Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 45 DAGBÓK Þekkir þú fólkið? FÓLKIÐ á þessum myndum er lík- lega ættað úr Dalasýslu eða Snæ- fellsnesi, e.t.v. er það af Ormsætt. Þeir sem kunna að þekkja fólkið eru beðnir um að hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur í síma 557 4302. Súpermódelkettir fást gefins TVEIR kisustrákar, rúmlega sjö mánaða, óska eftir hlýlegum heim- ilum þar sem hægt er að vera frjáls úti. Annar er smár, einslitur silf- urgrár, fínlegur og andlitsfríður hefðarköttur. Hinn er háfættur, silf- urgrár, beisbröndóttur. Báðir eru mjög blíðir og ótrúlega skemmti- legir. Áhugasamir hafi samband við Kristínu í síma 698 6862. Holli Polli er týndur HOLLI Polli er rúmlega 10 ára gamall fressköttur. Hann er brönd- óttur og hvítur og með eyrnamarkið R 7023. Hann lagði af stað í æv- intýraför frá heimili sínu í Setbergs- landi í Hafnarfirði og hefur ekki rat- að til baka. Hann gæti hafa farið inn í skúr eða tekið sér bílferð. Hans er sárt saknað. Þeir sem hafa orðið hans varir vinsamlega hafið sam- band í síma 555 0701, 555 1914, 848 1591 eða 869 7002. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÓL í Istanbúl. Norður ♠D2 ♥ÁK109 S/Allir ♦G74 ♣G1087 Vestur Austur ♠ÁKG8764 ♠10953 ♥843 ♥765 ♦K ♦5 ♣D6 ♣ÁK543 Suður ♠– ♥DG2 ♦ÁD1098632 ♣92 Tígulkóngurinn kæri, kominn vildi ég væri … Vestur Norður Austur Suður Rombaut Filios Palau Papa – – – 4 tíglar 4 spaðar 5 tíglar 5 spaðar 6 tíglar Pass Pass Dobl Allir pass Spilið að ofan er frá 9. umferð riðlakeppninnar í Tyrklandi, en sagn- irnar eru úr viðureign Grikkja og Frakka. Grikkinn Papakyriakopolus barðist upp á sjötta þrep í sex tígla og var heppinn með blindan og út- spilið, sem var spaðakóngur. En þar lauk hans láni – Papa trompaði, fór inn í borð á hjarta og svínaði fyrir tígulkónginn. Vestur átti slaginn og var ekki höndum seinni að spila laufi – tveir niður og 500 til Frakka. Á hinu borðinu spiluðu Grikkir fimm spaða í AV, sem fóru tvo niður – 200 í viðbót til Frakka og 12 IMPar. Í sýningarleik Ítala og Hollendinga á bridgebase.com lenti Ítalinn Bocchi í nákvæmlega sömu stöðu og Papa. Sagnir voru samhljóða og útspilið háspaði. Bocchi byrjaði eins og Papa, fór inn á blindan á hjarta í öðrum slag og spilaði tígulgosa. Austur lét fimmuna fumlaust, en síðan gerðist ekkert í langan tíma. En þegar Bocchi loks tók ákvörðun reyndist hún rétt – hann stakk upp ás og fékk tólf slagi, ítölskum áhorfendum til mikillar gleði. Sennilega hefur Bocchi hugsað sem svo að austur hefði ekki endilega sagt fimm spaða með Kx í tígli, auk þess sem vestur hefði frekar barist í sex spaða með eyðu. Þetta eru veikar vísbendingar, en betri en engar. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f3 e5 7. Rb3 Be6 8. Be3 Rbd7 9. Dd2 b5 10. O-O-O Be7 11. g4 b4 12. Re2 a5 13. Kb1 h6 14. Rg3 a4 15. Rc1 d5 16. Rf5 Bxf5 17. gxf5 d4 18. Bf2 O-O 19. Hg1 Kh8 20. Bb5 Rc5 21. Rd3 a3 22. Rxe5 axb2 23. Bxd4 Hxa2 24. Kxa2 Da5+ 25. Kxb2 Dxb5 Staðan kom upp í opnum flokki á Ól- ympíuskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Calviu á Mallorca. Peter Svidler (2735) var aðstoðarmaður Vladimir Kramniks í einvígi hans um heimsmeistaratitilinn við Peter Leko og gat því ekki tekið þátt fyrir rúss- neska liðið í fyrstu umferðum mótsins. Hér hafði hann hvítt í sinni fyrstu skák gegn Ísraelanum Emil Sutovsky (2697). 26. Hxg7! Kxg7 27. Rg4 Hh8 28. Rxf6 Bxf6 29. Hg1+ Kh7 30. Bxf6 Ra4+ 31. Kc1 og svartur gafst upp enda taflið tapað eftir 31... Hg8 32. Hxg8 Df1+ 33. Dd1 Dxd1+ 34. Kxd1 Kxg8 35. Bd4. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 GENGI GJALDMIÐLA mbl.is YOGA •YOGA • YOGA YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, símar 588 5711 og 694 6103 www.yogaheilsa.is Líkamsæfingar, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla. Morguntímar, hádegistímar, síðdegistímar og kvöldtímar. Nýtt í yogastöðinni Heilsubót - KRAFT YOGA Sértímar fyrir byrjendur og barnshafandi konur NÝTT! Asthanga Yoga Jens Ingólfsson, rekstrarhagfræðingur, Róbert Trausti Árnason, rekstrarfræðingur. Salómon Jónsson, löggiltur fasteignasali. Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is eða robert@husid.is . Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:  Gott fyrirtæki í ferðaþjónustu.  Þekkt undirfataverslun í stórri verslunarmiðstöð.  Sérverslun - heildverslun með 350 m. kr. ársveltu.  Þekkt bílaleiga á góðum stað á höfuðborgarsvæðinu með fyrirmyndarað- stöðu í eigin húsnæði. Góð viðskiptasambönd og fastir viðskiptavinir. Þetta er áhugaverður rekstur fyrir samhenta fjölskyldu.  Rótgróið veitingahús með veisluþjónustu og veislusölum.  Þekkt barnafataverslun í Kringlunni.  Lítil sápugerð með góðar vörur. Hentugt fyrirtæki til flutnings.  Ein þekktasta barnafataverslun landsins. Ársvelta 85 m. kr.  Gullöldin. Rótgróinn hverfispub - skemmtistaður í Grafarvogi.  Þekkt sportvöruverslun í miðbænum. Mjög góður rekstur. Mikill sölutími framundan.  Söluturninn Miðvangi. Gott tækifæri fyrir einstakling sem vill hefja eigin atvinnurekstur.  Þekkt verslun með föndurvörur. Ársvelta 60 m. kr.  Þekkt sérverslun með 200 m. kr. ársveltu. Eigin innflutningur. Góður hagnaður um árabil.  Vitum af mörgum sérverslunum, heildverslunum og iðnfyrirtækjum í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.  Rótgróinn veitingastaður, söluturn og ísbúð. Ársvelta 36 m. kr. Góður rekstur.  Tveir söluturnar í 101 Reykjavík. Hentugur rekstur fyrir hjón eða fjöl- skyldu.  Þekkt snyrtistofa við Laugaveg.  Húsgagnaverslun í góðum rekstri.  Skemmtileg gjafavöruverslun í Kringlunni.  Rótgróin brauðstofa í eigin húsnæði. Vel tækjum búin - gott veislueld- hús. Mikil föst viðskipti.  Bílasprautun og réttingaverkstæði. Vel tækjum búið. 3-4 starfsmenn.  Stór og þekktur pub í eigin húsnæði. Mikil velta, spilakassar og pool.  Glæsileg ísbúð, vídeó og grill á einstaklega góðum stað í austurbænum. Mikil veitingasala og góð framlegð.  Vörubílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4-5 starfsmenn. Vel tækjum búið, í eigin húsnæði á góðum stað.  Íþróttavöruverslun með þekkt merki og góð viðskiptasambönd. Sami eigandi í 20 ár. Hagstætt verð.  Lítill söluturn í Háaleitishverfi. Gott tækifæri fyrir duglegt fólk sem vill komast í eigin rekstur.  Smáskór. Rótgróin sérverslun með fallega barnaskó. Eigin innflutningur að stórum hluta. Hentugt fyrirtæki fyrir tvær smekklegar konur eða sem viðbót við annan rekstur. Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu fyrirtækjadeildar: www.husid.is . Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen), sími 533 4300, GSM 820 8658 (Jens) og 663 8478 (Róbert). Tanja Þorsteinsson læknir Sérgrein: Kvensjúkdómar og fæðingarhjálp Hef opnað stofu í húsnæði ART Medica Bæjarlind 12, 201 Kópavogi Tímapantanir í síma 515 8100 sérfræðingar í kvensjúkdómum, innkirtlasjúkdómum kvenna og ófrjósemi. Guðmundur Arason og Þórður Óskarsson Höfum flutt læknastofu okkar í ART Medica, Bæjarlind 12, Kópavogi, s. 515 8100 18 VIKUR Á LÝÐHÁSKÓLA Í DANMÖRKU KYNNINGARFUNDUR HJÁ NORRÆNA FÉLAGINU, ÓÐINSGÖTU 7, 01 REYKJAVÍK: LAUGARDAGINN 6. NÓVEMBER NK. KL. 14.00 Nánari upplýsingar á www.krogerup.dk - steinsnar frá Kaupmannahöfn Krogerup Højskole býður öllu ungu forvitnu fólki upp á Komið og spjallið við kennara okkar, Rikke Forchhammer (GSM +45 4072 0127). Rikke verður á Íslandi dagana 4.-7/11 nk. Þú getur einnig hringt til skólans í síma +45 4919 0380. Við bjóðum upp á spennandi bóklegar og verklegar námsgreinar auk fjölmargra annara tilboða, t.d. þriggja vikna námsferð til Kína. Námið fer fram á dönsku. Hægt er að sækja um styrk til námsins. Námskeið frá 8.11.2004 til 21.5.2005 og frá 16.1.2005 til 21.5.2005 Verð fyrir 18 vikur: 18.450 DKK UMSÓKNARFRESTUR um Eyr- arrósina, sem er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningar- starf á landsbyggðinni, rennur út á morgun, 1. nóvember. Að sögn Hrefnu Haraldsdóttur, fram- kvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík og nefndarmanns í val- nefnd Eyrarrósarinnar, hefur fjöldi umsókna borist og hleypur talan á einhverjum tugum um- sókna, enda til mikils að vinna. „Verðlaunaféð er ein og hálf milljón króna og einnig fær verð- launahafi grip til eignar eftir Steinunni Þórarinsdóttur,“ segir Hrefna. Markmið Eyrarrósarinnar er að sögn Hrefnu að verðlauna framúrskarandi menningarverk- efni á landsbyggðinni, sem hafa náð að skjóta rótum, styrkja sam- félagið og auka fjölbreytni mann- lífsins og hvetja þannig til lifandi menningarstarfs. Umsóknum skal skilað til Listahátíðar í Reykjavík, pósthólf 88, 121 Reykjavík. Umsóknarfrestur um Eyrarrós að renna út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.