Morgunblaðið - 09.11.2004, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jóhanna Ásgeirs-dóttir fæddist í
Baulhúsum við Arn-
arfjörð 20. maí 1923.
Hún andaðist á heim-
ili sínu að morgni 29.
október síðastliðins.
Foreldrar hennar
voru hjónin Guð-
björg Oktavía Krist-
jánsdóttir, f. 9. maí
1885, d. 29. ágúst
1974, og Ásgeir
Kristján Matthías-
son, f. 20. febrúar
1885, d. 1. ágúst
1959. Systkini Jó-
hönnu eru: 1) Símonía, f. 3. sept.
1913, d. 11. ágúst 2004. 2) Daðína
Guðný, f. 23. sept. 1915, d. 13.
sept. 2001. 3) Matthías, f. 13. mars
1917, drukknaði 30. sept. 1942. 4)
Páll, f. 12. júlí 1918, d. 6. maí 1979.
5) Friðþjófur, f. 12. júlí 1918, d. 26.
maí 1919. 6) Kristján, f. 9. okt.
1919, d. 5. júní 1992. 7) Kristján
Friðþjófur, f. 5. apríl 1922, d. 31.
júlí 2002. 8) Ólafur, f. 19. febr.
1927.
Hinn 29. nóvember 1942 giftist
Jóhanna Janusi Guðmundssyni, f.
14. janúar 1915, d. 17.3. 1967, vél-
stjóra og síðan verkstjóra frá
Selabóli í Önundarfirði. Dætur
þeirra eru: 1) Jensína Sigurborg,
f. 12. febrúar 1947, maki I Óli
Kristján Sigurðsson, f. 23.
jan.1946, d. 9. júlí 1992, þau
skildu. Synir þeirra eru: a) Janus
Jóhannes, f. 15. nóv.
1965, maki Guðbjörg
Markúsdóttir, f. 22.
maí 1966, þau skildu.
Synir þeirra eru
Anton Örn, f. 27. okt.
1986, og Óli Krist-
ján, f. 29. jan. 1992.
b). Sigurður Óli, f. 5.
júlí 1970, maki Ásta
Skúladóttir, f. 2. jan.
1967. Dætur þeirra
eru Elín Ósk, f. 2.
febr. 1993, og Krist-
ín Anna, f. 15. nóv.
1997. Maki II Guð-
björn Jónsson, f. 3.
jan. 1946, þau skildu. Börn þeirra:
a) Jóhanna Guðrún, f. 9. okt. 1976.
b) Jón Þorgeir, f. 9. júlí 1979. Maki
III Þorbjörn Karlsson, f. 17. okt.
1941. 2) Guðrún Ágústa.
Jóhanna kom víða við í atvinnu-
lífinu, m.a. í Kjötbúð Norðurmýr-
ar og Kjöbúðinni Borg, en lengst
af vann hún við matargerð í brú-
arvinnuflokki bróðursonar síns,
Ásgeirs Kristinssonar, frá 1974 til
1984. Frá 1984 til starfsloka 1996
starfaði hún hjá Vöruflutninga-
miðstöðinni.
Jóhanna fluttist frá Flateyri
1962 til Suðureyrar við Súganda-
fjörð. Frá Suðureyri fluttist hún
til Reykjavíkur 1964, þar sem hún
bjó til dauðadags.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Elsku mamma mín. Þá er komið að
kveðjustund, alltaf kemur þessi
stund á óvart þótt vitað væri að
hverju stefndi. Á þessum tímapunkti
leitar hugurinn til liðinna ára.
Þú varst alltaf ánægð með þitt
hlutskipti, þín ánægja var að hjálpa
öðrum, ef einhverjum leið illa eða átti
bágt þá varst þú boðin og búin að
veita þitt liðsinni.
Þér vil ég þakka af alhug þá hjálp
sem þú veittir mér er ég stóð uppi
einstæð móðir með börnin mín. Þá
komst þú til aðstoðar með uppeldið
og alltaf hefur þinn faðmur staðið op-
inn fyrir mér og mínum. Ef þú varst
spurð um líðan var svarið alltaf: Ég
hef það gott, þetta lagast, það verður
betra á morgun, en hverning líður
þér og þínum? Þannig var framkoma
þín til síðasta dags.
Þér varð að ósk þinni að fá að sofna
svefninum eilífa í rúminu þínu heima
í faðmi okkar systra. Mamma mín, ég
mun líta til með Guðrúnu systur, því
hennar missir er mikill þar sem þið
bjugguð saman og vil ég þakka syst-
ur minni fyrir alla þá umhyggju og
fórnfýsi sem hún sýndi þér til síðustu
stundar. Ég veit að faðmur pabba
hefur beðið þín.
Hinsta kveðja.
Þín dóttir
Jensína.
Hún Hanna frænka er dáin. Hún
var tengingin okkar við föðurættina,
sú sem hélt utanum fjölskylduna og
hafði tengslin við alla. Umhyggja fyr-
ir öðrum var rík í fari hennar. Hún
hafði meiri hug á líðan annarra en
sinni eigin, allt fram á seinasta dag.
„Ég hef það fínt en hvernig hefur þú
það?“ var algengt viðkvæði, þegar við
vorum að fylgjast með líðan hennar í
baráttuni við erfiðan sjúkdóm síð-
ustu vikurnar.
Hanna barðist hetjulegri baráttu
af einstöku æðruleysi og jafnaðar-
geði, sem lýsir sér kannski best í því
að hún bauð okkur í mat til sín fyrir
fáum dögum og sat þar með okkur
fársjúk og rabbaði um daginn og veg-
inn, fjölskyldumál til jafns við heims-
mál. Glæsileg að vanda, með sitt fal-
lega silfurgráa hár. Þannig munum
við minnast hennar um ókomna tíð.
Hanna bjó á Rauðarárstígnum og
síðar á Barónsstígnum mestan hluta
fullorðinsára okkar. Þar hélt hún
heimili með Gunnu dóttur sinni.
Heimili sem alltaf var opið og vel tek-
ið á móti hverjum sem þangað kom.
Ættingjum og vinum, börnum jafnt
sem fullorðnum, öllum var tekið opn-
um örmum og enginn fór úr húsi með
tóman maga, sama þó fyrirvarinn
væri stuttur og ekki stæði kannski
akkúrat á matmálstíma. Alltaf var
opið hús hjá þeim mæðgum, Hönnu
og Gunnu, sem voru svo einstaklega
samrýndar að varla var önnur nefnd,
svo að hin fylgdi ekki með líka.
Hanna lét sér mjög annt um börn
og þá sérstaklega barnabörin sín og
barnabarnabörn og einnig börn
frændsystkina sinna. Þau áttu alltaf
vísan samastað hjá Hönnu ömmu og
Gunnu.
Jóhanna Ásgeirsdóttir var ættuð
frá Baulhúsum í Arnarfirði, þar sem
hún ólst upp með systkinum sínum,
sem nú eru öll fallin frá nema yngsti
bróðirinn Ólafur. Hún giftist Janusi
Guðmundssyni frá Selabóli í Önund-
arfirði. Þau eignuðust tvær dætur,
Jensínu Sigurborgu og Guðrúnu
Ágústu. Þau bjuggu á Flateyri fyrstu
árin, síðar á Suðureyri um tíma þar
til þau fluttu til Reykjavíkur. Janus
féll frá langt um aldur fram, árið
1967.
Við öll fjölskyldan kveðjum Hönnu
með söknuði, hún var stór hluti af
okkur, þó samverustundirnar væru
stopular.
Elsku Jensína og Gunna, við vitum
að sorg ykkar er mikil en við vonum
að góðar minningar verði ykkur
styrkur um ókomin ár.
Pálína og fjölskylda.
Komið er að kveðjustund. Þegar
ég kveð Jóhönnu föðursystur mína
hinstu kveðju þá kemur strax upp í
hugann þakklæti. Myndir minninga
streyma fram og hugurinn fer á flug.
Ég átti því láni að fagna að fá að njóta
starfskrafta hennar í áratug og
kynntist henni því betur en ella, hún
reyndist mér og fjölskyldu minni eins
og góð móðir.
Svo fari þeir í friði,
er frá oss skiljast hér,
og hjá því dimma hliði,
sem holdið inn um fer,
skal frelsis engill fríður
oss flytja huggun þá,
að Drottins dýrð vor bíður,
ef Drottin trúum á.
(Björn Halld. frá Laufási.)
Lífið hennar Jóhönnu var ekki allt-
af dans á rósum, en hún bjó yfir vest-
firskri staðfestu og bjargaði sér sjálf.
Þótt vinnudagur væri stundum lang-
ur og aðstæður misjafnar þá tók hún
alltaf á móti manni með bros á vör.
Hennar hlutskipti var að hjálpa öðr-
um. Hún hugsaði mjög vel um það
sem henni var trúað fyrir og var ein-
stök manneskja og vildi öllum gott
gera, var sérstaklega hjálpsöm og
greiðvikin. Það eru æði margir sem
eiga Jóhönnu skuld að gjalda en hún
var ekki sú manngerð sem krafðist
launa fyrir verkin sín. Ef einhver
uppsker á himni fyrir það sem vel er
gert í lifanda lífi þá mun hún Jóhanna
frænka mín gera það.
Ég og fjölskylda mín vottum að-
standendum hennar okkar dýpstu
samúð og biðjum góðan Guð að
styrkja þau í sorg sinni.
Ásgeir M. Kristinsson.
Við lífslok Jóhönnu Ásgeirsdóttur
leitar hugur til liðinna ára og áratuga
aftur í tímann. Kynni okkar hófust
fyrir 40 árum, er Óli sonur okkar og
Jensína dóttir Jóhönnu felldu hugi
saman. Jóhanna var þá nýflutt til
Reykjavíkur ásamt manni sínum
Janusi Guðmundssyni. Aðeins tveim-
ur árum eftir að þau fluttu frá Flat-
eyri lést Janus aðeins 52 ára gamall
langt fyrir aldur fram. Það hefur ver-
ið þungbært fyrir Jóhönnu að verða
ekkja aðeins 44 ára gömul. Hún var
ekki að velta sér upp úr vandamál-
unum né bera sínar sorgir á torg, ein
og óstudd réðst hún í íbúðarkaup svo
trúlega hafa ekki verið margir seðlar
í buddunni hennar Jóhönnu á þessum
árum, en það fór enginn svangur úr
hennar húsi.
Þótt Óli og Jensína slitu samvistir
styrkti það enn frekar vináttuböndin.
Við gerðum okkar besta báðar
tvær til að sem best mætti að hlúa að
drengjunum þeirra, daglega töluðum
við saman í síma ef við gátum ekki
hist.
Þetta trygglyndi og órjúfanlega
vináttu vil ég þakka af alhug.
Ég votta dætrum og öðrum að-
standendum mína dýpstu samúð.
Vertu sæl, elsku Jóhanna, far í
guðsfriði.
Ragnhildur Sigurjónsdóttir.
Nú hverfur sterkur stofn eins og
fallið tré í skógi. Látin er vinkona
mín, Jóhanna Ásgeirsdóttir, stoð mín
og stytta í rúm tuttugu ár. Jóhanna
tók sveitastelpuna að norðan að sér
og ég eignaðist heimili í borginni,
nýjan frændgarð. Nú er ég hér og
skarðið sem höggvið er í frændgarð
minn er eins og gapandi und í hjarta.
Söknuður minn er sár.
Þegar ég kom fyrst á Barón tók á
móti mér falleg kona, lágvaxin, hvít-
hærð, vel snyrt með tindrandi augu
og virðulegt fas. Óttablandin virðing
greip mig. Við nánari kynni hvarf ótt-
inn en virðingin óx. Þrátt fyrir illan
vágest á síðsumardögum hélt Jó-
hanna ótrauð áfram. Hún fylgdi syst-
ur sinni til grafar á Ísafirði og kvaddi
heimaslóðir á Flateyri. Hún fór með
langömmubörnin í bústað í Borgar-
firði, kvaddi heimili Ástu og Sigga
Óla á Mýrunum og Kötu vinkonu í
Bakkakoti. Heima hélt hún uppi ferð-
um í Þorraselið og hitti vini og sam-
ferðafólk. Það var ekki verið að
leggja upp laupana þrátt fyrir slæm-
ar fréttir. Þegar ég leit inn á Barón
fyrir þrem vikum sá ég að Jóhanna
var jafnfalleg og daginn sem ég sá
hana fyrst, aðeins augun komu upp
um þreytu og þjáningu líkamans.
Hún var hetja til hinsta dags, eins og
alltaf, það var ekki hennar stíll að
kveinka sér eða kvarta.
Það var mikil gæfa að kynnast
mæðgunum á Barón og þeirra fólki.
Allt frá fyrstu stundu naut ég kær-
leika Jóhönnu og umhyggju. Heimili
Jóhönnu varð mitt heimili og opið
mínu fólki og Jóhanna tók rausnar-
lega á móti öllum enda gestrisni
mæðgnanna á Barón rómuð. Ég
þakka Jóhönnu fyrir hönd míns fólks
og sérstaklega fyrir Ellen sem hún
sýndi móðurlega ræktarsemi eins og
hún væri hennar eigin. Það ein-
kenndi Jóhönnu að hún hafði bjarg-
fasta trú á ungu fólki, hæfileikum
þess og getu.
Fyrir utan að vera mér sem móðir,
var Jóhann vinkona mín og sáluhjálp,
hún tók mig að sér. Það var hún sem
á myrkum dögum tók mig út í sólina
og sumarið og sýndi mér gróandann í
jörðinni og gleðina við undur lífsins.
Ógleymanlegar eru stundirnar í
Skammadalnum ásamt henni og
Gunnu, fjölskyldu þeirra og vinum.
JÓHANNA
ÁSGEIRSDÓTTIR
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSTA ZOËGA,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 10. nóvember kl. 15.00.
Kristín Zoëga, Ágúst Geirsson,
Helgi Zoëga, Sheila Zoëga,
barnabörn og barnabarnabörn.
Systurdóttir mín og frænka okkar,
LAILA SIF JENSEN,
Rönne,
Bornholm,
er látin.
Auður Guðmundsdóttir
og frændsystkini.
Ástkær faðir okkar, bróðir, fósturfaðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
KLEMENS KRISTMANNSSON,
Langholtsvegi 140,
Reykjavík,
lést á heimili sínu laugardaginn 6. nóvember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristmann Klemensson,
Þuríður Ingibjörg Klemensdóttir,
Jónína Sigurbjörg Klemensdóttir,
Sveinn Haukur Klemensson.
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
GUNNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR
sjúkraliði,
Þangbakka 10,
Reykjavík,
lést á kvennadeild Landspítalans laugar-
daginn 6. nóvember.
Helga Hauksdóttir,
Gunnhildur, Haukur Gunnar,
Elín Dögg og Bragi Þór,
Þuríður Guðrún Hauksdóttir,
Baldur og Helgi
og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN ÓFEIGSDÓTTIR HJALTESTED,
áður til heimilis
á Brávallagötu 6,
Reykjavík,
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði að kvöldi
sunnudagsins 7. nóvember.
Valgerður Hjaltested, Gestur Einarsson,
Ófeigur Hjaltested, Edda Tryggvadóttir,
Pétur Hjaltested, Hanna Kristinsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Móðir okkar tengdamóðir, amma og langamma,
HÓLMFRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR,
Víðihlíð,
Mývatnssveit,
verður jarðsungin frá Reykjahlíðarkirkju laugar-
daginn 13. nóvember kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á
Menningarsjóð þingeyskra kvenna, reikningur
nr. 0567-14-601343, kt. 450602 3530.
Héðinn Sverrisson, Lára Ingvarsdóttir,
Sigrún Sverrisdóttir, Friðrik L. Jóhannesson,
Kristín Þuríður Sverrisdóttir,
Gísli Sverrisson, Lilja S. Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.