Morgunblaðið - 09.11.2004, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
UMRÆÐUR í fjölmiðlum um
skýrslu samkeppnisráðs um
meint samráð olíufélaganna hafa
fram til þessa einkum snúist um
þátt núverandi borgarstjóra í
samráðinu og virðist sem talið sé
að staða hans sem borgarstjóra
sé upphaf og endir samráðs-
málsins.
Umræðan virðist því ætla að
fara í hinn gamalkunna farveg
íslenskrar umræðu þar sem að-
alatriðin drukkna í umfjöllun um
aukaatriði. Það sem máli skiptir
er að komast til botns í því
hvers vegna það ástand, sem
samkeppnisráð hefur lýst, gat
varað svo lengi, þrátt fyrir allar
ábendingar um að huga þyrfti að
málinu. Ræða þarf hvers vegna
olíufélögin virðast hafa verið svo
örugg með að þau þyrftu ekki að
svara til sakar og hvers vegna
það kom þeim á óvart að rann-
sókn skyldi hafin. Virða þarf
hvort félögin hafi talið sig njóta
verndar að þessu leyti og þá
verndar hverra. Er t.d. hugs-
anlegt að þau hafi veitt fé í sjóði
stjórnmálaflokka í ríkum mæli
og þess vegna verið örugg um
að njóta verndar fyrir aðgerðum
ríkisvaldsins?
Fram til þessa höfum við að-
eins haft aðgang að skýrslu sam-
keppnisráðs og þar er ekki kveð-
ið á um sekt eða sýknu
einstaklinga, sem að málinu hafa
komið. Allir teljast þeir saklaus-
ir þar til annað sannast. Engin
ástæða er til að stofna til galdra-
brennu.
Mestu máli skiptir á þessu
stigi að komast að niðurstöðum,
sem veita okkur leiðbeiningu um
hvort slíkt ástand tíðkist víða í
íslensku samfélagi og hvatann að
því ástandi, ef svo er, og hvernig
megi lækna meinsemdina. Þá
þarf að ræða hvort rétt sé að
gera einungis siðferðilegar kröf-
ur til opinberra aðila, en ekki til
einkafyrirtækja á markaði.
Tengist það umræðunni um sím-
innkandi áhrif stjórnvalda og
sambærilega aukningu áhrifa
fyrirtækja á málefni samfélags-
ins. Er ekki óhjákvæmilegt að
auka gagnsæi stjórnarhátta hjá
fyrirtækjum og gera sömu kröf-
ur til þeirra og við gerum til op-
inberra aðila? Er það ekki svo
að fyrirtækin fari nú að verulegu
leyti með umráð þjóðarauðs
landsmanna?
Fjölmiðlum má vera ljóst að
það er slík umræða sem not-
endur þeirra vilja fá aðstöðu til
að fylgjast með. Eða er til of
mikils mælst? Er það svo að
fjölmiðlar landsins séu ekki í
stakk búnir til að fást við við-
fangsefni sem gera nokkrar
kröfur til þeirra um þekkingu,
aðferðir og vinnubrögð?
Umræðan um
samráðsmálið
Ragnar Aðalsteinsson
Höfundur er lögmaður.
ÞÆR LÉTU ekki mikið yfir sér
fregnirnar af því þegar sextán hús í
Hafnarfirði tengdust lítilli vatnsafls-
virkjun í Hamarskotslæk í desem-
bermánuði árið 1904 þegar fyrsti vísir
að rafmagnsveitu á Ís-
landi tók til starfa.
Landsmenn gerðu sér
þó vel grein fyrir mik-
ilvægi þessa áfanga og
þeim tækifærum sem
hinn nýi orkugjafi, raf-
orkan, hafði yfir að búa.
Rúmum tuttugu árum
fyrr hafði hugvitsmað-
urinn Thomas Edison
tekið í notkun fyrstu
rafveitu í heimi og þá
þegar hafði áhugi Ís-
lendinga vaknað.
Hugsjónin um raf-
orkuframleiðslu fól
ekki aðeins í sér von
um birtu, yl, vélarafl og
framleiðslu áburðar til
ræktunar landsins,
heldur gaf hún fyrirheit
um framtíð þar sem
óblíð náttúruöflin
reyndust blessun en
ekki bölvaldur. Beljandi vatnsföll sem
um aldir höfðu verið farartálmi, ein-
angrað sveitir og kostað ferðalanga
lífið, yrðu senn beisluð þjóðinni til
heilla. Draumurinn um rafmagnið var
samofinn hugmyndinni um sjálfstætt
Ísland. Það kom í hlut atorkusamra
einstaklinga og stórhuga bæj-
arstjórna að stíga fyrstu skrefin í raf-
væðingunni. Í fyrstu var raforkan
nær einvörðungu nýtt til ljósa og lítils
háttar hitunar og vélareksturs. Með
tímanum jókst þekkingin á mögu-
leikum tækninnar og notkunin varð
stöðugt flóknari og fjölbreyttari.
Með aukinni sérhæfingu, umfangs-
meiri virkjunaráformum og kröfum
um stærri dreifikerfi og tryggari
rekstur, færðist rekstur raforkukerf-
isins í hendur öflugra orkufyrirtækja.
Í samkeppni jafnt sem samvinnu hafa
þau kappkostað að þjónusta íbúa og
atvinnulíf landsins. Óvíða er orkan
ódýrari, öryggi kerfisins er með því
sem best þekkist og engin þjóð notar
meiri raforku á hvern íbúa.
Á þeim hundrað árum
sem liðin eru frá því að
húsin sextán komust í
straumsamband í Hafn-
arfirði hefur íslenskt
samfélag tekið stakka-
skiptum. Ný tækni hef-
ur komið til sögunnar á
nánast öllum sviðum
þjóðlífsins. Dregið hefur
úr erfiðisvinnu, lífslíkur
fólks hafa aukist og lífs-
kjör batnað. Þáttur raf-
orkunnar í þessum
framförum er mikill.
Rafmagnið hefur um-
bylt samfélaginu á einni
öld. Íslensk orkufyr-
irtæki eru stolt af því að
hafa tekið þátt í þessari
byltingu.
Íslensku orkufyr-
irtækin hafa hvert á
sinn hátt minnst þess-
ara tímamóta í sögu
þjóðarinnar. Strax í ársbyrjun var
gefið út veglegt blað um orkumál sem
dreift var með Morgunblaðinu, þar
sem stiklað var á stóru í raforkusögu
þjóðarinnar. Nýverið var síðan gefið
út frímerki í tilefni tímamótanna. Á
árinu hafa verið haldnar ráðstefnur,
fundir og sýningar í tilefni afmælisins
og skemmst er að minnast sýningar í
Vetrargarði Smáralindar fyrir
skömmu þar sem gestir gátu gengið
um „hús morgundagsins“ þar sem
raforkan var hreyfiafl tækninýjunga.
Í sumar voru allar helstu virkjanir
landsins opnar gestum og gangandi.
Þúsundir gesta nýttu sér þetta boð og
sáu með eigin augum hvernig hugvit
og tækni hafa verið notuð til þess að
beisla orku fallvatnanna til hagsbótar
fyrir íslenskt samfélag.
Hátíðarhöldunum lýkur í Hafn-
arfirði, þann 12. desember næstkom-
andi, þegar nákvæmlega 100 ár eru
liðin síðan Jóhannes Reykdal tók í
notkun fyrstu almenningsrafveituna.
Við það tækifæri verður afhjúpaður
minnisvarði um frumherjann Jóhann-
es Reykdal, auk þess sem orkufyr-
irtæki landsins afhjúpa táknrænt ljós
sem mun loga yfir Hafnarfirði alla
jólahátíðina.
Rafmagnið um-
bylti samfélaginu
Jóhann Már Maríusson
fjallar um 100 ára afmæli
raforkuvæðingar Íslands
Jóhann Már Maríusson
’Við það tæki-færi verður
afhjúpaður minn-
isvarði um frum-
herjann Jóhannes
Reykdal.‘
Höfundur er fyrrverandi aðstoðarfor-
stjóri Landsvirkjunar og formaður af-
mælisnefndar orkufyrirtækjanna vegna
100 ára afmælis rafvæðingar Íslands.
AF OG til koma upp mál í sam-
félagi okkar þar sem einstaklingar
hafa tekið þátt í atburðarás sem
orkar tvímælis. Nú tröllríður eitt
slíkt mál umræðunni. Meðal
spurninga sem menn spyrja sig
eru: Ætlar borgarstjóri að segja af
sér? Ætlar R-listinn að reka borg-
arstjóra?
Þetta eru mikilvægar spurn-
ingar og skipta máli, en þær beina
athyglinni frá öðrum spurningum
sem kannski skipta miklu meira
máli fyrir okkur öll: Hvernig leið-
ist fólk út í athafnir sem orka tví-
mælis siðferðilega?
Getur einn ein-
staklingur staðið upp
og sett puttann á
meinið? Hvaða afleið-
ingar hefur það í för
með sér fyrir starfs-
manninn innan fyr-
irtækisins? Bjóða fyr-
irtæki upp á að
starfsmenn láti heyra
í sér? Þorir hann því?
Hvenær er ástandið
orðið svo slæmt að
hann tekur áhætt-
una? Er hann
reiðubúin að hætta starfi, tekjum
og jafnvel félagslegri stöðu sinni
til að berjast á móti
straumnum?
Fyrirtæki eru sífellt
að takast á við siðferði-
leg álitamál. Hjá því
verður ekki komist.
Ástæður þess eru efni
í aðra grein. Vanda-
málið snýst um hvern-
ig komast fyrirtæki hjá
því að spenna gildruna
og hvernig geta stjórn-
endur þeirra áttað sig
á því í tæka tíð að
gildran er að spennast.
Tengist fyrirtækismenningu
Menning fyrirtækis mótar atferli
starfsfólks og hefur áhrif á
ákvarðanatöku við óvissuaðstæður.
Hvort sem fólk gerir sér grein
fyrir því eða ekki, þá hefur fyr-
irtækismenning áhrif á hvað það
skynjar, hugsar, segir og gerir.
Með því fyrsta sem ein-
staklingur gerir þegar hann hefur
störf á nýjum vinnustað er að átta
sig á hvernig hann fellur inn í hóp-
inn. Átta sig á því sem hinir eru
að gera eða segja og taka þátt í
því. Þessi óformlega kennsla er
mun áhrifaríkari en hin formlega
þegar þær stangast á. Það er
kannski ekki að ástæðulausu að
Marvin Bower, forstjóri Mc-
Kinsey, skilgreindi fyrirtækis-
menningu sem „hvernig við gerum
hlutina hérna“. Ef einstaklingur
samsamar sig ekki ríkjandi menn-
ingu refsar hópurinn honum t.d.
með háðsglósum, stríðni og útskúf-
un.
Richard L. Daft bendir á að
sjaldan sé unnt að rekja siðferði-
leg álitamál til siðferðiskenndar
eins einstaklings heldur verði að
taka menningu fyrirtækisins með í
reikninginn. Í bók sinni The Fifth
Discipline bendir Peter Senge m.a.
á hvað rótgrónar hugmyndir fólks
eru ómeðvitaðar og þar með erfitt
að setja af stað umræðu um þær,
hvað þá að breyta þeim. Þessi
vandi birtist okkur hversdagslega
í samræðum þar sem einhver
stendur fast á sjónarmiðum sínum
sem okkur finnst framandi og vilj-
um leiða honum annað fyrir sjónir.
Hvað geta fyrirtæki gert til
að treysta siðferðiskennd?
Samtökin Business Roundtable
gerðu nýlega rannsókn á siðferð-
iskennd í bandarískum fyr-
irtækjum. Þar kom fram að hlut-
verk forstjórans er sá þáttur sem
skiptir mestu máli þegar siðferði-
leg álitamál eru til umfjöllunar.
Forstjórinn og hans nánustu sam-
starfsmenn verða að halda
Eru fyrirtæki gildrur
siðferðilegra álitamála?
Höskuldur Frímannsson fjallar
um borgarstjóramálið
Höskuldur
Frímannsson
Íslenskar hænur í Kaliforníu
á morgun
Rakarastofan
Klapparstíg
S: 551 3010