Morgunblaðið - 09.11.2004, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 09.11.2004, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 41 DAGBÓK Er þetta virkilega satt? ÉG veit ekki hvort fólk nennir að hlusta á svona nöldur nú til dags, en ég er með spurningu í lokin sem les- endur geta kannski hjálpað mér með. Svo er mál með vexti að vinur minn einn í Bandaríkjunum, Paul Lenoue, sendi mér Ipod-geislaspil- ara að gjöf í póstinum. Ég fór á skrifstofu Póstsins í Stórhöfða til að leysa hann út, síðastliðinn föstudag. Nú hef ég oft áður þurft að sækja pakka upp á Stórhöfða, og það hefur gengið stórslysalaust. Það var að minnsta kosti talað við mann eins og manneskju. En nú kvað við annar tón. Ég var dreginn á asnaeyrunum bæjarhorna á milli, fram og til baka milli Póstsins í Stórhöfða, og Tolls- ins í Tryggvagötu. Auðvitað er það mjög fyndið að senda staurblankan aula í langar fýluferðir, en eftir þriðja rúntinn núna á þriðjudaginn var ég sjálfur farinn að missa húm- orinn fyrir þessu. Maður hafði ein- hvern veginn ímyndað sér að þessi tegund skriffinnsku hefði lagst af með sovétinu. Að lokum var ákveðið að ég mætti nálgast pakkann ef ég borgaði sex- tán þúsund krónur í tolla. Gallinn er bara sá, að ef ég ætti tugþúsundir króna til að eyða í svona apparöt, þá myndi ég bara sjálfur kaupa þau hér út úr búð. Ég reyndi að ná sam- bandi við Tollstjóra, í þeirri von að það væri hægt að ná einhverri mála- miðlun. Hann var ekki við, en mað- ur á skrifstofu hans gerðist svo hjálpsamur að benda mér á að Toll- stjóri legði það ekki í vana sinn að gera undantekningar á reglum fyrir einhverja bláfátæka aumingja. Það væri bannað með lögum að senda fátæku fólki á Íslandi neitt sem væri meira en sjö þúsund króna virði. Allt meira en það yrði skattað upp í topp. Hér er því spurningin, sem ég legg þá sérstaklega fyrir lögfróða lesendur blaðsins: Er þetta virki- lega satt? Ég get bara ekki almenni- lega ímyndað mér hugsunarhátt þess manns sem lögleiðir bann við því að senda fátækum verðmæti í pósti. Eins og málin standa, þá sit ég uppi með sárt ennið og slitna skósóla, Pósturinn situr uppi með kostnaðinn að senda pakkann til baka til Bandaríkjanna, og ég trúi ekki öðru en að Paul móðgist eitt- hvað við að fá höfðinglega gjöf sína aftur í andlitið. Ég hafði nefnilega sagt honum að Ísland væri ekki þriðja heims ban- analýðveldi, svo þessi meðhöndlun mun koma flatt upp á hann. Hver í ósköpunum græðir á slíkum smásál- arhætti? Ég skil bara ekki tilgang- inn með þessu. Ef einhver getur gefið mér skýringu á þessu, þá væri ég afar þakklátur. Kjartan Arnórsson. Týnd myndavél — fundarlaun SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld týndist Konica-Minolta G500 staf- ræn myndavél í Lowe-Pro hulstri í Lækjargötu eða við/á skemmti- staðnum Pravda. Finnandi vinsam- legast hafi samband við Guðrúnu, s. 695 2636. Fundarlaun 5000 kr. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Niðurstöður rannsókna á sviði upplýs-ingatækni og umhverfismálaverðakynntar á sérstöku málþingi Rannís áHótel Loftleiðum, þ. 11. nóv. nk., en þar verða kynnt 20 verkefni í erindum og 30 verk- efni á veggspjöldum og geta áhugasamir kynnt sér hluta af þeim fjölmörgu verkefnum sem Rann- ís hefur styrkt undanfarin ár innan markáætl- unarinnar, en markáætlun er nýyrði þar sem af- markað er í tíma og að inntaki þau verkefni sem koma til greina til stuðnings. Snæbjörn Kristjánsson, deildarverkfræðingur hjá Rannís segir markmið Rannís á þessu sviði rannsókna að efla rannsóknir á þeim þekking- arsviðum sem telja má undirstöður upplýsinga- samfélags, sjálfbærs athafnalífs og stuðlað geta að farsælli aðlögun að breyttum aðstæðum, stuðla að aukinni verðmætasköpun, fjölgun atvinnutæki- færa og bættri samkeppnisstöðu fyrirtækja, hvetja til aukinna samskipta atvinnulífs og stofn- ana um rannsóknir, þróunarstarf og aðra þekk- ingarmyndandi starfsemi á þessum sviðum og skapa forsendur til öflugrar þátttöku Íslands í al- þjóðlegu samstarfi um rannsóknir og þróun- arstarf á þessum sviðum. „Byltingin á sviði upplýsingatækni gjörbreytir forsendum skipulags og rekstrar á nánast öllum sviðum mannlífs,“ segir Snæbjörn. „Í eldri at- vinnuvegum dregur úr notkun mannafla og að- fanga en nýjar atvinnugreinar sem byggja á þess- ari nýju tækni ryðja sér til rúms, vaxa hratt og skapa atvinnufæri og virðisauka með hlutfallslega litlum kostnaði í náttúruauðlindum. Með þessu breytast kröfur til vinnuafls, menntunar og hæfi- leika. Hraði þróunar á þessu sviði kallar á sér- stakar aðgerðir til að greiða fyrir aðlögun, hag- nýta ný tækifæri sem bjóðast og koma í veg fyrir misvægi á vinnumarkaði og í félagslegum efnum. Umhverfisvakning og vaxandi kröfur um að efnahagsframfarir byggist á sjálfbærri þróun hafa breytt gildismati og rekstrarforsendum á flestum sviðum viðskipta og alþjóðamála. Staða þjóða í alþjóðlegum viðskiptum og öðrum sam- skiptum mun m.a. ráðast af alþjóðlegum samn- ingum og reglum á þessu sviði.“ Hvers konar verkefnum var leitað að? „Leitað er til verkefna er fela í sér markmið og verulegan ávinning fyrir þjóðfélagið og atvinnu- lífið. Veittir verða styrkir til verkefna sem koma fyrirtækjunum til góða og leitt geta til þjóðfélags- legs og hagræns ávinnings, svo og verkefna sem stuðla að langtímauppbyggingu þekkingar hjá stofnunum og fyrirtækjum. Það er eindreginn vilji Rannsóknarráðs að veita myndarlega styrki til samtengdra og framsæk- inna verkefna til allt að þriggja ára. Styrkir til verkefna geta numið allt að 7 m.kr. á ári. Þá verð- ur lögð áhersla á að efla þátttöku ungs vísinda- fólks í framkvæmd verkefna.“ Nánari upplýsingar eru á www.rannis.is. Rannsóknir | Uppskeruhátíð markáætlunar Rannís á Hótel Loftleiðum á fimmtudag Rannsóknir efla þjóðfélagið  Snæbjörn Krist- jánsson fæddist í Reykjavík 1949. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1969 og raf- magnsverkfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1977. Þá var hann í framhaldsnámi í tækniháskólanum í Lin- köping og við verk- fræðistörf hjá fyrirtækjum í Svíþjóð frá náms- lokum til 1983. Snæbjörn starfar nú sem deildarverkfræð- ingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rann- ís. Hann á þrjú börn. 4,2% Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Íbúðalán UM ÞESSAR mundir stendur yfir sýning á smámyndum úr skissubók Tómasar Ponzi á kaffihúsinu Mokka á Skólavörðustíg. Myndirnar, sem eru rúmlega 80 talsins, eru flestar unnar á Mokka á síðustu fjórum árum, en myndefnið, gestir kaffihússins, er unnið með penna, bleki, vatnslitum, vaxlitum, kaffi og te. Þetta er þriðja einkasýning Tóm- asar og stendur hún til jóla. Tómas Ponzi á Mokka TÓNLISTARSKÓLINN í Reykjavík stendur fyrir píanótónleikum í Ís- lensku óperunni, í kvöld kl. 20. Þetta eru fyrri opinberu píanó- tónleikar skólans á þessum vetri, en Tónlistarskólinn gengst fyrir tvennum slíkum tónleikum á ári hverju, þar sem þeir nemendur sem lengst eru komnir í námi sínu koma fram. Á efnisskrá eru verk eftir Bach, Beethoven, Brahms, Chopin, Franck, Poulenc, Bartók, og Burg- müller. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. Píanótónleikar í Íslensku óperunni FIMM skáld munu taka til máls á tuttugasta og öðru Skálda- spírukvöldinu á Kaffi Reykjavík í kvöld kl. 21. Skáldin Sigurður Skúlason, Auður Ólafsdóttir, Ár- mann Reynisson, Þórarinn Eldjárn og Birgitta Jónsdóttir munu lesa úr verkum sínum, en fjögur þeirra gefa út ný verk nú fyrir jólin. Skáldaspírukvöldin hafa staðið síðan í febrúar, en Benedikt Lafleur, einn skipuleggjenda kvöldanna, segir stefnt á að viðhalda kvöld- unum og gera þau að hefð í menn- ingarflóru Reykjavíkurborgar. „Undirtektirnar hafa verið góðar, þörfin fyrir ljóðið er mikil, en það þarf sífellt að minna á ljóðið, því það er margt sem glepur,“ segir Bene- dikt. „Ljóðið kallar á það að maður leiti inn í sjálfan sig og skoði sinn innri mann. Í því felst alltaf erfiðari áskorun heldur en að leita út fyrir sjálfan sig og grípa það sem hendi er næst. Af þessum sökum er ljóðið gott svar í nútímanum. Það eru margir sem vilja lesa upp, og við er- um ekki í neinum vandræðum við að finna fólk til að lesa og þeir sem hafa sótt kvöldin hafa gengið út ríkari í anda.“ Benedikt segir það jákvæða þró- un að konur séu að verða áber- andi í íslenskum skáldskap. „Það eru að ryðja sér til rúms efnilegar og sterkar íslenskar skáldkonur,“ segir Benedikt. „Þær hafa verið feimnar við að koma sér á framfæri, en nú eru mjög efnilegar skáldkon- ur að fæðast sem ekki er hægt að horfa fram hjá og ég spái því að þær eigi eftir að sækja í sig veðrið og krydda menningarflóruna.“ Tvisvar ellefta Skáldaspírukvöldið Þórarinn Eldjárn rithöfundur. KVIKMYNDASAFN Ís- lands sýnir í kvöld eitt stórbrotnasta og jafn- framt síðasta verk rúss- neska kvikmyndagerð- armannsins Sergei M. Eisenstein, Ívan grimma. Verkinu var ætlað að vera þríleikur en Eisenstein vannst ekki aldur til þess að ljúka við nema tvo hluta af þremur. Myndirnar eru sjálfstæðar einingar og verður sú fyrri sýnd í Bæj- arbíói í kvöld kl. 20 og aftur á laugardag kl. 16. Ívan grimmi I var gerð 1943 og hlaut mikið lof og alls sex Stalínverðlaun. Síð- ari myndin, Ívan grimmi II, sem gerð var 1946, var hins vegar bönnuð í Rúss- landi og fékkst ekki sýnd fyrr en 10 árum síðar. Það er stórleikarinn Nikolai Chercasov sem fer með hlutverk Ívans í báðum myndunum. Ívan grimmi snýr aftur í Bæjarbíói

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.