Morgunblaðið - 09.11.2004, Page 47

Morgunblaðið - 09.11.2004, Page 47
VINCE VAUGHN BEN STILLER www.laugarasbio.is Kvikmyndir.is DENZEL WASHINGTON MERYL STREEP Nýr og betri Sýnd kl. 6. Bardaginn um framtíðina er hafinn og enginn er óhultur Hörkuspennandi ævintýramynd ólík öllu öðru sem þið hafið séð áður. r i fr tí i r fi i r lt r r s i vi týr y lí ll r s i fi s r. Þorirðu að velja á milli? Toppmyndin á Íslandi í dag Hverfisgötu ☎ 551 9000 Sýnd kl. 8 og 10.15 Snargeggjuð gamanmynd frá hinum steikta Scary Movie hóp Gwyneth Paltrow l Jude Law Angelina Jolie Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal. Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 6. B.i. 16 ára. TOM CRUSE Sýnd kl. 4, 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára. Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. COLLATERAL JAMIE FOXX  Mbl. Kr. 500 Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.30. B.i. 12 ára. J U L I A N N E M O O R E HVAÐ EF ALLT SEM ÞÚ HEFUR UPPLIFAÐ...VÆRI EKKI RAUNVERULEGT? SÁLFRÆÐITRYLLIR AF BESTU GERÐ SEM FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Engin bjór... ekkert net... endalaust diskó...... en svo kom pönkið! Frábær heimildarmynd um pönkið og Fræbblanna! Missið ekki af þessari! Sýnd kl. 6, 8 og 10. www.regnboginn.is Stuttmynd eftir Jón Gnarr, Tilnefnd til Edduverðlauna (handrit) Sýnd kl. 6 og 7. Með mann á bakinu á allar erlendar myndir í dag, ef greitt er með Námukorti Landsbankans á allar erlendar myndir í dag, ef greitt er með Námukorti Landsbankans  Mbl. Tvíhöfði Dr. Gunni. „Skyldumæting“ DV. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 47 TÓNLIST Íslenskar plötur Brimkló – Smásögur  Brimkló er hér þeir Björgvin Hall- dórsson (söngur, gítar, munnharpa), Arnar Sigurbjörnsson (gítar, söngur), Ragnar Sigurjónsson (trommur), Har- aldur Þorsteinsson (bassi), Magnús Einarsson (mandólín, gítar), Þórir Baldursson (hljómborð) og Guðmundur Benediktsson (gítar, söngur). Einnig koma við sögu Matthías Stefánsson (fiðla), B.J. Cole (stál- og kjöltugítar), Kristinn Sigmarsson (stálgítar), Magn- ús Kjartansson (píanó), Guðmundur Pétursson (fetilgítar), Sigfús Ótt- arsson (trommur) og Einar Scheving (trommur). Upptökumaður var Hafþór Karlsson. Hafþór og Gunnar Smári Helgason hljóðblönduðu. Björgvin Hall- dórsson stýrði upptökum. ÉG UPPLIFÐI Brimkló ekki á sín- um tíma en var kennt að hún væri táknmynd alls þess sem væri slæmt í tónlist. Brimkló var miskunnar- laust stillt upp gagnvart „fram- sækinni og skap- andi“ tónlist og fundið flest allt til foráttu. Kántríið, sem Brimkló hefur daðr- að við frá fyrstu tíð, hefur nefnilega lengi vel verið talin hin sanna tónlist djöfulsins. Fyrir fimmtán árum eða svo fóru jaðarrokkarar hins vegar að taka það traustatökum (Jayhawks, Wilco og fleiri) og hefur það breytt hugmyndum marga um kántríið í heild sinni, ekki síst þeirra sem telja sig vera „pælara“. Nú er hið svo- nefnda „alt.country“ kirfilega í góðu bókinni hjá djúpþenkjandi tónlistar- áhugamönnum. Meðfram þessu hef- ur almennur áhugi á kántrí vaxið og Brimkló því allt í einu á réttum stað og á réttum tíma. Björgvin og fé- lagar standa hér einfaldlega með pálmann í höndunum. Sá hlær best sem síðast hlær. En hvernig er platan svo? Hún er einfaldlega skotheld. Poppað kántrí með einstökum, frónverskum blæ, framreitt á óaðfinnanlegan hátt og platan flæðir þægilega áreynslulaust áfram, næstum fullkomlega. Spila- mennska og hljómur ljúfur, ná- kvæmlega eins og hann á að vera þegar ráðist er í þessa tegund tón- listar. Björgvin, þessi magnaði „kar- akter“, heldur þessu svo öllu saman með innblásnum söng og auðheyr- anlegt að hann er með hjartað í þessu. Kántríið er hér yfir um og allt í kring, enginn „ódýr“ slagari innan um eins og Brimkló hafa gerst sekir um áður fyrr. Átta af tólf lögum eru tökulög og eru þau smekklega valin, smíðar eftir John Prine, Merle Haggard og Townes Van Zandt. Björgvin og félagar voru vel með á nótunum á sínum tíma hvað kántrí- hræringar varðaði, tóku t.d. lag eftir Gram Parsons, föður kántrírokksins („In my hour of darkness“/„Í mínu rökkurhjarta“) á þeim tíma þegar enginn vissi hver maðurinn var. Íslensku textarnir hér eru þá margir hverjir sniðugir, eru í þess- um dramatíska smásagnastíl sem tíðkast innan hins hefðbundna kántrís. Sér í lagi eru textarnir „Þrír litlir krossar“ og „Presturinn og fanginn“ vel heppnaðir. Þessi plata hreyfir við ansi mörgu og það er merkilegt til þess að hugsa að Bo og Bubbi, sem eitt sinn var stillt upp sem hinum fullkomnu tón- listarlegu andstæðum, eru farnir að kallast á yfir limgerðið, eru báðir að vinna með amerísku hefðina hvor á sinn hátt. Setningin „þeir hafa aldrei verið betri“ á sjaldan við, er iðulega notuð til að lýsa upplognum mikilfengleik útbrunninnar sveitar. En hér hljóm- ar hún kórrétt. Þessi plata ber auk- inheldur með sér „skáldlegt rétt- læti“. Brimkló hlýtur hér uppreisn æru og sagnfræðileg endurskoðun er í raun nauðsynleg. Eða eins og segir í „Dansinum“: „… Brimkló upp’á sviði er í góðum gír, svo gefðu séns, einn tveir og þrír“. Arnar Eggert Thoroddsen Í góðum gír Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Ný plata Björgvins og félaga í Brimkló er „einfaldlega skotheld“. Vísindamenn bandarísku geim-ferðastofnunarinnar (NASA) rannsaka um þessar mundir mann- inn sem er fyrirmynd persónunnar sem Dustin Hoffman leikur í kvik- myndinni Regnmanninum (Rain Man). Vonast þeir til að tækni sem Fólk folk@mbl.is brúkuð ertil aðkanna áhrifgeimferða á manns- heilann hjálpi til við að út- skýra and- lega eig- inleika hans. Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara nú þangað í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum. Fararstjórar Heims- ferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heill- andi menningu. Góð hótel í hjarta Prag, frábærir veitinga- og skemmtistaðir. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 29.990 Flugsæti til Prag, 18. nóv. Netverð. Verð kr. 39.990 Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð 18. nóvember M.v. 2 í herbergi á ILF Hotel. Flugvallaskattar innifaldir. Netverð Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800 Helgarferð til Prag 18. nóvember frá kr. 29.990 Síðustu sætin í haust

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.