Morgunblaðið - 09.11.2004, Síða 1
STOFNAÐ 1913 306. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Vagga félags-
miðstöðva
Fellahellir fagnar 30 ára afmæli
í dag Minn staður 21
Skapandi
Skotar
Andy Dunlop í Travis segir frá
nýjum safndiski | Menning 49
Íþróttir í dag
Óviss framtíð hjá Veigari Jol tekinn
við Tottenham ÍS-stúlkur unnu Grinda-
vík Árni Gautur markvörður ársins
HIMINNINN yfir írösku borginni Fallujah
logaði í gær er ráðist var gegn henni á láði og
úr lofti. Tóku 12.000 bandarískir og íraskir
hermenn þátt í árásinni en talið var, að um
2.000 uppreisnarmenn væru til varnar.
Sheikh Hazem Shaalan, varnarmálaráð-
herra írösku bráðabirgðastjórnarinnar,
sagði í gær, að búið væri að umkringja Fall-
ujah en meginárásin á hana yrði í dag. Þar
bjuggu um 300.000 manns en sagt er, að 90%
borgarbúa séu flúin. Ef það er rétt, þá eru
þar enn allt að 30.000 óbreyttra borgara.
Richard Myers, formaður bandaríska her-
ráðsins, sagði í gær, að árásin á Fallujah yrði
ekki síðasta meiriháttar árásin á uppreisn-
armenn í Írak.
„Það verða önnur tilefni til þótt ekki verði í
jafnstórum stíl og Fallujah,“ sagði Myers.
Stórárás á
Fallujah
Fallujah. AP, AFP.
Blæs til/16
Bandarískir hermenn í útjaðri Fallujah.
FRANSKIR hermenn á brynvörð-
um bílum tóku sér í gær stöðu ná-
lægt aðsetri Laurents Gbagbos, for-
seta Fílabeinsstrandarinnar, í
Abidjan, höfuðborg landsins, og
stugguðu um leið við æstum múg,
sem sakaði Frakka um að ætla að
steypa forsetanum.
Mjög ófriðlegt hefur verið á Fíla-
beinsströndinni síðan stjórnarher-
inn rauf næstum tveggja ára gaml-
an vopnahléssamning við uppreisn-
armenn og einkum eftir, að
herflugvélar stjórnarhersins gerðu
árás á stöðvar Frakka síðastliðinn
laugardag. Féllu þá níu franskir
hermenn og einn bandarískur borg-
ari.
Frakkar svöruðu árásinni með því
að eyðileggja herflugvélar stjórnar-
innar og fór þá æstur múgur ráns-
hendi um verslanir í Abidjan og
rændi og skemmdi eigur franskra
borgara. Eru þeir um 14.000 í borg-
inni.
Mamadou Koulibaly, forseti
þingsins, hótaði Frökkum í fyrradag
eins konar „Víetnamstríði“ og sagði,
að franskir borgarar ættu á hættu
að verða drepnir af æstum „föð-
urlandsvinum“. Í gær virtist þó
mesti móðurinn runninn af honum
og hét hann þá að vinna að því með
Frökkum að koma á kyrrð í landinu.
Ekki er vitað hve margir hafa
fallið í óöldinni í landinu en tals-
maður Rauða krossins sagði í gær,
að meira en 500 manns hefðu særst
en stuðningsmenn stjórnvalda
kæmu í veg fyrir, að unnt væri að
sinna þeim.
Fyrir öryggisráði SÞ lá í gær til-
laga um refsiaðgerðir gegn stjórn-
völdum á Fílabeinsströndinni.
Heldur dregur úr átökum
á Fílabeinsströndinni
Æstir stuðningsmenn stjórnvalda komu í veg fyrir aðstoð við særða
Abidjan. AP, AFP.
FUNDI launanefndar sveitarfélag-
anna og kennara var slitið á ellefta
tímanum í gærkvöldi án þess að nið-
urstaða lægi fyrir. Báðir aðilar
lögðu fram hugmyndir að lausn deil-
unnar en mat ríkissáttasemjara var
að þær viðræður hefðu engu skilað.
Næsti fundur deilenda hefur verið
boðaður hjá sáttasemjara á morgun
klukkan tíu.
Kennarar höfnuðu með afgerandi
hætti miðlunartillögu ríkissátta-
semjara í atkvæðagreiðslu sem lauk
í gær en alls greiddu 92,98% at-
kvæði gegn tillögunni. Gríðarleg
fagnaðarlæti brutust út í verkfalls-
miðstöð grunnskólakennara í
Reykjavík þegar niðurstaðan varð
ljós. „Mér sýnist að þetta sé heldur
meira afgerandi en þegar verkfallið
var boðað á sínum tíma,“ sagði Ei-
ríkur Jónsson, formaður KÍ, þegar
úrslitin lágu fyrir. Atkvæðagreiðsl-
an hefði farið fram án nokkurs
þrýstings frá kennaraforystunni.
Undanþágur gilda áfram
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson,
formaður launanefndar sveitarfé-
laganna, sagði þetta um úrslit at-
kvæðagreiðslunnar: „Ef það er svo
að við höfum ekki fram að þessu
fundið rétta leið til að leiða málið til
lykta þá erum við tilbúin til að hefja
nýja leit.“ Miðlunartillaga ríkis-
sáttasemjara væri síður en svo mis-
tök. Kennarasamband Íslands hef-
ur leitað eftir lögfræðiáliti á því
hvort úrskurðir verkfallsstjórnar og
fulltrúa KÍ í undanþágunefnd sem
gefnir voru út áður en verkfalli var
frestað skuli gilda áfram og er það
niðurstaða álitsins að þeir séu í gildi.
Forsætisráðherra vildi ekki tjá sig
um málið þegar eftir því var leitað
fyrr en að loknum ríkisstjórnar-
fundi í dag.
Verkfall grunnskóla-
kennara hafið að nýju
Morgunblaðið/Golli
Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í verkfallsmiðstöð kennara í Reykjavík þegar úrslitin voru ljós.
Sáttafundi slitið
„VIÐ vonum að það renni upp ljósið fyrir launanefndinni og þeir sjái að
það er þetta sem þarf til,“ sagði Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, um hug-
myndir sem kennarar lögðu fram til lausnar deilunni í gærkvöldi. Að
sögn Birgis Björns Sigurjónssonar hjá launanefndinni eru hugmyndir
kennara, sem fela í sér 36% kostnaðarauka, algerlega óyfirstíganlegar. Kennaraverkfallið/4, 27
Fundur boðaður
á miðvikudag
Morgunblaðið/Golli
„VINKONA
mín hringdi í
mig áðan [í
gærkvöldi] og
sagði við mig
„gleðilegt
verkfall“,“
sagði Erla
María Mark-
úsdóttir, nem-
andi í 10. bekk
í Langholts-
skóla, eftir að
ljóst var að verkfall hæfist á ný
í grunnskólum í dag. Henni
finnst stressandi að hugsa til
þess hve stutt sé í samræmd
próf og að verkfall megi ekki
standa lengur en viku, eigi allt
að ganga upp hjá sér í sam-
bandi við prófin.
Blendnar tilfinningar
Hún segist þó hafa blendnar
tilfinningar til þess að verkfall
sé hafið að nýju. „Eins og síð-
ustu sex vikur voru þá var frek-
ar þægilegt að vakna á hádegi,
kannski læra eitthvað smá og
gera þetta bara eins og manni
sýndist. En svo fer maður að
hugsa að það sé líka þægilegt
að gera þetta bara í skólanum,
vakna á skikkanlegum tíma og
svona.“
Erlu finnst tilhugsunin um
samræmdu prófin í vor mjög
stressandi. „Ég var að heyra í
dag [í gær] að það væru bara
einhverjir 75 dagar í sam-
ræmdu prófin og ég er ekki
einu sinni búin að ákveða hvaða
próf ég ætla að taka,“ segir
Erla. Hún segir að verkfallið
megi varla standa meira en eina
viku í viðbót til að allt gangi
upp fyrir prófin.
„Gleðilegt
verkfall“
Erla María
Markúsdóttir
KENNARAR í Arkansas í Bandaríkj-
unum eru aftur teknir til við að
gauka að börnunum sælgæti þegar
þau standa sig vel. Var það bannað
um stund en síðan leyft aftur.
Skólayfirvöld í Pulaski-sýslu skip-
uðu svo fyrir í síðasta mánuði, að
kennarar mættu ekki gefa börnunum
sælgæti og ís þótt þau ynnu heima-
vinnuna sína og töldu sig þá vera að
fara eftir nýjum lögum, sem eiga að
vinna gegn offitu meðal barna.
Skólayfirvöld í ríkinu hafa nú leið-
rétt þennan misskilning. Segja þau,
að lögin segi bara, að fylgst skuli
með holdafari barnanna. Kennurum
sé hins vegar ekki bannað að fóðra
þau á sælgæti.
Áfram með
sælgætið
Little Rock. AP.