Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 27 nóbelsverðlaun, en ýtt undir það eitt með öðru. Síðan komu pólitísku ásakanirnar eins og ég segi frá í Málsvörn og þá eftir samtöl mín við sænska rithöfundinn Per Olov Sund- man sem var einnig undir áhrifum af íslendingasagnastíl og skrifaði Söguna um Sám upp úr Hrafnkötlu. Þeir Borges áttu þannig þennan íslenzka sagnaheim sameiginlega, en það dugði ekki til. Sundman sem átti sæti í Sænsku akademíunni lét Lundkvist og aðra andskota Borgesar afvegaleiða sig. Heilagleiki Sænsku aka- demíunnar er ekki meiri en svo! – – – Ég kynntist Borges heldur ungur og átti við hann samtöl sem birt voru í Samtöl-M á sínum tíma. Sá þá að hann er mik- ið skáld og sérstætt. Og gott kompaní. Þegar ég átti samtal við Günter Grass á bók- menntahátíð vitnaði ég til Borgesar þess efnis að Íslendinga sögurnar væru fyrstu skáldsög- urnar. Grass sneri út úr því og ég komst ekki upp með moðreyk. Hann fór að tala um munn- mælasögur og biblíuna og sitthvað fleira. Ég hafði ekki ummæli Borgesar við höndina og gat því ekki vitnað í þau orðrétt. Nú hef ég fengið þessi ummæli skáldsins og finnst það við hæfi að vitna í þau hér. Borges víkur einatt að fornum íslenzkum skáldskap í verkum sínum, mér er sérstaklega minnisstætt hvernig hann notar efni Völsunga sögu í 25. ágúst 1983, en sagan fjallar m.a. um Gram og Fáfni og fjársjóðinn og þá minnist ég þess ekki síður hvernig hann vísar hvað eftir annað í þessa íslenzku arfleifð í ljóðum sínum sem mörg hver eru ígildi langra ritgerða, ef út í það fer. Ein ritgerða Borgesar heitir Norrænu örlög- in og þar fjallar hann um það, hvað arfleifð okkar hefur verið einangruð og gleymd og engu líkara en þessi bókmenn- ing hafi aðeins verið til í krist- alkúlu eða draumi. „Á 13. öld uppgötvuðu Íslendingar róm- aninn, listform normannans Flauberts, og þessi uppgötvun er álíka leyndardómsfull og gagnslaus fyrir heims- viðskiptin og landafundir þeirra í Ameríku.“ Árið 1951 gaf Borges út bók um gamlar germanskar bók- menntir. Í formálanum segir hann að einn góðan veðurdag muni bókmenntafræðingar viðurkenna mikilvægi Íslend- inga sagna. Nokkru síðar, eða 1966, gaf hann enn út bók um germ- anskar bókmenntir miðalda og leggur enn áherzlu á að menn muni uppgötva Íslendinga sögurnar sem fyrirrennara skáldsögunnar, og upphaf metafórunnar eða myndhvarfanna sé að finna í fornum íslenzkum skáldskap. „Á 13. öld uppgötva Íslendingar rómaninn, listform Cervantesar og Flauberts“ – og sú uppgötvun sé eins leyndardómsfull og fundur Ameríku. Tamm bendir á ummæli Borgesar frá 1979, þegar hann segir að við séum fortíðin, við séum blóð okkar, við séum þeir sem við höfum horft upp á deyja, við séum þær bækur sem við höfum endurbætt. Við séum hinir. Og þá eigi hann ekki sízt við að þessir hinir geti verið Miðgarðsormur sem sé hafið, Einar þambarskelfir sem hann orti um, Ólafur helgi, Snorri sem hann orti einnig um og ýmsir aðrir sem hafa haft áhrif á okkur. – – – Á einum stað segir Borges að íslenzka sé lat- ína norrænnar arfleifðar. Það má til sanns veg- ar færa, en vonandi hlýtur hún ekki örlög lat- ínunnar. En við skulum fara varlega, eða hvernig metur Guðbergur Bergsson stöðu þessarar arfleifðar í samfélagi okkar nú, lítum á sögu hans um Eyrbyggju. Í sögu Guðbergs, Maður situr við borð, segir að bókmenntir séu ekki skrifaðar til að skiljast, þær séu eins og vínið „eitthvað á milli vínberja og ediks, efni sem virkjar hugann“. Í smásögunni um Eyrbyggju, Maður situr í áætlunarbíl, er fjallað um þennan vínanda sem í huga gamla fólksins hér áður fyrr var líkari vínberjum vegna þeirrar almennu sannfær- ingar að Íslendinga sögurnar væru veruleikinn sjálfur, en enginn skáldskapur. Nú vitum við þessi veruleiki er ritstýrð sagnfræði. Skáldskapur öðru nafni, vaxinn úr umhverfi tveggja alda, sturlungaaldar og sögu- aldar. Þessi smásaga Guðbergs fjallar um gamlan mann sem hefur sérstakar mætur á Eyrbyggju og fer árlega í „sína ástkæru fæðingarsveit“ þar sem er sögusvið hennar. Alltaf hefur hann hitt einhvern sem hægt er að tala við um sög- una, en nú er hann í Stykkishólmi og unga fólkið sem hann hittir þar veit ekkert um Eyr- byggju. Eftir sextíu ár kemur hann loks að tómum kofunum. Og hann er í uppnámi. „Hann skildi ekki hvað hafði komið fyrir fólkið í heimasveit hans.“ Enginn þekkti Eyrbyggju. Samt hafði ekkert breytzt. Hraunið var það sama, einnig sjórinn. Og jökullinn, náttúrlega. Og sjálfur var hann óbreyttur. En fólkið hafði breytzt. Og hann skildi ekki hvað hafði komið fyrir það og heimasveit hans. Hið ósýnilega landsvæði hugans hafði tekið stakkaskiptum, þótt umhverfi veruleikans væri hið sama. Þótt jökullinn væri á sínum stað. Og Helgafell. Þessi litla dæmisaga segir mikið um það, hvert stefnir. Því miður. Umhverfi arfleifðarinnar er að mást út, hverfa undir dalalæðu gjörningahríðar sam- tímans. Hún er ekki peningavæn. Hún er ekki auglýsingavæn Og það sem verst er, hún er ekki í tízku. – – – Og þá getum við einnig staldrað við athygl- isverða eða öllu heldur íhugunarverða grein eftir annað skáld, Sigmund Erni Rúnarsson, sem birtist í Fréttablaðinu sunnudaginn 31. okt. s.l., en þar fjallar hann um „undanhald ís- lenzkunnar“. Dæmin sem hann nefnir eru skelfileg. Hann telur að íslenzkan sé „að verða undir í alþjóðlegri samkeppni“. Ef svo færi glötuðum við eina fjársjóðnum sem aðrir geta ekki státað af. Ég vona að aldr- ei komi til þess að íslenzkan verði „þægileg hvíld frá alþjóðamálinu“, einungis til brúks í heimahúsum, en alþjóðamálið á vinnumark- aðnum. Komið sé að endalokum tungunnar, segir Sigmundur Ernir, allt sé að verða uppá ensku. Skáldin nenni jafnvel ekki að yrkja á íslenzku lengur, enskan sé nú þegar að taka við á þeim vettvangi einnig. Óþjóðin á næstu grösum. Og þetta sé „eðli- leg þróun“. Semsagt gert ráð fyrir því að skólarnir bregðist, íslenzk fyrirtæki bregðist, fjölmiðlar, og tízkan og peningarnir stúti þessu eina ein- kenni sem hefur gert okkur að þjóð; tungunni. – – – Til hvers var þá öll sjálfstæðisbaráttan og hasarinn útaf handritunum? Til hvers var þá slagurinn við dani? Og allt danahatrið! Og til hvers var þá að setja íslenzkt sjónvarp á lagg- irnar, ef kanasjónvarpið hefði svalað metnaði okkar? Ef þróunin verður sú sem Sigmundur Ernir spáir, þá ættum við að senda handritin aftur til Kaupmannahafnar, breyta Árnasafni í al- þjóðlegt bankaútibú og endurvekja kana- sjónvarpið. Það væri í stíl við þá nýju óþjóð sem hér yxi eins og arfi í óhirtu kartöflubeði. En það væri ekki í stíl við lífsviðhorf stór- skáldanna beggja vegna hafsins, Borgesar og Audens sem sagði í frægu kvæði eftir síðari pílagrímsgönguna út hingað að við Íslendingar værum ekki vúlgar – ekki enn! Hvað þá þau fyrirheit sem við tókum í arf. Það er margt gott um Sigmund Erni, en ég vona að hann sé ekki spámaður Það væri kollrak. eðlileg þróun? Höfundur er kand.mag. í íslenzkum fræðum. Matthías Johannessen: „En Ís- lendinga sögur fóru að mestu framhjá heiminum, þar til menn eins og William Morris tóku að gefa þeim gaum.“ ltisins og em aftur dýralíf og st við að st norðar sem áður ærist inn á gt sé jafn- og skóg- auk þess að land- ðar á bóg- jafnframt breyting- rgslungin. , selateg- nokkurra sjófuglategunda muni stórlega minnka og nýjar dýrategundir muni færa sig norðar á bóginn. Því muni fylgja auknar líkur á sjúk- dómum sem dýr geti borið til manna. Þá muni framleiðni sjávar- útvegs á norðurslóðum aukast í sumum tilvikum. Fram kemur einnig að ein afleið- ing loftslagsbreytinganna sé að misviðrasamara verði en áður, auk þess sem meiri hætta verði á flóð- um vegna hækkunar sjávarborðs- ins. Þá sé líklegt að sjóflutningar um norðurheimskautssvæðin auk- ist og aðgangur að náttúruauðlind- um þar. Hins vegar styttist sá tími sem hægt verði að fara landveg þar sem sá tími styttist sem yfirborð sé frosið. Lífsskilyrðum frumbyggja á þessum svæðum sé jafnframt ógn- að. 30% meira af útfjólubláum geislum Í skýrslunni er einnig fjallað um áhrif af hitun lofthjúpsins á óson- lagið yfir heimskautasvæðunum. Fram kemur að ekki sé gert ráð fyrir að magn ósons í lofthjúpnum aukist næstu áratugina vegna áhrifa gróðurhúsalofttegunda og að útfjólublá geislun verði því áfram meiri en hún hefur verið. Gera megi þannig ráð fyrir að ungt fólk á svæðinu í dag fái 30% meira af útfjólublárri geislun en fyrri kynslóðir, en vitað sé að aukin út- fjólublá geislun geti valdið húð- krabba meðal annars, auk þess sem geislunin hafi óæskileg áhrif á plöntu- og dýralíf. orðurheimskautinu loftslag þáttur n Ólafsson rður- falt á við GRÍÐARLEG fagnaðarlæti brut- ust út í verkfallsmiðstöð grunn- skólakennara í Reykjavík þegar ljóst varð að tæplega 93% grunn- skólakennara höfðu fellt miðlunar- tillögu ríkissáttasemjara. Þétt var setið í miðstöðinni, þar sem kenn- arar höfðu safnast saman til að fylgjast með fréttum. Við tíðindin risu kennarar úr sætum, klöppuðu og sungu: „Áfram, áfram, áfram kennarar, við gefumst aldrei upp.“ Fagnaðarlætin tók þó fljótt af og greinilega mátti skynja að afar blendnar tilfinningar bærðust með viðstöddum, enda ljóst að verkfall skylli aftur á strax á miðnætti ef ekkert gerðist í samningamálum þegar í gærkvöldi. „Þessi niðurstaða kom mér í sjálfu sér ekkert á óvart, enda þungt hljóðið í fólki að undanförnu,“ sagði Ólafur Loftsson, formaður Kenn- arafélags Reykjavíkur, þegar blaða- maður leitaði viðbragða hjá honum strax og niðurstaða atkvæðagreiðsl- unnar var kunngjörð. „Ég verð samt að viðurkenna að niðurstaðan var mun afdráttarlausari en ég átti von á. Þannig er ljóst að mun fleiri kennarar greiddu atkvæði núna gegn miðlunartillögunni en greiddu atkvæði með verkfallsboðun á sín- um tíma. Þetta hlýtur óneitanlega að setja aukna pressu á samninga- nefndina, ekki síst á launanefnd sveitarfélaga, um að þeir semji sem allra fyrst,“ segir Ólafur. Ömurlegt að þurfa að fara aftur í verkfall Spurður um framhaldið sagði Ólafur það algjörlega óljóst og ekki vita við hverju mætti búast. „Fagn- aðarlætin sem brutust hér út áðan snerust fyrst og fremst um það að tjá gleði sína yfir þeirri samstöðu sem stéttin sýndi, en auðvitað bær- ast afar blendnar tilfinningar með mönnum, enda ömurlegt að þurfa að fara aftur í verkfall og margir eru hreinlega með hnút í maganum vegna framhaldsins. Vissulega hef- ur maður heyrt ýmsar sögusagnir um hugsanleg tilboð af hálfu beggja samningsaðila, en það er ekkert sem ég get tjáð mig um á þessari stundu. Ég hef þannig enga tilfinn- ingu fyrir framhaldinu og hvort verkfallið verður langt. Hins vegar er alveg ljóst að það væri hægt að semja strax í kvöld [mánudag] ef vilji væri fyrir hendi og viðunandi tilboð bærist. Það er einnig ljóst að það vantar ennþá aukapening til að hægt sé að klára pakkann.“ Spurður um þær fréttir að launanefnd sveit- arfélaga ætlaði að fara fram á frest- un verkfalls sagðist Ólafur ekki sjá á hvaða forsendu það ætti að vera hægt. „Það er greinilegt að stéttin stendur þétt saman,“ sögðu Alda S. Gísladóttir og Brynja Dagmar Matthíasdóttir, kennarar í Valhúsa- skóla, þegar blaðamaður leitaði við- bragða hjá þeim. Spurðar hvort sú skýra afstaða sem fram kom í nið- urstöðu atkvæðagreiðslunnar hefði komið þeim á óvart svöruðu þær því neitandi. „Miðað við hvernig hljóðið var í kennurum reiknuðum við með að alla vega 80% kennara myndu fella tillöguna, en reyndar áttum við ekki von á því að afstaðan yrði svona ofsalega skýr og tæp 93% myndu fella hana. En það sýnir bara hversu eindreginn samhugur er meðal kennara í þessu verkfalli,“ segir Alda. Ef við værum karlastétt væri löngu búið að semja Spurðar hvort þær byggjust við löngu verkfalli sögðu þær ekki inni í myndinni að gefast upp núna. „Ekki eftir sex vikna verkfall. En auðvitað er ómögulegt að segja fyrir um hversu langt verkfallið verður. Núna er boltinn hjá sveitarfélögun- um um að semja við okkur,“ segir Brynja. „En það var alls ekki einfalt að horfa á eftir börnunum og kveðja þau fyrr í dag með þessa óvissu í huga, ekki vitandi hvort maður myndi hitta þau á morgun eða hvað gerðist,“ segir Alda. „Hvað launakröfur varðar er ljóst að við stöndum langt að baki viðmið- unarstéttum okkar, þeirra á meðal framhaldsskólakennurum, og ljóst var að miðlunartillagan var langt frá því að vera einhvers konar leiðrétt- ing á okkar kjörum,“ segir Brynja og bætir við: „Núna verðum við í verkfalli þar til semst. Við treystum því að sveitarfélögin vilji ekki láta grunnskólann hrynja, en án þess að vilja vera með eitthvert svart- sýnistal, þá er ljóst að ef ekki nást viðunandi samningar í þetta sinn stefnir í fjöldauppsagnir grunn- skólakennara vegna þess að við getum einfaldlega ekki lifað á þess- um launum. Við munum þá snúa okkur að kennslu í framhaldsskól- um eða bara að einhverju allt öðru. Ég vil þó ítreka að við erum með hugsjónirnar á hreinu, enda byggist þetta starf á hugsjón, en það er bara ekki hægt að lifa endalaust á hug- sjón. Launin verða líka að vera mannsæmandi,“ segir Brynja og kallaði eftir því að sveitarfélögin öxluðu þá ábyrgð sem þeim bæri í þessu máli. Athygli vakti að fjölmargar þeirra kvenna sem staddar voru í verkfallsmiðstöðinni voru uppá- klæddar í jakkaföt í skyrtu og með bindi. Aðspurð sagði Alda hér í raun um ákveðin mótmæli að ræða. „Það má segja að hér sé um þögul mót- mæli að ræða, en með þessum klæðnaði viljum við undirstrika þá trú okkar að ef kennarastéttin væri karlastétt væri löngu búið að semja við okkur.“ Mikil fagnaðarlæti en jafn- framt blendnar tilfinningar Morgunblaðið/Golli „Auðvitað bærast afar blendnar tilfinningar meðal manna, enda ömur- legt að þurfa að fara aftur í verkfall,“ segir Ólafur Loftsson (l.t.v.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.