Morgunblaðið - 09.11.2004, Síða 39
ÚT ERU komin
jólakort Félags
eldri borgara í
Reykjavík.
Myndin er eftir
myndlistarkon-
una Jónínu
Magnúsdóttur
(Ninný) og heitir
Helgi jólanna. Í
hverjum pakka eru 5 jólakort. Jóla-
kortin eru aðal fjáröflunarleið fé-
lagsins og eru send til félagsmanna
og annara velunnara félagsins.
Einnig er hægt að panta kort á
skrifstofu félagsins Faxafeni 12,
108 Reykjavík, sími 5882111, eða
með tölvupósti á dagmar@feb.is.
Jólakort Félags
eldri borgara í
Reykjavík
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 39
FRÉTTIR
ÓÁNÆGJURADDIR hafa heyrst
vegna þess íslenska landsliðið í opn-
um flokki lenti í 47. sæti á Ólympíu-
skákmótinu í Calviu á Mallorca en
fyrirfram hefði mátt búast við að
það endaði í 42. sæti. Eins og svo oft
áður er þeirrar tíðar minnst með
söknuði þegar fjórmenningaklíkan
svokallaða var upp á sitt besta en
hún samanstóð af Helga Ólafssyni,
Jóhanni Hjartarsyni, Jóni L. Árna-
syni og Margeiri Péturssyni. Þeir
tefldu fyrir íslenska liðið þegar það
náði fimmta sæti á Ólympíumótinu í
Dubai 1986 og einnig þegar það lenti
í sjötta sæti í Manila árið 1992. Deila
má um hvor árangurinn hafi verið
betri. Fyrir mótið í Dubai var liðið
álitið það sjötta sterkasta en á
mótinu í Manila var í fyrsta skipti
teflt á Ólympíumóti eftir fall járn-
tjaldsins. Allir vita hvaða gríðarlegu
áhrif það hafði á skákheiminn en
fyrir þessi mót komu 15 öflug lið í
stað eins stórveldisins, Sovétríkj-
anna. Frá huglægu sjónarhóli var
því árangurinn í Manila betri en í
Dubai. Síðan frá Manila hafa fleiri
ríki í A-Evrópu liðast í sundur þann-
ig að í stað landanna Tékkóslóvakíu
og Júgóslavíu urðu til sex öflugar
skákþjóðir.
Nokkur atriði mætti benda á sem
útskýra hvers vegna sú tíð er liðin
að Ísland sé fremst á meðal keppn-
isþjóða á Ólympíuskákmótum. Í
fyrsta lagi er og verður erfitt að fá
marga einstaklinga til að hafa skák
sem atvinnu. Það stafar af þeirri
einföldu ástæðu að samkeppnin í
skákheiminum er afar hörð og
tekjur lágar. Til samanburðar má
nefna það að á níunda áratug síð-
ustu aldar gat alþjóðlegur meistari
með 2.400 stig á Vesturlöndum haft
trausta fjárhagslega afkomu bara
með því að tefla skák en í dag er það
nánast útilokað. Í öðru lagi hafa
margar stórar þjóðir tekið stórstíg-
um framförum í skák á meðan fá-
mennið á Íslandi hefur átt í erfið-
leikum að fylla skarð þeirra
atvinnumanna sem hafa hætt.
Ástæða framfara margra stórþjóða
er sú að margir skákþjálfarar úr
austurvegi hafa flust búferlum
þangað. Þannig hefur Frakklandi
tekist á 15 árum að eignast tugi
sterkra stórmeistara ásamt Ind-
verjum, Víetnömum, Þjóðverjum og
svo mætti lengi telja. Fjölmennið í
þessum löndum er erfitt fyrir litla
Ísland að keppa við. Í þriðja lagi
hafa skákmenn frá A-Evrópu flust
til nýs lands og teflt fyrir það. Þetta
síðastnefnda atriði er áhugavert að
kanna nánar með hliðsjón af þeim
liðum sem tóku þátt á síðasta
Ólympíuskákmóti. Þrjú efstu liðin á
mótinu, Úkraína, Rússland og Arm-
enía, höfðu innanborðs eingöngu
innfædda skákmenn. Bandaríkin,
sem lentu í fjórða sæti, höfðu hins
vegar eingöngu skákmenn í sínu liði
sem eitt sinn höfðu verið ríkisborg-
arar Sovétríkjanna! Alexander On-
iscuk tefldi á fyrsta borði en hann er
upprunalega frá Úkraínu og það
sama má segja um fyrsta vara-
manninn, Igor Novikov. Hinir í lið-
inu voru upprunalega Rússar og
einn Letti. Ísrael kom næst á eftir
Bandaríkjamönnum í fimmta sæti
en lið þeirra var einnig eingöngu
skipað skákmönnum frá fyrrver-
andi Sovétríkjunum. Boris Gelfand
tefldi á fyrsta borði fyrir Ísrael en
hann hefur einnig teflt fyrir Sovét-
ríkin og Hvíta-Rússland á Ólympíu-
skákmótum. Hann sýndi vígtennur
sínar og reiknihæfileika gegn búlg-
arska stórmeistaranum Kiril
Georgiev.
Hvítt: Boris Gelfand (2693)
Svart: Kiril Georgiev (2625)
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 Bb4+ 4.
Bd2 Be7 5. Bg2 d5 6. Rf3 0-0 7. 0-0
c6 8. Bf4 Rbd7 9. Rc3 dxc4 10. e4 a5
Kramnik lék 10. – b5 gegn Viktori
Kortsnoj árið 1996 en lenti í vand-
ræðum eftir 11. d5.
11. He1 He8 12. d5 cxd5 13. exd5
Rc5 14. Re5! exd5 15. Rxd5 Rxd5
Hugmynd svarts er að svara 16.
Bxd5 með 16. – Be6 en þá stæði
hann prýðilega að vígi. Boris hefur
hins vegar séð lengra og hefur mikla
flugeldasýningu.
Sjá stöðumynd 1.
16. Rxf7! Kxf7 17. Bxd5+ Kg6
Ekki hefði gengið upp að leika 17.
– Kf8 vegna 18. Dh5 Be6 19. Hxe6
og hvítur vinnur. Svartur vonar að
kóngurinn lifi hólkið af en svo reyn-
ist ekki vera.
18. He5! Bf5
Hvítur hefði unnið einnig eftir 18.
– h6 19. Dc2+ Rd3 20. Bxc4.
Sjá stöðumynd 2.
19. Hxf5!
Glæsilega teflt – svarti kóngurinn
á sér ekki viðreisnar von og þarf að
fara á enn frekara flakk.
19. – Kxf5 20. Dh5+ Bg5 21.
Dxh7+ Kf6 22. Bxg5+ Kxg5
Oft á tíðum geta glæsilegar flétt-
ur spillst vegna ónákvæmni í fram-
haldinu. Gelfand lýkur hins vegar
skákinni með stæl.
Sjá stöðumynd 3.
23. Bf7! Dd6
23. – Df6 hefði ekki gengið upp
vegna 24. Dh5#.
24. Dxg7+ Kf5 25. Bxe8 og svart-
ur gafst upp þar sem fátt er það sem
gleður augað eftir 25. – Hxe8 26.
Df7+.
Holland hefur í gegnum tíðina átt
að skipa öflugu landsliði enda landið
þekkt fyrir sín sterku skákmót og
skákmenn. Engu að síður þá hafa
stórmeistarar á borð við Jeroen Pik-
et og Paul Van Der Sterren hætt at-
vinnumennsku. Bosníumaðurinn Iv-
an Sokolov og Rússinn Sergei
Tivjakov hafa fyllt skörð þeirra. Þó
að Ivan hafi komið seint til leiks í ár
þá dugði það til að liðið lenti í átt-
unda sæti en fyrir komu hans hafði
liðið verið í basli. Spánverjar, sem
lentu í tíunda sæti, hafa á sínum
snærum ofurstórmeistarann Alexei
Shirov sem tefldi áður fyrir Lett-
land. Pólverjar, sem lentu í 12. sæti,
hafa mikinn liðsstyrk í Mikhail
Krasenkov en hann var áður rúss-
neskur ríkisborgari. Sviss hefur átt
því láni að fagna í marga áratugi að
hafa í sínum röðum einn mesta
skákjöfur sem sögur fara af, Viktor
Kortsnoj. Að þessu sinni lenti liðið í
þrettánda sæti en eftir komu Vikt-
ors til landsins hafa sprottið upp
nokkrir sterkir stórmeistarar eins
Yannick Pelletier. Þýskaland nýtur
góðs af liðsinni fyrrverandi Úsbek-
ans Alexanders Graf en hann leiddi
sveit sína til sextánda sætis. Það
sama má segja um sveit Slóvena en
fyrir nokkrum árum fengu þeir mik-
inn happafeng í stórmeisturunum
og félögunum Alexander Beljavsky
og Adrian Mikhailscin. Frakkar
fengu á sínum tíma fyrrverandi
heimsmeistara, Boris Spassky, en
hins vegar hefur fyrrverandi þjálf-
ari Kasparovs, Josif Dorfman, lagt
mun meira af mörkum til skáklífs
Frakka en heimsmeistarinn fyrr-
verandi. Hann tefldi einnig fyrir þá
að þessu sinni en liðið lenti í 23. sæti.
Svíar hafa einnig notið góðs af veru
Evgeny Agrest í landi sínu en fyrir
utan að vera öflugur stórmeistari
hefur hann lagt mikla vinnu í skák-
þjálfun barna og unglinga. Svíar
fengu jafnmarga vinninga og Ís-
lendingar að þessu sinni á mótinu og
lentu í 45. sæti.
Það virðist sammerkt skáklífi í
flestum þeirra landa þar sem skák-
menn frá A-Evrópu hafa sest að, að
árangur landsliða og þjálfun hefur
tekið stóran kipp fram á við. Ís-
lenskt skáklíf hefur hingað til ekki
fengið slíka gesti til langdvalar en
án efa mun vera hinnar tékknesk-
ættuðu Lenku Ptácníkovu vera til
þess fallin að auka og bæta skák-
menningu kvenna hér á landi.
Spurningin er bara sú hvort nauð-
synlegt sé að gera það sama fyrir
karlpeninginn?
SKÁK
Calvia, Mallorca
Staða Íslenska landsliðsins í harðnandi
skákheimi
Október 2004
Stöðumynd 1.
Stöðumynd 2.
Stöðumynd 3.
Um innfædda og
innflutta skákmenn
Helgi Áss Grétarsson
JÓLAKORT
Soroptimista-
klúbbs Graf-
arvogs eru
komin í sölu.
Myndin Móðir í
flæðarmáli –
eggtempera á
tré eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur –
prýðir kortin í ár. Þá orti Erla Stef-
ánsdóttir ljóðið Móðirin við myndina
og er það prentað í kortin.
Kortin er hægt að fá bæði með og
án texta og kostar kortið með um-
slagi 100 kr. en kortin eru seld tíu
saman í pakka. Söluaðilar eru: versl-
unin Móðurást Kópavogi, Efnalaug
Grafarvogs Hverafold, Hjörtur Niel-
sen í Smáralind og Kristall og Postu-
lín, Bæjarlind í Kópavogi.
Nánari uppl. veita Ólöf Kristín
Ólafsdóttir, sími 861 4149 og Sigrún
Árnadóttir, sími 892 2619.
Jólakort Soropt-
imistaklúbbs
Grafarvogs
Kirstín Katrín
Í frétt um 100 ára afmæli Kristni-
boðsfélags kvenna, sem birt var sl.
laugardag, var
rangt farið með
nafn Kirstínar
Katrínar Péturs-
dóttur Guðjohn-
sen (skírð Kirst-
en Katrine).
Á meðfylgjandi
mynd, sem tekin
var árið 1903,
eru: Kirstín, f.
1850, d. 1940, dóttir hennar Guðrún
Lárusdóttir, f. 1880, d. 1938, og dótt-
ursonur, Lárus Sigurbjörnsson, f.
1903, d. 1974, síðar skjala- og minja-
vörður Reykjavíkurborgar.
Myndir víxluðust
Þau leiðu mistök áttu sér stað, er
verið var að útbúa aðsendar síður
Morgunblaðsins, að á bls. 23 víxluð-
ust myndir af tveimur konum, sem
fjölluðu um búsetumál geðfatlaðra.
Undir mynd af Björgu Karlsdóttur
stóð nafn stöllu hennar Sveinbjargar
Júlíu Svavarsdóttur og öfugt. Beðizt
er afsökunar á þessum mistökum.
Pönkið og Fræbbblar
Í kvikmyndagagnrýni um mynd-
ina Pönkið og Fræbbblar var rangt
farið með stjörnubirtingu. Rétt er að
gagnrýnandi gefur myndinni þrjár
stjörnur af fimm mögulegum.
LEIÐRÉTT
Sveinbjörg Júlía
Svavarsdóttir
Björg
Karlsdóttir
Lionsklúbburinn
Kaldá, Hafn-
arfirði, er að
hefja jólakorta-
sölu eins og und-
anfarin ár og
mun allur ágóði
renna til líkn-
armála. Sólveig
Stefánsson mynd-
listarkona hefur teiknað kortið.
Hægt er að fá kortin brotin eða
óbrotin og með eða án texta.
Allar upplýsingar um kortasölu
veitir Guðrún Júlíusdóttir í síma
848 2537.
Jólakort
Lionsklúbbsins
Kaldár
SÍÐUSTU frímerkin sem Íslands-
póstur gefur út á þessu ári komu út
fimmtudaginn 4. nóvember. Frí-
merkjaútgáfurnar eru tvær að þessu
sinni og myndefni þeirra eru íslensk-
ir fuglar og jólin. Jafnframt gefur Ís-
landspóstur út ársmöppu með heild-
stæðu safni allra frímerkja sem komu
út á árinu 2004. Auk þess verða öll
jólasveinafrímerkin sem komið hafa
út síðan 1999, alls 17 frímerki, gefin
út í sérstakri gjafamöppu.
Sendlingar og lóuþrælar eru við-
fangsefnið í frímerkjaröðinni um ís-
lenska fugla. Verðgildin eru 55 og 75
kr. Ragnheiður I. Ágústsdóttir á aug-
lýsingastofunni EnnEmm hannaði
frímerkin en Jón Baldur Hlíðberg
teiknaði fuglamyndirnar.
Að venju koma út tvö jólafrímerki
sérstaklega ætluð fyrir jólapóstinn.
Verðgildin eru 45 og 65 kr. Mynd-
efnin eru rjúpa og hreindýr – tákn
vetrarins og jólahátíðarinnar.
Auk þess gefur Íslandspóstur út
sérstakt frímerkjahefti með tíu 45 kr.
frímerkjum fyrir bréf og kort innan-
lands. Hany Hadaya hannaði jólafrí-
merkin í ár.
Íslenskir fuglar og
jól á frímerkjum
JÓLAKORT og merki-
spjöld sem Soroptimista-
klúbbur Kópavogs gefur
út í ár eru hönnuð af Jón-
ínu Magnúsdóttir (Ninný)
en hún er klúbbfélagi.
Kortin eru afgreidd í
stykkjatali og kosta 100
kr., einnig eru 5 stk. saman í pakka
og kosta 500 kr. Jólapakkaspjöldin
kosta 100 kr. pakkinn og eru 5 stk. í
pakka. Fyrirtæki og aðrir sem þurfa
mikinn fjölda af kortum geta sent
pöntun í tölvupósti
á hildurh@if.is.
Jólakortin hafa
verið aðaluppistaða
í tekjuöflun klúbbs-
ins, sem hefur frá
upphafi stutt bygg-
ingu hjúkr-
unarheimilisins Sunnuhlíðar í Kópa-
vogi með beinum fjárframlögum og
jafnframt með ýmsum tækjagjöfum.
Klúbburinn styður einnig ýmis önn-
ur mannúðarmál.
Jólakort Soroptimistaklúbbs Kópavogs
Í ÁR er jólakort
Blindrafélagsins
myndskreytt
með myndinni
Jólabörn eftir
myndlistarkon-
una Línu Rut
Wilberg. Kortin
eru seld átta
saman í pakka
ásamt umslögum á 1.000 kr. Einnig
eru seld átta merkispjöld á jóla-
pakka með sömu mynd á 200 kr.
Hægt er að nálgast kortin og
merkispjöldin hjá Blindrafélaginu,
Hamrahlíð 17, Reykjavík, eða
senda tölvupóst á blind@blind.is.
Sölumenn frá Blindrafélaginu
munu ganga í hús í nóvember og
bjóða kortin til sölu. Aðstoð þeirra
sem vilja gerast sölumenn fyrir fé-
lagið er vel þegin. Upplýsingar í
síma 525 0000.
Jólakort Blindra-
félagsins