Morgunblaðið - 09.11.2004, Síða 12

Morgunblaðið - 09.11.2004, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF STJÓRN Snæfells, félags smábáta- eigenda á Snæfellsnesi, mótmælir harðlega fyrirhugaðri reglugerðar- lokun á grunnslóð við sunnanverðan Breiðafjörð. Í ályktun fundar sem Snæfell hélt fyrir helgi segir að með þessari lokun séu möguleikar smábáta til sjósóknar stórlega skertir og atvinnuöryggi hundraða sjómanna, beitningafólks og fiskverkafólks stefnt í voða. Stjórn Snæfells telur að forsendur fyrir lok- un svæðisins séu ekki nægar og krefst þess að frekari rannsóknir fari fram áður en jafn róttæk og íþyngj- andi ákvörðun sé tekin. „Þegar beitt er reglugerðarlokun sem hefur jafn víðtæk áhrif og sú sem nú hefur verið boðuð á sunnanverðum Breiðafirði, hlýtur það að vera sjálf- sögð krafa af okkar hálfu að boðað sé til fundar með þeim aðilum sem slík stjórnvaldsaðgerð hefur mest áhrif á. Það er yfirlýst stefna hjá Hafrann- sóknastofnun að hafa meira samráð við sjómenn. Þessari stefnu hefur ekki verið fylgt við þessa ákvörðun,“ segir í ályktuninni. Stjórn Snæfells krefst þess að bann við línuveiðum á sunnanverðum Breiðafirði verði fellt úr gildi nú þeg- ar. „Það er ekki algilt að stærð þorsks á því svæði sem verður lokað sé sú sama allsstaðar. Til dæmis hefur það mikil áhrif hvernig beita er notuð og hvar og hvenær lagt er. Einnig er það staðreynd að þorskur hefur farið minnkandi miðað við aldur eins og sjá má á upplýsingum frá Hafrannsókna- stofnun. Á milli áranna 2001 og 2002 var það um 18% í þyngd og 6% í lengd. Ekki hefur verið tekið tillit til þessara breytinga. Ef sama þróun hefur verið milli 2002 og 2004 er verið að tala um enn meiri breytingu og því nauðsynlegt fyrir Hafrannsókna- stofnun að breyta viðmiðunum.“ Telja Snæfellingar jafnframt að skoða þurfi þessi atriði betur áður en gripið er til lokana af þessari stærð- argráðu, „sem líkja má við fjöldaupp- sögn á 100 manna vinnustað og erum við hræddir um að einhvers staðar hefði heyrst hljóð úr horni ef slík upp- sögn kæmi til framkvæmda með að- eins 2 daga fyrirvara. Smábátasjó- menn á Snæfellsnesi krefjast frekari rannsókna og samráðs og eru tilbúnir að veita Hafrannsóknastofnun alla þá aðstoð sem þeir þurfa,“ segir í álykt- uninni. Sjávarútvegsráðuneytið gefur út reglugerð um svæðalokanir, á grund- velli tillagna Hafrannsóknastofnun- arinnar. Stofnunin byggir tillögur sínar á sýnatökum úr afla fiskiskipa. Miðað er við að heimilt sé að grípa til skyndilokunar ef 25% fisksins mælast minni en 55 sentimetrar. Ef um er að ræða ítrekaðar skyndilokanir á sama svæði er Hafrannsóknastofnuninni heimilt að gera tillögu um svokallaða reglugerðarlokun, enda séu yfirgnæf- andi líkur að á svæðinu sé smár fisk- ur. Sex skyndilokanir Gerðar hafa verið mælingar á um- ræddu svæði í sunnanverðum Breiða- firði og var í síðasta mánuði gripið sex sinnum til skyndilokana vegna smá- þorsks. Hlutfall þorsks undir 55 sentimetrum var 36–73% í sýnum. Því var gerð tillaga um reglugerðar- lokun á fjórum skyndilokunarsvæð- um af sex, svæðum sem grynnst eru en ekki þótti ástæða til að loka dýpri svæðum. Reglugerðin er um óákveð- inn tíma en Jóhann Sigurjónsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, gerir ráð fyrir að svæðið verði skoðað aftur innan tíðar og kannað hvort að aflétta megi banninu. Hann segir að gerðar hafi verið ráðstafanir til að fá sýni úr afla af umræddum svæðum til að skera úr um aldur fisksins. Smábátasjómenn á Snæfellsnesi mótmæla svæðalokun í Breiðafirði Atvinnuöryggi hundruð manna stefnt í voða Morgunblaðið/Alfons Finnsson EKKI náðist samkomulag um veið- ar úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári, á samningafundi sem fram fór í London dagana 5. og 6. nóvember sl. Á fundinum náðist ekki sam- komulag aðilanna fimm; Færeyja, Evrópusambandsins, Íslands, Nor- egs og Rússlands, um skiptingu veiðanna fyrir árið 2005, en óform- legt samkomulag var um að ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) um leyfilegan hámarksafla, 890 þúsund tonn, yrði höfð að leið- arljósi. Ákveðið var að samninga- nefndir kæmu fljótlega saman að nýju. Harðar kröfur Norðmanna Norðmenn settu haustið 2002 fram kröfur um aðra skiptingu afla- heimilda úr norsk-íslenska síldar- stofninum en kveðið er á um í samn- ingi strandríkjanna frá árinu1996. Í honum er kveðið á um að 57% kvót- ans komi í hlut Noregs, 15,54% í hlut Íslands, 13,62% í hlut Rúss- lands, 8,34% í hlut Evrópusam- bandsins og 5,46% í hlut Færeyinga. Norðmenn vilja auka sinn hlut í 70%, hlutur Rússa yrði óbreyttur eða 13,62%, hlutur Íslendinga færi í 8,66%, hlutur Færeyinga í 3,04% og hlutur Evrópusambandsins í 4,67%. Ekkert aðildarríkja samningsins hefur viljað fallast á kröfur Norð- manna, heldur viljað halda samning- inn sem gerður var 1996. Enn ósamið um síldina ÚR VERINU EIGENDUR, stjórn og stjórnendur Olíufélags- ins hf. harma þátt Olíufélagsins Esso í samráði íslenskra olíufélaga á árum áður og biðjast af- sökunar fyrir hönd fyrirtækisins, segir í til- kynningu sem félagið sendi frá sér í gær. Segir þar að fyrirtækið muni axla fulla ábyrgð gjörða sinna. Olíufélagið tilkynnti ennfremur að það hefði tekið upp nýjar verklagsreglur sem þegar hefðu tekið gildi. Í reglunum er öllum starfsmönnum Olíufélagsins bannað að hafa samskipti við starfsmenn annarra olíufélaga og m.a. gert að segja sig strax úr stjórnum félaga og vinnuhóp- um þar sem fulltrúar hinna olíufélaganna sitja einnig. Utanaðkomandi fulltrúar verða skipaðir í stað fulltrúa Olíufélagsins. Þá mun félagið taka ákvarðanir um verð a.m.k. vikulega „til að stuðla að betri verðmyndun á markaði.“ Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins, segir að frá því að samráðsmálið kom upp fyrir þremur árum hafi margt breyst hjá Olíufélag- inu, að því séu komnir nýir eigendur, ný stjórn og nýir stjórnendur. „Við teljum að við höfum starfað innan ramma samkeppnislaganna frá þeim tíma en trú almennings á því er hins vegar lítil. Þá hefur það verið þyrnir í augum Sam- keppnisstofnunar að fulltrúar olíufélaganna sitji saman í stjórnum sameiginlegra félaga og hafi þannig vettvang til að ræða samkeppnismál.“ Hjörleifur segir að með nýju verklagsreglunum sé verið að slíta á alla slíka samskiptafleti við hin olíufélögin, ekki síst með það fyrir augum að endurbyggja traust almennings. „Þetta tekur til allra stjórna sem við sitjum í með keppinautum okkar,“ segir hann. „Einnig viljum við selja hlut okkar í Gasfélaginu, eins fljótt og mögulegt er, og við tökum jafnframt einhliða yfir rekstur þeirra tveggja bensín- stöðva, sem við höfum rekstrarumsjón með, af samreknu stöðvunum. Það gæti hugsanlega gert okkur skaðabótaskylda gagnvart hinum fé- lögunum, en við tökum á því þegar þar að kem- ur.“ Olíufélagið og Olís eiga m.a. saman Olíudreif- ingu ehf. sem sér um birgðahald og dreifingu til endanlegs notanda. Hjörleifur segir athuga- semdir Samkeppnisstofnunar lúta að því að óæskilegt sé að stjórnendur Olíufélagsins og Ol- ís sitji þar saman í stjórn. Hann hafi því sem for- maður félagsins sagt sig úr stjórninni í gær. Hjörleifur segir að olíufélögin muni áfram verða í einhverju samstarfi, t.d. muni Olíufélagið áfram eiga Olíudreifingu með Olís. Einnig muni Olíufélagið áfram eiga sameiginlega eldsneyt- isafgreiðslustöð á Keflavíkurflugvelli með Olís og Skeljungi. „Það er víða í heiminum sem eru sameiginlegar eldsneytisafgreiðslustöðvar á flugvöllum. Við munum áfram nota þjónustu þess félags en munum ekki sitja þar í stjórn,“ segir Hjörleifur. Olíufélagið og Olís gengu nýlega frá sameig- inlegum innkaupum á eldsneyti vegna ársins 2005, eins og hefur verið undanfarin ár. Hjör- leifur segir að staðið verði við þá samninga sem gerðir hafi verið við birgja úti í heimi en inn- kaupasamstarfinu við Olís verði hætt við fyrsta tækifæri. „Við höfum gert sameiginlega samn- inga með Olís um innkaup fyrir næsta ár og þurfum að sjá hvernig við vinnum úr því máli.“ Hjörleifur segir að með þessum aðgerðum sé farið að ýtrustu kröfum Samkeppnisstofnunar og gott betur. „Við ákváðum að ganga hreint til verks, og það strax, í stað þess að bíða með að- gerðir þar til áfrýjunarferli er lokið.“ Feginn að losna út úr samstarfi Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skelj- ungs, segist jákvæður fyrir þessum breytingum hjá Olíufélaginu. „Þetta er í samræmi við til- mæli Samkeppnisráðs og við munum að sjálf- sögðu einnig hlíta þeim. Flest það sem kemur fram í þessum verklagsreglum er nokkuð sem við höfum þegar sett í vinnslu. Það sem vekur aftur á móti furðu mína er að ekkert virðist tek- ið á sameiginlegum innkaupum og dreifingu Esso og Olís, sem hlýtur að teljast einkennilegt. Þessi tvö félög, sem samanlagt flytja inn og dreifa 60-70% af öllu eldsneyti í landinu, virðast ekki hafa uppi áform um að slíta því samstarfi.“ Gunnar Karl segist fagna því að Skeljungur losni nú út úr samstarfi olíufélaganna enda hafi það verið hamlandi fyrir alla aðila. Ekki náðist í Einar Benediktsson, forstjóra Olíuverslunar Íslands. Esso axlar fulla ábyrgð gjörða sinna Morgunblaðið/Júlíus „SAMRÁÐ olíufélag- anna sem fjallað er um í skýrslu Samkeppn- isstofnunar voru aldrei rædd við stjórn Skelj- ungs og, að því er ég best veit, var öllum stjórnarmönnum fé- lagsins ókunnugt um þetta samráð,“ segir Hörður Sigurgestsson, sem sat í stjórn Skelj- ungs á árunum 1993 til 2003. „Ég vissi aldrei um þetta og bauð þetta ekki í grun.“ Um hvort þjóðfélags- umræða um hugsanlegt verðsamráð, sem öðru hvoru skaut upp kollinum, hafi ekki bor- ist inn á borð stjórnar Skeljungs segir Hörð- ur: „Auðvitað var að einhverju marki farið yfir þá umræðu sem skapaðist í fjölmiðlum á hverjum tíma en ekkert gaf okkur til kynna að um væri að ræða samstarf olíufélaganna.“ Hann minnir þó á að sumt af því sem nú sé talað um að banna, s.s. samstarf um dælingu á flugvélar á Keflavíkurflugvelli, sameig- inlegar bensínstöðvar á einstökum stöðum á landinu og samstarf um dreifingu á gasi, hafi almenn vitneskja ríkt um. Venjubundin stjórnarstörf Hörður segir að á þeim tíu árum sem hann hafi setið í stjórn Skeljungs hafi að jafnaði verið haldnir mánaðarlegir fundir. Þar hafi farið fram venjubundin stjórnarstörf, farið yfir rekstraryfirlit mánaðarins, yfirlit um stöðu fyrirtækisins á markaði, s.s. hversu mikið væri selt af hverri eldsneytistegund, skoðaðar upplýsingar frá Flutningsjöfn- unarsjóði um markaðshlutdeild hvers og eins af olíufélögunum þremur, fjallað um stefnu- mörkun, árlegar rekstrar- og fjárfesting- aráætlanir auk óvæntra mála sem ekki til- heyrðu daglegum rekstri og forstjóri lagði sérstaklega fyrir stjórnina. „Auðvitað var það þannig að daglegur rekstur var í höndum forstjóra og framkvæmdastjórnar, í samræmi við hlutafélagalög.“ Hörður telur ábyrgð sína sem stjórn- armanns í Skeljungi vera almenns eðlis með vísan í hlutafélagalög frá 1995. „Lögin hafa verið túlkuð þannig að það sé hlutverk stjórn- ar að sjá um almenna stefnumörkun fyr- irtækis og eftirlitsþætti og hlutast til um að rekstur félags á hverjum tíma sé í góðu horfi. Ég ber ábyrgð samkvæmt lögum og í fram- haldinu er eðlilegt að menn skoði hvernig með skuli fara og ég vík mér ekkert undan því.“ Á sama tímabili og Hörður sat í stjórn Skeljungs var hann stjórnarformaður Flug- leiða hf., sem áttu í viðskiptum við Skeljung. Í skýrslu Samkeppnisstofnunar er vitnað til minnisblaðs Kristins Björnssonar, þáverandi forstjóra Skeljungs, frá árinu 1999 til stjórn- armannanna Benedikts Jóhannessonar og Harðar Sigurgestssonar þar sem segir m.a. að mikil hjálp væri ef formaður [Benedikt] og varaformaður [Hörður] stjórnar myndu beita áhrifum sínum, og eins og þeir treystu sér til, varðandi áframhaldandi viðskipti Skeljungs við Flugleiðir. Var Hörður á einhverjum tímapunkti beð- inn formlega eða óformlega um að hafa áhrif á samninga á milli Flugleiða og Skeljungs? „Ég hef aldrei sinnt neinu slíku. Það er alveg ljóst að samkvæmt hlutafélagalögum mega stjórnarmenn ekki beita sér fyrir þriðja aðila ef það er andstætt hagsmunum aðilans sem viðkomandi er umbjóðandi fyrir,“ segir Hörður. Hann segir að stjórn Flugleiða, og hann sjálfur með talinn, hafi aldrei komið að samn- ingagerð um eldsneytiskaup félagsins, ákvörðun um eldsneytissamninga eða með hvaða hætti eldsneytisútboð Flugleiða eða skyld útboð færu fram. „Í stjórn Flugleiða var samningagerð við Skeljung aldrei til um- ræðu. Síðan árið 1977 hafa Flugleiðir sjálfir annast, að meira eða minna leyti, um innkaup og innflutning á eldsneyti á Keflavíkur- flugvelli. Félagið hefur þess vegna mikla þekkingu af þessum markaði. Því er rík hefð fyrir því að starfsmenn félagsins annist þenn- an hluta starfseminnar, sem hluta af dag- legum rekstri.“ „Vissi aldrei um samráðið“ Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.