Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 26
Nýjasta landnám Árni Baldursson, forstjórifyrirtækisins Lax-á, hef-ur ráðist í metnaðarfulltverkefni svo ekki sédýpra í árinni tekið. Nú skal breyta Tungufljóti í Biskups- tungum í laxveiðiá. Hún er erfið til laxaræktar frá náttúrufræðilegu sjónarmiði, er of köld til að fóstra lax, en það eru Rangárnar líka, en eigi að síður eru þær nú gjöfulustu laxveiði- ár landsins. Farið verður sömu leiðir í Tungufljóti og sömu tækni beitt. „Hér er nýjasta landnám laxins hér á landi,“ sagði Árni Baldursson í samtali við Morgunblaðið er kíkt var austur á dögunum. Hann var þá ásamt Snorra Ólafssyni, veiðiverði sínum og umsjónarmanni með seiða- sleppingum og klakveiðiskap, í óða önn að háfa laxa upp úr gildru í laxa- stiganum í fossinum Faxa. 13 laxar voru í gildrunni er Morgunblaðið bar að, fyrir voru nokkrir og fleiri hafa bæst við síðan. Laxagöngur í Tungufljót í sumar og haust byggjast á lítilli tilrauna- sleppingu gönguseiða sem fram- kvæmd var í fyrra. Árni ljómaði er hann háfaði hvern laxinn upp úr af öðrum, bæði hænga og hrygnur. „Ég þarf samt miklu meira, en þetta kem- ur smátt og smátt, auk þess er mikill hugur í Veiðifélagi Árnesinga að veita þessu verkefni liðsinni, því þetta hefur verið reynt áður, en fór þá illa, og menn átta sig á því að nú er lag að láta dæmið ganga upp. Það kemur til með að vanta upp á klak- lax, en ég fæ eitthvað hjá veiðifélag- inu, þá lax héðan af svæðinu og því enga fjarlæga stofna. Lax-á hefur keypt sig inn í tvær stórar seiðaeld- isstöðvar hér á landi og þar verður laxinn tekinn og kreistur og strok- inn, seiðin síðan alin í gönguseiða- stærð og þau síðan sett í sleppitjarn- ir. Þetta eru sömu vinnubrögð og þeir Lúðvíksfeðgar og Þröstur El- liðason þróuðu við Eystri og Ytri Rangá á sínum tíma og standa nú undir því að það vatnasvæði er nú það sem flesta gefur laxana hér á landi. Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera með þessar sleppingar og ef menn láta eftir sér að stoppa og virða fyrir sér Tungufljót, þá blandast engum hugur að þar getur orðið lax- veiði í fremstu röð. Og ein sú falleg- asta í leiðinni,“ sagði Árni. Metnaðarfullt og framsýnt laxaræktarátak er hafið í Tungufljóti í Biskupstungum Árni Baldursson t.h. og Margeir Ingólfsson, formaður Veiðifélags Tungufljóts. Fossinn Faxi í Tungufljóti. 26 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Suðurlandsbraut 32 Sími 577 5775 Veislu- bakkar Fyrir 10-2000 manns Láttu ekki ræna þig Komdu í verslun okkar að Laugavegi 168 eða hringdu í síma 562 5213 og kynntu þér málið tór h luti i nnbro ta hér á land i eru frami n í sk yndin gu af ógæf umön num sem grípa verð mæti sem liggja á glá mbek k. Mynd avélar , fartö lvur, farsím ar, sk artgri pir, lausaf é og f leira í þeim dúr. S máir e n verð mætir hlutir sem a uðvel t er að koma í verð . Innbr otafar aldur Öryggisskápur getur á einfaldan og ódýran hátt komið í veg fyrir að verðmæti glatist. Neyðarþjónustan býður úrval öryggisskápa fyrir heimili, stofnanir og fyrirtæki að þér NEYÐ ARÞJÓ NUSTA N VERSL UN OG VERK STÆÐ I LAUGA VEGI 1 68 • 1 05 RE YKJAV ÍK SÍMAR : 562 5213 / 562 4240 LYKLA SMÍÐI OG LÁ SAVIÐ GERÐI R Stærð: D.51cm x B.51cm x H.51cm Stærð: D.44cm x B.47cm x H.51cm Stærð: D.50cm x B.50cm x H.76cm V er ð: 6 4 .7 0 0 .- V er ð: 5 6 .0 0 0 .- V er ð: 9 2 .8 0 0 .- www.las.is grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli NÁMSAÐSTOÐ íslenska - stærðfræði - enska - danska franska - eðlisfræði - efnafræði - tölfræði þýska - spænska - lestur - stafsetning o.fl. greining á lestrarerfiðleikum Nemendaþjónustan sf. Sími 557 9233 • www.namsadstod.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.