Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Árin 1959 og 1960 voruræstar vélasamstæðurSteingrímsstöðvar íGrafningi sem er á bökk-um Úlfljótsvatns í sunn- anverðri Dráttarhlíð. Þessi þriðja og síðasta virkjun í Sogi nýtir fallið milli Þingvallavatns og Úlfljótsvatns. Árið 1960 kom til starfa í Stein- grímsstöð Kjartan T. Ólafsson vél- stjóri frá Látrum í Aðalvík. Kjartan er fæddur þar 24. júlí 1924 og var til sjós frá fermingu og þar til hann hóf störf við Steingrímsstöð. Hann var orðinn reyndur togaravélstjóri er honum datt í hug að söðla um. „Það var mjög óvænt að ég byrjaði að vinna við Steingrímsstöðina. Ég var að koma af sjó og var að hætta sem sjómaður í árslok 1959. Hinn 19. desember var ég að hætta á togar- anum Surprise, búinn að vera þar fyrsti vélstjóri, og fór inn á skrifstofu vélstjóra til þess að fá tilsögn við að gera upp laun fyrir ómældan vinnu- tíma sem var umfram venjuleg mán- aðarlaun. Þetta mun hafa verið um sex- eða hálfsjöleytið um kvöldið er ég kom þangað. Þá var þar fyrir Tómas Guð- jónsson starfsmaður félagsins. Og hann sagði við mig þegar ég kom: „Heyrðu, það vantar mann austur í Sogsvirkjun.“ „Ég kæri mig ekki um það,“ sagði ég. “„Ég er búinn að ráða mig í Hamar og byrja núna eftir jól- in.“ Og það var afgreitt mál. Ég minntist ekki á það meira. Ég átti þá heima á Ránargötunni í Reykjavík sem var þarna örskammt frá. En þegar ég kom heim, þá beið síminn eftir mér þar. Það var þá Ing- ólfur Ágústsson sem þá var deildar- verkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Sogsvirkjun. Ég svaraði honum því sama. Ég hefði engan áhuga á þessu starfi. Ég væri kominn í land til að vera hjá fjöl- skyldu minni. Því af sjómennsku minni þekktu börnin mín mig varla. Ég gæti alveg eins verið áfram á sjón- um fremur en fara austur í Sogsvirkj- un. Það var eiginlega enginn friður næstu daga. Ingólfur hringdi dag eft- ir dag. Síðast hringdi hann annan í jólum og sagði „Það er allt í lagi. Ef þú vilt koma, þá geturðu fengið húsnæði fyrir fjölskylduna um miðjan janúar.“ „Já, þá skal ég koma,“ svaraði ég. Og hann kom og sótti mig 4. janúar, og ég fór beint á vakt í Steingrímsstöð. Þá var búið að ræsa aðra vélina. Hún hafði verið ræst 19. desember og gengið þarna yfir hátíðarnar. En það var enn verið að vinna í hinni vélinni og hún var ekki ræst inn á kerfið fyrr en í apríl 1960.“ Hvernig var að koma beint af sjón- um, frá vélinni í togara yfir í þetta? „Það var nú mikil breyting.“ Og þú hefur samt ráðið við þetta? „Við verðum nú alltaf að fá aðstoð og tilsögn. Það er númer eitt. Ég kem þarna af sjónum og það voru miklu minni vélar sem ég sá um þar. Það var gufuvél í togaranum Surprise. Svo kem ég þarna algerlega óvanur mað- ur í þessu. Þetta var vél sem var 131⁄2 megavatt, sem er margfalt afl vélar- innar í togaranum. En með góðri tilsögn tókst þetta. Og ég var í Stein- grímsstöð frá 4. janúar 1960. Ég flutti svo fjöl- skylduna, konu mína, Ágústu Skúladóttur frá Ísafirði, og fjögur börn okkar, sem þá voru fædd, að Ljósafossi 16. janúar og um 20. sept- ember um haustið flutt- um við svo upp í Stein- grímsstöð í nýtt hús. Þar bjuggum við svo til septemberloka 1978. Þá fluttum við niður að Íra- fossi.“ Steingrímsstöð var óvenjuleg að því leyti að þar var fátt starfsmanna. „Já, það var það. Í upphafi, fyrsta árið, vorum við þar fimm vélstjórar og stöðvarstjórinn. En síðan eftir árið vorum við bara orðnir tveir, stöðvar- stjórinn, Tyrfingur Þórðarson, og ég. Og vorum aðeins tveir eftir það, nema það kom afleysingamaður. En Tyrf- ingur lést í október 1963. Og þá tók ég við sem stöðvarstjóri þangað til ég fór niður að Írafossi í septemberlok 1978. Við vorum aðeins tveir þarna að staðaldri. Þetta var allt sjálfvirkt og við þurftum aðeins að grípa inn í ef eitthvað kom upp á. Við vorum dag- vinnandi vélstjórar og með nætur- vörslu heim. Urðum að vera heima við. Við vorum látnir vita frá Írafossi ef eitthvað var að á næturnar. Þar var aðalstöðin sem tók að sér nætureft- irlitið. En við áttum alltaf að vera til staðar og grípa inn í ef eitthvað var að. Vegna þess að ef Steingrímsstöð klikkaði og stoppaði – þá var ekki eftir nema fárra stunda vatn fyrir neðri stöðvarnar. Ef allt bilaði í Steingríms- stöð þá hætti að streyma úr Þing- vallavatni og neðri stöðvarnar gengu bara á vatnsstreyminu úr Úlfljóts- vatni. Ef vélarnar stoppuðu hjá okkur varð að hleypa framhjá. Þess vegna urðum við alltaf að vera til staðar og opna fyrir lokurnar og þá fór rennslið úr Þing- vallvatni niður í gamla farveginn í Soginu. Og þannig var hægt að fóðra neðri stöðvarn- ar.“ Kom þetta nokkurn tímann fyrir? „Nei. Það kom sem betur fer aldrei fyrir. En tvisvar sinnum kom mjög slæmt krap. Þá fylltist Þingvallavatn. Það brotnaði upp. Í annað skiptið var 10 stiga vindur og 14 stiga frost, og þá brotnaði upp af Þingvallavatni mjög þykkur ís. Og ekki nóg með það. Það myndaðist svo mikill grunnstingull í vatninu. Hann stöðvaði alveg Steingrímsstöð og þar var stopp í fjóra sólarhringa. Þá var vatninu hleypt framhjá og grunnstingullinn fór framhjá inn í lokurnar og farveginn. Og þetta var bókstaflega eins og grautur. En að þessum fjórum sólarhringum loknum var Úlfljótsvatn fullt af grunnstingli. En þá gátum við farið að keyra líka með. En þegar þessu var lokið komu sérfræðingar til okkar úr Reykjavík að fylgjast með þessu og mæla ým- islegt. Og þeir mældu hitastig í Þing- vallavatni niður á 28 metra dýpi og þar var hitastigið mínus 0,002 gráður. Það var semsagt undir frostmarki, en vatnið var á rennsli og fraus því ekki.“ Þið dvöldust nítján ár við Stein- grímsstöð. Hvað með þjónustu og aðrar nauðsynjar? Hvernig versluðuð þið? „Við höfðum öll okkar viðskipti við Selfoss. Við Kaupfélag Árnesinga og Höfn.“ Var ykkur þá færður kostur? „Já, það fór bíll frá fyrirtækinu. Pöntuðum vörur sem fyrirtækið sótti.“ Ég ætla þá að spyrja þig um skóla- málin. Þú varst hreppsnefndarmaður í Grafningshreppi 1962–1978 og tókst á þig að vera skólanefndarmaður í Ljósafossskóla allan þann tíma. Í hverju fólst það verk? Var það erfitt? „Nei, það hefur kannski verið það. Mér fannst þá ekki nógu vel búið að skólakennurunum. Og lét í ljósi mitt álit á því.“ Var þetta þá ekki heimavistarskóli? „Jú, en á þessum tíma var það nú að breytast. Það þurfti að hafa húsnæði fyrir kennara líka. Og það hafðist fyrst í gegn að við byggðum skólastjó- rabústað. Ætli það hafi ekki verið 1966 og í hann flutti þá skólastjórinn. En það var ekki nóg. Til þess að hafa góða kennara þurfti að sjá þeim fyrir húsnæði. Og það varð ofan á að farið var út í að byggja tvo kennarabústaði. Og ég lenti í því, sem oft vill vera, ef einhver opnar kjaft, að sjá um fjár- málin fyrir þessar byggingar. Sjá um að innheimta bæði frá hreppunum og ríki til þess að geta haldið bygging- unum áfram og greiða allt út. Þetta gerðist þannig að árið 1970 hætti Guðmundur Guðmundsson, bóndi á Efri-Brú, sem gjaldkeri skólahéraðs- ins eftir áratuga farsæl störf. Og hann lagði áherslu á að ég tæki við af sér og svo varð.“ Gat oddviti Grímsneshrepps ekki gert það? „Nei, ég var látinn gera það. En þetta tókst allt saman. Og þarna eru kennarabústaðir ennþá. – En síðan tókum við eftir að skólahúsið sjálft var farið að hrynja. Og ég var það stórorður á fundi um þetta og sagði: „Ef þið ætlið að nota húsið áfram, þá skulum við fara að gera við það að ut- an.“ En það kom í ljós þegar byrjað var að þakið var laust, og hefði eins getað fokið af. Og síðan var farið að setja ut- an á húsið. Þetta hafðist allt og skól- inn stendur enn – og ég vil nú þakka mér þessa afskiptasemi. Ég gegndi svo þessu starfi til ársloka 1986, eða í 16 ár, en ég hætti í skólanefnd þegar ég flutti að Írafossi. Og eftir að ég hætti sem gjaldkeri skólahéraðsins kom ég ekki nærri neinum héraðs- málum.“ Af hverju fluttuð þið svo frá Stein- grímsstöð? – Við vorum aðeins orðin tvö. Börn- in voru öll farin í burtu og þá vorum við bara með eitt barn í skóla, dóttur okkar sem var yngst og fædd hér eystra. Hún var að byrja að sækja skóla á Selfossi, framhaldsskóla. Og það var aldrei séð um að halda opnum vegi frá brúnni og heim að stöðinni. En hann lokaðist mjög oft af snjóum á þessum tíma. Og það varð niðurstaðan að það losnaði starf á Írafossi – og við skipt- um yfir. Þó voru menn þarna á eftir okkur og einn er búsettur þarna ennþá, Kjartan Guðmundsson vél- stjóri, en hann er ekki starfsmaður eingöngu við Steingrímsstöð. Eftir að ég fór þaðan urðu þessir menn fastir starfsmenn allra stöðva. Það lá eig- inlega líka fyrir að þessu yrði breytt, eins og það er orðið núna. Þannig að það var ekkert meira öryggi fyrir mig að vera þar heldur en í hinum stöðv- unum.“ Þú hefur þá verið hluta af þínum starfsferli á Írafossi? „Ég var þar í 16 ár. Við vorum þarna við virkjanirnar í 36 ár samtals. 19 ár var ég starfsmaður uppi í Stein- grímsstöð, var fyrsta árið með búsetu á Ljósafossi. Svo fluttum við um haustið upp í Steingrímsstöð. En haustið 1978 fluttum við niður að Íra- fossi og eftir 16 ár, þar endaði ég minn starfsferil. Þá var þetta orðið eitt vinnusvæði – allar stöðvarnar.“ Var ekki erfitt að taka sig upp? „Jú, það var það og það má gjarnan koma hérna fram að við sáum eftir því þegar frá leið að við skyldum hafa flutt okkur frá Steingrímsstöð. Þó að þessi erfiðleikar væru sem við höfðum yfir veturinn – snjórinn.“ Rafmagn á Íslandi í 100 ár Við sáum eftir að hafa flutt okkur frá Steingrímsstöð“ Í 100 ára raforkusögu Ís- lands kennir margra grasa. Steingrímsstöð var þriðja og síðasta virkjunin í Soginu og var hún gangsett 1959 og 1960. Páll Lýðsson ræddi við Kjartan T. Ólafs- son, sem starfaði við Stein- grímsstöð í 18 ár. Ljósmynd/Björn Júlíusson Flóðið fór í gegnum bygginguna og afleiðingarnar auðsæjar. Kjartan sagði að skemmdirnar hefðu verið hrikalegar. Framkvæmdir stóðu yfir og tók nokkurn tíma að ná sömu byggingarstöðu og verið hafði. Frá vinstri: Kjartan T. Ólafsson, Jón Vigfússon, Hjalti Gunnarsson og Björn Guðmundsson. Ljósmynd/Björn Júlíusson Bilun í stator-raflínunni sem framleiðir orkuna. Kjartan T. Ólafsson Höfundur er bóndi og sagnfræðingur. 17. júní 1959 varð flóð og brast stíflan við inntakið úr Þingvallavatni að Stein- grímsstöð. Gerðist á versta tíma vegna þess að flestir starfsmanna voru í leyfi vegna þjóðhátíðarhalds og vörnum varð ekki komið við í tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.