Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það hlaut að koma að því að burðargeta loftbelgsins yrði ofmetin. Sala á lambakjöti hef-ur aukist um tæp-lega 10% á einu ári. Þetta er mikil breyting frá því sem verið hefur því að sala á lambakjöti hefur dregist saman ár frá ári í mörg ár ef árið 2000 er undanskilið. Birgðastaðan er því að verða mjög góð, en hún er búin að vera slæm síðastliðin 2–3 ár. Sauðfjárræktin hefur verið í mikilli lægð síðustu þrjú árin. Bæði hefur sal- an á innanlandsmarkaði minnkað og verðið hefur lækkað. Bændur hafa neyðst til að auka útflutn- ing á lambakjöti, en það hefur aftur leitt til þess að með- alverð fyrir útflutt kjöt hefur orð- ið lægra en það hefði annars verið. Kaupmáttur sauðfjárbænda hefur því minnkað á sama tíma og kaup- máttur landsmanna almennt hef- ur aukist. Fyrir einu ári var stað- an á kjötmarkaðinum slík að afurðastöðvar lækkuðu verð á lambakjöti til bænda um 10%. Segja má að þá hafi botninum verið náð því að leiðin hefur legið upp á við síðan. Afurðastöðvar hækkuðu verð til bænda um 2–4% í upphafi sláturtíðar, en þegar upplýst var að verð á kjöti út úr búð hefði hækkað mun meira varð að samkomulagi milli bænda og afurðastöðva að hækka verðið um 2% til viðbótar. Betri markaðssetning Salan hefur auk þess verið mjög góð allt þetta ár. Horfur eru á að salan verði yfir 7.000 tonn á þessu ári, en í fyrra var hún 6.347 tonn. Þetta er um 10% aukning. Salan dróst saman frá árinu 2000 til 2003 um samtals 860 tonn eða um 12%. „Það er engin ein skýring á þessari góðu sölu. Það er búið að vera mikið framboð á svína- og ali- fuglakjöti á síðustu tveimur árum. Þetta kjöt var á útsölu mánuðum og misserum saman og fólk er bú- ið að borða mikið af þeim vörum. Við fórum að stað með nýja mark- aðssetningu varðandi dilkakjötið og hún hefur gengið mjög vel og síðan hefur framboð stórbatnað í kjötborðum. Lambakjötið er orðið miklu aðgengilegra en það var. Það er ekki langt síðan lambakjöt var aðallega boðið frosið í heilum stykkjum. Menn vöknuðu síðan upp við að það væri ekki hægt að bjóða kúnnanum upp á það enda- laust. Síðan var síðasta sumar ein- staklega gott veðurfarslega þann- ig að fólk grillaði mikið, en lambakjöt hentar mjög vel á grill- ið,“ sagði Özur Lárusson, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka sláturleyfishafa, þegar hann var spurður um skýringar á góðri sölu. Sala á erlenda markaði gengur vel Özur sagði að útflutningur á lambakjöti hefði gengið vel í haust, en flytja þarf út um 2.000 tonn af lambakjöti til útlanda eftir þessa sláturtíð. Horfur væru á að sala til Bandaríkjanna væri í sam- ræmi við markmið og sala til Ítal- íu yrði ekki minni en í fyrra. Þá væri verið að gera tilraunir með útflutning á fersku úrvalskjöti til Belgíu og Frakklands. Birgðir af lambakjöti voru of miklar í fyrrahaust sem leiddi til þess að auka varð útflutnings- skyldu mjög mikið. Nú eru bænd- ur skuldbundnir til að selja um þriðjung af allri framleiðslu sinni á erlenda markaði. Özur sagði að allt benti til að birgðastaðan yrði í mjög góðu lagi næsta haust og því yrði hægt að minnka útflutnings- skylduna á næsta ári. Það eitt og sér felur í sér verðhækkun til bænda vegna þess að lægra verð fæst fyrir kjöt sem flutt er á er- lenda markaði en það sem selst á innanlandsmarkaði. Allt bendir til að framleiðsla á lambakjöti á þessu ári verði minni en í fyrra. Ástæðan er annars veg- ar að sauðfé í landinu hefur fækk- að milli ára og hins vegar að fall- þungi lamba á þessu hausti er minni sumstaðar á landinu, aðal- lega vegna þurrka í sumar. Að margra mati eru sauðfjárbú- in í landinu of lítil, en meðalbúið var um 314 ærgildi í fyrra. Síðustu ár hefur stærð búanna að mestu staðið í stað ef marka má tölur Hagþjónustu landbúnaðarins. Í mjólkurframleiðslunni hefur framleiðendum hins vegar fækkað mjög hratt en jafnframt hafa búin stækkað. Sauðfjárinnleggjendum hefur að vísu fækkað um 16% á síðustu þremur árum, en hafa verður í huga að fækkunin er mest meðal smárra framleiðenda og í einhverjum tilvikum er um börn og unglinga að ræða sem hætt eru að leggja inn lömb í eigin nafni. Þessi fækkun hefur samt ekki leitt til stækkunar búanna, en það skýrist aðallega af því að sala á lambakjöti hefur minnkað síðustu ár. Eins og áður segir má vænta þess að afkoma sauðfjárbænda verði betri á þessu ári en því síð- asta. Samkvæmt tölum Hagþjón- ustu landbúnaðarins nam meðal- hagnaður sérhæfðra sauðfjárbúa fyrir laun eigenda 837 þúsund krónum árið 2003. Hagnaðurinn hafði þá minnkað um 14,5% milli ára. Fréttaskýring | Sala á lambakjöti hefur verið mjög góð í ár Salan hefur aukist um 10% Sala á lambakjöti á einu ári hefur ekki verið meiri síðan árið 2000 Markaðssetning lambakjöts hefur batnað. Útlutningsskylda lamba- kjöts lækkuð á næsta ári  Horfur eru á að útflutnings- skylda lambakjöts verði lækkuð á næsta ári. Það hefur í för með sér verðhækkun til bænda því að verð fyrir kjöt sem flutt er úr landi er lægra en það sem selst innanlands. Ástæða minni út- flutningsskyldu er góð sala á lambakjöti hér heima, en salan hefur aukist um 10% á síðustu tólf mánuðum. Nær stöðugur samdráttur hefur verið í sölu lambakjöts síðustu ár. egol@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt út- gerðarfélag til að borga fyrrver- andi stýrimanni 2,1 milljón vegna launa á uppsagnarfresti og stað- festi sjóðveðrétt stýrimannsins í togaranum Pétri Jónssyni RE-69 til tryggingar greiðslunni. Á togaranum gilti svokallað skiptimannakerfi sem fólst í því að stýrimaðurinn fór aðra hverja veiðiferð en var aðra hverja veiði- ferð í landi. Fékk hann aðeins greitt fyrir þær veiðiferðir sem hann fór. Eftir að stýrimanninum var sagt upp með þriggja mánaða uppsagn- arfresti greindi hann og útgerð- arfélagið á um hvort hann ætti rétt á launum vegna tveggja veiðiferða á uppsagnarfrestinum er hann átti að vera í launalausu leyfi. Hæstiréttur, sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjaness frá í mars, taldi að við uppsögn á ráðn- ingarsamningi og framkvæmd hennar, sem meta yrði sem vikn- ingu stýrimannsins úr skiprúmi, hefði fallið úr gildi það samkomu- lag, sem gilt hafði um tilhögun starfa hans. Bæri útgerðinni því samkvæmt sjómannalögum að greiða honum full laun í þrjá mán- uði frá uppsagnardegi, eða rúmar 2,1 milljón auk dráttarvaxta frá júlí í fyrra. Þá var útgerðarfélagið dæmt til að greiða málskostnað stýrimanns- ins á báðum dómsstigum, samtals 725 þúsund krónur. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Hrafn Braga- son. Jónas Haraldsson hrl. flutti málið fyrir stýrimanninn og Ólafur Haraldsson hrl. fyrir útgerðina. Sjómanni dæmdar 2 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.