Morgunblaðið - 09.11.2004, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 31
UMRÆÐAN
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ÁRATUGUM saman hafa menn
mátt horfa upp á fólksflóttann úr
sveitum landsins sem enn heldur
áfram. Því miður hefur þessi flótti
alla tíð verið gjörsamlega skipu-
lagslaus og kylfa ráðið kasti um
eyðingu byggðanna.
Það virðist kominn tími til að
koma einhverri skipan á téðan
flótta t.d. með því að ákveða
hvaða byggðum og hvaða jörðum
skuli helst reyna að forða frá því
að falla í eyði. Í því sambandi má
eflaust búa til einhverja hvata eða
jafnvel setja lög sem að gagni
kæmu. Maður kemst ekki hjá því
að sjá að nýtt afl er tilkomið í
sambandi við þróun byggða í
sveitum landsins. Það er svo kom-
ið að ef jarðir eru til sölu eru það
ekki ungir menn sem hyggja á
búskap sem þær kaupa heldur
undantekningarlítið auðmenn af
höfuðborgarsvæðinu. Við þá geta
engir vanalegir menn keppt.
Margar þær jarðir sem þessir
menn kaupa leggja þeir svo í eyði
eftir eigin geðþótta með því að
selja af þeim fullvirðisréttinn eða
færa hann milli landshluta þar
sem leiguliðar þeirra annast
framleiðsluna. Laxveiðijarðir eru í
sérstakri umsát hjá þessum pen-
ingamönnum og sveima þeir yfir
þeim hvort sem þær eru til sölu
eða ekki. Það virðist því nokkuð
ljóst hvert þær lenda.
Ekki ætla ég að dæma um það
hvort þessum mönnum þyki
vænna um krónurnar sínar eða
byggðir landsins. Það læt ég öðr-
um eftir, en ekki vil ég sjá áhrif
þeirra á þróun byggða í sveit-
unum eins mikla og orðið er, hvað
þá meiri. Sveitarfélögin fá ekki
rönd við reist þar sem þeirra eina
vopn hefur verið frá þeim tekið
þ.e. forkaupsrétturinn á jörð-
unum. Mér finnst mönnum nokk-
uð laus gefinn taumurinn ef þeir
geta leyft sér að höggva skörð í
byggðir landsins hvar og hvenær
sem er, eins og þeim býður við að
horfa.
Verði ekki reynt að stemma
stigu við þessari þróun býður mér
í grun að þessir menn eigi eftir að
breyta ásýnd margra sveitarfé-
laga. Auk þess er óséð hvernig
þeir muni hugsa um eyðibýlin sín.
Það fylgja því nokkrar skyldur að
eiga jörð þótt í eyði sé.
Mér finnst reyndar ekki óeðli-
legt að sá sem kaupir vel setta og
góða jörð í fullum rekstri sé
skyldaður til að halda henni í
byggð um visst árabil og væri svo
hygg ég að draga myndi úr þess-
ari óheillaþróun. Að sjálfsögðu tel
ég það í verkahring ráðamanna í
landbúnaði og sjálfs Alþingis að
taka á þessu máli.
VIGFÚS B.
JÓNSSON,
Laxamýri.
Eiga auðmenn að ráða byggða-
þróun í sveitum landsins?
Frá Vigfúsi B. Jónssyni:
EINS OG flestir vita þá hefur verið
verkfall hjá kennurum og mjög svo
líklegt að það muni halda áfram.
Þessi miðlunartillaga er kjaftæði …
núverandi árslaun 26 ára umsjón-
arkennara (með 3 pottflokka) eru 2,1
milljón, og samkvæmt miðl-
unartillögunni þá verða árslaun 26
ára umsjónarkennara (með 3 pott-
flokka) árið 2008 eitthvað um 2,6
milljónir (að meðaltali) … ég bið ykk-
ur á að átta ykkur á því að þeir eru
háskólamenntaðir og hafa margir
minna menntaðir 3,3 milljónir í árs-
laun, er það sanngjarnt? Meina, er
það ekki rétt að því meira sem fólk er
menntað því hærri ættu launin að
vera? Ekki lægri eða er þetta bara
misskilningur í mér!?!
Og hvað mun ske? Ég býst við því,
og aðrir líka, að kennarar samþykki
ekki tillöguna og fari aftur í verkfall,
og hvað svo? Sveitarfélögum fannst
tillagan of há og kennurum of lág?
Svo það myndi ekkert vera samið. Þá
yrðu sett lög á kennara, kennarar
myndu þá segja upp og ekki láta
bjóða sér þetta. Uppsagnarfrestur er
3 mánuðir svo það yrði kennt í 3 mán.
og svo myndu allir hætta … og já …
hvað svo … Ísland án kennara? Eig-
um við að fá einhverja innflytjendur
úr fiskvinnslunni til að kenna
krökkunum? Nei, kannski ekki …
Pælið í einu, kennarastarfið er eitt
mikilvægasta starf sem til er … mik-
ilvægara en forsetaembættið myndi
ég halda … hver kenndi Ólafi forseta
að reikna? Kennarar! En að lesa?
Kennarar! Svo … ef kennararnir
segðu allir upp og krakkarnir kæm-
ust ekki í skóla, hvað skeði þá? Fram-
tíðin væri beina leið niður til helv…
Engir læknar, engir lögfræðingar,
ekkert fólk á kössunum í Bónus þar
sem enginn væri til að kenna neinum
neitt … Svo hvar enda krakkarnir …
á meðan þetta verkfall stendur?
Krakkarnir hafa ekkert að gera því
allir neita að semja, svo þeir hanga
heima … horfa á sjónvarpið, kíkja
niður í bæ að fá sér í glas eða hanga
heima úti í bílskúr að reykja hass!
Voðalega spennandi eitthvað …
Og fólk vill kenna kennurum um?
Meina, af hverju að kenna þeim um?
Af hverju ekki sveitarfélögunum, þau
vilja ekki semja … Ég skil kennara
vel, háskólamenntaðir kennarar bún-
ir að eyða mörgum árum í skóla á
meðan aðrir skreppa rétt svo í iðn-
skólann og fá svo helmingi hærri
laun … er það réttlátt?
Fólk! Ekki kenna kennurum um!
Þeir eru fólk líka sem á fjölskyldur
sem þarf að sjá fyrir. Meina, af
hverju fóru kennararnir bara ekki í
bifvélavirkjun og slepptu því að
kenna? Jú, miklu þægilegra og
kannski meiri laun en … næsta kyn-
slóð myndi þá ekki kunna neitt … við
færum aftur á byrjunarreit í öllu …
gætum alveg eins farið aftur á land-
námsöld. Þá þurfti fólk ekki að lesa
eða reikna dæmi eins og gert er í
skólum núna. Ekki þurfti að fá raf-
virkja til að gera við rafmagn því það
var ekkert rafmagn. Til að komast
áfram í lífinu þurfum við að kunna
nauðsynlega hluti sem KENNARAR
kenna okkur. Svo eiga þeir ekki skilið
á fá nógu góð laun til að kenna venju-
legan vinnutíma og geta séð fyrir
fjölskyldunum!
Ég styð kennara og vona að aðrir
geri það líka. Vona að þeir semji sem
fyrst og það verði þá öllum í hag. Ég
styð einnig annað fólk til að láta í sér
heyra og standa með kennurum.
Reynið að átta ykkur á því hve mik-
ilvægt starf kennarar vinna.
Vona að þið sýnið smáskilning á
þessu.
ANNA
ÞORSTEINSDÓTTIR,
Lyngrima 5,
112 Reykjavík.
Líf án kennara?
Frá Önnu Þorsteinsdóttur,
nemanda í 10. bekk í grunnskóla
í Reykjavík:
KÆRU Siv Friðleifsdóttir og Val-
gerður Sverrisdóttir.
Fimmtudaginn hinn 14. október
2004 birti Morgunblaðið mjög at-
hyglisverða grein eftir Guðrúnu
Lilju Hólmfríðardóttur.
Í þessari grein ber höfundur
ákveðinn geðlækni, stjórnendur
Ríkisútvarpsins og nýskipaðan
hæstaréttardómara þungum sök-
um.
Fyrir okkur flest er það ger-
samlega ómögulegt að gera sér
grein fyrir sannleiksgildi þessara
ásakana. Það er okkur jafnframt
óskiljanlegt hvernig þeir sem sök-
unum eru bornir geta starfað
áfram í þágu almennings án þess
að þær verði rannsakaðar og af-
sannaðar.
Ég fluttist frá Íslandi 1984 og
hef síðan verið búsettur í Þýska-
landi, Danmörku, Svíþjóð og á
Englandi. Ég er ekki í nokkrum
vafa um að ef slíkar ásakanir
kæmu fram í virtum fjölmiðli ein-
hverra þessara landa yrðu þær
teknar mjög alvarlega og taf-
arlaust rannsakaðar til þess að
komast að sannleiksgildi þeirra.
Það er mín skoðun að það sé
skylda íslenskra stjórnvalda að sjá
til þess að skipuð verði opinber
rannsóknarnefnd sem fái það hlut-
verk að komast að því hvort ásak-
anir Guðrúnar Lilju séu sannar
eða ósannar.
Eruð þið sammála þessari skoð-
un minni?
Bestu kveðjur.
PS. Til þess að koma í veg fyrir
misskilning vil ég taka fram að ég
þekki engan sem tengist þessu
sérstaka máli og hef þess vegna
engra hagsmuna að gæta annarra
en þeirra að mér er umhugað um
að Íslendingar geti í framtíðinni
talist til siðmenntaðra þjóða.
SIGMUNDUR
GUÐMUNDSSON,
Nöbbelövs kyrkoväg 105, 226
53, Lundi, Svíþjóð.
Opinber rann-
sókn – opið
bréf til Sivjar
Friðleifsdótt-
ur og Val-
gerðar Sverr-
isdóttur
Frá Sigmundi Guðmundssyni
stærðfræðingi:
ákveðnu siðferðilegu gildismati í
hávegum, sýna það í verki og vera
reiðubúnir til að hlúa að því og
treysta. Í þessu samhengi má
nefna hugtakið stjórnun sem
byggist á gildismati.
Fyrirtæki hafa komið á form-
legu skipulagi og kerfum til að
tryggja siðferðiskennd starfs-
manna. Meðal leiða til þess er að
setja á stofn siðanefnd stjórnenda
eða ráða siðferðilegan umboðs-
mann, sem heldur á lofti siða-
reglum og lætur sig varða siðferði-
leg álitamál innan fyrirtækisins.
Rannsókn sem Center for Bus-
iness Ethics gerði nýlega leiddi í
ljós að 90% af 500 stærstu fyr-
irtækjum Bandaríkjanna og um
helmingur annarra fyrirtækja hafa
mótað skriflegar siðareglur. Slíkar
reglur kveða yfirleitt skýrt á um
til hvers er ætlast og hvað starfs-
menn geta gert þegar þeir verða
varir við siðferðileg álitamál. Um
helmingur fyrirtækjanna fylgir
síðan reglunum eftir með þjálfun.
Til að mynda gangast allir starfs-
menn Texas Instruments undir
átta klukkutíma þjálfun. Þar að
auki hefur fyrirtækið fellt kafla
um siðferðileg sjónarmið inn í öll
námskeið sem það heldur.
Ætlum við að byrgja
brunninn?
Það er auðvelt að vera vitur eftir
á, þegar staðreyndir málsins liggja
fyrir, t.d. í skýrslu samkeppn-
isráðs. Það er líka auðvelt að
benda á einstaklinga eins og borg-
arstjóra og forstjóra olíufélaganna
og krefjast þess að eitthvað sé
gert í málinu. Mikilvægari spurn-
ingar sem snerta okkur sjálf eru:
Ef þeir hefðu haft siðareglur til að
styðjast við, hefðu þeir getað kom-
ist hjá því að festast í gildrum sið-
ferðilegra álitamála? Þarft þú á
því að halda að fyrirtæki þitt komi
á og fylgi slíkum reglum?
Hér á landi hefur fjöldi fag-
félaga og samtaka samið siða-
reglur sem gilda eiga um fé-
lagsmenn. Það er vel. Ekki er eins
áberandi að einstök íslensk fyr-
irtæki hafi samið slíkar reglur,
þótt starfsfólk þeirra, allt frá
stjórn og forstjóra til afgreiðslu-
fólks, þurfi sífellt að taka afstöðu
til siðferðilegra álitamála.
’Getur einn einstak-lingur staðið upp og sett
puttann á meinið?
Hvaða afleiðingar hefur
það í för með sér fyrir
starfsmanninn innan
fyrirtækisins?‘
Höfundur rekur rekstrarráðgjafa-
stofuna Afl til framtíðar.
á morgun