn forsætisráðherra til Kópa- vogsbæjar á fimmtudaginn þar sem hann hitti fyrir Sigurð Geirdal, bæj- arstjóra. Sigurður segir heimsókn- ina hafa verið afar ánægjulega þar sem Halldór hafi komið og rætt við menn um málefni bæjarfélagsins ásamt því að kynna sér öll fimm svið stjórnsýslunnar í bænum. Sigurður sló á létta strengi og sagði það af- skaplega skemmtilegt að Kópavogs- bær væri eina bæjarráðið á landinu sem hefði getað sett heimsókn for- sætisráðherra á dagskrá hjá sér. „Þetta var allt á léttu nótunum og mál því enginn ráðherra hafi látið sér detta í hug áður að heimsækja bæjarráðið. Ljósmynd/Kristín Þorgeirsdóttir Halldór Ásgrímsson ræddi við starfsmenn og stjórnendur Kópavogsbæjar. Kynnti sér málefni Kópavogs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.