Morgunblaðið - 09.11.2004, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eldgos hófst í Gríms-vötnum að kvöldimánudagsins 1.
nóvember síðastliðins.
Talið er að því hafi lokið
síðastliðið föstudagskvöld,
5. nóvember, eða snemma
á laugardag.
„Þetta var óvenju
snöggt gos,“ sagði Magnús
Tumi Guðmundsson pró-
fessor. Hann segir gosið
nú með styttri Gríms-
vatnagosum sem sögur
fara af. Hann sagði ekki
vitað með fullri vissu um
lengd margra Grímsvatna-
gosa, en það virtist algengt
að þar gysi frá viku og upp
í þrjár vikur. Önnur
Grímsvatnagos virtust hafa varað
miklu lengur, eins og árið 1873,
sem virðist hafa staðið í sjö mán-
uði. Árið 1922 varaði gosið í þrjár
vikur og tvær árið 1934. Gosið
1998 stóð í tíu daga en ekki nema
fjóra daga nú.
Gömul hugmynd sannaðist
Þegar gosið hófst hafði staðið
Grímsvatnahlaup frá því laugar-
daginn 30. október og Skeiðará
farið stigvaxandi. Vatnsborð
Grímsvatna hafði sigið um 15 til 20
metra. Að morgni 1. nóvember
urðu jarðskjálftar undir Gríms-
vötnum og bjuggust jarðvísinda-
menn þá við gosi á hverri stundu.
Raunar hafa jarðvísindamenn
búist við gosi í Grímsvötnum um
nokkurt skeið. Þannig sagði Frey-
steinn Sigmundsson, forstöðu-
maður Norræna eldfjallaseturs-
ins, á haustfundi Jöklarannsókna-
félagsins í október fyrir rúmu ári,
að búast mætti við gosi í Gríms-
vötnum á næstu tveimur árum.
Ástæða þess var að GPS-mæling-
ar höfðu sýnt landris og láréttar
hreyfingar jarðskorpunnar. Það
benti til þess að kvika væri að
safnast fyrir og kvikuþrýstingur
að vaxa undir Grímsvötnum.
„Menn ættu að hafa varann á sér
gagnvart Grímsvötnum með sama
hætti og vegna Kötlu,“ sagði Frey-
steinn í Morgunblaðinu 22. októ-
ber í fyrra.
Þetta gos þykir merkilegt vegna
þess að nú gerðist það sem jarðvís-
indamenn hafa lengi haldið fram
að væri líkleg atburðarás, en ekki
séð gerast fyrr en nú. Við hlaupið
létti skyndilega fargi af jarðskorp-
unni yfir kvikuhólfinu. Þessi at-
burðarás, eldgos í kjölfar Gríms-
vatnahlaups, var til sem kenning
meðal jarðvísindamanna og var
talin hafa átt sér stað m.a. í Gríms-
vatnagosum 1922, 1934 og oft á 19.
öld. Magnús Tumi Guðmundsson
sagði í samtali við Morgunblaðið 3.
nóvember sl., að Sigurður Þórar-
insson jarðfræðingur hafi sett
fram þá hugmynd fyrir um hálfri
öld – þvert á það sem menn höfðu
haldið fram að því – að hlaup
hleyptu gosum af stað við að
minnka fargið á gosstöðvarnar.
„Ég er því ekki viss um að vísinda-
lega hafi menn séð nákvæmlega
svona atburð gerast áður,“ sagði
Magnús Tumi. Nú gerðist þetta í
fyrsta sinn í 70 ár, og það fyrir
augum vísindamanna og vandlega
skráð með nýjustu tækni.
Að kvöldi 1. nóvember hófst síð-
an áköf skjálftahrina og rétt fyrir
kl. 22.00 sýndu jarðskjálftamælar
að jarðskjálftar hættu en við tók
stöðugur gosórói. Um kl. 23.10
sást gosmökkur í ratsjá Veður-
stofu Íslands. Af upptökum jarð-
skjálftanna var talið að eldstöðin
væri innan Grímsvatna. Daginn
eftir mældist gosmökkurinn allt að
13 km hár á ratsjá Veðurstofunn-
ar. Öskufalls varð vart á Norð-
austurlandi og hlaupið í Skeiðará
óx hratt. Strax í birtingu 2. nóv-
ember var flogið yfir gosstöðvarn-
ar og kom þá í ljós að þær voru í
suðvesturhorni Grímsvatna. Þar
gaus á stuttri sprungu úr djúpum
katli girtum lóðréttum ísveggjum.
Í flugi yfir gosstöðvarnar 5. nóv-
ember sáust upptök Skeiðarár í
fyrsta sinn með berum augum.
Mikill sigketill hefur myndast suð-
austan við Grímsfjall. Þar sást
hvernig vatn rennur austur með-
fram Grímsfjalli og myndar foss,
sem alla jafna er hulinn ís.
Mikið upplýsingagos
Að þessu sinni var hægt að
fylgjast með aðdraganda og fram-
gangi gossins á Netinu, svo að
segja „í beinni“ útsendingu. Veð-
urstofa Íslands (www.vedur.is)
setti upp sérstakt síðusafn um
Grímsvatnagosið og var augljós-
lega lögð mikil vinna í að uppfæra
það sem örast. Þar mátti ganga að
nýjustu upplýsingum um gosið og
framgang þess. Einnig er þar að
finna fjölda tengla á undirsíður.
Má segja að þar hafi „gosið upp“
gríðarlegt upplýsingamagn sem er
kærkomið öllum þeim sem áhuga
hafa á þeim merkilegu fyrirbær-
um sem eldgos eru. Þarna má
skoða og velta fyrir sér hvernig að-
dragandi, þróun og síðan kulnun
gossins kemur fram á jarðskjálfta-
mælum. Skoða „óróaplottið“, sjá
hvernig gosmökkurinn og elding-
ar í honum koma fram í ratsjá.
Ekki síst hvernig eldgos uppi á
Vatnajökli fer ekki framhjá alsjá-
andi augum gervihnattanna.
Þarna eru einnig krækjur á gos-
síður Raunvísindastofnunar og
Norræna eldfjallasetursins. Þá má
lesa annál gossins á síðu
Jöklarannsóknafélagsins
(www.jorfi.is).
Fréttaskýring | Gosið staðfesti hálfrar
aldar gamla hugmynd
Snöggt gos í
Grímsvötnum
Eldgosið nú varaði í aðeins fjóra daga
og telst til stystu Grímsvatnagosa
Aska og vatnsgufa ruddust upp úr gígnum.
Grímsvötn eru virkasta
eldstöð á Íslandi
Margar eldstöðvar eru í og við
Vatnajökul. Nefna má Bárðar-
bungu, Kverkfjöll og Öræfajök-
ul. Grímsvötn, í miðjum jöklinum
vestanverðum, eru virkasta eld-
stöð á Íslandi og á meðal öfl-
ugustu jarðhitasvæða heims.
Ætlað er þar hafi orðið meira en
50 eldgos frá landnámi. Gosið
sem er nýlokið telst hið 13. í
Vatnajökli frá 1902. Þar af hafa
10 eldgos átt upptök í sjálfum
Grímsvötnum, síðast árið 1998.
gudni@mbl.is
SIGMUND er farinn í stutt frí.
Teikningar eftir hann eru
væntanlegar aftur á síður
Morgunblaðsins innan fárra
daga.
Sigmund í leyfi
MINNISVARÐI um Ingólf Jónsson, fyrr-
verandi alþingismann, ráðherra og kaup-
félagsstjóra hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu,
var vígður við hátíðlega athöfn síðastliðinn
laugardag á Hellu. Minnisvarðanum sem
er brjóstmynd eftir Helga Gíslason
myndlistarmann var valinn staður á bakka
Ytri-Rangár, stutt þar frá sem Ingólfur og
fjölskylda hans bjuggu um langt árabil.
Við upphaf vígsluathafnarinnar sagði
Drífa Hjartardóttir alþingismaður sem var
formaður undirbúningsnefndar frá aðdrag-
anda og gerð minnisvarðans og frá ævi
Ingólfs Jónssonar. Drífa segir í samtali við
Morgunblaðið að það hafi komið til tals áð-
ur að gera minnisvarða um Ingólf en hann
ekki tekið það í mál á meðan hann var á lífi.
Fyrir nokkrum árum hefði Gunnar Guðmundsson frá
Heiðarbrún skrifað sveitarstjórn bréf og stungið upp á
þessu og það orðið til að skipuð var nefnd sem síðan hefði
unnið að málinu í náinni samvinnu við fulltrúa afkom-
enda Ingólfs.
Upphaflegur tilgangur Gunnars var að
vekja athygli á því svo ekki færi milli mála
hver hefði átt mestan þátt í uppbyggingu
Hellu. Ingólfur varð kaupfélagsstjóri hjá
Kaupfélaginu Þór aðeins 24 ára gamall og
byggði fyrirtækið upp og þar með kaup-
túnið. Hann varð síðar alþingismaður og
ráðherra og þá sögu rakti Geir H. Haarde
fjármálaráðherra og varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins, í hátíðarræðu.
Ingólfur Jónsson, barnabarn og alnafni
Ingólfs á Hellu, afhjúpaði brjóstmyndina á
árbakkanum. Slæmt veður var á meðan at-
höfnin stóð yfir og var henni haldið áfram í
Íþróttahúsinu þar sem Geir hélt sína ræðu
og fluttar voru kveðjur og fleiri ávörp. Með-
al annars flutti Jón Örn Ingólfsson kveðjur
frá fjölskyldu Ingólfs.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra bauð til kaffi-
samsætis. Drífa telur að yfir 200 manns hafi verið við at-
höfnina en á sama tíma var haldið kjördæmisþing sjálf-
stæðismanna á Suðurlandi.
Afhjúpuð brjóstmynd af Ingólfi Jónssyni á Hellu
Morgunblaðið/Óli Már Aronsson
Í undirbúningsnefnd voru, f.v., Ingvar P. Guðbjörnsson, Gunnar Guðmundsson, Grétar Haraldsson, Magnús
Pétursson og Drífa Hjartardóttir og með þeim eru börn og tengdabörn Ingólfs, Jón Örn Ingólfsson og kona hans
Ástríður Jónsdóttir og Guðlaug Jóna Ingólfsdóttir og eiginmaður hennar Garðar Ólafsson.
Til minningar um þann
sem byggði upp þorpið
Brjóstmynd af Ingólfi
er á bakka Ytri-Rangár.
EMBÆTTI umboðsmanns barna er
laust til umsóknar og auglýsir forsæt-
isráðuneytið eftir umsóknum hér aft-
ar í blaðinu. Samkvæmt upplýsingum
frá forsætisráðuneytinu er skipað í
embættið frá 1. janúar 2005 til fimm
ára með möguleika á framlengingu
samningsins einu sinni, sem þýðir að
einn og sami aðili getur að hámarki
gegnt embættinu í tíu ár í einu. Frá-
farandi umboðsmaður barna, Þór-
hildur Líndal, sem jafn-
framt var fyrsti
umboðsmaður barna,
hefur gegnt embættinu
síðan 1. janúar 1995.
Í umsókninni kemur
fram að hlutverk um-
boðsmanns barna er að
vinna að því að stjórn-
völd, einstaklingar, fé-
lög og önnur samtök
einstaklinga og fyrir-
svarsmenn lögpersóna
taki fullt tilllit til rétt-
inda, þarfa og hags-
muna barna, jafnframt
því að setja fram ábendingar og til-
lögur um úrbætur sem snerta hag
barna á öllum sviðum þjóðfélagsins.
Hvað menntunarkröfur varðar
kemur fram í auglýsingunni að um-
sækjendur skulu hafa
lokið embættisprófi í
lögfræði eða öðru há-
skólaprófi á sviði hug-
vísinda, en í lögum er
kveðið á um að hafi um-
boðsmaður barna ekki
lokið embættisprófi í
lögfræði skuli lögfræð-
ingur starfa við emb-
ættið.
Við mat á umsóknum
verður áhersla lögð á að
viðkomandi hafi nægi-
lega reynslu og þekk-
ingu á stjórnkerfinu, at-
vinnulífinu og þjóðfélaginu almennt
til að geta stjórnað, skipulagt og unn-
ið sjálfstætt að úrlausn verkefna sem
embættið sinnir. Umsóknarfrestur er
til 29. nóvember nk.
Embætti umboðsmanns barna laust
Þórhildur Líndal