Morgunblaðið - 31.10.2004, Side 8
8 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Það hlaut að koma að því að burðargeta loftbelgsins yrði ofmetin.
Sala á lambakjöti hef-ur aukist um tæp-lega 10% á einu ári.
Þetta er mikil breyting frá
því sem verið hefur því að
sala á lambakjöti hefur
dregist saman ár frá ári í
mörg ár ef árið 2000 er
undanskilið. Birgðastaðan
er því að verða mjög góð,
en hún er búin að vera
slæm síðastliðin 2–3 ár.
Sauðfjárræktin hefur
verið í mikilli lægð síðustu
þrjú árin. Bæði hefur sal-
an á innanlandsmarkaði
minnkað og verðið hefur
lækkað. Bændur hafa
neyðst til að auka útflutn-
ing á lambakjöti, en það
hefur aftur leitt til þess að með-
alverð fyrir útflutt kjöt hefur orð-
ið lægra en það hefði annars verið.
Kaupmáttur sauðfjárbænda hefur
því minnkað á sama tíma og kaup-
máttur landsmanna almennt hef-
ur aukist. Fyrir einu ári var stað-
an á kjötmarkaðinum slík að
afurðastöðvar lækkuðu verð á
lambakjöti til bænda um 10%.
Segja má að þá hafi botninum
verið náð því að leiðin hefur legið
upp á við síðan. Afurðastöðvar
hækkuðu verð til bænda um 2–4%
í upphafi sláturtíðar, en þegar
upplýst var að verð á kjöti út úr
búð hefði hækkað mun meira varð
að samkomulagi milli bænda og
afurðastöðva að hækka verðið um
2% til viðbótar.
Betri markaðssetning
Salan hefur auk þess verið mjög
góð allt þetta ár. Horfur eru á að
salan verði yfir 7.000 tonn á þessu
ári, en í fyrra var hún 6.347 tonn.
Þetta er um 10% aukning. Salan
dróst saman frá árinu 2000 til
2003 um samtals 860 tonn eða um
12%.
„Það er engin ein skýring á
þessari góðu sölu. Það er búið að
vera mikið framboð á svína- og ali-
fuglakjöti á síðustu tveimur árum.
Þetta kjöt var á útsölu mánuðum
og misserum saman og fólk er bú-
ið að borða mikið af þeim vörum.
Við fórum að stað með nýja mark-
aðssetningu varðandi dilkakjötið
og hún hefur gengið mjög vel og
síðan hefur framboð stórbatnað í
kjötborðum. Lambakjötið er orðið
miklu aðgengilegra en það var.
Það er ekki langt síðan lambakjöt
var aðallega boðið frosið í heilum
stykkjum. Menn vöknuðu síðan
upp við að það væri ekki hægt að
bjóða kúnnanum upp á það enda-
laust. Síðan var síðasta sumar ein-
staklega gott veðurfarslega þann-
ig að fólk grillaði mikið, en
lambakjöt hentar mjög vel á grill-
ið,“ sagði Özur Lárusson, fram-
kvæmdastjóri Landssamtaka
sláturleyfishafa, þegar hann var
spurður um skýringar á góðri
sölu.
Sala á erlenda
markaði gengur vel
Özur sagði að útflutningur á
lambakjöti hefði gengið vel í
haust, en flytja þarf út um 2.000
tonn af lambakjöti til útlanda eftir
þessa sláturtíð. Horfur væru á að
sala til Bandaríkjanna væri í sam-
ræmi við markmið og sala til Ítal-
íu yrði ekki minni en í fyrra. Þá
væri verið að gera tilraunir með
útflutning á fersku úrvalskjöti til
Belgíu og Frakklands.
Birgðir af lambakjöti voru of
miklar í fyrrahaust sem leiddi til
þess að auka varð útflutnings-
skyldu mjög mikið. Nú eru bænd-
ur skuldbundnir til að selja um
þriðjung af allri framleiðslu sinni
á erlenda markaði. Özur sagði að
allt benti til að birgðastaðan yrði í
mjög góðu lagi næsta haust og því
yrði hægt að minnka útflutnings-
skylduna á næsta ári. Það eitt og
sér felur í sér verðhækkun til
bænda vegna þess að lægra verð
fæst fyrir kjöt sem flutt er á er-
lenda markaði en það sem selst á
innanlandsmarkaði.
Allt bendir til að framleiðsla á
lambakjöti á þessu ári verði minni
en í fyrra. Ástæðan er annars veg-
ar að sauðfé í landinu hefur fækk-
að milli ára og hins vegar að fall-
þungi lamba á þessu hausti er
minni sumstaðar á landinu, aðal-
lega vegna þurrka í sumar.
Að margra mati eru sauðfjárbú-
in í landinu of lítil, en meðalbúið
var um 314 ærgildi í fyrra. Síðustu
ár hefur stærð búanna að mestu
staðið í stað ef marka má tölur
Hagþjónustu landbúnaðarins. Í
mjólkurframleiðslunni hefur
framleiðendum hins vegar fækkað
mjög hratt en jafnframt hafa búin
stækkað. Sauðfjárinnleggjendum
hefur að vísu fækkað um 16% á
síðustu þremur árum, en hafa
verður í huga að fækkunin er mest
meðal smárra framleiðenda og í
einhverjum tilvikum er um börn
og unglinga að ræða sem hætt eru
að leggja inn lömb í eigin nafni.
Þessi fækkun hefur samt ekki leitt
til stækkunar búanna, en það
skýrist aðallega af því að sala á
lambakjöti hefur minnkað síðustu
ár.
Eins og áður segir má vænta
þess að afkoma sauðfjárbænda
verði betri á þessu ári en því síð-
asta. Samkvæmt tölum Hagþjón-
ustu landbúnaðarins nam meðal-
hagnaður sérhæfðra sauðfjárbúa
fyrir laun eigenda 837 þúsund
krónum árið 2003. Hagnaðurinn
hafði þá minnkað um 14,5% milli
ára.
Fréttaskýring | Sala á lambakjöti hefur
verið mjög góð í ár
Salan hefur
aukist um 10%
Sala á lambakjöti á einu ári hefur
ekki verið meiri síðan árið 2000
Markaðssetning lambakjöts hefur batnað.
Útlutningsskylda lamba-
kjöts lækkuð á næsta ári
Horfur eru á að útflutnings-
skylda lambakjöts verði lækkuð
á næsta ári. Það hefur í för með
sér verðhækkun til bænda því að
verð fyrir kjöt sem flutt er úr
landi er lægra en það sem selst
innanlands. Ástæða minni út-
flutningsskyldu er góð sala á
lambakjöti hér heima, en salan
hefur aukist um 10% á síðustu
tólf mánuðum. Nær stöðugur
samdráttur hefur verið í sölu
lambakjöts síðustu ár.
egol@mbl.is
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt út-
gerðarfélag til að borga fyrrver-
andi stýrimanni 2,1 milljón vegna
launa á uppsagnarfresti og stað-
festi sjóðveðrétt stýrimannsins í
togaranum Pétri Jónssyni RE-69
til tryggingar greiðslunni.
Á togaranum gilti svokallað
skiptimannakerfi sem fólst í því að
stýrimaðurinn fór aðra hverja
veiðiferð en var aðra hverja veiði-
ferð í landi. Fékk hann aðeins
greitt fyrir þær veiðiferðir sem
hann fór.
Eftir að stýrimanninum var sagt
upp með þriggja mánaða uppsagn-
arfresti greindi hann og útgerð-
arfélagið á um hvort hann ætti rétt
á launum vegna tveggja veiðiferða
á uppsagnarfrestinum er hann átti
að vera í launalausu leyfi.
Hæstiréttur, sem staðfesti dóm
Héraðsdóms Reykjaness frá í
mars, taldi að við uppsögn á ráðn-
ingarsamningi og framkvæmd
hennar, sem meta yrði sem vikn-
ingu stýrimannsins úr skiprúmi,
hefði fallið úr gildi það samkomu-
lag, sem gilt hafði um tilhögun
starfa hans. Bæri útgerðinni því
samkvæmt sjómannalögum að
greiða honum full laun í þrjá mán-
uði frá uppsagnardegi, eða rúmar
2,1 milljón auk dráttarvaxta frá júlí
í fyrra.
Þá var útgerðarfélagið dæmt til
að greiða málskostnað stýrimanns-
ins á báðum dómsstigum, samtals
725 þúsund krónur.
Málið dæmdu hæstaréttardóm-
ararnir Guðrún Erlendsdóttir,
Garðar Gíslason og Hrafn Braga-
son. Jónas Haraldsson hrl. flutti
málið fyrir stýrimanninn og Ólafur
Haraldsson hrl. fyrir útgerðina.
Sjómanni dæmdar 2 milljónir