Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Leikritið Norður eftirHrafnhildi Hagalín Guð-mundsdóttur var frum-sýnt á stóra sviði Þjóðleik-hússins á föstudag. Þetta er þriðja leikrit Hrafnhildar sem sett er á svið hér á landi, en fyrsta leikrit hennar, Ég er meistarinn, var frum- sýnt í Borgarleikhúsinu árið 1990 og Hægan, Elektra var frumsýnt í Þjóð- leikhúsinu árið 2000, auk þess sem Ég er meistarinn hefur verið þýtt á níu tungumál og sýnt í jafnmörgum löndum. Fyrri leikrit Hrafnhildar fjalla um átök og örlög listamanna. Ég er meistarinn segir sögu tónlist- armanna, nemanda í gítarleik og kennara hennar, og Hægan, Elektra segir af mæðgum sem eru leikkonur. Norður segir hins vegar af hópi fólks með óljósan bakgrunn, fólkið er sam- ankomið á flugvelli og það kemur ekki svo skýrt fram hvaða eða „hvers konar“ fólk þetta er, heldur er lögð áhersla á sambönd þeirra hvers við annað og þann vendipunkt sem það virðist vera komið á í lífi sínu. Í fyrri verkum þínum fékkst þú við líf listamanna, en nú eru persónur þínar alls konar fólk sem á það sam- eiginlegt að standa á einhvers konar krossgötum í lífi sínu. Hvað lagðir þú upp með í persónusköpun þinni að þessu sinni? „Ég hef haft það fyrir reglu, eftir hvert verk, að gera eitthvað alveg nýtt. Eftir að ég skrifaði Ég er meist- arinn ákvað ég reyndar að hætta að skrifa í nokkur ár og fór í nám, og þegar ég byrjaði að skrifa aftur lang- aði mig til að gera eitthvað allt öðru- vísi en áður og skrifaði þá Elektru. Eftir það langaði mig aftur til að um- bylta öllu. Ég hafði skrifað tvö verk fyrir þrjár persónur og hugsaði með mér að nú skyldi ég takast á við að skrifa verk fyrir margar persónur og líka kannski að fara aðeins lengra út fyrir mitt svið, að fara með þessum persónum aðeins lengra í burtu frá sjálfri mér. Þegar ég var að byrja að skrifa hafði ég að leiðarljósi að skrifa um það sem ég þekkti vel. Mér hafði verið ráðlagt það og fannst það mjög viturlegt, og ég held að það sé eðli- legt fyrir unga höfunda að gera það. Svo langar mann náttúrlega að fara lengra og takast á við eitthvað annað, þannig að allt í einu sat ég uppi með þennan hóp af fólki. Svo langaði mig líka til að ná einhverjum anda sem ég skynjaði í íslensku samfélagi. Varð- andi hin tvö verkin mín, þá voru ýms- ir sem furðuðu sig á því af hverju ég skrifaði ekki eitthvað sem væri ís- lenskara, þannig að mig langaði til að gera það núna. Að taka á einhverjum kjarna sem ég skynjaði í íslensku nú- tímasamfélagi.“ Eru þessar persónur þannig fulltrúar fyrir eitthvað í íslenskum samtíma? Má segja að aðstæður þeirra séu að einhverju leyti sér- staklega íslenskar og/eða sér- staklega „nútímalegar“? „Já, ég held það megi segja það. Einn leikaranna sagði einmitt við mig í gær, og mér finnst það mjög rétt, að þó að þetta séu margar per- sónur þá megi líta á þær sem eitt og sama parið. Þessar tilfinningar sem þarna eru í gangi eru keimlíkar og örlög þeirra hljóma líka saman. Ég held að þessi hamda örvænting, ef svo má segja, sem býr í þeim öllum sé kannski dálítið sem maður skynjar í kringum sig.“ Í framhaldi af þessu, þá fjallar verkið að miklu leyti um sambönd, sambönd hjóna og elskenda, og í flestum þessara sambanda virðist vera ákveðið skeytingarleysi, fólk er þarna svo innviklað í sjálft sig að það sér ekki hina manneskjuna. „Ég hugsa að það sé rétt, og það eru líka allir að halda aftur af tilfinn- ingum sínum og hemja sig. Sagan gerist á flugvelli sem er staður þar sem ólíkt fólk hittist og þar eru allir náttúrlega að fela sín persónulegu mál fyrir öllum hinum. Við þekkjum þessa tilhneigingu sem er náttúrlega mjög íslensk – það er einhvern veg- inn alltaf allt í lagi hjá öllum þó að allt sé í steik. Þetta er það sem ég vildi ná að lýsa, ásamt öllum þeim nið- urbældu, hömdu tilfinningum sem í rauninni leiða fólkið síðan út á ein- hverja bjargbrún og að lokum já, við ættum kannski ekki að upplýsa um lokin hér...“ Vona að stefnan í átt að meira léttmeti taki ekki alveg yfir Það er eins og allt þetta fólk – þessi pör, sem eiga að vera svo náin – nái ekki að tengjast hvað öðru, eins og það sé veggur á milli allra. „Já, og um leið er þessi mikla þrá og löngun eftir því að ná sambandi. Sumir hafa sagt að Íslendingar séu Spánverjar norðursins, og að vissu leyti er það rétt svona hvað tilfinn- ingahita varðar. Munurinn er hins vegar sá að Spánverjar segja allt út en Íslendingar ekki og þannig kraumar allt undir yfirborðinu sem er náttúrlega frekar slítandi að búa við til lengdar en gefur Íslendingum líka um leið dálítinn sjarma, þetta að standa í brúnni og bíta á jaxlinn og æmta ekki á meðan báturinn sekk- ur... við erum að þessu leyti líkari Japönum...“ Stundum er talað um að leikhúsið eigi að vera í „samræðu“ við samtíma sinn og jafnvel spegla hann. Ert þú sammála því að þetta sé hlutverk og jafnvel skylda leikhússins? „Já, auðvitað á leikhúsið að gera það og það gerir það. Leikhúsið er náttúrlega samtímafyrirbæri, þótt það sé kannski óréttmæt krafa að það sé einhver samtímaspeglun í hverri einustu sýningu, eða að höf- undar þurfi alltaf að vera að skrifa um samtíma sinn. En við lifum nátt- úrlega hér og nú og á einhvern hátt, hvað svo sem fólk er að skrifa um, þá kemur samtíminn í gegn. Ég held að áhorfendur fari í leikhús til að reyna að fá einhverja speglun á sjálfa sig og umhverfi sitt. Og ég vona að þessi sterka stefna í átt að meira léttmeti sem við höfum séð í listum almennt á undanförnum árum taki ekki alveg yfir. Fólk virðist leita sífellt meira í léttmeti, og við erum svo lítil þjóð að það verður allt miklu ýktara hjá okk- ur. En stofnunum eins og Þjóðleik- húsinu og Sinfóníuhljómsveitinni ber skylda til að rækta hitt, og að vinna gegn þessum markaðslögmálum, enda hefur sagan kennt okkur að gæði í listum fari ekki endilega eftir því hvað allir vilja. Oft á tíðum hafa mjög góðar sýningar fallið í leik- húsum og eins eru mýmörg dæmi um það í tónlistarheiminum að menn hafa risið upp og æpt yfir því hvað tónverk er lélegt, en svo er þetta kannski verk sem er að fara ein- hverjar nýjar leiðir og verður síðar ógleymanlegt á sínu sviði. Ekki það að allt sem enginn nennir að sjá þurfi endilega að vera svo merkilegt, nema síður sé, oft er það hundómerkilegt. En best er auðvitað þegar þetta fer saman, gæði og góður gangur og það gerist...“ Vinn ómeðvitað til að byrja með Nú er form leikritsins þannig að atburðarásin á flugvellinum, þar sem flakkað er á milli persóna, er brotin upp með atriðum sem virðast eiga sér stað í óljósri framtíð. Fórstu af stað með annað á undan hinu, formið eða efnið, eða fléttast þetta tvennt saman í sköpunarferlinu? „Mér fannst skemmtilegt að flakka aðeins í tíma, ég hef ekki gert það áður, og að brjóta upp þennan tíma á flugvellinum með innskotum. Þannig er flakkað fram og aftur í tíma í forminu og það er flakkað á milli aðstæðna hjá persónum. Við sjáum þær annars vegar þegar þær eru í þessu samhengi sem er flugvöll- urinn – þessu hamda umhverfi þar sem þær þurfa að halda aftur af öllu – og svo aftur þegar þær eru komnar inn í framtíðina, eru í einrúmi og þá fara ýmsir andar á kreik. Mér finnst formið alltaf talsverð glíma, en ég hef unnið svona í þessum tveimur síðustu verkum – að leyfa forminu að verða til út frá efninu í stað þess að leggja upp með eitthvert tilbúið form – og mér finnst það vera rétt. Ég reyni líka að vinna dálítið ómeðvitað fyrst, stundum veit maður ekkert hvað maður er að gera, en svo sér maður það út seinna og ég held að það sé mikilvægt að treysta á það sé einhver lógík í undirmeðvitundinni – formið komi svo á seinni stigum. Ég þarf að beita mig dálitlum aga að þessu leyti, því mér hættir til að fara að vinna hlutina alltof mikið strax í stað þess að leyfa mér bara að skrifa áfram á meðan frumkrafturinn eða hvað sem þetta kallast er fyrir hendi.“ Er þetta eitthvað sem reynslan hefur kennt þér? „Já, ég er dálítið að læra á þetta með tímanum. Að fara ekki í að end- urskrifa og endurskrifa einhvern bút, einhverja byrjun kannski, í stað þess að vinna mig í raun og veru í gegnum verkið fyrst og fara svo í bókmenntafræðingsbúninginn á eft- ir.“ Eftir að þú skrifaðir fyrsta leikrit þitt, Ég er meistarinn, þá fórstu til Frakklands og namst leikhúsfræði. Breyttust vinnubrögð þín eða afstaða við leikritaskrif við þetta nám? „Já, það gerði það náttúrlega, ég er búin að lesa miklu meira og fara í gegnum leiklistarsöguna en það hafði ég ekki gert þegar ég skrifaði fyrsta verkið mitt. Það sem kom mér kannski mest á óvart í náminu var að sjá hvernig ég hafði hlutina á tilfinn- ingunni, hafði fengið hlutina á tilfinn- inguna í gegnum uppeldið sjálfsagt og það að vera svona mikið í leikhús- inu. Ég sat stundum í tímum og hugsaði: Já svona er þetta gert, og þetta er ég búin að gera, og mér fannst þetta oft dálítið furðulegt. Ágætur vinur minn sagði reyndar við mig að ég myndi sennilega eyði- leggja mig á því að fara í nám, en ég vona að það hafi nú ekki gerst. Kannski bjargaði mér að ég lauk ekki náminu af því ég þurfti að fara heim og fór svo ekki aftur. Ég er frekar lítill akademíker í mér og fannst þetta nám ekkert sérlega skemmtilegt. En kannski varð ég dá- lítið meðvitaðri eftir það og hef lík- lega þurft að ýta þessu aðeins frá mér og leyfa mér að vinna meira á til- finningunni. En auðvitað búa svo sem allir að námi á einn eða annan hátt, það var mjög gagnlegt að lesa svona mikið og líka að kynnast öðru- vísi leikhúsi, það var rosalega mik- ilvægt fyrir mig því maður er alinn upp í ákveðnum leikhúsheimi og dá- lítið klassískum hefðum. Þannig var ákveðið sjokk fyrir mig að vera í Par- ís þar sem er allt önnur hefð og þá brotnaði aðeins fyrir mér sú mynd sem ég hafði haft af leikhúsi, og það var líka mjög hollt.“ Þykir vænt um leikara og vil skrifa góðar rullur fyrir þá Hvað er það við leikhúsið og leik- ritun sem heillar þig umfram önnur form skáldskapar? „Kannski bara það til að byrja með að mér fannst ég meira á heimavelli í leikritsforminu. Ég skrifaði smásög- ur og ljóð – eins og velflestir aðrir – í menntaskóla, sem birtust sem betur fer hvergi. Og svo hugsaði ég með mér að af því að ég þekkti leikhúsið þetta vel þá ætti ég að prófa að skrifa leikrit. Svo er það líka ólíkt að því leyti til að það eru leikarar sem svo fara með textann. Mér þykir mjög vænt um leikara, ég er alin upp með þeim og margir af mínum bestu vin- um eru leikarar. Mér finnst þeir al- veg frábært fólk og starfið þeirra svo ótrúlegt, og þannig er það líka þess vegna sem mig langar til að skrifa góðar rullur fyrir þá, að búa til tæki- færi fyrir þá að láta ljós sitt skína. Þegar einhver leikari nær að blómstra í verki eftir mig, það er þegar upp er staðið kannski eitt það mikilvægasta fyrir mig. Það virkar líka mjög hvetjandi og fær mig til að langa til að halda áfram og hugsa: Vá, nú get ég vonandi skrifað miklu betra verk fyrir þennan næst.“ Hvað heldur þú um framtíð ís- lenskrar leikritunar? Er hún björt? „Já, mér finnst það núna, og það verður spennandi að sjá því það er margt að gerast. Í vetur eru til að mynda fleiri íslensk verk á fjölunum en verið hefur lengi. Ég vona alla- vega að ungir höfundar fari að hafa meiri áhuga á að skrifa fyrir leikhús og að þeim verði hjálpað til þess því það þarf að hjálpa þeim, formið er mjög erfitt og það þarf að kenna fólki á það. En ef allir eru meðvitaðir um það þá vona ég við munum sjá fjöl- marga unga höfunda skrifa leikrit á komandi árum.“ Spánverjar norðursins Hrafnhildur: Leikhúsið er náttúrlega samtímafyrirbæri, þótt það sé kannski óréttmæt krafa að það sé einhver sam- tímaspeglun í hverri einustu sýningu, eða að höfundar þurfi alltaf að vera að skrifa um samtíma sinn. Morgunblaðið/Árni Torfason Guðrún Gísladóttir og Sigurður Skúlason í hlutverkum hjóna í leikritinu Norður. bab@mbl.is Nýtt leikrit Hrafnhildar Hagalín, Norður, segir af fólki sem er statt á flugvelli og á það sameiginlegt að standa á einhvers konar bjargbrún í lífi sínu. Birna Anna Björnsdóttir ræddi við Hrafnhildi sem segist hafa viljað skoða þær hömdu til- finningar og jafnvel örvæntingu sem víða finnst í íslensku nútímasamfélagi. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.