Morgunblaðið - 09.11.2004, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 33
MINNINGAR
✝ Kristján BjörnGuðmundsson
fæddist á Folafæti 2.
okt. 1924. Hann lést á
Vífilsstöðum 24. októ-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðmundur Salóm-
onsson, f. á Kolbeins-
eyri í Súðavíkur-
hreppi 3.8. 1894, 9.4.
1963, og Guðrún Sig-
urðardóttir, f. á
Markeyri í Skötufirði
16.5. 1901, d. 21.6.
1999. Systkini Krist-
jáns voru: Ásgeir,
Þórður, Sigurður Borgar og Árni,
þau eru látin. Eftirlifandi systkini
eru Jónína Helga, Elías Hólmgeir,
Jón Valgeir, Sigurður Þórberg og
Sigríður Sigurborg.
Nokkurra mánaða fór Kristján í
fóstur til hjónanna Sigurbjargar
og Ólafs Kristjánssonar á Fæti í
Súðavíkurhreppi. Börn þeirra
voru: Kristján Björn, Júlíana, Guð-
rún og Auður, öll látin, en eftirlif-
andi er Lára fóstursystir hans, sem
einnig kom til þeirra hjóna í fóstur.
Kristján kvæntist 30. sept. 1950
Gíselu Kutscher, f. 22. apríl 1932,
d. 17. júlí 1971. Foreldrar hennar
voru Georg og Elli Kutscher.
Gísela og Kristján eignuðust fimm
börn, þau eru: 1) Ólafur Georg, f.
11.1. 1951, maki Svanborg Eyþórs-
dóttir. Hann á tvö börn og tvö
barnabörn. 2) Sigurbjörn Ernst, f.
4.10. 1954, kvæntur Erlu Kjartans-
dóttur. Þau eiga eina dóttur og
þrjú barnabörn. 3) Rolf Kurt Tony,
f. 13. nóvember 1958.
Hann á tvö börn. 4)
Ellý Anna, f. 6. nóv.
1959, hún á tvö börn.
5) Kristjana Jósefa, f.
6. febrúar 1967, maki
Snorri Kristinsson.
Þau eiga tvö börn.
Seinni kona Krist-
jáns var Rósa Páls-
dóttir, f. 19. jan.
1922, d. 26. okt. 2001.
Gísela og Kristján
stofnuðu sitt fyrsta
heimili í Hnífsdal en
bjuggu síðan á Ísa-
firði til ársins 1968 er
þau fluttu til Þýskalands. Á Ísa-
firði var sjómennskan hans aðal-
starf og var hann lengst af á bát-
unum Gunnhildi og Guðbjarti
Kristjáni. Eftir að Kristján flytur
aftur til Íslands 1977 fer hann vest-
ur í Bolungarvík og var þar um
tíma og vann þar við beitningar og
var um tíma á Heiðrúnu ÍS. Hann
kynntist Rósu, seinni konu sinni,
1980. Þau bjuggu lengst af á Selja-
braut 22 en fyrir fjórum árum
fluttu þau á Grandaveg 47, þar
sem þau Rósa náðu að eiga eitt ár
saman. Kristján bjó á Grandaveg-
inum þar til í mars sl. er hann flutt-
ist að Vífilsstöðum vegna veikinda
sinna. Þegar Kristján flutti suður
1980 fékk hann skipspláss á togar-
anum Vigra og var þar í tólf ár þar
til hann hætti sjómennsku, þá 68
ára.
Útför Kristjáns fer fram frá
Neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Ég er þreyttur, ég er þreyttur,
og ég þrái svefnsins fró. –
Kom, draumanótt, með fangið fullt af
friði og ró.
Syngdu mig í svefninn, ljúfi blær.
Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær.
Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd,
og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd.
(Jón frá Ljárskógum.)
Elsku vinur, mér finnst þessar
ljóðlínur segja svo mikið, því þú varst
búinn að þrá að fá friðinn, ekki þinn
karakter að þurfa að vera háður öðr-
um. Upp í hugann kemur brúðkaups-
dagurinn okkar Bjössa fyrir 26 árum.
Það var stór stund þegar ég gekk inn
kirkjugólfið með pabba minn mér við
hlið og þið feðgarnir stóðuð svo tign-
arlegir og glæsilegir. En það sem
gerði þennan dag enn bjartari var að
amma hans Bjössa eða Oma eins og
við sögðum alltaf var komin frá
Þýskalandi til að vera með okkur. Á
þessum tíma vorum við að kynnast og
þú að flytja aftur hingað til Íslands.
Það var þín gæfa að fá ljúfmennsk-
una í vöggugjöf. Þú áttir alltaf góða
lund. Hún hjálpaði þér mikið þegar
erfiðleikar sóttu að. Þú gast nú líka
verið svolítið þrjóskur. En er það
ekki bara gott líka að komast áfram á
henni? Þó svo að líkaminn væri búinn
að kröftum, skein þitt bjarta bros og
hláturinn fyllti tilveruna í kringum
þig.
Síðustu 7 mánuði varstu búinn að
vera á Vífilsstöðum. Við fundum að
þú varst sáttur og þér leið vel með
allt þetta góða starfsfólk þér við hlið.
Það sýndi sig að þú með þinni ljúf-
mennsku og glaðværð hafðir fram-
kallað hlýju og góðvild. Mikið var það
fallegt þegar starfsstúlkurnar komu
og kvöddu þig. Það var vitað hvert
stefndi og þær vildu kveðja þig á sinn
hátt, því þær voru að fara í vaktafrí.
Þú máttir reyna margt. Það hafa ver-
ið þung spor að sjá á eftir Gíselu kon-
unni þinni, þá 39 ára, frá börnunum
ykkar fimm á 4., 12., 13., 17. og 20.
aldursári.
Þú fórst nokkurra mánaða í fóstur
til sæmdarhjónanna Sigurbjargar og
Ólafs frá Folafæti. Þar leið þér vel,
enda gafstu þeim það að launum að
skíra tvo elstu syni þína nöfnunum
þeirra. 16 ára fórstu í Vigur í vinnu-
mennsku. Þar var oft glatt á hjalla. Á
piltaloftinu var oft fjör með Þórarni
frænda þínum og vinunum Kjartani
og Dista. Og fleiri komu þar við sögu.
Vigurfólkið hélt alltaf tryggð við þig
og það þótti þér vænt um. Það var í
Vigur, sem ástin milli ykkar Gíselu
kviknaði. Þangað kom hún frá Þýska-
landi eftir stríð, hafði þá 17 ára gömul
fengið vinnu í Vigur. Þið giftuð ykkur
30. september 1950 og stofnuðuð
ykkar fyrsta heimili í Hnífsdal. En
lengst af bjugguð þið á Ísafirði. Þá
var sjómennskan þitt starf. Ég man
þig segja sögur frá því þegar Bjössi
þinn smápatti fór að fara með þér á
sjóinn. Þá varstu á Guðbjarti Krist-
jáni með Herði vini þínum, Grétari
Þórðar og fleirum góðum Vestfirð-
ingum. Þér fannst gott að vera í Vík-
inni, en þangað fórstu um tíma. Þar
reyndust Geiri bróðir þinn, Rúna,
Ingimar og Gunna uppáhaldsfrænk-
an þín, þér vel eins og þú sagðir svo
oft. Þú varst nú alsæll að vera með
frændum þínum Jóni Eggerti sem
lést langt fyrir aldur fram og Þórarni
Gests á Heiðrúnu. Síðustu árin þegar
ég sá ykkur Þórarin hittast, fann
maður að vináttustrengurinn milli
ykkar hafði ekkert slitnað. Þið
frændurnir beinlínis ljómuðuð. Ald-
ursmunurinn vafðist ekki fyrir ykk-
ur, þó að hátt í 40 ár væru á milli ykk-
ar. Þú hafðir gaman af lestri góðra
bóka. Eitt skipti lánaði Bjössi þér
bók. Hann sagði að þér þætti nú
örugglega gaman að skoða hana. Hún
hét Frá línuveiðum til togveiða þætt-
ir úr sögu útgerðar á Ísafirði. Þegar
þú svo skilaðir henni sagðir þú við
mig: Erla, þetta er besta bók sem ég
hef lesið. Ég sagðist nú alveg skilja
það. Þetta væri örugglega eina bókin
sem mynd af þér er í. Þá hló hann.
Við fjölskyldan glöddumst með þér
þegar þú kynntist Rósu. Þið voruð
bæði búin að vera ein og þið fylltuð
upp í tómarúmið hjá ykkur báðum.
Þið bjugguð ykkur fallegt heimili nú
síðast á Grandaveginum.
Þú áttir góð ár til sjós á Vigra en á
„gamla“ Vigra varstu í mörg ár. Það
var alveg sama hvar þú vannst þá
eignaðist þú fljótlega vináttu í vinnu-
félögunum . Vinir þínir á Vigra voru í
miklu uppáhaldi hjá þér, enda héldu
margir tryggð við þig þó 12 ár séu frá
því þú komst í land. Við áttum margt
sameiginlegt varðandi sönginn og
dansinn, enda höfum við mörg sporin
tekið saman. Þú varst svo söngvinn
og músíkalskur . Þú varst glaður með
harmonikkuna þína og munnharpan
var alltaf tiltæk. Á sólarkaffinu nut-
um við Bjössi þess að fara með þér.
En mér flóastelpunni fannst nú ekki
veitingarnar vera upp á marga fiska.
En þið voruð ánægðir með sólar-
pönnukökurnar. Við vorum líka alltaf
jafnánægð með þorrablótin hjá Bol-
víkingum. Sigga systir þín og Oddur
hafa séð til þess að þið systkinin og
við Bjössi komum saman fyrir blótin
og hituðum upp með hlátri og söng.
Ég tala nú ekki um allar vísurnar
hans Ella Hólms. Mig langar að
þakka Kjartani vini þínum fyrir alla
þá tryggð sem hann hefur sýnt þér
frá því þið voruð unglingar í Vigur.
Sömuleiðis Snorra Jóns frænda þín-
um fyrir vestan fyrir alla þá artar-
semi sem hann sýndi þér. Nú er kom-
ið að kveðjustundinni. Ég vil þakka
þér fyrir allar góðu stundirnar sem
við höfum átt saman. Þín verður sárt
saknað en góðar minningar munu lifa
og lýsa í hjörtum okkar. Ég ætla að
kveðja þig með orðunum, sem þú
sagðir við mig í lokin: Takk fyrir allt
og Guð geymi þig.
Þín tengdadóttir
Erla.
Þú kvaddir þegar blómin fóru að falla
og fölva haustsins sló á sumarskraut.
Þú hafðir gengið götu þína alla
og gæfu notið hér á lífsins braut.
Það syrtir að og söknuðurinn svíður,
hann svíður þó að dulin séu tár
en ævin okkar eins og lækur líður
til lífsins bak við jarðnesk æviár.
Og tregablandin hinsta kveðjan hljómar
svo hrygg við erum því við söknum þín,
í hugum okkar stjarna lífs þíns ljómar,
sem ljós á vegi í brjóstum okkar skín.
Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi
og leiði þig hin kærleiksríka hönd
í nýjum heimi æ þér vörður vísi,
sem vitar inn í himnesk sólarlönd.
Þér sendum bænir upp í hærri heima
og hjartans þakkir öll við færum þér.
Við sálu þína biðjum guð að geyma,
þín göfga minning okkur heilög er
(Guðrún Elísabet Vormsdóttir.)
Elsku afi minn. Núna ertu farinn
frá okkur eftir erfið veikindi, en ég
veit að þér líður betur núna því þú
varst svo tilbúinn. Ég vissi þegar ég
fluttist til Danmerkur að þetta yrði í
seinasta sinn sem ég mundi sjá þig.
Það var sárt að kveðja þig. Ég veit að
þér þótti vænt um símtalið frá mér.
Þú heyrðir í mér og ég gat sagt þér
hvað okkur þætti vænt um þig. Við
hugsuðum til þín og þó ég hafi ekkert
heyrt í þér nema grátinn veit ég að
þér þótti vænt um símtalið.
Hafðu það gott, elsku afi minn.
Hún Gísela amma og Rósa amma
eiga eftir að taka vel á móti þér. Takk
fyrir allt og allt.
Þín
Maren Dröfn.
KRISTJÁN BJÖRN
GUÐMUNDSSON
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir
Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir
Einarsson,
útfararstjóri.
Bryndís
Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen,
útfararstjóri.
Guðmundur Þór
Gíslason,
útfararstjóri.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Eiginmaður minn,
GUÐMUNDUR SIGFÚSSON,
Kolbeinsá,
Hrútafirði,
andaðist á sjúkrahúsinu Hvammstanga föstu-
daginn 5. nóvember.
Útförin fer fram frá Prestbakkakirkju í Hrútafriði
laugardaginn 13. nóvember kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á sjúkrahúsið Hvammstanga.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hanna Guðný Hannesdóttir.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN JÚLÍUSSON
kaupmaður,
Skúlagötu 40a,
lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfara-
nótt mánudagsins 8. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Júlíus Þór Jónsson, Agnes Viggósdóttir,
Sigrún Alda Jónsdóttir, Gunnar Þór Guðmannsson,
Rut Jónsdóttir, Árni M. Heiðberg,
Einar Örn Jónsson, Guðný Magnúsdóttir,
Jón Þorsteinn Jónsson, Sigrún Karlsdóttir
og barnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
MAGNÚS S. GUÐMUNDSSON,
Frumskógum 5,
Hveragerði,
lést á sjúkrahúsinu á Selfossi sunnudaginn
7. nóvember.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn
15. nóvember kl. 14.00.
Börn, tengdabörn,
afabörn og langafabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÓLAFUR BJARNASON,
áður til heimilis
í Hvassaleiti 14,
Reykjavík,
lést á Sólvöllum, Eyrarbakka, sunnudaginn
7. nóvember.
Helga Ólafsdóttir, Pétur Jónsson,
Jón Finnur Ólafsson, Þóranna Ingólfsdóttir,
Ólafur Ólafsson,
Kristín Guðrún Ólafsdóttir, Guðni Birgir Svavarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku faðir okkar og tengdafaðir,
MAGNÚS SIGURÐSSON
frá Hvammi
í Fáskrúðsfirði,
lést á dvalarheimilinu Uppsölum, Fáskrúðsfirði,
að morgni mánudagsins 8. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sigþór Magnússon, Ragna Pálmadóttir,
Garðar Magnússon,
Unnar Magnússon, Þorgerður Guðmundsdóttir,
Sigríður Magnúsdóttir, Einar Stefánsson,
Elísabet Magnúsdóttir.
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Í PERLUNNI
Erfidrykkjur
Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.250 kr. á mann.