Morgunblaðið - 09.11.2004, Page 22

Morgunblaðið - 09.11.2004, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Patreksfjörður | „Við ætlum að hafa sjómenn í áhöfn bátsins, ekki að taka hana úr björgunarsveitinni. Þannig munum við auka við viðbragðsliðið sem er hér,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, sem sæti á í stjórn Björgunarbátasjóðs Barðastrandar- sýslu. Síðastliðinn laugardag sigldi inn til hafnar á Patreksfirði björg- unarbátur sem Slysavarnafélagið Landsbjörg og Björgunarbátasjóð- urinn staðsetja þar. Efnt var til fagnaðar á Patreks- firði í tilefni af komu bátsins. Davíð segir að um 200 manns hafi komið í kaffisamsæti. Bátnum var gefið nafnið Vörður. Nafnið var valið eftir tillögum sem bárust í nafnasamkeppni. Kom frá Raufarhöfn Fram til þessa hafa gúmmíbjörg- unarbátar verið á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal en unnið hef- ur verið að því í tvö ár að fá stærri björgunarbát þangað. Vörður kemur frá Raufarhöfn en þar var Slysa- varnafélagið Landsbjörg að endur- nýja björgunarbátinn. Það hefur dregist vegna þess að báturinn sem fara átti til Raufarhafnar á sínum tíma eyðilagðist í flutningi frá Eng- landi. Davíð Rúnar segir að það breyti miklu að fá björgunarbát. Hingað til hafi orðið að kalla til björgunarbáta frá Ísafirði eða Rifi og það tæki 3 til 4 tíma í góðu veðri. Síðan hefðu sjó- mennirnir auðvitað hjálpað hverjir öðrum. Við athöfn í Félagsheimili Pat- reksfjarðar voru Verði afhentar ýmsar gjafir, meðal annars björgun- argallar á áhöfnina. Guðmundur Óli Guðmundsson vél- stjóri hefur verið ráðinn til að hafa umsjón með björgunarbátnum. Magnús Jónsson verður skipstjóri. Björgunarbáturinn hlaut nafnið Vörður Aukið við viðbragðsliðið Ljósmynd/Tíðis Blessun Séra Leifur Ragnar Jónsson blessaði björgunarskipið Vörð þegar áhöfnin hafði siglt því frá Raufarhöfn og til hafnar á Patreksfirði. LANDIÐ AKUREYRI FORSVARSMENN Flugsafnsins á Akureyri stefna að því að hefja byggingu nýs húsnæðis á næsta ári. Núverandi húsnæði safnsins er þeg- ar orðið of lítið og þörfin fyrir stærra húsnæði til viðbótar því orðin brýn. Bæjarfulltrúum á Akureyri, fulltrú- um í menningarmálanefnd og fleir- um, var boðið í heimsókn í safnið um helgina, þar sem Svanbjörn Sigurðs- son formaður stjórnar kynnti starf- semina og hugmyndir um bygginga- framkvæmdir. Ráðgert er að byggja 2.100 fermetra húsnæði vestan og sunnan við núverandi húsnæði og er áætlaður kostnaður við þá fram- kvæmd um 60 milljónir króna. Þá kostar flutningur og uppbygging safnsins þar um 10 milljónir króna til viðbótar. Fram kom í máli Svanbjörns að búið væri að leggja drög að því að fá DC-3 flugvél Landgræðslunnar, sem ber heitið Páll Sveinsson, í safnið. Forsenda þess að fá þessa næst elstu flughæfu flugvél landsins, er að umrætt hús verði byggt, enda safnið varla sýningarhæft í dag vegna þrengsla, að sögn Svanbjörns. Fleiri flugvélar eru væntanlegar og einnig munir, sumir mjög stórir, eins og þotuhreyfill úr Boeing 747, hjóla- stell, flugradar og flughermir fyrir CL 44 flugvélar sem Loftleiðir not- uðu á 7. áratugnum. Flugvél af gerð- inni Beechcraft D18 er nú til sýnis í safninu en um er ræða samskonar vél og fyrstu tveggja hreyfla flugvél Flugfélags Íslands. Til að koma vél- inni fyrir þurfti að fjarlægja flug- vélar og muni úr safninu, m.a. elstu flughæfu vél landsins, 61 árs gamla vél af gerðinni Piper Cub. Fyrsta sviffluga Akureyringa er á safninu, hún var smíðuð 1937 og fyrst flogið ári síðar. Henni var síð- ast flogið sl. sumar en þá flaug Arn- grímur Jóhannsson flugstjóri og stjórnarformaður Atlanta henni í til- efni þess að hann hóf sitt flugnám á gripnum fyrir 50 árum. Morgunblaðið/Kristján Þrengsli Svanbjörn Sigurðsson (fyrir miðju), formaður stjórnar Flug- safnsins á Akureyri, kynnti starfsemi safnsins og fyrirhuguð áform um stækkun húsnæðisins. Stefnt að stækkun Flug- safnsins á Akureyri TÖLUVERÐAR skemmdir voru unnar á grasvelli KA um helgina. Ekið var á bíl inn á völlinn og spólað vítt og breitt um svæðið. Hjólför sjást víða á vellinum og sums staðar sést í bera moldina. Að sögn Magn- úsar Jóhannssonar vallarstjóra, er þetta í annað sinn á árinu sem skemmdir eru unnar á svæðinu en sl. vor var ekið inn á alla grasvelli félagsins og skemmdir unnar. Magnús sagðist vonast til að íbúi eða íbúar í næsta nágrenni vallarins hafi orðið skemmdarvargsins varir og biður þá sem einhverjar upplýs- ingar hafa um þetta athæfi að snúa sér til lögreglu. Hann sagði að skipta þyrfti um þökur þar sem skemmdirnar eru mestar og að sá þyrfti fræjum í önnur sár. Morgunblaðið/Kristján Skemmdarverk Aðkoman var frekar ljót þegar Magnús Jóhanns- son, vallarstjóri KA, kom til vinnu eftir helgina. Skemmdir unnar á grasvelli KA Einvígi | Þór Valtýsson og Stefán Bergsson munu heyja einvígi um tit- ilinn Skákmeistari Skákfélags Ak- ureyrar. Í sjöundu og síðustu um- ferð tókst Stefáni að leggja Þór að velli og ná honum að vinningum en þeir hlutu 5 vinninga. Í 3.–5. sæti urðu Unnar Þór Bachmann, Ágúst Bragi Björnsson og Sigurður Eiríks- son með 4,5 vinninga. Haustmótinu í yngri flokkum lauk í síðustu viku. Í unglingaflokki sigr- aði Alex Orrason með 6,5 vinninga af 7 mögulegum, í 2. sæti varð Ólafur Evert Úlfarsson með 5vinninga og í 3. sæti varð Davíð Arnarson með 4,5 vinninga. Í drengjaflokki sigraði Al- exander Arnar Þórisson með 3 vinn- inga og í telpnaflokki sigraði Ulker Gasanova. Sunnudaginn 7. nóvember var haldið 15 mínútna mót. Þátttak- endur voru 11 og tefldar 6 umferðir eftir monrad kerfi. Sigurvegari varð Halldór Brynjar Halldórsson með 5,5 vinninga. Næsta mót hjá Skák- félaginu er Atmót sunnudaginn 14. nóvember kl. 14. Teflt er í KEA salnum Sunnuhlíð og eru allir vel- komnir. Skíðamenn fá styrk| Skíðafélag Dalvíkur hefur leitað eftir styrk úr af- reksmannasjóði íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs vegna kostnaðar við æfingaferðir til Austurríkis fyrir skíðamennina Björgvin Björgvinsson og Kristin Inga Valsson, en þeir eru báðir í A landsliði Skíðasambands Ís- lands. Áætlaður kostnaður er um kr. 220 þúsund krónur fyrir hvorn og óskar Skíðafélagið eftir að hvor þeirra verði styrktur um þá upphæð. Á fundi íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs var samþykkt að veita styrk að fjárhæð kr. 30 þúsund til Kristins Inga Valssonar þar sem hann hefur þegar fengið kr. 70 þús- und krónur. Samkvæmt reglum sjóðsins skal styrkupphæð úr sjóðn- um miðast við fjármagnsgetu sjóðs- ins hverju sinni. Hámarks styrk- fjárhæð á hvern einstakling er kr. 100 þúsund krónur. Samþykkti ráðið að styrkja Björgvin um þá upphæð. Að skrifa texta | Námskeið sem ber yfirskriftina Að skrifa texta sem skilar sér verður haldið 7. desember næstkomandi, en það er á vegum Sí- menntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar. Það er ætlað öllum þeim sem þurfa að sjá um uppfærslu texta á heimasíðum, skrifa bréf, frétta- tilkynningar, auglýsingar, kynn- ingar, stutt erindi, greinar eða ræð- ur vegna vinnu sinnar. Markmiðið er að kynna þátttak- endum gagnlegar leiðir til að ná betra valdi á hagnýtri textagerð. Farið er yfir helstu atriði sem þarf að hafa í huga eigi texti að skila til- ætluðum árangri; hugmyndavinnu, orðaforða, uppbyggingu og ólík stíl- brögð. Kennarinn, Þorvaldur Þor- steinsson, er meðal okkar afkasta- mestu rithöfunda en hefur þar að auki verið hugmynda- og textasmið- ur hjá auglýsingastofum og mark- aðsfyrirtækjum í meira en 20 ár.    Helgafellssveit | „Við ætluðum ekki út í ferðaþjónustu, en fólkið kom,“ segir Hildibrandur Bjarnason, bóndi og hákarlsverkandi í Bjarn- arhöfn á Snæfellsnesi, um upphaf ferðaþjónustu í Bjarnarhöfn. Þegar hann tók við búskap var mikill gestagangur á bænum og hann hélt áfram. Hildibrandur og fjölskylda buðu til veislu sl. laugardag. Tilefnið var að ný þjónustumiðstöð og safn var tekin í notkun. Í safninu eru meðal annars ýmsir munir tengdir há- karlsverkun sem Hildibrandur er þekktur fyrir. Eins var stækkun kirkjugarðsins og nýr kirkjugarðs- veggur blessaður. Mikill fjöldi var mættur í Bjarnarhöfn og m.a Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hildibrandur hefur stundað ferðaþjónustu undanfarin ár og fleiri og fleiri gestir heimsækja hann á hverju ári. Aðstaðan til að taka á móti gestunum hefur verið erfið, en gjörbreytist með nýju byggingunni sem er um 200 fer- metrar að stærð. Hildibrandur og fjölskylda hans stunda sögutengda ferðaþjónustu. Þar er byggt á gömlum grunni. Saga staðarins frá landnámi, bændakirkjan með sínum dýr- gripum og hákarlsverkun er það sem ferðafólkið fær að kynnast. Hildibrandur er að vonum ánægð- ur með nýju aðstöðuna. „Ég var áð- ur með 40 fermetra húsnæði og nú bætist við stór salur og 50 fermetra tengibygging með salernisaðstöðu.“ Hann segir að upphafið að þessari starfsemi hafi verið að alltaf hafi verið mikill gestagangur í Bjarn- arhöfn. Foreldrar hans hafi haft gaman af að taka á móti gestum og sýna þeim staðinn. „Þegar ég tók við búskap af þeim héldu gestir áfram að koma í Bjarnarhöfn og þar sem ég hef ánægju af að umgangast fólk og spjalla var ekki hægt að loka hliðinu,“ segir Hildibrandur. Hann bætir því við að samdráttur í sauðfjárbúskap hafi ýtt undir þró- unina. „Ég og Brynjar sonur minn vorum saman með búskap, en þegar ferðaþjónustan og hákarlsverkunina hlóð utan á sig skiptum við með okk- ur verkum. Brynjar og hans fjöl- skylda búa með sauðfé og við á hin- um bænum sinnum ferðaþjónust- unni,“ segir Hildibrandur og bætir við: „Ferðaþjónustan hefur skapað okkur öllum grundvöll til að búa hér í Bjarnarhöfn.“ „Við byggjum þjónustuna upp á hafa eitthvað sérstakt upp á að bjóða. Þar er helst saga jarðarinnar, landslagið, kirkjan með sínum dýr- gripum, safn sem er fyrst og fremst byggt upp á fjölskyldumunum og síðan hákarli og harðfiski til að bjóða og lýsa verkun hákarlsins.“ Hann er ekki bara einn í að taka móti gestum, heldur er það fjöl- skylda hans, kona hans, Hrefna Garðarsdóttir, og þrjú sem vinna við verðaþjónustuna og öll hafa þau gaman af starfinu. Menningartengda ferðþjónustan í Bjarnarhöfn er orðin mjög sterkur hlekkur í ferðaþjónustu á Snæfells- nesi og með tilkomu nýju aðstöð- unnar mun sá þáttur styrkjast. Hildibrandur og Hrefna eru nú á leið til London. Þar munu þau verða hinn 10. nóvember ásamt fleiri Snæ- fellingum til að taka á móti við- urkenningu frá Green Globe 21 um vottun á sjálfbærri ferðaþjónustu á Snæfellsnesi. Þjónustumiðstöð og sögusafn tekið í notkun í Bjarnarhöfn „Gestirnir héldu áfram að koma“ Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Fjölskyldan Hildibrandur Bjarnason og Hrefna Garðarsdóttir í Bjarnar- höfn með þremur börnum sínum, sem vinna við ferðaþjónustuna, þegar nýr samkomusalur og byggðasafn var formlega opnað. F.v. Guðjón, Hildi- brandur, Hrefna, Hulda og Kristján.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.