Morgunblaðið - 30.11.2004, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Alla
dreymir
á morgun
draumspakur
breskur miðill
í daglegu lífi…
ÚR VERINU
HLUTUR sjávarútvegs af heildar-
viðskiptum með hlutabréf og heild-
arvirði hlutabréfa skráðra fyrir-
tækja í Kauphöll Íslands hefur
hrapað á síðustu árum og er orðinn
óverulegur. Hlutdeild sjávarútvegs í
heildarmarkaðsvirði hefur dregist
saman úr 40% frá 1997 í 6% nú; þar
af er hefðbundin útgerð og vinnsla
með um 4% hlutdeild, að því er fram
kemur í greiningu Friðriks Más
Baldurssonar, prófessors við við-
skipta- og hagfræðideild Háskóla Ís-
lands, á þróun viðskipta með sjáv-
arútvegsfyrirtæki í Kauphöll Ís-
lands.
Friðrik kynnir greiningu sína á
ráðstefnu Kauphallar Íslands um
sjávarútveg sem ber yfirskriftina
„Er hlutabréfamarkaðurinn vannýtt
auðlind?“ Ráðstefnan fer fram á
Nordica hóteli í dag og hefst kl.
13.00.
Í greiningu Friðriks er sérstök
áhersla lögð á að kanna hugsanlegar
ástæður fækkunar skráðra sjávarút-
vegsfélaga. Í henni kemur fram að
fyrirtækjum í sjávarútvegi, sem
skráð eru í Kauphöll Íslands, hefur
fækkað verulega á síðustu fimm ár-
um. Hins vegar beri að líta til þess að
fyrirtækjum í heild hafi fækkað
hlutfallslega álíka mikið. Því sé
fækkun skráðra fyrirtækja í
Kauphöllinni að einhverju leyti al-
menn þróun sem ekki sé eingöngu
bundin við sjávarútveg. Fækkun fyr-
irtækja utan sjávarútvegs sé þó að
hluta til af öðrum meiði. Í sjávar-
útvegi hafi fækkunin átt sér stað
með þeim hætti að rekstrareiningar
hafi horfið úr Kauphöllinni. Slíkt hafi
gerst í minni mæli í öðrum geirum.
Fram kemur að fjöldi sjávarút-
vegsfyrirtækja hafi náð hámarki árið
1999 en þá voru 24 slík fyrirtæki
skráð í Kauphöllinni. Upp frá því
hefur fjöldi skráðra félaga í sjávar-
útvegi minnkað verulega, en í októ-
ber sl. voru einungis tíu slík skráð.
Friðrik segir að færa megi fyrir
því góð rök að of mörg og of lítil sjáv-
arútvegsfyrirtæki hafi verið á mark-
aði. Fyrirtækin hafi nýtt sér hag-
stæðar markaðsaðstæður til skrán-
ingar sjávarútvegsfyrirtækja á
árunum 1997–1999. „Mörg þessara
fyrirtækja voru lítil, með þröngt
eignarhald og áttu í raun aldrei er-
indi í Kauphöllina. Því verður að
telja eðlilega þróun að mörg þessara
fyrirtækja hafi verið afskráð,“ segir í
greiningu Friðriks.
Vægi sjávarútvegs í
Kauphöllinni óverulegt
MIKIL síldveiði hefur verið í nóv-
ember. Þannig er aflinn nú kominn
í 44.902 tonn í mánuðinum, sam-
kvæmt upplýsingum frá Fiskistofu.
Síldaraflinn í nóvember í fyrra var
sá mesti í sögunni eða 49.164 tonn.
Það virðist líklegt að það met verði
slegið í ár. Auk þess hafa ekki bor-
ist til Fiskistofu upplýsingar um all-
ar landanir það sem af er nóv-
ember. Síldarafli fiskveiðiársins er
því orðinn rúm 76 þúsund tonn og
tæp 39 þúsund tonn eftir af kvót-
anum.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Stefnir í metsíldarafla
NORRÆNA ráðherranefndin hefur
boðað til samkeppni um námsefni í
neytendafræðslu og nemur verð-
launaféð 100 þúsund dönskum krón-
um eða rúmri milljón íslenskra króna.
Nefndin hefur auglýst eftir tillögum
að námsefni til kennslu í neytenda-
fræðslu í grunn- eða framhalds-
skólum, og á námsefnið að henta til
kennslu á öllum Norðurlöndunum.
Námsefnið á að samsvara að lág-
marki um 30 kennslustundum og þarf
kennsluáætlun að fylgja með tillög-
unni. Allir Norðurlandabúar geta
tekið þátt í samkeppninni, hvort sem
um einstaklinga, hópa, stofnanir,
samtök o.s.frv. er að ræða.
Keppnin er haldin í tengslum við
formennskuáætlun Íslands í norrænu
samstarfi 2004.
Verðlaunaafhending fer fram þeg-
ar þing Norðurlandaráðs verður
haldið í Reykjavík í október á næsta
ári.
Markmið keppninnar er m.a. að
safna öllu kennsluefni um neytenda-
fræðslu saman og skal námsefnið
uppfylla markmið sem norrænir
neytendaráðherrar hafa markað sér.
Engin skilyrði eru um að námsefnið
sé nýtt og má það vera á hvaða formi
sem er, þ.e. á bókarformi, margmiðl-
unarverkefni, o.s.frv.
Að sögn Þorláks H. Helgasonar,
oddvita keppninnar, á námsefnið að
falla að einhverjum þeirra markmiða
sem lýst er í riti um neytendafræðslu,
TemaNord 2000:595. Markmiðin falla
undir sex titla en þeir eru:
– Fjármál einstaklingsins
– Réttindi og skyldur neytandans
– Áhrif auglýsinga
– Neytandi, umhverfi og siðferði
– Matur
– Öryggi vöru
Æskilegt er að námsefnið veki at-
hygli á stöðu Norðurlanda og styrk
þeirra að sögn Þorláks. Auk hans
standa að samkeppninni Tryggvi Ax-
elsson, forstjóri Löggildingarstofu og
fulltrúi Íslands í embættismanna-
nefnd um neytendamál, og Brynhild-
ur Briem sem er yfir samnorrænni og
íslenskri dómnefnd.
Neytendamál sífellt flóknari
Tryggvi segir að neytendamál séu
að verða sífellt flóknari og því sé
nauðsynlegt að boðið sé upp á náms-
efni þar sem börnum og unglingum
séu kennd grundvallaratriði í neyt-
endavernd, t.a.m. hvað varði upplýs-
ingagjöf, lagalega vernd og efnahags-
leg réttindi einstaklinga. Þannig eigi
fólk auðveldara með að taka upp-
lýstar ákvarðanir þegar kemur að
neytendamálum.
Brynhildur Briem segir Íslendinga
standa mun aftar en aðrar Norður-
landaþjóðir hvað neytendavitund
varði, þeir láti leiðast með ýmiss kon-
ar gylliboðum. Nauðsynlegt sé að
sporna gegn því og ekki síður öllum
þeim gylliboðum sem sé beint að
börnum nú til dags.
Ein tillaga verður tilnefnd frá
hverju Norðurlandanna og mun sam-
norræn dómnefnd meta tillögur allra
landanna og velja eina til verðlauna.
Tillögum ber að skila í síðasta lagi 31.
desember 2004 en allar nánari upp-
lýsingar er að finna á vef samkeppn-
innar, http://vefir.khi.is/ney.
Samkeppni um námsefni
í neytendafræðslu
Morgunblaðið/Jim Smart
Brynhildur Briem, Tryggvi Axelsson og Þorlákur H. Helgason.
GERA má ráð fyrir að hámarkshraði
á íslenskum þjóðvegum myndi víðast
hvar lækka úr 90 km/klst. í 80 km/
klst. og yrði sumstaðar takmarkaður
enn frekar, ef reglur Norðmanna um
leyfilegan hámarkshraða á tveggja
akreina þjóðvegum yrðu teknar upp
á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu sem Línuhönnun vann fyrir
Vegagerðina.
Skoðaðir voru þrír vegkaflar á Ís-
landi með hliðsjón af norskum
reglum, þ.e. Vesturlandsvegur
(Þingvallavegur – Borgarfjarðar-
braut), Norðurlandsvegur (Blöndu-
ós – Sauðárkróksbraut) og Vest-
fjarðavegur um Bröttubrekku.
Niðurstaðan var sú að leyfilegur há-
markshraði á þessum þremur veg-
köflum yrði lækkaður úr 90 km/klst.
í 80 km/klst. með því að beita norsk-
um aðferðum og til greina kæmi að
lækka leyfilegan hámarkshraða um
Bröttubrekku í 70 km/klst.
Stuðst við legu
og slitlagsbreidd
Stuðst er einkum við legu dreif-
býlisþjóðvega og slitlagsbreidd vega
við ákvörðun á hámarkshraða, sam-
kvæmt aðferð Norðmanna.
Að sögn Óla H. Þórðarsonar, for-
manns Umferðarráðs, eru niðurstöð-
urnar í samræmi við þá skoðun hans
að vegakerfi á Íslandi eigi að hraða-
merkja miðað við gæði vegarins sem
um ræðir hverju sinni. Hann hafi þó
ekki séð skýrsluna enn sem komið
er. „Út í hött“ sé að sami hámarks-
hraði sé á öllum þjóðvegum með
bundnu slitlagi enda geri hönnunar-
hraði íslenskra vega nánast hvergi
ráð fyrir 90 kílómetra há-
markshraða.
Hámarkshraði lækkaður á vegum með norskri aðferð
Færi úr 90 í 80 km/klst.
Morgunblaðið/Þorkell