Morgunblaðið - 09.11.2004, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 35
MINNINGAR
✝ Sigurður Gests-son fæddist 17.
febrúar 1918 á Ytri-
Völlum í Kirkju-
hvammshreppi,
V-Hún. Hann andað-
ist á Heilbrigðisstofn-
uninni á Hvamms-
tanga mánudaginn 1.
nóvember síðastlið-
inn. Sigurður var son-
ur Magnhildar Þór-
veigar Árnadóttur
frá Akranesi, f. 21.6.
1884, d. 13.7. 1973, og
Gests Sigurðar Eben-
eserssonar, f. 16.8.
1876, d. 26.4. 1964. Systir Sigurð-
ar: Kristjana f. 15.4. 1908, d. 15.8.
1973, sonur hennar: Haukur Hend-
erson, f. 1943.
Sigurður kvæntist 1947 Unni
Ágústsdóttur í Gröf, f. á Ánastöð-
um á Vatnsnesi 18. maí 1920, d. 5.
desember 2002. Foreldrar Unnar
voru Ágúst Jakobsson bóndi frá
Þverá í Vesturhópi, f. 1895, d.
1984, og kona hans, Helga Jóns-
dóttir frá Ánastöðum, f. 1895, d.
1973. Börn Sigurðar og Unnar eru:
a) Helga, f. 1944, d. 1990, maki:
Sævar Snorrason, f. 1943, börn
þeirra: 1) Þórunn, maki: Gylfi Rún-
arsson, börn þeirra: Helga og
Sandri; 2) Snorri, maki: Anna
Björk Magnúsdóttir, synir: Sævar,
Jón Helgi og Einar Snorri; 3) Anna
Kristín, maki: Sigurberg Hauks-
son, börn: Sævar
Karl, Erla, Aron Ingi
og Unnar Már; og 4)
Sigrún, maki: Hrafn
Grétarsson, börn:
Elvar, Helga og Frið-
björn; b) Jón, f. 1947,
maki Laufey Jóns-
dóttir, f. 1944, barn
þeirra: Unnur Sig-
rún. Fyrri börn Lauf-
eyjar: 1) Kristín
Árnadóttir, maki Jón
Óli Sigurðsson, sonur
Kristínar: Árni Þór
Óskarsson; 2) Sóley
Haraldsdóttir, börn:
Hrafnhildur og Bryndís Hauks-
dætur og Elvar og Andri Þor-
steinssynir; og 3) Bjarki Haralds-
son, maki: Erna Friðriksdóttir (á
tvær dætur fyrir), dóttir Bjarka:
Kolbrún Eva, sonur Bjarka og
Ernu: Sigurvin Dúi; c) Magnhildur
f. 1950, maki: Níels Hafstein, f.
1947, sonur þeirra: Haraldur; d)
Ágúst f. 1954, maki: Þuríður Þor-
leifsdóttir, f. 1957, synir þeirra: 1)
Sigurður Þór, maki: Elísabet Al-
bertsdóttir, dóttir hennar: Vikt-
oría; og 2) Arnar Páll, maki: Olga
Dmitrieva, börn þeirra: Tómas
Arnar og Alexandra Olga.
Sigurður Gestsson var bóndi í
Mörk í 52 ár.
Útför hans fer fram frá
Hvammstangakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.30.
Fegursta stund lífs míns var við
kistulagningu ömmu. Afi stóð upp til
að kveðja í síðasta sinn konuna sem
hann elskaði svo heitt. Hann talaði til
hennar. Tár rann niður vanga þessa
stóra manns. Það hafði örugglega
enginn áður séð hann barma sér eða
gráta. Á þeirri stundu varð mér ljóst
hvað sönn ást er.
Nú er afi farinn yfir móðuna miklu,
til ömmu, þar sem elskendurnir hitt-
ast aftur eftir tveggja ára viðskilnað.
Mikið held ég að þau hafi saknað
hvort annars.
Siggi afi var eini afinn sem ég fékk
að kynnast, en það var mér líka meira
en nóg. Hann kenndi mér margt, og
það voru ófáar stundirnar sem við átt-
um saman, við fórum að vitja um net-
in hans eða á traktornum inn á
Hvammstanga.
Það var notalegt að vakna á morgn-
ana og horfa á afa borða hafragraut-
inn og slátrið. Þegar hann lagði sig í
sófann, þá strauk ég fáu hárin efst á
höfði hans til að athuga hvort hann
myndi kitla eða taka eftir þessu.
Hann hraut hátt og talaði upp úr
svefni, og oft lágum við krakkarnir
fyrir framan herbergisdyrnar til að
hlusta á hvað hann sagði. Þá var
stundum skemmtilegt og mikið hleg-
ið.
Afi var félagslyndur og fannst gam-
an að hitta annað fólk til að spjalla um
daginn og veginn, ekki síst í heita
pottinum. Réttirnar voru í uppáhaldi
og þá söng hann mikið, kunni ótal vís-
ur og naut þess að kveða. Hann átti
alltaf malt og súkkulaði handa okkur
og í nefið handa sjálfum sér, því má
ekki gleyma, enda mikill tóbaksmað-
ur.
Afi var maðurinn sem ég get sagt
með sanni að við krakkarnir litum
upp til. Stoltust er ég þó af nafninu
mínu, að heita Unnur í höfuðið á
ömmu og Sigrún í höfuðið Sigga afa.
Ein saga situr djúpt í mér, það var
þegar Týra mín dó, þá bjó ég til kross
og geymdi hann í bílskúrnum fyrst
um sinn. Afi fór að taka til og henti
krossinum, en þegar það uppgötvað-
ist, varð hann svo miður sín að hann
smíðaði annan og málaði hann
skjannahvítan. Þetta þótti mér afar
vænt um.
Nú þegar ég skrifa lokaorð mín til
afa, verður mér hugsað til gráa hárs-
ins, stafsins og ullarsokkanna, og sé
fyrir mér brosið sem birtist þegar þau
amma mætast á ný í öðrum heimi. Ég
kveð með söknuði en veit að við eigum
eftir að hittast aftur – þín:
Unnur Sigrún.
SIGURÐUR
GESTSSON
Fleiri minningargreinar um Sig-
urð Gestsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Höfundar eru: Níels Hafstein.
Þar iðaði allt af lífi, þar svignuðu borð
undan dýrindis kræsingum fyrir
gesti og gangandi og allt í kring óx
gróðurinn og dafnaði í höndum Jó-
hönnu. Í Skammadalnum naut Jó-
hanna sín til fulls. Skammidalurinn
var griðland hennar og okkar sem
fengu að njóta hans með henni, sann-
kallaður unaðsreitur. Í brekkunni í
Skammadalnum mun nú lítil gleym-
mérei vakna til lífsins á hverju vori
og fagna brosandi sól og sumri.
Jóhanna var sístarfandi og atorku-
mikil, dæmigerður fulltrúi þeirrar
kynslóðar sem vann hörðum hönd-
um, þótti það sjálfsagt og kvartaði
aldrei. Hún gekk að hverju verki með
ánægju. Hún lauk langri starfsævi 74
ára og hafði ekki orðið misdægurt.
Jóhanna velti ekki vöngum yfir hlut-
um, hún var kona framkvæmda og
skorti aldrei hugmyndir til bjarg-
ráða. Vandamál voru til að takast á
við, ekki til að sýta. Þegar ég átti í
nauð og önnur vinkona hennar líka
sló Jóhanna tvær flugur í einu höggi.
Vinkonan fékk heimilishjálp og ég
aukavinnu. Enn eitt lán mitt. Það var
gaman að koma á heimili Heiðu og
kynnast henni, annarri kjarnakonu
að vestan. Af þessum konum báðum
mátti margt læra. Ég var þiggjand-
inn í sambandi okkar. Jóhanna var
ófeimin við að leggja mér lífsreglur
og benda mér á hvað væri gott og
hvað miður, sannur vinur. Hún var
hrein og bein, ávallt réttsýn, sannur
lærimeistari.
Jóhönnu var margt til lista lagt og
lagði hún alúð sína í allt sem hún tók
sér fyrir hendur. Umfram allt var Jó-
hanna listakokkur enda hafði hún oft
starfað við matargerð. Jóhanna hélt
fast í þjóðlegar hefðir og fylgdu
kræsingar á borðum hennar gjarnan
árstíðum en þess á milli mátti finna
eitt og annað framandi og óþjóðlegt.
Jóhanna var snillingur þegar kom að
mat og heimili hennar og Gunnu
ávallt eins og fimm stjörnu hótel,
ekki tilviljun að heimilið gengur und-
ir nafninu Hótel Barón.
Jóhanna varð ung ekkja en kaus að
ljúka lífsgöngunni ein. Janus átti
hjarta hennar óskipt og hún helgaði
líf sitt dætrum og afkomendum. Ég
sé Jóhönnu fyrir mér þar sem hún
situr við eldhúsgluggann á Barón,
leggur kapal og hlustar á útvarpið. Á
hverju kvöldi dró hún sig í hlé og yfir
hana kom einkennilegur huliðsblær.
Jóhanna flíkaði ekki tilfinningum sín-
um en ef til vill endurspeglaði þetta
kyrrláta augnablik hljóðlátan söknuð
í hjarta.
Við mætum dauðanum berskjöld-
uð. Hann boðar komu sína, við vænt-
um hans en erum aldrei tilbúin að
taka honum og sjaldnast sátt. Þó ber
að þakka þegar hann sækir heim
þreytta sál og þjáðan líkama. Jó-
hanna átti í veikindum fyrir svo bar-
áttan við síðsumargest varð ekki
löng. Jóhanna naut dyggs stuðnings
dætra, fjölskyldu og vina en þrátt
fyrir þann mikla virkisvegg lagði hún
allt traust sitt á Gunnu. Móðurhönd
sem áður hlúði að dóttur í miklum
veikindum naut nú umönnunar dótt-
urinnar. Þannig er ljúft að gefa og
þiggja. Gunna var svo lánsöm að yf-
irmenn fyrirtækisins sem hún starf-
ar við sýndu lífi hennar skilning. Frá
fyrsta degi líknarmeðferðar gat
Gunna tekið vinnuna með sér heim. Í
liðlega tvo mánuði vann hún starf sitt
heima og hjúkraði um leið. Jóhanna
kom heim daginn fyrir andlátið eftir
vikudvöl á spítala. Hún kvaddi líf sitt
heima á Barón í faðmi beggja dætra.
Þannig var Jóhanna.
Elsku Gunna, Jensína, Jón Þor-
geir, Anton og Óli, ég bið guð að
geyma ykkur og styrkja í sorg ykkar
og missi. Elsku Gunna mín, nú bíður
ekki lengur móðurhöndin hlý og
fagnar komu þinni eftir langan
vinnudag. Þrátt fyrir það munt þú
aldrei koma heim að tómu húsi því
minning um góða móður mun alltaf
búa með þér. Ég kveð Jóhönnu Ás-
geirsdóttur með virðingu og þökk.
Þorgerður Ásdís Jóhannsdóttir.
Fleiri minningargreinar um Jó-
hönnu Ásgeirsdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga. Höfundar eru: Snæbjörn, Sig-
ríður og Eiríkur, Ellen Ósk Valde-
marsdóttir, Gertrud Zulka, Fred
Terje Ulriksen, Guðbjörg Mark-
úsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og systir,
AUÐUR GÍSLADÓTTIR BRUYETTE,
Swanton, Vermont,
lést laugardaginn 30. október.
Hafsteinn Steinarsson, Nancy Steinarsson,
Þór Bruyette, Carol Bruyette,
Dísa Tatro, Maurice Tatro,
Daníel,
systkini og aðrir aðstandendur.
Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
TRAUSTI SIGURJÓNSSON
frá Hörgshóli,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Hvammstanga
fimmtudaginn 4. nóvember, verður jarðsung-
inn frá Breiðabólstaðarkirkju föstudaginn
12. nóvember kl. 14.00.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis-
stofnunar Hvammstanga.
Björn Traustason, Sigríður K. Frímannsdóttir,
Þorkell Traustason, Halldóra Kristinsdóttir,
Agnar Traustason,
Þráinn Traustason, Ása Ólafsdóttir,
Guðbjörg S. Traustadóttir,
Sigfús Traustason, Sigurveig Guðjónsdóttir,
Hörður Traustason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúp-
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
INGÓLFUR HELGI JÖKULSSON,
lést á heimili sínu, Vogatungu 81, sunnudaginn
7. nóvember.
Margrét Scheving Kristinsdóttir,
Helgi Örn Ingólfsson, Annette Ingólfsson,
Guðjón Haukur Ingólfsson,
Sigurlína Sch. Elíasdóttir, Jón Haukur Eltonsson,
Olgeir Einarsson, Unnur Skúladóttir,
Hólmfríður Einarsdóttir, Sævar Hafsteinsson,
Kristinn Einarsson, Ágústa Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN SUMARLIÐADÓTTIR,
Dalbraut 18,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 4. nóvember sl.
Jarðsungið verður frá Háteigskirkju föstudag-
inn 12. nóvember nk. kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Tryggvi Leósson, Soffía Ólafsdóttir,
Birkir Leósson, Rakel Jónsdóttir,
Víðir Leósson, Erla Úlfarsdóttir,
/ barnabörn og langömmubarn.
Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tendamóður, ömmu og langömmu,
BERGÞÓRU BENEDIKTSDÓTTUR,
Hlíðarhúsum 3-5,
Reykjavík.
Jenný Ásmundsdóttir, Guðmundur Benediktsson,
Hildur Hanna Ásmundsdóttir, Gylfi Jónsson,
Jóhann Ásmundsson, Magnea Einarsdóttir,
Benedikt Grétar Ásmundsson, Kristín Jóhannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Bróðir okkar, mágur og föðurbróðir,
RUNÓLFUR A. ÞÓRARINSSON
cand. mag. og fyrrv. deildarstjóri
í menntamálaráðuneytinu,
áður til heimilis í Hörðalandi 2,
Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn
3. nóvember, veður jarðsunginn frá Bústaða-
kirkju fimmtudaginn 11. nóvember kl. 13.00.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Guðrún Þórarinsdóttir, Nikulás Þórir Sigfússon,
Bragi Þórarinsson,
Sigríður L. Þórarinsdóttir,
Þórarinn Helgason, Margrét Bára Jósefsdóttir,
Guðjón Helgason, Guðrún Alexíusdóttir.