Morgunblaðið - 09.11.2004, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SKEMMTUN
DÁLEIÐANDI MÁTTUR
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
FULL AF FJÖRI
OG SPENNU
BÓK SEM MAÐUR
LEGGUR EKKI FRÁ SÉR
FYRR EN AÐ
LESTRI LOKNUM
NÝ BÓK UM STELPUNA MEÐ DÁLEIÐSLUHÆFILEIKANA
- Kirkus Review
.
5. sæti
á metsölulista
Eymundsson
JÓN Júlíusson kaup-
maður í Nóatúni lést á
Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi við Hring-
braut aðfaranótt mánu-
dags, 79 ára að aldri.
Hann fæddist á Hellis-
sandi 23. janúar 1925, en
foreldrar hans voru þau
Júlíus Alexander Þórar-
insson, sjómaður og
verkalýðsforingi á Hell-
issandi, og Sigríður
Katrín Guðmundsdóttir.
Jón lauk barna- og
unglingaskóla Hellis-
sands 1939, Iðnskólan-
um í Reykjavík og sveinsprófi í renni-
smíði í Vélsmiðjunni Hamri hf. 1950,
vélstjóraprófi í Vélskólanum í
Reykjavík 1956 og rafmagnsdeild
1957.
Hann starfaði sem vélstjóri hjá
Eimskipafélagi Íslands hf. 1951–60,
að undanteknum skólatíma, en vann
frá því við verslun og viðskipti. Jón
hætti til sjós upp úr 1960 og tók við
rekstri verslunarinnar Þróttar í Sam-
túni í Reykjavík. 1965 opnaði Jón
verslunina Nóatún við samnefnda
götu í Reykjavík. Smám saman bætt-
ust við fleiri verslanir undir nafni
Nóatúns og voru þær orðnar 10 tals-
ins árið 2000. Það ár
seldu Jón og fjölskylda
sig frá öllum rekstri í
matvöru, samtals 43
verslanir, auk kjöt-
vinnslu, en áður hafði
fyrirtæki Jóns og fjöl-
skyldu, Saxhóll ehf.,
eignast meiri hluta í 11–
11-verslunum og
matvörusviði Kaup-
félags Árnesinga undir
nafninu Kaupás ehf.
Síðustu ár starfaði Jón
með fjölskyldu sinni í
fasteigna- og fjárfest-
ingafélaginu Saxhól
ehf. sem er í eigu þeirra. Jón var kos-
inn í stjórn Sparisjóðs vélstjóra 1963
og var stjórnarformaður frá 1964 til
ársins 2001. Auk þess fór Jón með for-
mennsku í ýmsum öðrum ráðum og
stjórnum um ævina. Hann var t.a.m.
varaformaður Kaupmannasamtaka
Íslands 1983–85. Jón var meðlimur í
Lionsklúbbi Reykjavíkur og var for-
maður hans 1994–95. Hann var dygg-
ur stuðningsmaður Fylkis og var
sæmdur gullmerki Fylkis árið 2001.
Eiginkona Jóns var Oddný Stein-
unn Sigurðardóttir, en hún lést 1997.
Þau eignuðust fimm börn, Júlíus, Sig-
rúnu, Rut, Einar og Jón.
Andlát
JÓN JÚLÍUSSON
MÁLSVÖRN og minningar er heiti
nýútkominnar bókar Matthíasar Jo-
hannessen skálds og fyrrverandi rit-
stjóra Morgunblaðsins. Það er
Vaka-Helgafell sem gefur bókina út.
Í kynningu forlagsins segir:
„Matthías var í áratugi í eldlínu
þjóðfélagsumræðunnar en horfir nú
á vígvöllinn úr fjarlægð sem veitir
honum færi á að greina og túlka það
sem hann sér. Innlifun og eldmóður
einkenna stíl Matthíasar sem fer
geyst og kemur víða við.“
Matthías,var þetta stríð?
„Á kaldastríðsárunum var þetta
stríð, finnst mér, stundum grimmd-
arlegt.
Tímarnir hafa þrátt fyrir allt
batnað. Þá var barist um hug-
myndafræði marxismans. Nú er bar-
ist um hugmyndafræði Mammons
einvörðungu og svo sýnist mér að
menn séu á kafi í trúarbragðastríði.
Ég fjalla dálítið um þetta í bókinni
en satt að segja ekki of mikið um
kaldastríðið því það heyrir sögunni
til og mér leiðist það heldur.“
Fjölmiðlarnir fá sinn skerf?
„Í bókinni er að finna nokkra
gagnrýni á fjölmiðla eins og þeir eru
núna. Það er margt sem mér mis-
líkar og sérstaklega sú tilhneiging
að gera mikið úr litlu. Ég tek dæmi
sem eru mönnum í fersku minni. Í
þessari bók tala ég einnig um upp-
runa minn og þar er nokkuð mikið af
minningum, einnig úr blaðamennsku
og ýmislegt sem ég þurfti að fást við
sem ritstjóri.“
Form bókarinnar er mjög frjálst
þar sem skiptast á ljóð, sendibréf,
samtöl og ádrepur af ýmsu tagi.
„Mér hefur fundist nauðsynlegt
að taka skáldsöguna og ævisöguna
nýjum tökum og sem ljóðskáldi þyk-
ir mér skemmtilegast að vinna í ljóð-
rænum stíl. Ég reikna með því að
bæði þessi bók og skáldsagan Vatna-
skil, sem kom út fyrir tveimur árum,
séu mótaðar af þessu hugarflæði
sem mér finnst skemmtilegt í bók-
menntum. Mörkin á milli skáld-
skapar og veruleika eru að verða
mjög lítil í nútímabókmenntum.“
Ljóð og prósi skiptast á í text-
anum.
„Já, það er mikið af nýjum kvæð-
um í bókinni. Það má segja að þetta
form sé einhvers konar arfleifð frá
okkar gamla sagnaheimi, því að fólk-
ið hefur ekki í gegnum aldirnar get-
að áttað sig á því hvað er satt og
hvað er skáldskapur í fornum sögum
okkar. Eins og við Halldór Laxness
komum okkur saman um í Skegg-
ræðunum eru þær ritstýrð sagn-
fræði.
Í bókinni er mikið af nýjum ljóð-
um en ég hef haft gaman af því að
hafa ljóð í mínum prósa því ég vil
alltaf hafa ljóðskáldið í fylgd með
mér. Ég hef verið gagnrýndur fyrir
þetta en þá spyr ég á móti: munum
við eftir nokkurri sögu fornri, hvort
sem það eru Íslendingasaga eða
konungasaga, sem er ekki ýmist
vaxin úr dróttkvæðum eða sækir
efni í skírskotandi vísanir í ljóðlist-
ararf okkar.“
Ný bók Matthíasar Johannessen
Vil alltaf hafa ljóð-
skáldið í fylgd með mér
„Mörkin á milli skáldskapar og veru-
leika eru að verða mjög lítil í nú-
tímabókmenntum,“ segir Matthías
Johannessen um nýútkomna bók
sína, Málsvörn og minningar.
LÍKUR eru á að á félagsfundi í
Vinstrihreyfingunni – grænu fram-
boði (VG) í kvöld verði borin fram
ályktun um að flokkurinn geti ekki
stutt Þórólf Árnason áfram til starfa
sem borgarstjóra í Reykjavík vegna
hlutar hans í samráði olíufélaganna.
Hinir flokkarnir í R-listanum, Sam-
fylkingin og Framsóknarflokkurinn,
eru hins vegar tilbúnir til að styðja
Þórólf áfram. Flokkarnir hafa gefið
til kynna að ef stuðningsmenn VG
standa fast á kröfu sinni um að Þór-
ólfur víki verði þeir einfaldlega að
slíta R-listasamstarfinu og ganga til
samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn.
Á fundi trúnaðarmanna Vinstri-
hreyfingarinnar sl. þriðjudag var
það sjónarmið ríkjandi að Þórólfur
Árnason borgarstjóri ætti að segja
af sér vegna þátttöku hans í samráði
olíufélaganna. Það gengi ekki að
maður sem hefði tekið þátt í ólöglegu
athæfi sem beindist að almenningi í
landinu væri fánaberi borgar-
stjórnarflokksins. Borgarfulltrúum
flokksins sem voru á fundinum,
Björk Vilhelmsdóttur og Katrínu
Jakobsdóttur, var falið að skýra Þór-
ólfi og borgarfulltrúum hinna flokk-
anna í R-listasamstarfinu frá þessari
afstöðu. Það gerðu þær á storma-
sömum fundi á miðvikudag. Á öðrum
fundi borgarfulltrúanna síðar um
daginn var samþykkt að gefa Þórólfi
færi á að útskýra sjónarmið sín fyrir
borgarbúum. Þórólfur ræddi þessi
mál í umræðuþáttum í sjónvarpi og í
viðtölum við dagblöðin í lok síðustu
viku.
Verða að ljúka þeim
leik sem þeir hófu
„Það hefur ekkert komið fram í
málinu sem breytir fyrri afstöðu
okkar,“ sagði heimildarmaður Morg-
unblaðsins innan Vinstrihreyfingar-
innar í Reykjavík þegar hann var
spurður um stöðu málsins. Með öðr-
um orðum; VG vildi að borgarstjór-
inn segði af sér og það stendur.
Stjórn VG í Reykjavík kemur
saman til fundar í dag þar sem drög
að ályktun verða rædd. Málið fer síð-
an fyrir félagsfund VG í kvöld.
Forystumenn Samfylkingar og
Framsóknarflokks í R-listasam-
starfinu hafa sagst vera tilbúnir til
að styðja Þórólf áfram. Ekkert nýtt
hafi komið fram um þátt hans í olíu-
samráðsmálinu frá því að frum-
skýrsla Samkeppnisstofnunar var
kynnt á síðasta ári og þá hafi borg-
arfulltrúar tekið skýringar Þórólfs
góðar og gildar.
Það er eðlilegt að spurt sé hvort
Þórólfur verði ekki að víkja ef einn
flokkur af þremur, sem réðu hann í
vinnu, treystir honum ekki til áfram-
haldandi starfa? Það er að heyra á
samfylkingar- og framsóknarmönn-
um að þessi afstaða VG þurfi ekki
endilega að leiða til þess að Þórólfur
hætti. Ef VG vill ekki starfa með
Þórólfi verði flokkurinn einfaldlega
að ganga alla leið og slíta samstarf-
inu og ganga til samstarfs við Sjálf-
stæðisflokkinn.
Einn viðmælandi blaðsins úr her-
búðum Samfylkingarinnar orðaði
þetta með þessum orðum: „Þeir sem
byrjuðu þennan leik verða auðvitað
sjálfir að sjá hvernig þeir ætla að
enda hann.“
Viðmælendur blaðsins innan raða
VG segja málið ekki snúast um að
slíta R-listasamstarfinu. Flokkarnir
hafi gert með sér málefnasamning
og hann hljóti að halda óháð því hver
sitji í stól borgarstjóra.
Þeir stuðningsmenn Samfylkingar
og Framsóknarflokks sem vilja
ganga harðast fram gagnvart VG í
þessu máli trúa því fæstir að flokk-
urinn gangi svo langt að slíta R-lista-
samstarfinu. Á það er hins vegar
bent að borgarstjóraembættið gæti
komið í hlut VG ef flokkurinn gengi
til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn.
Árni Þór Sigurðsson yrði þá borg-
arstjóri, en forsenda fyrir því að
þessi atburðarás gangi eftir er að
Björk Vilhelmsdóttir styðji slíkt
samstarf. Þeir sem þekkja Björk
fullyrða að það muni hún aldrei gera.
Þrír borgarstjórar?
Margar lausnir hafa verið ræddar
til að höggva á hnútinn. Um tíma leit
út fyrir að samstaða næðist um að
Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi
tæki við af Þórólfi en það gekk ekki
eftir.
Til umræðu hefur einnig verið til-
laga um að þrír borgarstjórar stjórni
borginni. Þetta er ekki ný tillaga því
að hún var rædd þegar Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir hætti sem borg-
arstjóri. Fyrirmyndin er m.a. sótt til
Norðurlandanna og rökin fyrir henni
eru að borginni sé stýrt af sam-
steypustjórn þriggja flokka og því sé
ekki óeðlilegt að það komi fram í yf-
irstjórn hennar. Tillagan gengur út á
að einn borgarstjóri fari með yfir-
stjórn borgarinnar, annar stýri vel-
ferðarmálum og sá þriðji fari með
skipulags- og framkvæmdamál. Eins
og áður segir er þetta ekki ný tillaga
og hún vekur misjafna hrifningu
meðal R-listafólks.
Vinstrihreyfingin heldur félagsfund í kvöld um borgarmálin
Afstaða VG til Þórólfs
Árnasonar óbreytt
Fréttaskýring | Á félagsfundi Vinstri grænna í kvöld kemur í ljós hvort
flokkurinn er tilbúinn til að styðja Þórólf Árnason áfram sem borgarstjóra.
Egill Ólafsson kannaði stöðu Þórólfs og framtíð R-listasamstarfsins.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Kastljós fjölmiðlanna hefur beinst
að Þórólfi Árnasyni borgarstjóra
síðustu daga.
egol@mbl.is
VERÐMÆTUM að upphæð
580.000 krónum var stolið úr
bifreið sem brotist var inn í við
Hraunbæ. Innbrotið var til-
kynnt til lögreglunnar í Reykja-
vík á sunnudagsmorgun. Rúða
var brotin til að komast inn í bíl-
inn. Meðal þess sem var stolið
var magnari að verðmæti
180.000 krónur og 240 geisla-
diskar að verðmæti um 400.000
krónur. Á föstudagsmorgun var
fartölvu, tveimur mögnurum og
tveimur hátölurum stolið úr bíl
við Asparfell.
Talsvert var um innbrot í
borginni á föstudag og um
helgina. Á föstudag, eða aðfara-
nótt föstudags, voru stormjárn
á þremur gluggum á stofnun við
Bústaðaveg rifin upp, farið inn á
þrjár skrifstofur og stolið far-
tölvu í hverri þeirra. Brotist var
inn í íbúð við Torfufell með því
að spenna upp glugga. Stolið
var hljómflutningstækjum,
DVD-spilara, stafrænni mynda-
vél og skartgripum. Á laugar-
dagskvöld var tilkynnt um inn-
brot í íbúð við Deildarás en
þaðan hafði verið stolið staf-
rænni myndavél að verðmæti
um 120.000 krónur.
Miklum verð-
mætum stolið
úr bílum
LÖGREGLAN á Selfossi óskar eftir
upplýsingum um innbrot í sjö bif-
reiðar sem stóðu á bifreiðastæði
Herjólfs í Þorlákshöfn. Tilkynnt var
um innbrotin á fimmtudag. Rótað
var í ökutækjunum og hljómflutn-
ingstækjum stolið úr þeim.
Þeir sem hafa upplýsingar um
hjólastól sem stolið var úr anddyri
Húsasmiðjunnar á Selfossi nýlega
eru einnig beðnir um að hafa sam-
band við lögreglu, sem og þeir sem
hafa upplýsingar um þann sem ók
utan í hægri hlið bifreiðarinnar VV
910, ljósbrúna Toyota Avensis, ár-
gerð 2001, sem stóð við Austurveg 6.
Brotist inn í sjö
bíla í Þorlákshöfn
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær 22 ára karlmann í 18
mánaða fangelsi vegna ýmissa af-
brota, þar af eru 15 mánuðir skil-
orðsbundnir. Maðurinn stal m.a.
hnakk, sjónvarpi og písk úr hest-
húsi en það sem réð þyngd dómsins
var að hann er hegningarauki við
fyrri dóma sem maðurinn hefur
hlotið. Fram kemur í dómnum að
hann hefur átt við fíkniefnavanda
að stríða og á að baki umtalsverðan
sakarferill.
Sveinn Sigurkarlsson kvað upp
dóminn.
Stal hnakk, písk
og sjónvarpi