Morgunblaðið - 09.11.2004, Page 4

Morgunblaðið - 09.11.2004, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR edda.is Tröllastrákurinn Dynkur er hræddur við dags- ljósið. Þorir hann með tröllamömmu út í hábjartan daginn? Hvað gerist ef mennirnir eru á ferli? Falleg og frumleg tröllasaga eftir Brian Pilkington, besta vin íslenskra trölla. 4. sæti Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 27. okt. – 2. nóv. Börn og unglingar Engar áætlanir uppi HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra sagði aðspurður í fyrir- spurnartíma á Alþingi í gær, áður en ljóst var að kennarar hefðu hafnað miðlunartillögu ríkissátta- semjara, að hann hefði engar áætl- anir í undirbúningi sem miðuðu að lausn kjaradeilu kennara og sveit- arfélaga, yrði miðlunartillagan felld. „Ég held að það sé alveg augljóst að auðvitað eru engar slíkar áætl- anir uppi. Menn verða að sjálfsögðu að bíða eftir þeirri niðurstöðu sem verður og gefa launanefndum sveit- arfélaga og kennara tækifæri til að ræða þá stöðu,“ sagði hann eftir fyrirspurn Björgvins G. Sigurðs- sonar, þingmanns Samfylkingarinn- ar. Kvaðst ráðherra þó deila áhyggjum Björgvins af verkfalli kennara. Björgvin sagði að grunnskóla- börn í landinu hefðu orðið af lög- bundinni kennslu í sex vikur á þessu skólaári. Sagði hann vandséð hvernig börnunum yrði bættur sá skaði. Spurði hann ráðherra því næst hvort það hefði verið rætt í ríkisstjórn að beina til sveitarfélag- anna tillögum um samræmdar að- gerðir til að bæta börnum landsins skaðann. Forsætisráðherra sagði að menntamálaráðherra hefði rætt af- leiðingar verkfallsins í ríkisstjórn- inni. „Það liggur fyrir að mennta- málaráðuneytið er að fara yfir það með hvaða hætti verður hægt að ná upp þeirri töf sem hefur orðið á námi – og við skulum vona að sú töf verði ekki meiri en orðið er – þann- ig að í því máli er unnið á vegum menntamálaráðuneytisins í sam- vinnu við fræðsluyfirvöld hjá sveit- arfélögum og skólanna í landinu.“ Forsætisráðherra STJÓRN Kennarafélags Færeyja (Føroya Lærara- felag) hefur ákveðið að styrkja Kennarasamband Ís- lands með framlagi að fjár- hæð 100.000 þúsund danskar krónur, jafnvirði um 1,2 millj- óna íslenskra króna, í Vinnu- deilusjóð, að því er fram kem- ur á vef Kennarasambands- ins. Jafnframt lýsir færeyska kennarafélagið yfir eindregn- um stuðningi sínum við bar- áttu íslenskra grunnskóla- kennara fyrir bættum launa- og starfskjörum. Framlag frá Færeyjum í verkfallssjóð VERKFALL grunnskólakennara hófst að nýju á miðnætti eftir að fundi launanefndar sveitarfélaganna og kennara var slitið á ellefta tím- anum í gærkvöldi án þess að nið- urstaða lægi fyrir. Kennarar kol- felldu miðlunartillögu ríkis- sáttasemjara með tæplega 93% atkvæða. Báðir aðilar lögðu fram hugmynd- ir að lausn deilunnar á fundi með ríkissáttasemjara í gærkvöldi en það var mat hans að viðræðurnar hefðu engu skilað og er næsti fund- ur boðaður á morgun kl. tíu. Útilokað að fresta verkfalli „Við settum fram hugmyndir um breytt launakerfi þar sem kemur fram mat á starfsaldri á móti lífaldri og ýmsir aðrir þættir sem við töld- um að gætu orðið til þess að fé- lagsmenn myndu frekar sætta sig við þetta og kynntum það fyrir þeim [launanefndinni] en það dugði ekki til,“ sagði Eiríkur Jónsson, formað- ur Kennarasambands Íslands. Launanefndin setti fram hug- myndir að lausn deilunnar fyrr um kvöldið og segir Eiríkur að útilokað hafi verið að fresta margra vikna verkfalli á grundvelli „einhverra hugmynda sem gætu gerst í fram- tíðinni“. „Við vonum að það renni upp ljós fyrir launanefndinni og þeir sjái að það er þetta sem þarf til,“ sagði Ei- ríkur og vísaði í hugmyndir kenn- ara. Tilboð kennara óyfirstíganlegt Að sögn Birgis Björns Sigurjóns- sonar, formanns samninganefndar launanefndar sveitarfélaganna, lagði nefndin fram hugmynd að umræðu- grundvelli sem miðaðist við að vinnutímaákvæði samningsins og þar með kennsluskylda yrðu endur- skoðuð og þau færð í átt að því sem almennt gildir um aðra háskóla- menntaða starfsmenn sveitarfélaga, auk þess sem unnið yrði að sam- ræmingu á launakjörum. „Þetta lögðum við til og héldum að þettta yrði vænlegur grundvöllur að nýju ferli, kennurum fannst það ekki og höfnuðu því.“ Að sögn Birgis Björns meta kenn- arar tilboð sitt sem 36% kostnaðar- auka fyrir sveitarfélögin sem sé „al- gerlega óyfirstíganlegt“ að mati launanefndarinnar. Næsti fundur í kennara- deilu á miðvikudag Eiríkur Jónsson Birgir Björn Sigurjónsson Báðir aðilar lögðu fram hugmyndir að lausn deilunnar en mat sáttasemjara að viðræður hafi engu skilað kvæði – vildu hafna tillögunni en 276 einstaklingar – 5,98% vildu sam- þykkja hana. Auð og ógild atkvæði voru 48, eða 1,04% greiddra at- kvæða. Alls voru 4.984 á kjörskrá, og nýttu 92,64% grunnskólakennara at- kvæðarétt sinn, alls 4.617 manns. Talningu atkvæða lauk seinnipart dags í gær, og voru úrslitin tilkynnt í húsnæði Ríkissáttasemjara um kl. 18 í gær. Fundur milli deiluaðila var boðaður strax að úrslitin voru kynnt, og ætlaði samninganefnd sveitarfé- lagana að leggja fram tillögu til lausnar á deilunni. Ásmundur Stef- ánsson ríkissáttasemjari sagði þessa niðurstöðu sýna skýrt afstöðu kenn- ara, og að áherslur í miðlunartillögu hans hefðu ekki verið réttar. Afgerandi afstaða kennara „Mér sýnist að þetta sé heldur meira afgerandi en þegar verkfallið var boðað á sínum tíma,“ sagði Ei- ríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands Íslands, þegar úrslitin voru ljós í gær. Hann sagði atkvæða- greiðsluna hafa farið fram án nokk- urs þrýstings frá kennaraforystunni, svo þarna kæmi vilji grunnskóla- kennara skýrt fram. „Það liggur fyrir hvaða mat stétt- in leggur á þetta, og það eru veru- lega skýr skilaboð um að það hafi vantað verulega inn í þetta til þess að samningar gætu tekist,“ sagði Ei- ríkur. Hann sagði skort á tengingu launa við starfsaldur hafa virkað mjög neikvætt, auk þess sem ein- hverjar tryggingar hefði vantað fyr- ir samning með svo langan gild- istíma. „En númer eitt tvö og þrjú, KENNARAR höfnuðu með afger- andi hætti miðlunartillögu ríkis- sáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk í gær. Alls 92,98% grunnskóla- kennara höfnuðu tillögunni, en ein- ungis 5,98% samþykktu hana. Launanefnd sveitarfélagana sam- þykkti miðlunartillöguna með átta atkvæðum gegn tíu. Samtals 4.293 grunnskólakenn- arar – 92,98% þeirra sem greiddu at- þá vantar hærri launaliði, það er al- veg greinilegt,“ sagði Eiríkur. Langt milli deiluaðila „Kannararnir hafa tjáð sig á mjög afgerandi hátt, en það er kannski ekki mitt að leggja út af því hvernig beri að túlka þetta í smáatriðum,“ sagði Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður Launanefndar sveitarfé- laga, þegar úrslit atkvæðagreiðslu meðal grunnskólakennara voru ljós í gær. „Vissulega er langt á milli deilu- aðila, en í öllum deilum er auðvitað einhversstaðar einhver niðurstaða. Ef það er svo að við höfum ekki fram að þessu fundið rétta leið til að leiða málið til lykta þá erum við tilbúin til að hefja nýja leit,“ sagði Gunnar Rafn. Hann sagði tillögu ríkis- sáttasemjara síður en svo mistök. „Ég held að það hafi verið mjög eðli- legt að eftir þessa löngu deilu hafi hann leitað ráða til þess að finna ein- hverja lausn.“ 93% kennara höfnuðu miðlunartillögu Morgunblaðið/Árni Torfason Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari svarar spurningum fjölmiðla eftir að niðurstaða talningar vegna miðlunartillögu var kunngerð síðdegis í gær. Engin lausn í sjónmáli „ÉG HEF í sjálfu sér ekkert um stöðuna að segja annað en það að það liggur ekkert það efnislega fyrir að það sé lausn í sjónmáli,“ sagði Ásmundur Stefánsson rík- issáttasemjari þegar ljóst varð að fundi yrði frestað og verkfall skylli aftur á. „Báðir aðilar hafa lagt fram hugmyndir af sinni hálfu í kvöld [mánudag], en niðurstaðan er engu að síður sú að það er ekki nein lausn í sjónmáli þannig að fundi er frestað.“ Spurður hvort mikið beri í milli deilenda í þeim tillögum sem fram komu í gær- kvöldi segir Ásmundur ekki rétt að hann tjái sig um það og geri grein fyrir tillögum aðila. Að- spurður segir Ásmundur fundinn ekki hafa verið mikinn átaka- fund. „Menn eru nú ekki með hamagang hér neinn, þannig að þeir tala saman af fyllstu kurt- eisi.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.