Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Örlagalínan 908 1800 & 595 2001. Miðlar, spámiðlar, draumráðning- ar, tarotlestur. Fáðu svör við spurningum þínum. Örlagalínu- fólkið er við frá 18-24 öll kvöld vikunnar. Vísa Euró, s. 595 2001. Hinn þekkti huglæknir Þorgerð- ur frá Teigi verður með einkatíma í versluninni Betra lífi, Kringlunni, 3.-6. nóvember nk. Pantanir í síma 581 1380. Andleg leiðsögn, miðlun, tarot, draumráðningar og huglækning- ar. Er við frá 13-1. Hanna s. 908 6040. Hausttilboð - 30%! Full búð af nýjum vörum fyrir hunda, ketti og önnur gæludýr. 30% afsláttur af öllum vörum. Opið mán.-fös. kl.10-18, lau. 10-16, sun. 12-16. Tokyo, Hjallahrauni 4, Hafnarfirði, sími 565 8444. Cat's Best kattasandur eyðir lykt 100%, rakadrægur og klumpast vel. DÝRABÆR, Hlíðasmára 9, Kóp., sími 553 3062. Opið kl. 13-18 mán.-fös., kl. 11-15 lau. Trjáklippingar. Klippum tré og runna. Vönduð vinna, áratuga reynsla. Fjarlægjum afskurðinn. Trjáklipping núna hreinsar lús og maðk að mestu. Uppl. 695 9039 Guðlaugur. Brenderup 1150 S. Frábær fyrir farangursflutninga eða sem verk- færakista. Mál: 144x90 cm. Verð 116.000 m. vsk (lok innifalið!) www.lyfta.is - 848 6922 - lyfta@lyfta.is. Heimsendingarþjónusta Hafðu það kínverskt. Mikið úrval. Tilboð. Sjá www.sjanghae.is. Sími 517 3131. Heimsendingarþjónusta www.simnet.is/infrarex Infrarex rafeindahitatæki. Eyðir bólgu og er verkjastillandi f. t.d liðagigt, slitgigt, vefjagigt, bak- verk, axlameiðsl, slitna hásin, tognun. Verð aðeins 6999 kr. Póstsendi um allt land. Upplýsingar í síma 865 4015. Vatnsleikfimi Meðgönguleikfimi í laug. Yoga. BodyBalance. Tækjasalur. Frábærir leiðbein- endur. Glæsileg aðstaða. Saga, Heilsa & Spa, Nýbýlavegi 24, sími 511 2111. Jóga og slökun, Bæjarlind 12, Kópavogi. Mjúkar og styrkjandi æfingar, slökun og hvíld. Byrjend- anámskeið - Framhaldstímar. Gjafakort. Kennari Kolbrún Þórð- ardóttir hjfr., s. 861 6317. hjukrunogheilsa@mmedia.is. Herbalife. Léttari og frískari meðan kílóin fjúka. Hringdu s. 699 7383, www.slim.is. næring -megrun - heilsa. ÍTALÍA — FLÓRENS Leigi út íbúðir fyrir 4-5 manns í miðbæ Flórens, frá 3 nóttum upp í 6 mánuði. Einnig langtímaleiga. begga@inwind.it, sími 0039 348 8716986. 2ja herb. íbúð í 110 R. Rúmgóð 2ja herbergja ósamþykkt kjallara- íbúð til leigu í Ártúnsholti. 55 þús kr. á mán. Upplýsingar í síma 660 2435. Einstaklingsíbúð í Rvík óskast til leigu. Óska eftir að leigja 30-50 fm íbúð miðsvæðis í Rvík, þ.e. 101, 103, 105 eða 108. 23 ára, reglusöm og reyklaus. Heiti skil- vísum greiðslum. Ásdís, s. 869 3810, asdisj@hi.is. Til leigu 100 fm skrifstofu- og lagerhúsnæði í 105 Reykjavík. Upplýsingar í s. 821 9215. Tangarhöfði - hagstæð leiga. Stórglæsilegt 200 fm skrifstofu- húsnæði á 2. hæð til leigu á ca kr. 600 fm. Skiptist í rúmgott and- dyri, 7 herbergi með parketgólfi, fundar- og eldhúsaðstöðu, geymslu og snyrtingu. Uppl. í gsm 693 4161. Listafólk - hönnuðir - einyrkjar. Nokkur herbergi eru að losna - vinnustofur - skrifstofur, 18-36-54 fm í snyrtilegu húsnæði í Hafnar- firði. Sameiginleg kaffistofa. Upp- lýsingar í síma 588 7050. mbl.is Núna á haustdögum þegar litirnir í nátt- úrunni voru hvað feg- urstir lést kær vinur og mágur minn Gunnar Sigurðsson. Það var vitað að hverju dró en samt var maður ekki viðbúinn, þessi hrausti og hressi maður var allur. Fyrir rúmum 40 árum kynntust Gunnar og Hulda Sigríður Vidal, fóstursystir mín og frænka. Þau giftu sig og voru núna í maí að halda upp á 40 ára hjúskaparafmæli sitt. Þau eignuðust fjögur mannvænleg börn, Sigurð, Frosta, Elínbjörgu og Snorra. Síðan komu barnabörnin, eitt af öðru, og eru þau orðin átta. Það er margs að minnast og eru þær minningar allar góðar, hann hafði svo marga góða eiginleika, eitt var GUNNAR SIGURÐSSON ✝ Gunnar Sigurðs-son fæddist í Reykjavík 15. janúar 1938. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi aðfaranótt mánu- dagsins 4. október síðastliðins og var útför hans gerð í kyrrþey að ósk hins látna. kímnigáfa og að koma öllum í gott skap og gera góðlátlegt grín án þess að særa nokkurn. Hann var mikill fjöl- skyldumaður og átti samheldna fjölskyldu, barnabörnin voru ávallt velkomin til þeirra og þegar þau komu í heimsókn voru ávallt fagnaðarfundir og komu þau oft til afa og ömmu. Hann var einn af þeim sem geta allt, hafði verkvit og var vandvirkur. Þannig var hann boðinn og búinn að rétta hjálparhönd, ég fann það þegar ég byggði mér hús, og þegar börnin hans fóru að byggja var hann óþreytandi að aðstoða. Núna síðast í sumar þótt heilsan væri tæp þá kom hann samt til að veita syni sínum aðstoð. Núna þegar söknuðurinn fyllir hugann, þá minnist ég allra þeirra góðu stunda sem ég og fjölskylda mín nutu því það var ávallt húsrúm og ekki síður hjartarúm á þeim bæ. Guð blessi minningu Gunnars Sig- urðssonar. Þórey Sigfúsdóttir. Hjartkær eiginkona mín og móðir, GUÐNÝ ÁSDÍS HILMARSDÓTTIR, Hvassaleiti 58, Reykjavík, lést að heimili sínu að kvöldi fimmtudagsins 28. október. Sveinn S. Pálmason og börnin. Afi og amma á Birki- hvamminum tóku alltaf vel á móti okkur þegar við komum þangað. Þar fengum við bestu pönnukökur í heimi sem Unnur amma bakaði. Eft- ir að amma dó talaði afi oft um það hvað hann saknaði þess að fá ekki pönnukökurnar hennar ömmu. Margar góðar minningar koma upp þegar við hugsum um afa Óla. Við munum eftir honum þar sem hann lá í sófanum inni í stofu, með gulan kodda undir höfðinu, í ullarsokkum, með Morgunblaðið yfir andlitinu og hálfhrjótandi. Við stríddum honum með því að klípa hann í tærnar en hann kippti sér ekkert upp við það og hélt áfram að sofa. Á neðri hæð- inni á Birkihvamminum var smíða- herbergið hans afa. Þar áttum við margar góðar samverustundir með afa. Við fengum að leika okkur með hamar og nagla, á meðan afi smíðaði hluti sem voru sannkölluð listaverk. Fyrir jólin smíðuðu Ólarnir saman hina ýmsu hluti og þá var öðrum bannaður aðgangur. Afraksturinn kom svo í ljós þegar jólapakkarnir voru opnaðir. Í smíðaherberginu var afi með nammihillu og vorum við spennt að komast í hana. Lengi vel hélt María að þetta væri töfrahilla. Afi kenndi okkur margt. Eitt sem við lærðum var að drekka kringlu- kaffi. Kringlu kaffi er mjólk með ör- litlu kaffi, fullt af sykri og svo dýfir maður kringlu ofan í bollann. Okkur fannst við svo fullorðin þegar við drukkum kringlukaffi með afa. Við systkinin litum mjög upp til afa. Þegar Óli var lítill og var ekki byrj- aður að tala almennilega vildi hann alltaf fara í afa-grænur. Mamma komst að því að hann var að tala um ÓLAFUR MAGNÚSSON ✝ Ólafur MarkúsMagnússon fæddist á Jófríðar- stöðum í Hafnarfirði 9. september 1917. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði 15. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafnar- fjarðarkirkju 22. október. síðar grænar ullarbux- ur sem hann vildi vera í alla daga til að vera eins og afi. Afi var nefnilega oft klæddur í síðar ullarbuxur sem amma prjónaði á hann. Afi og amma voru mikið útivistarfólk. María man eftir mörg- um útilegum sem hún fór í með afa og ömmu í appelsínugula tjaldinu þeirra. Hún fór með þeim í útilegu á hverju sumri og oft var við- komustaðurinn Skafta- fell en þar bjó amma þegar að hún var lítil stúlka. Þar fóru þau saman í göngu og enduðu með því að baða sig í læknum í Lambhaga. Ekki var alltaf farið langt og oftar en ekki var tjaldað í Krísuvík. Tjaldað var við lít- inn læk sem er við veginn sem liggur niður að Krísuvíkurbjargi. Man María sérstaklega eftir einni útileg- unni þar sem afi hjálpaði henni að byggja stíflu í læknum. Það skemmtilegasta var að þau stífluð- um lækinn rétt fyrir neðan þar sem bílarnir keyrðu yfir og myndaðist þar stórt lón. María og afi skemmtu sér konulega að horfa á bílana keyra yfir lónið sem hafði myndast. Henni fannst afi vera svo mikill prakkari að gera þetta með sér. Afi hafði frá mörgu að segja og alltaf var jafn gaman að hlusta. Þeg- ar María fór til Ástralíu skrifaði afi henni reglulega bréf þar sem hann sagði henni hvað væri að gerast heima á Íslandi. Oft fylgdu frásagnir frá gömlum tímum þegar hann var ungur maður. Afa þótti merkilegt hvað María var langt í burtu og hvað hún hafði ferðast mikið. Þegar hann var á hennar aldri tíðkaðist ekki að ferðast svona langt. Helst voru það ferðalög innanlands í atvinnuleit. Lýsti hann því þegar hann fór í 20 tíma siglingu vestur á Hesteyri en á leiðinni varð hann mjög sjóveikur og var því fegnastur að komast á þurrt land aftur. Þar var hann í burtu frá fjölskyldu sinni í sex sumur að vinna í síld. Seinna fóru Unnur frænka og Óli líka út sem skiptinemar, Unnur til Argentínu og Óli til Nýja Sjá- lands. Einnig hefur Gerður frænka verið mikið erlendis og býr hún núna með syni sínum Þórbergi í Noregi. Honum fannst skrítið að hafa okkur svona langt í burtu. Þegar María hafði dvalið í sex mánuði í Ástralíu þá hætti hún að fá bréf frá afa. Hann hafði fengið heilablóðfall, varð rúm- fastur og gat ekki skrifað. Afi flutti á Sólvang og þar fékk hann góða umönnun hjá starfsfólkinu og lét hann vel af dvölinni og talaði alltaf vel um vinkonurnar sínar þar. Auður dóttir Maríu fæddist 6. júlí og fórum við systkinin með hana nokkurra daga gamla til afa. Hann var svo glaður að fá að sjá hana. Hann var mjög hrifin af Auði og vildi alltaf fá hana upp í rúm til sín. Auði þótti ekki slæmt að liggja hjá lang- afa og kom það fyrir að hún sofnaði hjá honum. Henni fannst svo róandi hvernig hann klappaði hendinni taktfast, létt á magann á sér. Áður en afi veiktist kom hann heim til mömmu og pabba næstum því á hverjum degi. Það var alltaf gott að fá hann í heimsókn. Óli man eftir því þegar afi hafði óvart sett díselolíu á Löduna og kom akandi með svartan mökk á eftir sér. Hann vissi að pabbi gæti hjálpað honum í vandræðum sínum. Síðustu ár kom hann sjaldnar heim í Háahvamm en þegar hann kom voru haldnar veislur. Þetta voru ekki venjulegar veislur, þetta voru sviðaveislur. Mamma var dug- leg að halda þessar veislur fyrir afa, vini og kunningja sem heimsóttu hann reglulega á Sólvang. Eiga þær eftir að lifa lengi í minnum þessa fólks. Stutt er síðan afi spurði mömmu hvort hún væri búin að kaupa sviðin í næstu sviðaveislu. Maríu þykir mjög vænt um að afi hafi getað komið í heimsókn í íbúð- ina hennar uppi á Ásfjalli. Talaði hann um það að hún ætti heima þar sem hann og amma voru með kart- öflugarð og honum þótti það svolítið skrítið. Afi kom í Háahvamm á af- mælinu sínu 9. september síðastlið- inn og var viðstaddur skírnina henn- ar Auðar. Nú er afi farinn til ömmu. Hann dó á afmælisdaginn hennar 15. októ- ber og við erum viss um að hún hef- ur tekið á móti honum með nýbök- uðum pönnukökum. Við geymum minningarnar um afa, og allt það sem hann hefur kennt okkur verður okkar veganesti í framtíðinni. María og Ólafur. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.