Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 9 FRÉTTIR ’Það er ekki að ástæðulausu semmargir koma aftur og aftur með í þessa ljúfu skemmti- og jóla- verslunarferð til Kanada. Í St. John's er hagstætt að versla og þú færð sannkallaða jólastemningu í kaupbæti. Aðeins um 3 klst. flug og gist er á glæsilegum hótelum. Frábær gestrisni, góðir veitingastaðir, írsk pöbbastemning og skoðunarferðir. Árleg jólaskrúðganga um miðborgina. VR-ávísun gildir. Ferðaskrifstofan Vestfjarðaleið Hesthálsi 10 s: 562 9950 og 587 6000 www.vesttravel.is info@vesttravel.is . ÁN Ý F U N D N A L A N D I St Jo hn sKrækið ykkur í síðustusætin 28. nóv. - 1. des. - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 Kýpur frá kr. 85.233 Kýpur, eyjan fyrir botni Miðjarðarhafsins, þar sem er að finna minjar frá árdögum evrópskrar hámenningar. Sólríkar strendur ylja fölum frónbúum og furuvaxin fjöllin eru ævintýri líkust. Afslappað andrúmsloft, góðir veitingastaðir, spennandi skemmtistaðir, glæsileg hótel, góðar gönguleiðir, íþróttir í úrvali jafnt á sjó sem landi. Kýpverjar eru heiðarlegt og vingjarnlegt fólk sem dáir börn og fjölskyldan er í fyrirrúmi. Hér geta allir aldurshópar sameinast í fullkomnu fríi og fyrir þá sem þess óska eru siglingar til Egyptalands rúsínan í pylsuendanum. 17 des. - 3. jan. 17 dagar • 22. des - 3. jan. 12 dagar Verð kr. 85.233 á mann Miðað við 2 fullorðna og 2 börn í 12 nætur í íbúð m/1 svefnh. á Atlantica Balmyra Beach. Innifalið: flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. Jólaferðir 17. og 22. desember Verð kr. 89.990 á mann Miðað við 2 í stúdíó í 12 nætur á Estella Hotel Apartments. Innifalið: flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. UM 97% Íslendinga hafa heyrt um Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusam- bandið og Atlantshafsbandalagið og 85% hafa heyrt um Efnahags- og framfarastofnunina. Þetta er meðal niðurstaðna úr könnun á ímynd Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og fleiri alþjóðastofnana sem gerð var í rúm- lega 60 löndum í júní og ágúst 2004. IMG Gallup gerði könnunina hér á landi. Ísraelar neikvæðastir Samkvæmt könnuninni skera Ís- lendingar sig nokkuð úr því fleiri Ís- lendingar hafa heyrt þessara stofn- anna getið en nokkur önnur þjóð sem tók þátt í könnuninni, að því er fram kemur í tilkynningu frá IMG Gallup. Þá er Ísland í hópi þeirra þriggja landa sem eru hvað jákvæð- astir í garð SÞ. SÞ var best þekkta stofnunin nema hvað Atlantshafsbandalagið (NATO) var best þekkt í Austur- og Mið-Evrópu og í Evrópu var Evr- ópusambandið (ESB) sú stofnun sem flestir könnuðust við. Þeir sem höfðu heyrt um viðkom- andi stofnanir voru beðnir um að lýsa viðhorfum sínum til þeirra. Flestir voru jákvæðir í garð SÞ, ESB hafði næstbestu ímyndina, þá Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) en NATO rak lestina. Íbúar í Afríkuríkjum voru jákvæðastir í garð SÞ en álit á henni var minnst í Mið-Austurlöndum. Ísraelar er sú þjóð sem er neikvæðust gagnvart SÞ en 48% svarenda höfðu neikvæða ímynd af stofnuninni. „Má gera því skóna að afskipti Sameinuðu þjóð- anna af deilum þeirra við Palestínu hafi áhrif á afstöðu Ísraela,“ segir í tilkynningunni. Íslendingar voru mun jákvæðari og tóku 82% jákvæða afstöðu í garð Sameinuðu þjóðanna. Aðeins Alb- anir og Norðmenn voru uppbyggi- legri í svörum. Á Íslandi svöruðu 500 manns á aldrinum 16–75 ára. Könnuðust best við alþjóðastofnanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.