Morgunblaðið - 09.11.2004, Síða 15
Sérstaða Vestfjarða sem hreinn landshluti
Halldór segir það mikilvægt að þingmenn kjördæmisins fylgist
vel með þessum verkefnum og sjái til þess að fjármagn komi af
fjárlögum. Svo bendir hann á fleiri vaxtarmöguleika.
„Við höfum séð töluverðan vöxt í ferðaþjónustunni á und-
anförnum árum. Ég hef lengi talið að við ættum að skapa okkur
sérstöðu, Vestfirðingar, sem hreinn landshluti, og samþykkja
stefnu sveitarfélaganna um að við ætlum frekar að fara út í orku-
frekan smáiðnað. Það ætti þá helst að tengjast matvælafram-
leiðslu og hreinleika. Við eigum ekkert að hugsa um stóriðju eða
stórar virkjanir, þær eru ekki mögulegar á svæðinu. Fyrir Ísa-
fjarðarbæ eru til dæmis gríðarlegir möguleikar í friðlandinu á
Hornströndum, sem við erum ekki farin að nýta okkur nema að
hluta, bæði hvað varðar ferðaþjónustu og rannsóknastarfsemi,“
segir Halldór og bætir því við að áherslur sem þessar; að setja í
gang mörg minni verkefni, geti skapað ný störf þegar upp verði
staðið, talið í tugum eða jafnvel hundruðum.
Halldór telur mestu skipta að vera bjartsýnn fyrir hönd svæð-
isins og trúa á möguleikana þrátt fyrir áföll í atvinnulífi, sem allt-
af komi upp. Það hafi ekkert upp á sig að vera neikvæður, standa
á torgum og skammast út í kvótakerfið og gera ekkert annað. Þó
hafi sem betur fer dregið úr bölmóðnum og fólk sé almennt bjart-
sýnna en áður. „Einhverju hefur barátta okkar skilað á síðustu
árum, hvort sem það er fyrir starf sveitarfélaganna eða allra ann-
arra á Vestfjörðum sem heild,“ segir Halldór og telur upp nokkur
atriði eins og ný verkefni þrátt fyrir eftirgjöf á öðrum sviðum,
aukna þjónustu, umbætur í umhverfismálum, ekki eins mikla
fólksfækkun og á fyrri árum, hækkandi fasteignaverð á Ísafirði á
árinu og auknar byggingarframkvæmdir. Allt séu þetta merki
um aukna bjartsýni á norðanverðum Vestfjörðum.
Tekist á við tekjuvandann í Bolungarvík
Bolungarvíkurkaupstaður hefur ríflega 900 íbúa nú. Íbúafjöld-
inn var 944 í desember 2003 og hefur fækkað í nokkrum áföngum
frá 1993 um tæp 19%. Einar Pétursson, ungur viðskiptafræð-
ingur og upp alinn Bolvíkingur, er bæjarstjóri í Bolungarvík-
urkaupstað. Hann er sammála starfsbróður sínum á Ísafirði,
honum Halldóri, að sameining sveitarfélaganna á norðanverðum
Vestfjörðum verði ekki að veruleika nema með frekari sam-
göngubótum. Einnig þurfi að liggja fyrir skýrari línur um verk-
efnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Forsendur fyrir sameiningu
séu því ekki til staðar að þessu sinni, hvað sem síðar gerist.
Einar segir helsta verkefni sveitarfélagsins að etja kappi við
tekjuvandann. Fólki hafi fækkað í Bolungarvík, þó að hægt hafi á
þeirri þróun síðustu misserin, og því miður dugi tekjustofnarnir
vart til að veita þá miklu og góðu þjónustu sem standi til boða á
vegum sveitarfélagsins.
„Hér er lítið atvinnuleysi. Þrátt fyrir að hafa fengið marga út-
lendinga til starfa vantar hér fólk á sjó og í fiskvinnslu. Hingað
koma trillusjómenn víða af landinu og stoppa stutt við. Þeir munu
vonandi flytja hingað þegar þeir sjá einhverja vinnu til lengri
tíma. Hér er því miður skortur á fjölbreytni í atvinnulífinu,“ segir
Einar og spurður um helstu verkefni í atvinnumálum nefnir hann
fyrst eflingu Náttúrustofu Vestfjarða, sem staðsett er í Bolung-
arvík. Þar séu mörg tækifæri til rannsóknarstarfa, vöktunar á
landi, umhverfismatsvinnu og sýningahalds. Í dag eru fimm
stöðugildi við Náttúrustofuna en Einar sér fyrir sér fjölgun
starfa á næstu árum fyrir menntað fólk. „Við erum ekki að biðja
um ölmusu eða styrki frá ríkinu heldur viljum við bara fá verk-
efni. Af nógu er að taka. Fjölmörg opinber störf er hægt að vinna
á landsbyggðinni. Þar gæti Náttúrustofan tekið við ýmsum verk-
efnum. Því miður hefur bara skort viljann hjá ríkisvaldinu. Þetta
er mögulegt og við sveitarstjórnarmenn höfum margsinnis bent á
möguleikana á flutningi starfa og verkefna. Þó að menn viðhafi
fögur orð á stórum stundum þá gerist bara ekkert,“ segir Einar.
Náttúrufegurðin markaðssett
Ýmis verkefni eru í gangi, sem Einar bindur vonir við að geti
skapað ný atvinnutækifæri, m.a. átakið Heilsubærinn Bolung-
arvík sem hafi verið að frumkvæði Soffíu Vagnsdóttur bæjarfull-
trúa. Tækifæri séu til þjónustu og afþreyingar fyrir geðfötluð
börn og aldraða af öllu landinu, og áhersla sé lögð á að markaðs-
setja náttúrufegurðina í Bolungarvík, kyrrðina og nálægðina við
sjávarútveginn. Nauðsynlegt sé að auka gistirými fyrir ferða-
menn og fá þá til að stoppa einhverja daga á svæðinu.
Auk sveitarfélagins, sem veitir á annað hundrað manns at-
vinnu, eru stærstu fyrirtækin í Bolungarvík tengd útgerðinni,
þ.e. Bakkavík hf., Jakob Valgeir ehf. og loðnuvinnslan Gná hf.
Svo eru nokkur minni fyrirtæki og fjölmargir smábátasjómenn á
allt að 70 færabátum yfir sumartímann.
„Við erum bjartsýn hérna í Bolungarvík þrátt fyrir stór áföll í
atvinnulífinu, sem fólk tók mjög nærri sér. Tilfinning mín er sú að
þróunin sé að snúast við. Margt spilar þar inn í. Fólk er að sækja
sér aukna menntun, aflaheimildir hafa verið að aukast og hús-
næðisverð er eilítið að hækka. Ég skil reyndar ekki hvernig verð-
ið getur endalaust hækkað í Reykjavík. Fólk hlýtur að fara að sjá
sér hag í því að flytja út á land, kaupa ódýrara húsnæði og lækka
greiðslubyrðina. Þetta er að vísu þegar farið að gerast,“ segir
Einar og veit dæmi um unga fjölskyldu sem flutti úr borginni
vestur á firði og lækkaði greiðslubyrði sína um tugi þúsunda
króna á mánuði. Þetta megi gerast í meira mæli.
Súðavíkurhreppur vel stæður
Súðavíkurhreppur sker sig eilítið frá öðrum sveitarfélögum að
því leyti að þar búa nú álíka margir og voru árið 1993. Þess skal
getið að um svipað leyti og snjóflóðið féll í janúar 1995, sem 14
manns fórust í, sameinuðust Ögurhreppur og Reykjafjarð-
arhreppur Súðavíkurhreppi. Flestir urðu íbúarnir um 300 í des-
ember 1996, voru 229 árið 1993 og svo jafnmargir hinn 1. desem-
ber 2003. Frá árinu 1996 hefur Súðvíkingum því fækkað um
23,7% og hefur sú fækkun að mestu átt sér stað í dreifbýlinu við
Djúpið.
Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, er fyrst
spurður út í tillögur um sameiningu við Ísafjörð og Bolungarvík.
Hann segist hafa átt von á efnismeiri umfjöllun sameining-
arnefndar félagsmálaráðherra, þar sem varpað sé skýrari ljósi á
kosti og galla sameiningar. Tekur hann heilshugar undir með
starfsbræðrum sínum, Halldóri og Einari, að sameining sveitar-
félaganna geti illa átt sér stað öðruvísi en með samgöngubótum.
Súðavík og Bolungarvík séu á jaðarsvæðum og vegirnir þaðan til
Ísafjarðar séu stórvarasamir undir hættulegum hlíðum. Niður-
stöður könnunar hafi einnig sýnt að enginn áhugi sé á norðan-
verðum Vestfjörðum fyrir sameiningu.
„Meðan samgöngurnar eru eins og þær eru, þá held ég ekki að
foreldrar séu tilbúnir að sjá á eftir börnunum sína alla daga vetr-
arins á leið til Ísafjarðar. Aðrir þættir vega einnig þungt og ekki
síst sá að Súðavíkurhreppur er fjárhagslega vel stæður, miðað
við mörg önnur sveitarfélög. Við getum sinnt okkar málaflokkum
af bærilegum sóma og í sumum málum erum við í miklu sam-
starfi við Ísafjarðarbæ, t.d. í barnaverndar- og félagsmálum.
Einnig erum við að skoða samstarf í almannavörnum þannig að
smátt og smátt erum við að vinna meira saman,“ segir Ómar.
Hann segir jarðgöng frá Súðavík til Ísafjarðar vera raunhæfan
kost og þá muni viðhorfsbreyting eiga sér stað. Þrýstingur á
sameiningu sé hins vegar ekki frá sveitarfélögunum heldur frá
hinu opinbera og því sé eðlilegt að þar fari fram vinna um að gera
sameininguna mögulega.
„Baráttuhugur í okkur“
Súðvíkingar hafa á síðustu árum verið að byggja upp nýtt at-
vinnuhúsnæði á Langeyri, bæjarhluta sem skipulagður var innar
í víkinni eftir snjóflóðið. Byggja á tvö stór hús, um 550 fermetrar
að flatarmáli hvort. Annað mun að hluta til hýsa starfsemi
hreppsins og hinu húsinu er ætlað að hýsa frumkvöðlasetur, í
samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. Ómar segir veru-
legan skort hafa verið á íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Súðavík og
þörf fyrir að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Fyrir sé aðeins eitt
stórt fyrirtæki, þ.e. útgerð og rækjuvinnsla Frosta hf., sem
hreppurinn á 45% hlut í. Um 35 manns starfa hjá Frosta og segir
Ómar ágætlega bjart fram undan þrátt fyrir erfiðleika í rækju-
iðnaði. „Það er baráttuhugur í okkur, engin spurning.“
nar bjartsýni
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 15
BYGGÐAMÁL
bjb@mbl.is
2
1
3%
3
,
4
Morgunblaðið/RAX
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Morgunblaðið/RAX
Einar Pétursson, bæjarstjórinn í Bolungarvík.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
ónir króna og alls starfa þar um 60
manns, þar af um 50 í landi.
Klofningur hóf starfsemi í byrjun
árs 1997. Ákveðið var að fara út í
þurrkun á þorskhausum á staðnum,
í stað þess að keyra hausa alla leið
austur á Egilsstaði. Að sögn Guðna
hefur reksturinn gengið vel en hjá
Klofningi starfa um 18 manns. Á
þessu ári stefnir í framleiðslu á 5
þúsund tonnum af hausum, þúsund
tonnum meira en í fyrra. Veltan á
síðasta ári nam um 220 milljónum.
Guðni segir mikla áherslu hafa
verið lagða á markaðsstarf í Níger-
íu og reynt að þróa nýjar vörur,
m.a. þurrkaðar fiskkökur sem unn-
ar eru hjá dótturfyrirtæki Klofn-
ings í Bolungarvík, Fiskbitum.
Einnig sé verið að verka hausa á
markað í Portúgal.
Þegar talið berst að atvinnu- og
byggðamálum á Vestfjörðum liggja
Burðarásar atvinnulífsins áSuðureyri eru fiskvinnslu-fyrirtækin Íslandssaga og
Klofningur sem alls veita um 80
manns atvinnu. Það verður að telj-
ast hátt hlutfall af 330 manna
byggðakjarna. Tveir menn vinna
náið saman í þessum fyrirtækjum,
báðir fæddir og upp aldir á Suður-
eyri, þeir Óðinn Gestsson, fram-
kvæmdastjóri Íslandssögu, og
Guðni Einarsson, stjórnarformaður
Íslandssögu. Þeir hafa svo hlut-
verkaskipti í Klofningi, Guðni stýr-
ir þar skútunni með Óðin sér við
hlið sem stjórnarformann.
Íslandssaga hefur verið starfandi
frá árslokum 1999. Fyrirtækið
vinnur aðallega bolfisk í heilum
flökum, ferskan, saltaðan og fryst-
an, alls um 4.500 tonn á ári af
þorski, ýsu og steinbít. Velta Ís-
landssögu í fyrra var um 900 millj-
þeir félagar ekki á skoðunum sín-
um. Þeir segja óöryggi í atvinnu-
málum hafa haft mest að segja
varðandi fólksfækkunina. Hvað
Suðureyri varðar hafi hins vegar
tekist að fjölga fólki, eftir að jafn-
vægi hafi komist á rekstur fisk-
vinnslunnar á staðnum. „Hér væri
enginn ef ekki væri nálægðin við
sjóinn. Aðrir þættir verða líka að
vera í lagi. Okkar tilvera á Suður-
eyri byggist í dag á Vestfjarða-
göngunum, sem voru ekkert annað
en gífurleg bylting,“ segir Guðni.
Óðinn segir að Vestfirðingar verði
að fá að sjá einhverja von hinum
megin við hornið, um að allir geti
fengið störf við sitt hæfi. Ljóst sé að
allir geti ekki unnið í fiski.
Þeir eru sammála um að sam-
göngur þurfi að batna, hvort sem
það er á vegum eða með flutningi
gagna um ljósleiðara. Að endingu
nefna þeir að skapa þurfi þau hug-
hrif meðal ungs fólks að það verði
„in“ að flytja aftur heim til Vest-
fjarða. Nú sé ungt fólk að flytja á
Austfirði og ekkert mæli gegn því
að hið sama geti gerst á Vest-
fjörðum. Síðustu 20 ár hafi ein-
kennst af varnarbaráttu og um-
ræðu um að Vestfirðir hafi öllu
tapað frá sér; fólkinu, kvótanum og
peningunum. Tími sé kominn til að
snúa þróuninni við.
Tveir burðarásar á Suðureyri
Morgunblaðið/RAX
Óðinn Gestsson og Guðni Einarsson vinna náið saman á Suðureyri.