Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 23
dáði fyrir duttlunga þess og dæma- lausa tilburði. Það hafði eignast nýjan heimavöll. – Eins og teiknimyndafígúra, sögðu sumir sem forðuðu sér hlæj- andi undan telpunni á göngunum. – Já, Villi spæta bara mættur í öllu sínu veldi! – Er þetta hennar dagur? spurðu aðrir og grunaði hvernig umhorfs yrði á stassjóninni síðla dags. Brostu svo að öllu saman. Forstöðulæknirinn var hins veg- ar spar á orð sín, hafði svo sem fengið margar staðfestingar á þeim grun sem vaknaði í fyrsta viðtalstímanum okkar á liðnu hausti, en hann vildi bíða og sjá og athuga hverju fram yndi þrátt fyr- ir nærri hálfs árs rannsóknir. Barnið væri vissulega vel virkt, mjög líklega ofvirkt, en trúlega væri það of einföld greining; ótal margir misvísandi þættir í þroska barnsins væru að vefjast fyrir hon- um. Og sömuleiðis okkur. Hann horfði á okkur í gegnum þykku gleraugun sín eins og véfrétt í framan. Lækninn virtist gruna margt en hann lét lítið uppi. Hann hélt okk- ur á mottunni. Og þar tipluðum við umkomulaus og allt að því einmana í efasemdum okkar; sífellt að spyrja, sífellt að spá, sífellt að spekúlera. En það gilti einu; hann vildi fara þennan leiðangur á sín- um hraða og að engu óðslega. Hann virtist eiginlega vera jafn ró- legur og við vorum óþolinmóð. Ofvirkni, hafði hann sagt. Og ofvirkni, hugsuðum við og pældum í heitinu fram eftir kvöldi; já, eitt þessara nýju orða í forða okkar sem við flettum upp í bók- unum heima. En við slepptum því óðara, fannst það ekki passa að öllu leyti fremur en svo mörg önn- ur orð sem við reyndum fyrr og síðar að fella inn í púslið í lífi dótt- ur okkar. Barnið var vissulega á eilífum þeytingi en það var eins og það þroskaðist á stökki í undarlegri ásælni sinni í afmarkaðan fróðleik og visku. Það bjó einhver ófriður innra með því, eirðarleysi og van- stilling, en samt var eins og líf þess væri eilíf endurtekning. Það gat tönnlast á sömu hlutunum og hrifið mann með sér ef það fékk að halda sig á sinni línu, en þess utan var það fjarlægt og utanveltu. Og það sem á margan hátt var verst; það var allt að því ómögu- legt að ná augnsambandi við þetta skrýtna barn. Það flögraði um inni í sínum eigin heimi eins og möl- fluga sem sveimar inni í gaslampa og kemst ekki út, ekki frekar en flugurnar í flúorljósunum. Kannski var það að lokast inni? Kannski þráði það að komast út en fann engar leiðir til þess? Það var eins og á milli okkar væru ókleifir tind- ar, huldir þoku og misviðrum. Barnið vildi lítið sem ekkert af okkur vita, eins og það þyrfti sama og ekkert á hlýju okkar og umönn- un að halda. Væri ekki á sama tilverusviði og við; týnd stjarna á himinhvolfinu – fallandi. Hvað gat þetta verið? Hvað stjórnaði þessu eiginlega? Við skildum ekki þetta litla og fallega barn okkar sem valdi sér leiðir sem svo erfitt var að finna á kortinu. Við þráðum að knúsa það og umvefja en það var eins og ein- hver ósýnilegur veggur skildi okk- ur að. Varla var barnið fætt í þennan heim til þess eins að glíma við óút- skýrða fötlun? Það gat ekki verið. Það bara mátti ekki vera svo. En samt fengum við engan botn í þennan furðulega þroskaferil, hvernig svo sem við reyndum. Það var sárt. Og varð því sárara eftir því sem við skildum minna. Bókin Barn að eilífu eftir Sigmund Erni Rúnarsson kemur út hjá JPV for- laginu. Bókin er 342 bls. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 23 Bridsfélag Kópavogs Þá er lokið þriggja kvölda hrað- sveitakeppni þar sem FOR-sveitin gaf engin grið og sigraði með yfir- burðum. Í sveitinni spiluðu Jón Steinar Ingólfsson, Steinberg Rík- harðsson, Runólfur Jónsson, Sigurð- ur Ívarsson, Guðmundur Baldursson og Jens Jensson. Lokastðan: FOR 1792 Eðvarð Hallgrímsson 1719 Kristinn Þórisson 1715 Freyja Sveinsdóttir 1677 Hæstu skor síðasta spilakvöld fengu eftirtaldar sveitir: FOR 611 Freyja Sveinsdóttir 596 Kristinn Þórisson 574 Næsta keppni félagsins er fjög- urra kvölda barómeter-tvímenning- ur sem hefst fimmtudaginn 4. nóv- ember kl. 19.30. Allir velkomnir og hægt að skrá sig hjá Lofti s. 897-0881 Landstvímenningur 2004 Hinn árlegi Landstvímenningur verður spilaður föstudaginn 5. nóv. nk. Spilað verður víðsvegar um land- ið. Allir spila sömu spil og útreikn- ingur fer fram á Netinu. Ennþá geta bridsfélög bæst í hópinn, hafið sam- band við skrifstofuna, s. 587-9360. Bridskvöld nýliða Spilað verður alla föstudaga kl. 19:30 í Síðumúla 37, 3. hæð. Allir sem kunna undirstöðuatriðin í brids eru velkomnir. Umsjónarmenn í vet- ur verða Sigurbjörn Haraldsson og Björgvin Már Kristinsson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson mbl.is Hluthafafundur í Íslandsbanka hf. verður haldinn í Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu miðvikudaginn 3. nóvember 2004 og hefst kl. 13.00. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: Tillaga um afturköllun umboðs núverandi bankaráðs og að gengið verði til kosningar bankaráðs að nýju. Kosning bankaráðs. Tillaga bankaráðs til breytinga á 4. gr. samþykkta félagsins þess efnis að bankaráði verði heimilað að hækka hlutafé félagsins um allt að 3.000 milljónir króna að nafnverði með áskrift nýrra hluta. Í tillögunni felst einnig að hluthafar hafi forgangsrétt til að skrá sig fyrir nýjum hlutum í réttu hlutfalli við hlutafjáreign sína hvað varðar 1.500 milljónir króna að nafnverði en falli frá forgangssrétti til áskriftar að hinum nýju hlutum hvað varðar 1.500 milljónir króna að nafnverði. Önnur mál. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á fundarstað, Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu, frá kl. 12.00 á fundardegi, miðvikudaginn 3. nóvember nk. 15. október 2004 Bankaráð Íslandsbanka hf. Hluthafafundur í Íslandsbanka hf. 1 2 3 4 Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Stórkostleg borg í hjarta Evrópu, sem Íslendingum býðst nú að kynnast í beinu flugi frá Íslandi. Kraká er fyrrum höfuðborg Póllands og því höfðu konungar þar aðsetur sitt og ber borgin þess ennþá merki enda ótrú- lega margar minjar frá þeim tímum. Hér getur þú valið um góð 3 og 4 stjörnu hótel í hjarta Kraká og spenn- andi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða. Munið Mastercard ferðaávísunina Tveir fyrir enn til Kraká í helgarferð 4. nóv. í 3 nætur frá kr. 19.990 Verð kr. 19.990 Flugsæti til Kraká, 4. nóvember með sköttum. Netverð. Símabókunargjald er kr. 1.500. á mann. Verð kr. 29.900 Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, hótel Ester, pr. nótt með morgunmat. Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800.- Netverð. Simabókunargjald kr. 1.500.- Opnun rá›stefnu Pétur Pétursson, yfirlæknir Heilsugæslustö›varinnar á Akureyri Málflroskaraskanir íslenskra barna Elín fiöll fiór›ardóttir, talmeinafræ›ingur Frambur›ur barna og tengsl vi› málflroskaraskanir fióra Másdóttir, talmeinafræ›ingur Fjölbreytt málörvunarefni fyrir börn og unglinga Talfljálfun Reykjavíkur Málflroskamælingar í leikskóla - til hvers? Jóhanna Einarsdóttir, talmeinafræ›ingur Skólabörn me› málflroskaröskun fióra Sæunn Úlfsdóttir og Valdís B. Gu›jónsdóttir, talmeinafræ›ingar Samanbur›ur á ni›urstö›um málflroskaskimunar hjá börnum vi› 31/2 árs aldur og samræmds prófs í íslensku vi› 9 ára aldur Elmar fiór›arson, Fri›rik Rúnar Gu›mundsson og Ingibjörg Símonardóttir, talmeinafræ›ingar Stig málflroska, e›li bo›skipta og lei›ir til a› efla leikskólakennara í markvissri vinnu me› bo›skipti skv. hugmyndafræ›i Hanen-mi›stö›varinnar í Kanada Eyrún Ísfold Gísladóttir, talmeinafræ›ingur Snemmtæk íhlutun Ásta Sigurbjörnsdóttir, talmeinafræ›ingur Frásagnir leikskólabarna: kynning á n‡ju spili/kennslutæki Rannveig Oddssdóttir, sérkennari Seinkun málflroska heyrandi barna sem eiga heyrnarlausa foreldra Valdís Jónsdóttir, talmeinafræ›ingur Málflroskaröskun hjá tvítyngdum börnum Elín fiöll fiór›ardóttir, talmeinafræ›ingur Rá›stefnan er öllum opin. Skráning fer fram á heimasí›u FTT www.simnet.is/einval Rá›stefnugjald kr. 12.500 SÉRTÆKAR MÁLfiROSKARASKANIR Á LEIKSKÓLA- OG GRUNNSKÓLAALDRI Greining og úrræði Hótel KEA, Akureyri Mánudaginn 15. nóvember kl. 9.00-16.00 RÁ‹STEFNA D a g s k r á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.