Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 21 Bella 512 Excel Bella 850 Ánanaustum 1 101 Reykjavík sími 580-5300 www.velasalan.is Bella 572 C Pantið tímalega og fáið betra verð hefst 1. nóv.Byrjendur: mánud. og miðvikud. kl. 16.15 mánud. og miðvikud. kl. 19.30 þriðjud. og fimmtud. kl. 16.00 Framhald: þriðjud. og fimmtud. kl. 19.30 Þriðjud. og fimmtud. kl. 20.30 (hefst 8.nóv.) Skráning einnig hafin í einkatíma í Pilates. Í einkatímunum er notaður Pilates bekkurinn (reformer). Pilates byggir upp styrk án vöðvamassa og eykur liðleika. Pilates gefur hámarks djúpvöðvaþjálfun, gefur flata kviðvöðva, grönn læri og sterkt bak. Æfingarnar taka vel á en eru öruggar. Pilates hefur slegið í gegn á Vesturlöndum. Hér er á ferðinni áhrifaríkt æfingakerfi sem gefur frábæran árangur. Kennari er þjálfaður Stottpilates kennari. Hringdu í síma 568 9915 – Niður! Upp! Jessica leggur langa leggi á húddið. Hallar sér aftur á bak í mjúkt áklæði. Heldur stríðnislega um stýrið. Stór áhorfendahópur hefur safnast saman. Hann tekur myndir og myndbönd af Jessicu og Esperante. – Það hlýtur að vera erfitt að vera falleg kona, andvarpar upplýs- ingastjórinn Scott Black. Hann er ánægður með greinina sem verið hefur lofað í Makes & Models. En ekki með fatnað fyr- irsætunnar, brúnan bómullarkjól. – Það hefði verið betra að vera í svörtu. Heldurðu það ekki? Í kokk- teilkjól, svolítið Beverly Hills, fínna. Auglýsingatextarnir eru þegar farnir að mótast í höfði hans. Upp- lifið stórkostlega samsvörun á milli tveggja listaverka – Panoz Esper- ante og hinnar fögru Jessicu. Stíll sem einmitt er hefð fyrir hjá Makes & Models. – Nú erum við búin að vera að í fimmtán ár. Loksins lítur út fyrir að við náum þessu, segir upplýs- ingastjórinn. – Við byrjuðum árið sem múrinn féll. 1989. Frábært ár! Fínt ár. Fínn árgangur. Mynda- takan dregst á langinn og jafnvel Scott Black missir áhugann. Við setjumst í rauða brekkuna, rauðar hlíðar Georgíu. Og drekkum Evian. Og bíðum eftir að Jack og Jessica klári. – Ég velti fyrir mér hvort við fáum réttar upplýsingar, segir upp- lýsingastjórinn allt í einu eftir að hafa sagt mér að liturinn á bílnum kallist Candy Metallic. – Ég á við um stríðið í Írak. Um hvað við erum að gera þar, af hverju við erum þar, hvað það kostar. Ég bý í Texas, þar fer ekki einu sinni fram kosninga- barátta. Demókratarnir hafa gefist upp fyrirfram af því að þeir vita að þeir eiga ekki möguleika og þá er heldur ekkert vit í því fyrir repú- blíkanana að eyða fjármunum þar, þannig að við höfum í raun engar forsendur til að velja réttan fram- bjóðanda, andvarpar hann. – Hvern ætlarðu þá að kjósa? – Allir í bílabransanum eru eig- inlega repúblíkanar. En ég hef mín- ar efasemdir. Ég held að ég sé á móti stríðinu í Írak, segir upplýs- ingastjórinn og tæmir Evian flöskuna. Þegar við komum aftur á vín- garðinn – Chateau Elan – fær Danny Panoz sér bjór. Hann er með ofnæmi fyrir víni. – Hann styður viðskiptalífið, seg- ir Danny Panoz um sitjandi forseta. – Flestir í þessum bransa eru repúblíkanar. Þannig er það bara. Þegar ég bið Panoz að lýsa póli- tískum skoðunum sínum nánar, seg- ir hann bara: Ég vinn tólf tíma á dag, ég hef ekki tíma til að fylgjast með, lesa blöð, horfi varla á sjón- varp, en ég held að Bush sé fínn fyrir mig. Mér líst heldur ekki á John Edwards. Hann varð ríkur á að sækja aðra til saka. Það eru ómerkilegir peningar. Ég treysti honum ekki. Ég hef enga skoðun á Kerry. Get ekki séð að hann hafi sannað sig á nokkurn hátt. Panoz tilheyrir þeim allra ríkustu í Bandaríkjunum. Þeim sem vilja skattalækkanir, betra fjárfestingar- umhverfi, meiri frádrátt. Þeim sem telja að það sé skattalækkununum að þakka að landið er komið upp úr niðursveiflunni í hagkerfinu og kauphöllunum. Þegar Bush heldur því fram að skattfrjáls hagnaður af hlutabréfum muni skapa auknar fjárfestingar og fleiri störf, er það sem tónlist í eyrunum. Þegar Hvíta húsið vill hraða afskriftum á fjár- festingum í viðskiptalífinu og ein- falda reglurnar til að auka vöxt í smáiðnaði, er það fögur sinfónía. John Kerry telur að Bush taki bara tillit til þeirra ríkustu. Kerry vill minnka hallann á fjárlögum, meðal annars með að taka aftur skattalækkanir frá þeim ríkustu. Hann vill aukin framlög til heilsu, skóla, umhverfismála og þannig skapa 3 milljónir starfa á 500 dög- um. – Ég held að þeir séu í rauninni frekar líkir. Um 95 prósent líkir, segir Panoz og kvartar yfir háum framlögum til sjúkratrygginga fyrir starfsmenn sína. Sextíu manns starfa hjá verksmiðjunni og eitt er bílaframleiðandinn búinn að gera upp við sig: Hann ræður ekki starfsfólk sem er í verkalýðsfélög- um. Það kostar bara vandræði. Sjálfur lýsir hann sér fyrst og fremst sem „car nut“ – bílabrjál- æðingi. Frá því hann var lítill hefur hann teiknað bíla og vélar. Öll auð blöð á heimilinu voru fyllt af teikn- ingum og pabbinn kvartaði yfir að þurfa alltaf að blaða í gegnum tugi síðna með bílahönnun áður en hann fann síðu í símaskránni. Panoz yngri hafði lítinn áhuga á vínrækt fjölskyldunnar, fasteigna- viðskiptum og hótelrekstri, sem hún hafði haslað sér völl á eftir að fað- irinn hafði hagnast mjög á einka- leyfi á nikótínplástri. Þau fáu ár sem hann vann með föður sínum, náði Danny að búa til vél sem gróð- ursetti allt að þrjátíu þúsund vínvið- arplöntur á dag. Af því að hann fékk það verkefni að grafa holur fyrir plönturnar og þoldi það ekki. 26 ára gamall fór Danny til Ír- lands og fann bílaverksmiðju sem hafði orðið gjaldþrota. Þar gat hann keypt tvo bíla í pörtum fyrir slikk og þar að auki mót fyrir vélarhlíf. Hann smíðaði sinn fyrsta bíl í lag- erhúsnæði fyrir götusalt sem hann leigði fyrir 200 dali á mánuði. Fínan tveggja sæta sportbíll – Roadster. – Passaðu bara að það sé pláss fyrir tvö golfsett í skottinu, sagði pabbi hans. En hann vildi ekki hjálpa þegar Daniel gaf í skyn að hann vildi stofna eigin bílaverk- smiðju. Til einskis, sögðu allir í kringum hann. Það var bara goð- sögnin Carrol Shelby með Cobra sem lifði af samkeppnina við banda- rísku bílarisana. Ford og General Motors réðu markaðnum og brutu alla samkeppni á bak aftur. – Að smíða fáa bíla er klikkun eða í besta falli mikil áhætta, segir Panoz. – Kostnaðurinn er mikill, líkurnar á velgengni litlar. Næstum allir minni bílaframleiðendur hafa farið á hausinn. Annað hvort fram- leiðir maður milljónir bíla í Detroit eða engan. Daniel Panoz lítur í kringum sig á landareigninni. Herragarðurinn trónir stoltur á bak við hann, vín- skógurinn bærist í fjarska. Það eru bráðum hundrað ár síðan fyrsti Pa- nozinn, Eugenio Panuncio, ferðaðist frá Abruzzi á Ítalíu til að skapa sér líf í Bandaríkjunum. Hann varð boxari og stytti nafnið í Panoz. Bandaríski draumurinn. Fjórðu kynslóðar Panoz röltir hjá. Danielle er með sama rauða hárið og pabbinn, sömu þéttu lík- amsbygginguna og er bílabrjálæð- ingur eins og hann. Hana langaði í sinn eigin bíl, en í Panoz fjölskyld- unni fær maður ekkert ókeypis. Eftir að hafa unnið í öllum fríum á skrifstofu fyrirtækisins fyrir lág- markslaun og við sömu skilyrði og aðrir starfsmenn, átti hún nóg og keypti ’66 árgerð af Mustang sem hún lagaði og standsetti með pabba sínum. Stórt og gegnheilt skrímsli. Hún er sautján ára og með hönd- ina í fatla. Með djúpa skurði og sauma á efri hluta líkamans og höfðinu. Margir staðir eru hárlausir eftir að síðir, liðaðir lokkar flæktust í stýrinu þegar hún lenti í árekstr- inum. Flutningabíll keyrði inn í hliðina á Mustangnum þegar hún þeystist út á hraðbrautina án þess að líta almennilega í kringum sig. – Ég blindaðist af sólinni, út- skýrir Danielle. Bíllinn gjöreyði- lagðist. – Maður verður að einbeita sér við aksturinn, segir pabbinn. – Hvort sem það er Mustang eða Panoz. Bílasalinn hlær og er létt yfir að allt fór vel. Hann hristir hausinn. – Blindaðist af sólinni! Það verður langt þangað til þú færð að keyra bíl aftur. Og ennþá lengra þangað til þú færð að keyra Panoz! Peningar eru hraði. Dóttir bíla- salans andvarpar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.