Morgunblaðið - 09.11.2004, Side 43

Morgunblaðið - 09.11.2004, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 43 DAGBÓK KRISTJÁN Guðmundsson er lif- andi goðsögn í íslenskri myndlist- arsögu. Hann er frumkvöðull í hug- myndarlist (Conceptual art) og naumhyggju (minimal art) á Íslandi og er dæmi um listamann sem á sínu blómaskeiði hafði alla burði, listrænt séð, til að skapa sér nafn á alþjóðlegum vettvangi en leið fyrir þá einangrun sem íslensk myndlist hefur búið við. En vonandi horfum við fram á breytta tíma hvað varðar útrás íslenskra myndlistarmanna, enda kominn vísir að gallerístarf- semi þar sem galleríistar eru ekki bara leigusalar, heldur umboðs- menn sem sækja laun sín með sölu á listaverkum og þurfa þar með að róa á alþjóðleg mið. Kristján Guðmundsson er einn af listamönn- unum á snærum Gallerís i8 og opn- aði þar nýverið sýningu undir yf- irskriftinni „Arkitektúr“. En orðið er grískt að uppruna og þýðir æðri konstrúktsjón eða bygging. Á gólfi gallerísins liggja 5 ál- skúlptúrar sem formrænt vísa til hleðslugrunneininga hleðslutorfs en eru útfærðir sem mínimal skúlptúr. Togstreita efnis og forms virkar þá sem myndlíking fyrir togstreitu á milli samtíma og hefðar. Þ.e. að ál er efni samtímans og hefur að auki skipað veigamikinn sess í þjóð- félagsumræðunni síðustu misserin. Hleðslugrunneiningar hleðslutorfs eru hins vegar partur af sögu okkar og bændamenningu sem á sinn hátt hefur mótað þjóðfélagið gegn um tíðina. Ganga torfskúlptúrarnir þrælvel upp. Skapa hvort tveggja samtal á milli forms og rýmis og forms og efnis. Á veggjum gallerísins hanga 9 myndir af torfbæjum sem séra Jón M. Guðjónsson heitinn, fyrrum sóknarprestur á Akranesi og list- unnandi mikill, teiknaði á árunum 1958–1960 eftir lýsingum fólks. Ætl- un séra Jóns með teikningunum var að varðveita söguna en ekki að skapa listaverk. Það eru þó mörg fordæmi fyrir því að listamenn bendi á verk eftir áhugamenn og segi þau vera list. Lee Friedlander benti t.d. á ljósmyndir E.J. Bell- ocqs, Pablo Picasso benti á málverk Henris Roussous, Ben Nicholson benti á málverk Alfreds Wallis og ritaði rússneski listamaðurinn Naum Gabo í minningargrein um Wallis að hann hafi verið listamaður án þess að vita af því. Hefur Krist- ján kosið að benda á teikningar séra Jóns og jafnframt nýta sér þær. En eins og hann greinir frá í sýning- arskránni, „þá þarf listamaðurinn nærri því ekkert að gera, annað en að smella fingrum – og segja: Þetta er list.“ Þessa yfirlýsingu Kristjáns má rekja til Dada-stefnunnar í upphafi síðustu aldar. En athyglisvert er að skoða hana út frá stöðu myndlistar í dag þar sem galleríistar, í þessu til- felli Edda Jónsdóttir, geta allt eins sýnt slíkar myndir upp á eigin spýt- ur og þannig gert þær að listaverki. Það eru nefnilega ekki lengur bara listamenn sem smella fingrum og vilja margir meina að listamenn hafi í raun gefið það vald frá sér til gall- eríista, sýningastjóra og safnstjóra sem í dag segja okkur hvað sé list og hvað ekki. Allavega breytir Kristján Guðmundsson ekki teikn- ingum séra Jóns í listaverk með ein- um fingursmelli, þrátt fyrir yfirlýs- inguna. Hann lætur skanna myndirnar í tölvu, prenta á striga og strekkja á blindramma eins og málverk og færir þær þannig í allt annað form en séra Jón lét frá sér. Kristján hugsar teikningarnar sem viðhengi við torfskúlptúrana eða sem byggingafræðilega teng- ingu. Ég er sammála að skúlptúr- arnir 5 njóti góðs af viðhengi, þótt þeir standi traustir hver fyrir sig. Torfbæja-teikningarnar þykja mér þó ekki vel útfærðar hjá listamann- inum. Virka sem ódýr viðbygging reist á veikum hugmyndalegum grunni. Ódýr viðbygging á veikum grunni Jón B.K. Ransu MYNDLIST Gallerí i8 Opið miðvikudaga til föstudaga frá 11–17 og laugardaga frá 13–17. Sýningu lýkur 18. desember. Tölvuprent og skúlptúr – Kristján Guðmundsson Morgunblaðið/ÞÖK „Kristján Guðmundsson breytir ekki teikningum séra Jóns M. Guðjónssonar í listaverk.“ FYRSTU tónleikar utan helgi- halds á nýhöfnum Tónlistardögum dómkirkjunnar voru við fjölmenni undir undirfyrirsögninni Kirkju- vígslutónleikar. Mun þar skv. nán- ari eftirgrennslan vísað til afmæl- isdags Dómkirkjunnar. Tónleikarnir hófust með Toccata jubiloso, orgelsnertlu eftir Tryggva M. Baldvinsson er frum- flutt var á Tónlistardögum í fyrra; glæsilegt verk og á köflum dul- úðugt, er kom fallega út í öruggri meðferð Marteins Friðrikssonar dómorganista. Aðalsegull dagsins var pönt- unarverkið Advent Antiphons eða Aðventu-svarvers (andsöngur) frá Salisbury eða Sarum, fyrrum höf- uðkirkju Engilsaxa, fyrir tvíkór við latneskan texta eftir brezka tónskáldið Robert Chilcott, er frumflutt var undir stjórn höfundar. Chil- cott þykir afburðagóð- ur kórstjóri, og sem tenór sextettsins The King’s Singers þekkir hann kórmiðilinn í þaula. Enda brást honum ekki boga- listin. Verkið var hið hljómfegursta; mel- ódískt vel en samt ekki gamaldags, enda m.a. bryddað upp á klasahljómferli og áhrifamikilli slembi- skörun. Dómkórinn náði þrátt fyrir þurra ómvist merkilega góðri fyllingu í þessu fallega 12 mín. verki, og þó að rithátturinn lægi stundum frek- ar hátt fyrir kórsópran, er virtist hemja hann í byrjun, náði hann sér fljótt á strik. Skýrleiki kórsins í textaframburði var sömuleiðis eftirtektarverður, og gátu lat- ínugránar auðveldlega fylgt fram- vindu út frá íslenzkun Þórðar Arnar Sigurðssonar, jafnvel þótt frumtextann vantaði í tónleika- skrá. Af síðustu atriðum voru fyrst sex þættir úr 5. fiðlusónötubók Arcangelo (hér rang- nefndur „Antonio“; e.t.v. samsláttur frá Vivaldi) Corelli í um- ritun fyrir flautu, er Pamela De Sensi blés við samleik Stein- gríms Þórhallssonar Neskirkjuorganista á sembal. Það er ekki einleikið hvað þessi mikli rómverski mel- ódisti hefur orkað á seinni tónhöfunda, enda heyrðust í a.m.k. 3 tilfellum stef er virtust vísa á Händel, Bach og Es- dúr píanókonsert Mozarts. Stykk- in voru fallega flutt, þó að nokkur námsbragur virtist enn yfir flautu- leiknum. Loks var tekið Laudamus te úr c-moll messu Mozarts, er Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söng með mikilli hljómfyllingu og markverðu öryggi í kólóratúrnum við létt- góma en þó ekki með öllu örðu- lausan orgelleik Marteins í stað hljómsveitar. Lauk tónleikunum með endurflutningi svarversa Chilcotts. Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Dómkirkjan Chilcott: Advent Antiphons (frumfl.), auk verka eftir Corelli og Mozart. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir sópran, Pamela De Sensi flauta, Steingrímur Þórhallsson semball og Marteinn H. Friðriksson orgel. Dómkórinn u. stj. Bobs Chilcotts. Laugardaginn 30. október kl. 17. Tónlistardagar Dómkirkjunnar Bob Chilcott Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handavinna kl. 9–16.30, leikfimi kl. 9, boccia kl. 9.45, smíði og útskurður kl. 13–16.30, línudans kl. 20.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, vefnaður, leikfimi, sund, boccia, fótaaðgerð. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og blöðin, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–11 samverustund, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14 félagsvist, kl. 15–15.45 kaffi. Félag eldri borgara Kópavogi | Opið hús fyrir félagsmenn FEBK og gesti þeirra kl. 14 í Félagsmiðstöðinni Gull- smára laugardaginn 13. nóv. Dagskrá: Píanóleikur Elsa Fanney Jónsdóttir. Leiftur frá liðnum árum. Kaffi og með- læti. Sigríður Norðkvist stjórnar fjöldasöng.Brids í Gjábakka í kvöld kl. 19. Félag eldri borgara Reykjavík | Staf- ganga kl. 11, gengið frá Ásgarði, skák kl. 13. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10. Félagsstarf aldraðra Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 9.10, málun kl. 9.30, leshringur bókasafns kl. 10.30, karla- leikfimi og bútasaumur kl. 13, spilað í safnaðarheimilinu á vegum kirkjunnar kl. 13 og kóræfing FEBG kl. 17. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. glerskurður. Kl.10.30 ganga um Elliðaárdalinn. Frá hádegi spilasalur opinn og boccia. All- ar upplýsingar á staðnum, s. 575 7720 og www.gerduberg.is. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa, kl. 9–13, boccia kl. 9.30– 10.30, helgi- stund kl. 13.30 í umsjón séra Ólafs Jó- hannssonar. Böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, miðvikudag, bingó í Fjölnissal kl. 13.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Söng og harmonikustund með Þorvaldi Björns- syni kl. 15. Norðurbrún 1 | Kl. 9–16.30 opin vinnu- stofa, kl. 9 opin fótaaðgerðastofa, kl. 14 félagsvist, kaffi, verðlaun. Vesturgata 7 | Kl 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handa- vinna, kl 9.15–16 postulínsmálun, kl 10.15–11.45 enska, kl 13–16 bútasaum- ur, kl 13–16 frjáls spil, kl 13. 14.30 les- hringur, fræðsla og fjöltefli kl. 13, kl.15.30 leikur Tryggvi Ragnarsson einleik á píanó, kór Fjölmenntar syng- ur undir stjórn Laufeyjar Geirlaugs- dóttur. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, bókband kl. 9, morgunstund kl. 9.30, handmennt kl. 9 til 16, leikfimi kl. 10 félagsvist kl. 14. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur klukkan 9 þriðjudag. – Ferming- arfræðsla klukkan 15 (hópur 1). Áskirkja | Opið hús milli kl. 10 og 14 í dag. Kaffi og spjall. Bænastund kl. 12. Boðið upp á léttan hádegisverð. Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjónusta alla þriðjudaga kl. 18:30. Bænarefnum má koma á framfæri við presta í síma 587–1500. Bústaðakirkja | T.T.T Töff Töfrandi og Taktfast í Bústaðakirkju T.T.T er fé- lagskapur fyrir tíu til tólf ára krakka. T.T.T. Fundirnir eru á þriðjudögum kl. 17 í safnaðarheimilinu, upplýsingar eru á heimasíðu Bústaðakirkju www.kirkja- .is. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl 11, kl 12 léttur málsverður, helgistund, sam- vera og kaffi. KFUM&KFUK, 10–12 ára börn kl 17–18.15, Opið frá 16.30. Alfa námskeið kl 19. Fræðsla: Halldór Kon- ráðsson. www.digraneskirkja.is. Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju á þriðjudögum kl. 13 til 16. Spilað lomber, vist og bridge. Kaffi og meðlæti kl. 14.30. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Akstur fyrir þá sem vilja, upplýs.sími: 895–0169. Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir eldri borgara, kl. 13.30–16. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveit- ingar. Kirkjukrakkar fyrir 7–9 ára í Rimaskóla kl. 17.30–18.30 Æsku- lýðsfélag Grafarvogskirkju kl. 19.30, fyrir 8. bekk. kl. 20.30, fyrir 9. og 10. bekk. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjón- usta alla þriðjudaga kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Kl. 10.30–11. Starf með öldruðum þriðjudaga og föstudaga kl. 11. Súpa, leikfimi, kaffi og spjall. Hjallakirkja | Bæna- og kyrrðarstund í Hjallakirkju kl. 18. Prédikunarklúbbur presta í Hjallakirkju kl. 9.15–11 í umsjá sr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar, hér- aðsprests. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Grunn- fræðsla kl. 18.30 fyrir þá sem hafa ný- lega tekið á móti Jesú sem frelsara sínum. Allir velkomnir. Alfa 1 kl. 19. KFUM og KFUK | Ad KFUK kl. 20 á Holtavegi 28. „Leiklist – tæki í boðun kristinnar trúar“ Árný Jóhannsdóttir, þáttagerðarkona á útvarpstöðinni Lindinni. Allar konur velkomnar. Laugarneskirkja | Kl. 19.45 Trú- fræðsla. Samfélag um trú. Gengið inn um litlar dyr á austurgafli kirkjunnar. Kl. 20.30 Kvöldsöngur í kirkjunni. Gengið inn um aðaldyr. Kl. 21 Fyr- irbænaþjónusta og kaffispjall í safn- aðarheimilinu. Neskirkja | Barnakór kl. 15. 7–8 ára. stúlknakór kl. 16. 9–10 ára. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson. Uppl. í 896 8192. Litli kórinn, kór eldri borg- ara kl. 16.30. Stjórnandi Inga Back- man. Uppl. í 552 2032. Nedó ung- lingaklúbbur. 8. bekk kl. 17. 9. bekk og eldri kl. 19.30. Alfa kl. 19. Sr. Örn Bárð- ur Jónsson. ÁHUGAHÓPUR um verndun Þjórsárvera, í samstarfi við Land- vernd og Náttúruverndarsamtök Íslands, stendur fyrir fundi í Nor- ræna húsinu í dag kl. 16.30–18.30. Á fundinum verða m.a. sýndar ný- legar myndir Jóhanns Ísbergs ljósmyndara úr Þjórsárverum. Þá mun Óskar Bergsson, for- maður samvinnunefndar miðhá- lendis kynna tillögur að breyt- ingum á svæðisskipulagi mið- hálendisins fyrir svæðið sunnan Hofsjökuls, sem nú eru til umfjöll- unar. Einnig verður sagt frá ný- legum skýrslum hinna erlendu sér- fræðinga Jack D. Ives og Roger Crofts, um náttúruverndargildi Þjórsárvera, en þeir hafa báðir víðtæka alþjóðlega reynslu af nátt- úruverndarmálum og hafa kannað náttúruverndargildi Þjórsárvera. Framkvæmdastjóri Land- verndar, Tryggvi Felixson, stýrir fundi og umræðum, en fundurinn er öllum opin og aðgangur ókeyp- is. Morgunblaðið/RAX Opinn fundur um Þjórsárver Nálgast má skýrslur Crofts og Ives á heimasíðu Landverndar www.landvernd.is/flokk- ar.asp?flokkur=772 Þá er hægt að nálgast upplýsingar um tillögu að breytingum á svæð- isskipulagi miðhálendisins á www.halendi.is. MENNING

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.