Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FJÖLDAMÖRG dæmi um samráð olíufélaganna eru rakin í skýrslu sam- keppnisráðs, sem birt var á föstudag. Meðal annars kemur fram að fyrir- tækin hafi átt með sér samstarf um að hækka verð á benzíni og um að halda erlendum keppinauti burt frá ís- lenzka markaðnum. Í skýrslum forsvarsmanna Olíufé- lagsins hf. (OHF) og Olís, sem veittu Samkeppnisstofnun upplýsingar við rannsókn málsins, kemur fram að allt frá gildistöku samkeppnislaga í marz 1993 og fram á árið 1997 hafi félögin haft með sér náið samráð um verð- breytingar. Ráðið segir að gögn máls- ins sýni að í raun hafi engin eðlis- breyting orðið á samstarfinu eftir 1997. Þvert á móti hafi þau áfram haft með sér víðtækt samráð um verð. Viðbrögð við erindum FÍB samræmd Í umfjöllun samkeppnisráðs kemur fram að fljótlega eftir gildistöku nýju samkeppnislaganna 1. marz 1993 hafi þau komið til athugunar hjá olíufélög- unum. Þeim hafi verið dreift á fundi hjá Olís 9. marz, skv. fundargerð. Hinn 26. maí 1993 hafi Félag ís- lenzkra bifreiðaeigenda, FÍB, sent kvörtun til Samkeppnisstofnunar og haldið því fram að olíufélögin hefðu með sér ólögmætt samráð um ákvörð- un benzínverðs. Hinn 16. júní sendi Samkeppnisstofnun olíufélögunum bréf FÍB og óskaði eftir umsögn þeirra. Með bréfunum fylgdu eintök af samkeppnislögunum. Félögin svör- uðu með bréfum í júlí og ágúst og sóru öll af sér hvers konar samráð, en tóku fram að mikil samkeppni væri milli fé- laganna. „Að fengnum skýringum ol- íufélaganna ákváðu samkeppnisyfir- völd að hafast ekkert frekar að,“ segir í skýrslu samkeppnisráðs. Þar kemur hins vegar fram að í fundargerð framkvæmdastjórnar Skeljungs 23. ágúst 1993 sé að finna eftirfarandi bókun: „Olíufélögin og FÍB. Svarbréf olíufélaganna til Sam- keppnisráðs var til umræðu.“ Í at- hugasemdum OHF er því mótmælt að bókun þessi hafi nokkra þýðingu og bent á að í fundargerðinni séu ýmsar villur. Samkeppnisráð segir hins vegar: „Samkeppnisráð ítrekar hér að OHF hefur upplýst um þátt- töku sína í umfangsmiklu verðsam- ráði á þessum tíma og önnur gögn málsins styðja þann framburð. Í bréfi fyrirtækisins til Samkeppnisstofnun- ar frá júlí 1993 er á hinn bóginn fullyrt að fyrirtækið taki ekki þátt í slíku samráði. Augljóst er því að fyrirtækið gaf á sínum tíma rangar yfirlýsingar. Sama gerðu hin félögin. Þegar orða- lag umræddrar bókunar frá Skelj- ungi er virt með hliðsjón af þessum upplýsingum um samráð og horft er til þess að öll félögin veittu rangar upplýsingar telur samkeppnisráð að félögin hafi haft samvinnu um að svara erindi FÍB. Þetta er nefnt í ákvörðun þessari samhengisins vegna og til að sýna fram á að frá upp- hafi fólst í samráði olíufélaganna sam- vinna um að halda því leyndu. Hefur slíkt þýðingu við mat á eðli samráðs olíufélaganna. Gerð verður í málinu grein fyrir öðrum aðgerðum sem höfðu sama markmið. Ekki er hins vegar um það að ræða að í máli þessu verði olíufélögin beitt viðurlögum fyr- ir að veita stjórnvöldum rangar upp- lýsingar, enda fellur slíkt utan valds- sviðs samkeppnisyfirvalda.“ Hinn 15. september 1993 er svo bókað í fundargerð framkvæmda- stjórnar Skeljungs að FÍB óski eftir tilboðum eða afsláttarkjörum fyrir fé- lagsmenn. Málið var rætt aftur í framkvæmdastjórninni 11. nóvember 1993. Þar er bókað að möguleg af- sláttarkjör á benzínstöðvum félagsins fyrir félagsmenn í FÍB hafi verið til skoðunar að undanförnu. Svo er bók- að að fulltrúi Skeljungs „ræði málið við fulltrúa hinna olíufélaganna“. „Bensínhækkun allt að 3 kr.“ Í skýrslu samkeppnisráðs er fjallað um fund fulltrúa olíufélaganna 10. ágúst 1994 (hálfu öðru ári eftir gild- istöku samkeppnislaga) þar sem ýmis samráðsmál voru rædd. Í minnis- punktum Þórólfs Árnasonar, þáver- andi framkvæmdastjóra markaðs- sviðs OHF, segir m.a.: „Bensínhækkun allt að 3 kr.“ Um þetta segir samkeppnisráð: „Samkvæmt þessari bókun hefur ver- ið rætt um eða ákveðið á fundinum að hækka verð á bensíni um allt að 3 kr. á lítra. Samkeppnisstofnun hefur spurt framkvæmdastjórann um þessa fund- argerð. Hann kvaðst kannast við rit- hönd sína á blaðinu en efaðist um að hann hefði rætt við hin félögin um þessa verðhækkun þar sem hann hafi ekki borið ábyrgð innan OHF á verð- lagsmálum bensíns. Hann hafi því trúlega heyrt þessi sjónarmið frá Olís og Skeljungi og bókað þetta hjá sér. Að mati samkeppnisráðs staðfestir þetta gagn framangreinda lýsingu OHF og Olís á samvinnu olíufélag- anna þriggja í verðlagsmálum á þess- um tíma.“ Skortur á „jákvæðum samskiptum“ Í gögnum málsins er jafnframt að finna minnisblað, sem Þórólfur tók saman fyrir Geir Magnússon, for- stjóra OHF, og lýstir fundi hans með Einari Benediktssyni, forstjóra Olís 11. september 1994. Í umfjöllun sam- keppnisráðs segir: „Fundurinn var haldinn að frumkvæði forstjóra Olís og er augljóst af minnisblaðinu að til- gangur hans hefur verið að efla sam- vinnu og samband milli Olís og OHF. Sagt er að Olís hafi á fundinum lýst yfir vonbrigðum með samskiptin við OHF og sagt að Olís fyndist jafnvel „einföldustu mál“ hafa þvælst lengi og „lítill vilji til samvinnu, jafnvel þeg- ar auðveld tækifæri gefast“. Jafn- framt hafi komið fram á fundinum að tiltekinn starfsmaður Olís sé pirraður yfir því að framkvæmdastjórinn hjá OHF þegi og láti lítið í ljós á sameig- inlegum fundum með Skeljungi. Á fundinum hefur forstjóri Olís sagt frá því „að öll jákvæðu samskiptin við Skeljung“ séu við tiltekinn starfs- mann þess fyrirtækis og forstjórinn setti einnig fram tillögur um bætta samvinnu félaganna.“ Síðan er vitnað beint í minnisblað Þórólfs: „E.B. kom einnig inn á það að fyrirtækin lentu í því að vera stillt upp við vegg, af verstu kúnnunum eða að- ilum með markaðstengd verkefni. Hann mæltist til þess að við hringd- um okkur saman í slíkum málum, frekar en að fá sögurnar frá öðrum. ... Hann var líka sammála mér þegar ég nefndi að nú þyrftu félögin öll að vera mjög vakandi í því að láta ekki egna sig saman í verðstríð í útboðum. Hann sagði þá vera að vinna upp taktík í af- sláttarkjörum, sem byggðust á magni.“ Samkeppnisráð segir ljóst af þess- um orðum að forstjóri Olís hafi lagt til að félögin myndu vinna saman gegn tilraunum viðskiptavina þeirra til að fá lægra verð. Samtaka um að hækka benzín Enn vitnar samkeppnisráð í hand- skrifað minnisblað Þórólfs Árnasonar frá 3. janúar 1995, sem lýsi fundi framkvæmdastjóra markaðssviða ol- íufélaganna þriggja. Undir fyrsta lið er bókað: „Ath. breyta 92 okt. „upp“ um ca. 1 kr. 15. jan.“ Þetta telur sam- keppnisráð að verði ekki túlkað öðru- vísi en svo að á fundinum hafi verið ákveðið að hækka 92 oktana benzínið um eina krónu. Fram kemur að að- spurður hafi Þórólfur kannazt við minnisblaðið og sagt að þarna hafi fé- lögin rætt um verðlagningu á benzíni. Þetta hafi tengzt sameiginlegum að- gerðum olíufélaganna um að taka 92 oktana benzín út af markaðnum og ol- íufélögin hafi „sjálfsagt ákveðið að hækka verð á 92ja oktana bensíni meðan breytingin gengi yfir“. Jafn- framt er haft eftir Þórólfi að fulltrúar hinna olíufélaganna hafi gjarnan hvatt OHF til verðhækkunar, en hann hafi þá bent þeim á að þeir gætu sjálfir hækkað verð sitt. Athugasemdum OHF, um að þótt þetta kunni að brjóta gegn sam- keppnislögum verði að horfa á það mildum augum vegna þess að þau hafi verið að fylgja þeirri þróun í ná- grannalöndunum að hætta að selja 92 oktana benzín, svarar samkeppnisráð þannig: „Að mati samkeppnisráðs fela framangreindar aðgerðir vegna 92ja oktana bensíns í sér skýrt brot á 10. gr. samkeppnislaga. Varðandi það skiptir engu máli að lögum þó breyt- ingar hafi orðið varðandi innkaup á þeirri vöru. Olíufélögunum var í lófa lagið að leita eftir undanþágu á grundvelli 16. gr. samkeppnislaga ef þau töldu ytri aðstæður kalla á sam- vinnu en það gerðu þau ekki.“ „Umræðugrundvöllur“ settur í nefnd Samkeppnisráð segir í skýrslu sinni frá því að 21. febrúar 1995 hafi framkvæmdastjóri markaðssviðs smásölu hjá Olís sent símbréf til OHF og Skeljungs. Í bréfinu til Skeljungs var listi yfir 18 „verkefni sem gætu leitt til sparnaðar hjá báðum fé- lögum“ og sagt að sum hefðu þau ver- ið áður á dagskrá. Þar á meðal er að leggja niður benzínstöð á Þórshöfn, fækka stöðvum á Barðaströnd og taka upp vinnureglur varðandi dreif- ingu á tönkum og dælum til viðskipta- vina oliufélaganna og hugsanlega gjaldtöku fyrir hana. Í bréfinu til OHF voru 13 verkefni reifuð, þar á meðal slík gjaldtaka. Hinn 22. marz 1995 var svo haldinn fundur forstjóra olíufélaganna þriggja, þar sem mörg samráðsmál voru til umfjöllunar. Í fundargerð forstjóra Olís um fundinn segir orðrétt: „5. Verðmyndun á gas- olíu til landnotkunar: Fyrir liggur til- laga að umræðugrundvelli frá okkur um málið. Ákveðið var að Þórólfur [Árnason], Bjarni Snæbjörn [Jónsson hjá Skeljungi] og Thomas [Möller hjá Olís] tækju umræðu um málið og tækju með þá af samstarfsfélögum sínum sem þeir teldu þurfa þykja. Af minni hálfu kom fram að KBÓ [Krist- ján B. Ólafsson hjá Olís] myndi taka þátt í málinu með Thomasi eftir því sem þurfa þykir og að hálfu [Geirs Magnússonar] kom fram að líklega myndi Bjarni Bjarna[son hjá OHF] verða að einhverju leyti með Þórólfi í málinu. Ákveðið var að Thomas myndi hafa frumkvæði að boðun fundar um málið.“ „Bókun þessi sýnir markvisst samstarf olíufélaganna í verðlagsmálum,“ segir samkeppnis- ráð. Irving Oil haldið úti Á sama fundi var rætt um hugs- anlega samkeppni frá kanadíska olíu- félaginu Irving Oil, sem á þessum tíma sýndi því áhuga að hefja starf- semi á Íslandi. Í fundargerð Einars Benediktssonar kemur fram að rætt hafi verið vítt og breitt um Irving Oil. Tengd þessu sé bókun í fundargerð framkvæmdastjórnar OHF í janúar 1995, en þar segi að forstjóri Olís hafi hvatt til þess að olíufélögin hafi undir- skriftalista liggjandi frammi á benz- ínstöðvum til að mótmæla byggingu fyrirhugaðra Irving-stöðva. Í fundar- gerðinni segir að þetta þjóni ekki hagsmunum OHF, vegna þess að þá væri verið að leggjast gegn bygging- um á lóð við Stekkjarbakka, sem OHF hafi sótzt eftir. Jafnframt kemur fram að í bréfi Ol- ís segi að „frestur til að gera athuga- semdir við fyrirhugaða landnotkun sé að renna út. Þetta þarf að kanna strax og vekja athygli íbúasamtaka á fram- vindu mála“. Þá vitnar samkeppnis- ráð í þakkarbréf OHF til erlends olíu- félags 10. apríl 1996, þar sem segir „our warmest thanks for your assist- ance in the battle we fought here to keep Irving out of Iceland“ eða hug- heilar þakkir fyrir stuðninginn við baráttuna fyrir því að halda Irving Oil burtu frá Íslandi. „Í þessu sambandi má einnig hafa í huga bréf fram- kvæmdastjóra markaðssviðs smásölu Olís, dags. 28. ágúst 1996, til fram- kvæmdastjóra markaðssviðs OHF og framkvæmdastjóra markaðssviðs smásölu hjá Skeljungi. Í bréfinu er sagt að með því fylgi afrit af beiðni til- tekins manns um að fá að opna bens- ínstöð á Reykjanesi og síðan segir: „Vona að þið verðið líka á verði um að hindra þetta“,“ segir í skýrslu Sam- keppnisstofnunar. Samstarf um benzínverð og að útiloka erlendan keppinaut Margvíslegt samráð Skeljungs, Olís og Olíufélagsins rakið í skýrslu samkeppnisráðs Morgunblaðið/Arnaldur TENGLAR ..................................................... www.samkeppni.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.