Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 13
● HÆKKUN varð á verði helstu hlutabréfa í Kauphöll Íslands í gær og hækkaði Úrvalsvísitala Kauphall- arinnar um 1,6% í 3.522 stig. Mesta hækkun varð á hlutabréfum í Lands- bankanum (5,1%) og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna (4,8%) en mest lækkun varð á verði hlutabréfa í Og Vodafone (-3,1%). Landsbankinn hækkar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Komdu í næsta útibú, kanna›u máli› á kbbanki.is e›a hringdu í síma 444 7000. KYNNTU fiÉR HVERNIG fiÚ GETUR LÆKKA‹ GREI‹SLUBYR‹I fiÍNA ME‹ KB ÍBÚ‹ALÁNI – kraftur til flín! NORDIC Partners, sem að stórum hluta er í eigu Íslendinga, hefur fest kaup á 96,89% hlut í lettneska safa- framleiðandanum Gutta. Gísli Þór Reynisson, stjórnarformaður Nordic Partners, segir að Nordic Partners hafi á undanförnum árum haslað sér völl í matvælaiðnaði í Eystrasalts- löndunum og kaupin á Gutta séu lið- ur í því að verða leiðandi á þessu sviði. Að hans sögn er stefnt að fjár- festingum með það í huga að auka framleiðslu Gutta, en á síðasta ári framleiddi fyrirtækið rúmlega 60 milljónir lítra af drykkjarvörum. Í Baltic Business News er haft eft- ir sérfræðingum, sem vefritið hafði samband við, að líklegt sé að um skammtímafjár- festingu Nordic Partners sé að ræða. Gísli segir svo ekki vera. Jón Diðrik Jónsson, forstjóri Ölgerðarinnar, hefur verið ráðinn stjórnarformaður Gutta. Vörur frá Gutta eru nú þegar fáanlegar hér á landi. Gísli Þór Reynisson er einn af þremur eigendum Nordic Partners en hinir tveir eru Jón Þór Hjaltason og Daumants Vitols. Íslendingar kaupa lett- neska safaverksmiðju Gísli Reynisson EÐLILEGT er að spurt sé hvort eitthvert vit sé í því að taka 100% lán til íbúðakaupa. Svarið við þeirri spurningu liggur ekki í augum uppi og er algjörlega háð aðstæðum hvers og eins og því hver þróunin í þjóð- félaginu verður. Ef fasteignaverð heldur áfram að hækka umfram laun og framfærslu- kostnað, eins og á síðustu árum, þá er að sjálfsögðu vit í því að ráðast í íbúðakaup með 100% láni. Frá byrj- un árs 1998 hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu u.þ.b. tvöfald- ast. Launavísitalan hefur á sama tíma hækkað um 50% og neyslu- verðsvísitalan um 30%. Ýmsir hafa því eflaust farið vel út úr íbúðakaup- um á umliðnum árum. Málið horfir öðruvísi við ef þróunin verður í öfuga átt, sérstaklega ef fasteignaverð heldur ekki í við hækk- un framfærslukostnaðar, þ.e. verð- bólguna. Þá hækkar 100% lánið um- fram íbúðarverðið og þeir sem þurfa að selja íbúð sem keypt er með slíku láni fara út úr því með skuld á bak- inu. Hlutfallið á milli fasteignaverðs og launa er stundum notað til að leggja mat á hvort reikna megi með því að fasteignaverðið muni hækka í fram- tíðinni eða ekki. Ef þetta hlutfall er borið saman við hvernig það er í helstu nágrannalöndum má jafnvel gera ráð fyrir að verðið geti haldið áfram að hækka. Það er ekkert sem segir að þróunin í þessum efnum muni fylgja þróuninni í nágranna- löndunum. Flest hefur þó verið að færast í þann veg. Þvingaður sparnaður Hækkun á fasteignaverði ætti alla jafna að ýta undir nýbyggingar og því auka framboð á húsnæði. Það get- ur leitt til lækkunar á markaðinum. Hver þróunin á fasteignaverðinu verður er erfitt að spá um og líklega á færi fárra. En hvað sem því líður er ljóst að það er mikið til bóta að mögu- leikinn á 100% húsnæðisláni skuli nú vera til staðar hér á landi. Loksins segja eflaust margir, og taka undir með formanni Félags fasteignasala, sem sagði í samtali við Morgunblaðið síðastliðinn laugardag, að með 100% lánum væri Ísland að stökkva inn í nútímann. Hafa ber í huga, að stór hluti íbúðakaupenda á hverjum tíma hefur tekið allt að 100% lán til kaupanna. Þetta hefur t.d. verið gert með því að fá lánsveð fyrir lífeyrissjóðsláni, með því að taka skammtímalán í banka og/eða jafnvel með yfirdrætti að hluta. Munurinn á slíkri fjármögnun og 100% láni er sá, að alla jafna þarf að greiða viðbótarfjármögnunina upp á skömmum tíma, að lífeyris- sjóðslánum undanskildum, en 100% lán er hins vegar til allt að 40 ára. Með því að fjármagna það sem upp á heildarfjármögnun kaupverðsins vantar hefur fólki því til þessa í mörgum tilvikum tekist að þvinga fram hjá sjálfu sér ákveðinn sparnað á fyrstu árunum eftir kaup, þ.e. sparnað sem nemur mismuninum á kaupverðinu og langtímalánunum að hluta eða öllu leyti. Þessi sparnaður verður væntanlega ekki mikill á fyrstu árum íbúðakaupa með hinum nýju 100% lánum bankanna. Í stað- inn kemur hins vegar e.t.v. annar sparnaður vegna lægri greiðslubyrði af hinni nýju fjármögnun en sam- kvæmt því sem var. Brunabótamat ekki fyrirstaða Einn stóri kosturinn við hin nýju 100% lán er að brunabótamatið er ekki lengur fyrirstaða. Til þessa hef- ur ekki verið hægt að fá húsnæðislán fyrir hærri fjárhæð en sem nemur brunabótamati íbúðar. Bankarnir hafa breytt þessu og til að fá 100% af kaupverðinu lánuð gefst nú kostur á að kaupa viðbótarbrunatryggingu fyrir mismuninum á kaupverði og brunabótamati. Þetta auðveldar verulega kaup, sérstaklega á eldri íbúðum sem eru með brunabótamat í mörgum tilvikum töluvert undir markaðsverði. Þörf á vandaðri ráðgjöf Húsnæðislán bankanna eru ein- göngu ætluð viðskiptavinum þeirra. Greiðslumat er skilyrði hjá þeim öll- um eins og verið hefur í hinu opin- bera húsnæðislánakerfi frá því hús- bréfakerfið kom til sögunnar á árinu 1989. Þar fyrir utan þurfa væntan- legir lántakendur að uppfylla flest ef ekki öll af eftirtöldum skilyrðum, þ.e. vera með launareikning hjá viðkom- andi banka, lífeyrissparnað, greiðslu- dreifingu og kreditkort. Þar að auki gera Íslandsbanki og Landsbankinn kröfu um að viðkomandi sé með líf- tryggingu. Hjá Íslandsbanka er tekið fram að um sé að ræða lánatryggingu sem sé líftrygging. Er sérstaklega tekið fram í kynningarriti bankans að ef lántakandi fellur frá þá greiðist vá- tryggingarfjárhæðin til bankans, til uppgreiðslu eða til innborgunar á eft- irstöðvum lánsins. Líftrygging er ekki skilyrði hjá KB banka en bank- inn mælir hins vegar með því að lán- takendur kaupi sér líftryggingu. Skilyrði fyrir 100% lánum bank- anna eru nokkuð strangari en verið hefur fyrir húsnæðislánum í hinu op- inbera húsnæðislánakerfi. Skilyrðin bera með sér að bankarnir eru að tryggja að lántakendurnir verði í við- skiptum við þá og kaupi ýmsa þjón- ustu til hliðar við sjálfa lántökuna. En skilyrðin gefa einnig til kynna að 100% lán geti verið varhugaverð ef eitthvað bregður útaf. Ljóst er að með hinu nýja útspili bankanna eykst þörfin fyrir vandaða ráðgjöf. Það þarf miklu meira en staðlað greiðslumat eins og nú er í hinu opinbera húsnæðislánakerfi. Það þarf greiðslumat sem tekur mið af raunverulegri þörf og getu hvers og eins. Þeir sem veita slíka ráðgjöf verða að vera vel upplýstir um þró- unina bæði í efnahagslífinu og á fast- eignamarkaðinum. Þar má ekki láta skammtímasveiflur trufla sýn. Góður möguleiki sem þó getur verið varasamur Fréttaskýring Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Annar sparnaður Sparnaður á fyrstu árum íbúðakaupa getur færst yfir á önnur svið en fasteignir með 100% lánum bankanna. 100% húsnæðislán kalla á miklu vandaðri ráðgjöf en hingað til hefur tíðkast           ()**+ , %        !  "# $  % "& ' ("& )" * )" +"& )" ' ("& ,!( ,!& ! (# -#    - " ! ./0! ./  !  "#)$ 1  -  .    / ' ("& (#(!   %/ " %() 2 3")$ % 4  $ 52 0 " 6)"  *(&) *#" +7 8" 2 "" 9:0! .' .( ;(# .("& .8(  .(/   0 4  0$ <"# <4## "#/   " = "" (  " 5/2 // >.8)!# /     01  )  !(& ?4  +"& 7/ ' ("& <8 8 =4## "# ;(# ' ("& .7    $!               > > >   > > >  >    >   > > > !4 "#  4   $! > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > @ AB @ AB @ AB @  AB > @ AB @ AB @ AB @ >AB @ > AB @ > AB @ AB @ AB @  AB @ AB > @ AB > @ AB > @ >AB > @ AB > @ AB @  AB > > @  AB > @ AB @ > AB > > > > > > %! (&    &# " < () 7 ( &# C * .( $ $   $ $  $  $  $  $   $  $ $ $  $ $ > > $ > $  $  $ > $ > >  $ > $ $ > > > >                 >      >                            >    >            =    7 D3 $ $ <%$ E 0#"(  (&          >  >  >  >   > >  >  >  >  > > ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● TALIÐ er ólíklegt að Baugur muni bjóða í Big Food Group á næstu tveimur vikum. Þetta kemur fram í frétt breska dagblaðsins The Times í gær. Málið hefur verið sett í biðstöðu þar sem enn er óleyst hvernig fjár- magna eigi 192 milljóna punda skuld fyrirtækisins við eftirlaunasjóð starfsmanna. Einnig er óljóst hvaða áhrif líkleg sala á Iceland verslunum myndi hafa á eftirlaunamálið. The Times hefur eftir heimild- armönnum sínum að um það bil 90% líkur séu á því að Baugur muni bjóða hluthöfum BFG 1,10 pund fyrir hlut- inn en sérfræðingar segja það senni- legra að verðið verði 0,85 pund. Til samanburðar má nefna að lokaverð BFG-hlutarins í gær var 0,905. Að sögn heimildarmanna The Tim- es gæti liðið mánuður þar til hægt verður að ganga frá viðskiptunum. Talsmaður Baugs í Bretlandi vill ekki tjá sig um málið. Kaupum Baugs á BFG slegið á frest ● REKSTUR Landssíma Íslands skil- aði rúmlega 2.443 milljóna króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum árs- ins en hagnaður á sama tímabili í fyrra var 1.615 milljónir króna. Rekstrartekjur á fyrstu níu mán- uðunum jukust um 1,1 milljarð, eða rúm 8%, á milli ára og voru 14,8 milljarðar. Rekstr- arhagnaður tímabilsins nam 3 millj- örðum samanborið við 2,2 milljarða árið áður. Þá var rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði 5,7 milljarðar, eða 39% af rekstr- artekjum. Hann var á sama tímabili í fyrra 5,5 milljarðar eða 40% af rekstrartekjum. Veltufé frá rekstri var 5,1 milljarður, eða um 35% af rekstr- artekjum, samanborið við 5,2 millj- arða árið áður. Í tilkynningu segir að mikil sam- keppni hafi einkennt fjarskiptamark- aðinn það sem af er árinu en hann fari jafnframt stækkandi, sem mælist m.a. í aukinni umferð um helstu fjarskiptakerfi Símans, sér- staklega vegna GSM og gagnaflutn- inga. Horfur í rekstri Símans eru sagðar góðar. Síminn hagnast um 2,4 milljarða 9 &F .GH    A A <.? I J       A A K K -,J  A A *J 9 !    A A LK?J IM 6"!  A A              ● SHOE Studio Group mun á næst- unni skrifa undir samninga um kaup á Rubicon Retail, sem rekur Princ- iples- og Warehouse-tízkuverzl- anakeðjurnar í Bretlandi, að sögn brezka blaðsins Daily Telegraph. Baugur Group og KB banki eiga 20% í Shoe Studio Group ásamt Kevin Stanford, annars stofnanda Karen Millen. Telegraph segir frá því að gert sé ráð fyrir yfirtöku Shoe Studio Group á Rubicon að lokinni kost- gæfnisathugun. Baugur og KB banki taka þátt í kaupum á Rubicon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.