Morgunblaðið - 09.11.2004, Side 52
Skaði barnanna þegar óbætanlegur
Morgunblaðið/RAX
„ÞETTA er óþolandi ástand og við viljum
að stjórnvöld fari að axla sína ábyrgð. Við
teljum ótækt að stjórnvöld skuli ekki hafa
sýnt meiri lit í þessu máli og nú þurfi menn
að fara að sýna meiri ábyrgð,“ sagði María
Kristín Gylfadóttir, formaður stjórnar
Heimilis og skóla, þegar ljóst varð að kenn-
arar kolfelldu miðlunartillögu sáttasemjara
í gær.
Afstaða kennara er mjög skýr eins og
hún endurspeglast í atkvæðagreiðslu þeirra
um verkfall að mati Maríu og boltinn því
hjá launanefnd sveitarfélaganna. Hún segir
skaða barna þegar orðinn óbætanlegan og
lengra verkfall geri málið enn verra fyrir
börnin.
María segir ekki forsvaranlegt að setja
lög á verkfallið, enda verkfallsréttur kenn-
ara lögvarinn. Hún segir að Heimili og skóli
séu farin að íhuga aðgerðir með foreldrum
og að kalla samninganefndir til borgara-
fundar til að ræða hvað þurfi til að ná
samningum.
Skólastjórar hvattir til að senda
börnin heim með bækurnar
Heimili og skóli sendu öllum skólastjórum
grunnskóla tölvupóst í gærmorgun þar sem
þeir voru hvattir til að senda nemendur
heim úr skólanum með skólabækur og
námsáætlun. María segir að talsvert hafi
verið um að það hafi verið gert, en þó hafi
margir foreldrar hringt í samtökin og
kvartað yfir því að börn þeirra fengju ekki
að fara með skólabækurnar heim.
Þessir krakkar fóru heim úr skólanum í
gærdag, óviss um hvort skóli yrði í dag. Nú
er ljóst að verkfall er hafið að nýju.
Sumir nemendur fengu ekki að fara
með skólabækurnar heim úr skólanum Uppgötvun ÍE
á forsíðu Nature
Genetics
FORSÍÐA nóvemberheftis bandaríska
vísindatímaritsins Nature Genetics er
helguð grein eftir vísindamenn Íslenskr-
ar erfðagreiningar um tengsl endurröð-
unar í erfðamengi mannsins og frjósemi.
Endurröðun nefnist uppstokkun á erfða-
efni sem veldur því að ný samsetning
verður til á erfðavísunum og stuðlar að
fjölbreytileika mannkyns.
Vísindamenn ÍE komust að því að tíðni
slíkrar endurröðunar er meiri í erfða-
mengi barna eftir því sem mæður þeirra
eru eldri. Að sögn Kára Stefánssonar,
forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, er
um grundvallaruppgötvun að ræða. /11
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
OLÍUFÉLAGIÐ og Olís gengu nýlega frá sameig-
inlegum innkaupum á eldsneyti vegna ársins 2005,
eins og hefur verið undanfarin ár. Hjörleifur Jak-
obsson, forstjóri Olíufélagsins, segir að staðið
verði við þá samninga sem gerðir hafi verið við
birgja úti í heimi en innkaupasamstarfinu við Olís
verði hætt við fyrsta tækifæri.
Olíufélagið hf. harmaði í gær þátt fyrirtækisins í
samráði olíufélaganna og baðst afsökunar á því.
Fyrirtækið segist munu axla fulla ábyrgð gjörða
sinna. Áður höfðu Skeljungur og Olíuverslun Ís-
lands beðist afsökunar. Olíufélagið hefur jafnframt
bannað starfsmönnum sínum að eiga samskipti við
starfsmenn annarra olíufélaga og í því skyni segja
fulltrúar félagsins sig úr öllum stjórnum félaga þar
sem fulltrúar annarra olíufélaga eiga sæti.
Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs,
segist jákvæður gagnvart þessum breytingum hjá
Olíufélaginu. Hann segist fagna því að Skeljungur
losni nú út úr samstarfi olíufélaganna enda hafi
það verið hamlandi fyrir alla aðila.
Sameiginleg
innkaup elds-
neytis fyrir 2005
Esso/13
RÚMLEGA 1.000 golfmót af
ýmsum gerðum voru á dagskrá
aðildarfélaga Golfsambands Ís-
lands í sumar og var um þriðj-
ungur þeirra opin mót sem fé-
lagsbundnir kylfingar gátu
tekið þátt í. Í úttekt Morg-
unblaðsins á golfmótum sum-
arsins kemur í ljós að kylfingar
sækja mótin stíft og tekjur
þeirra af golfmótum eru allt að 20% af heildarvelt-
unni. Gera má ráð fyrir að kylfingar hafi greitt vel
yfir 100 millj. kr. í keppnisgjöld á golfmótum sum-
arsins og tæplega 22.000 skráningar voru á opnu
golfmótin á vertíðinni sem stóð óvenju lengi yfir
að þessu sinni, frá miðjum apríl og fram til loka
október. Golfklúbbur Reykjavíkur fékk rúmlega
4.300 kylfinga á 36 mót sem voru á vegum klúbbs-
ins í sumar en fjölmennasta mótið sem fram fór á
einum degi var haldið á Hellu hinn 1. maí. /B2
Góð aðsókn á
golfmót sumarsins
ÞORMÓÐUR Þormóðsson, rannsóknarstjóri
rannsóknarnefndar flugslysa, segir að rannsókn
flugatviks Atlantaþotu, sem fór út af braut á flug-
vellinum í Sharjah í Sameinuðu arabísku fursta-
dæmunum síðdegis á sunnudag, sé komin í fullan
gang. Þormóður tekur þátt í rannsókninni fyrir
hönd RNF en forræði hennar er hjá flugmálayfir-
völdum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Hann segir langt í að unnt verði að segja nokkuð
um orsakirnar. Hætt var við flugtak af öryggis-
ástæðum þegar vélin var komin á allmikla ferð.
Þormóður sagði í samtali við Morgunblaðið að
fulltrúar Atlanta hefðu fylgst með rannsókninni
frá fyrstu stundu eftir að þeir hefðu hlúð að áhöfn-
inni og komið henni í læknisskoðun og flugmála-
yfirvöld og lögregla tryggt öryggi á vettvangi. Þor-
móður sagði fulltrúa Atlanta hafa strax hafist
handa við að safna saman umbeðnum gögnum.
Þormóður fór strax á vettvang eftir komuna
hingað í gærmorgun og sat eftir það fund með
rannsóknarnefndinni í Dubai þar sem áhöfnin var
einnig og Einar Óskarsson, flugöryggisfulltrúi Atl-
anta, en formlegur aðgangur Atlanta að rannsókn-
inni er fyrir milligöngu RNF. Þormóður segir að
eftir skýrslutökur verði haldið áfram að safna
gögnum og muni það standa næstu daga. Farið
verður með flugrita vélarinnar á næstunni til Eng-
lands þar sem lesið verður af gögnum þeirra.
Byrjað var í gærmorgun að losa frakt úr vélinni.
Hætt við flug-
tak af öryggis-
ástæðum
Viðbúnaður/2
BANDARÍSKT flugverkstæði
sinnti ekki óskum Landhelgis-
gæslunnar um að gera við lend-
ingarbúnað og nefhjól Fokker-
flugvélar Landhelgisgæslunnar
en lét nægja að mála það og
senda það til baka. Fokkerinn
hefur verið óflughæfur frá því at-
vikið í Færeyjum henti 1. októ-
ber og vegna reglubundinnar
stórskoðunar. Er nú beðið eftir
hjólabúnaði vélarinnar úr skoðun
í Bretlandi. Þrettán farþegar auk
tveggja manna áhafnar voru um
borð þegar hluti nefhjólsins
brotnaði í lendingu en engan sak-
aði. Eftir óhappið í Færeyjum
fékkst leyfi Flugmálastjórnar til
að ferjufljúga vélinni til Íslands
strax daginn eftir og er hún nú í
flugskýli.
Stykkið sem brotnaði hafði
verið sett undir vélina í júlí og fór
í rannsókn af hálfu RNF eftir
óhappið en Gæslan sendi aðra
hluta lendingarbúnaðarins í við-
gerð til Bandaríkjanna. Þegar
hlutarnir komu til baka uppgötv-
aðist að viðgerð hafði alls ekki
farið fram eins og til var ætlast
heldur höfðu þeir einungis verið
málaðir og sendir Gæslunni í því
ástandi samkvæmt upplýsingum
tæknistjóra. Um var að ræða
annan aðallendingarbúnað Fokk-
ersins og nefhjólsbúnað. Í sam-
ráði við Loftferðaeftirlitið voru
hlutarnir sendir til framleiðand-
ans í Bretlandi sem beðinn var að
meta þá og er skýrslu að vænta.
Voðinn vís ef lendingar-
búnaður bregst
Að sögn Odds Garðarssonar,
tæknistjóra hjá Gæslunni, er það
nú til athugunar hvernig það geti
gerst að stunduð séu önnur eins
vinnubrögð á sviði flugviðgerða
og raun ber vitni.
„Það er alltaf alvarlegt þegar
ónothæfir varahlutir komast í
umferð, sérstaklega í flugi,“ segir
Oddur. „Ef lendingarbúnaður
bregst á viðkvæmu augnabliki er
voðinn vís.“
Hann segir að grunur leiki á að
bandaríska flugverkstæðið hafi
reynt vísvitandi að koma fölskum
varahlutum í umferð. Um er að
ræða verkstæði með gæðavottun
bæði af hálfu bandaríska og evr-
ópska loftferðaeftirlitsins.
Bandarískt flugverkstæði sinnti ekki óskum Gæslunnar um viðgerð
Málaði nefhjólið og
sendi óviðgert til baka
FLUGÓHAPPIÐ í Færeyjum 1.
október þegar hlutur í nefhjóli
Fokker-flugvélar Landhelgis-
gæslunnar brotnaði í lendingu
jafngilti „gula spjaldinu“ varðandi
takmarkað fjárhagslegt svigrúm
sem Gæslan hefur til viðhalds og
varahlutakaupa, að mati fyrrver-
andi flugöryggisfulltrúa Gæsl-
unnar. Hann sagði af sér hálfum
mánuði eftir atvikið og sagði þetta
hafa verið kornið sem fyllti mæl-
inn hjá honum eftir að hafa oft
varað við fjárskorti Gæslunnar.
„Menn eru að leita eftir ódýr-
ustu leiðum í viðhaldi og gera það
í góðri trú, en á móti kemur að
gæði varahluta og viðgerða eru
e.t.v. ekki eins og best verður á
kosið,“ segir Jakob Ólafsson,
fyrrverandi flugöryggisfulltrúi.
„Menn hafa fengið gult spjald og
sem betur fer var það ekki rauða
spjaldið.“
Hafsteinn Hafsteinsson, for-
stjóri Landhelgisæslunnar, kann-
ast ekki við að sparnaður hjá
Gæslunni hafi haft áhrif á flug-
öryggi og segir það vera markmið
Gæslunnar að stefna að mesta
flugöryggi sem hægt er. „Við höf-
um gert það hingað til og munum
halda því áfram,“ segir hann. Ný-
lega sendi flugöryggisnefnd FÍA
Gæslunni bréf þar sem varað var
við fjárskorti sem bitnaði á flug-
öryggi. Hafsteinn hefur kallað
eftir frekari rökstuðningi FÍA að
þessu leyti.
„Það er alltaf lögð rík áhersla á
að gæta fyllsta öryggis og annað
hefur aldrei komið til mála. Það
hefur aldrei verið reynt að spara á
kostnað öryggis,“ segir Haf-
steinn.
Hafsteinn
Hafsteinsson
Jakob
Ólafsson
Varar við fjárskorti
♦♦♦
♦♦♦