Morgunblaðið - 30.11.2004, Síða 16
Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson,
skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson,
krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-
5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg-
arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Úr
bæjarlífinu
Aðsókn að Smá-munasafninu íSólgarði í Eyja-
fjarðarsveit vex ár frá
ári, en alls sóttu um 4.400
manns safnið á liðnu
sumri. Gestir voru um
3000 talsins í fyrrasumar.
Nú í sumar líkt og í
fyrrasumar efndi safnið
til getraunar, þar sem
gestum gafst kostur á að
geta til um fjölda hluta í
glerkrukku og reyndu
fjölmargir fyrir sér með
mismunandi aðferðum og
árangri að því er fram
kemur á vef Eyjafjarð-
arsveitar. Rétta svarið
var 268 stykki og var einn
gestur, Ásgeir Eiríksson,
Reykjavík með þá tölu ná-
kvæmlega rétta. Hann
fær viðurkenningu frá
Smámunasafninu.
Getspakur
Átta kvennafélög í Snæfellsbæ stóðu saman að þvínú um helgina að safna peningum til að kaupasjálfvirkan blóðflokkateljara fyrir Heilsugæslu-
stöðina í Snæfellsbæ. Konurnar héldu jólabasar í Fé-
lagsheimilinu Röst á Hellissandi á laugardaginn og í
tengslum við basarinn voru þær með veitingasölu þar
sem boðið var upp á súkkulaði og kaffi með veglegu
jólabakkelsi, smákökum, vöfflum o.fl. Allt var þetta
myndarlegt og söfnunarátakið tókst vel.
Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir
Jólabasar í Röst
Leifur Eiríksson ersísprækur, orðinn97 ára. Hann segir
vel hugsað um sig á
Hrafnistu og andrúms-
loftið oft eins og hann lýs-
ir góðlátlega í meðfylgj-
andi vísum. Þær eru ortar
í baðgáska, sú fyrsta til
Særúnar, sem hann kall-
aði þá „Sæperlu“:
„Sæperla“, þú ert sæt og fögur,
síkát og ásjáleg.
ekki feit og ekki mögur,
alveg dásamleg.
Og vísurnar urðu fleiri:
Ykkur þakka ég blessað baðið,
brosin og hjálpina í kringum
það.
Vel finnst mér hér að verki
staðið,
og viðkunnanlegt á þessum
stað.
Og enn orti Leifur:
Í baðinu ég bulla oft,
bulla og sulla stundum.
Gleði haldið hátt á loft
með hjartagóðum sprundum.
Ort í baði
pebl@mbl.is
Mývatnssveit | Hópur Banda-
ríkjamanna frá samtökum sem
nefna sig Santas Goodwill heim-
sótti Dimmuborgir á sunnudag,
þar sem hann heilsaði upp á mý-
vetnsk leikskólabörn og sjálfan
jólasveininn, sem eins og kunn-
ugt er á höfuðstöðvar í Dimmu-
borgum. Þarna urðu fagnaðar-
fundir þegar jólasveinar svo
langt að komnir heilsuðu íslensk-
um sveinum. Þar sungu hvorir
fyrir aðra jólalög og nutu góða
veðursins og útsýnis. Eftir góða
samverustund var öllum við-
stöddum boðið í Skjólbrekku þar
sem Sel Hótel veitti kakó og kaffi
með tertum og kökum svo sem
hver vildi þiggja. Sel Hótel hefur
aðstoðað jólasveininn nú fyrir
nokkur jól og er vaxandi aðsókn
að þeirri uppákomu. Um hverja
helgi hér frá og til jóla verða jóla-
sveinarnir með móttöku í
Dimmuborgum. Í Skjólbrekku
er jafnframt barnaland og jóla-
markaður þar sem í boði eru alls
kyns jólavörur. Ennfremur er
handverksfélagið Dyngjan þar
með sölu á munum félagskvenna
og Sel Hótel er þar með kaffiveit-
ingar. Það er því úr mörgu að
moða í Mývatnssveit á næstunni.
Morgunblaðið/BFH
Jólastemning í Dimmuborgum
Aðventa
Vesturbyggð | Bæjarstjórn Vesturbyggð-
ar hefur vísað til bæjarráðs tillögu þar
sem lagt er til að ráðnir verði sameig-
inlegir atvinnu- og ferðamálafulltrúar
Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.
Það voru bæjarfulltrúarnir Þuríður
Ingimundardóttir, Kolbrún Jónsdóttir og
Nanna Á. Jónsdóttir sem lögðu fram á
fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar svo-
hljóðandi tillögu: „Í vor sem leið sam-
þykktu bæjarstjórn Vesturbyggðar og
sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps At-
vinnumálastefnu fyrir Vestur-Barða-
strandarsýslu 2004–2008, sem voru til-
lögur og samstarfsverkefni atvinnu-
málanefnda beggja sveitarfélaganna. Í
nefndum tillögum er talað um að ráða
ferðamálafulltrúa og atvinnuráðgjafa. Því
komum við með þá tillögu að rætt verði
við Tálknfirðinga og sveitarfélögin um að
bæði ráði sameiginlega ferðamálafulltrúa
í 100% starf og atvinnumálafulltrúa einn-
ig í 100% starf. Það er trú okkar og vissa
að slíkt eigi eftir að verða báðum sveit-
arfélögum giftudrjúgt til framtíðar litið
og sá kostnaður sem verði í byrjun komi
jafnvel margfalt til baka er fram líða
stundir.“
Sameiginlegir
atvinnu- og
ferðamála-
fulltrúar
♦♦♦
Dalabyggð | Á fyrsta sunnudegi í að-
ventu fyrir 100 árum var Hjarðar-
holtskirkja í Dölum vígð. Vígsluaf-
mælisins er minnst með ýmsum
hætti og hófst afmælishaldið með
guðsþjónustu síðastliðinn sunnudag.
Mjög góð mæting var í kirkjuna
og tók söfnuðurinn fullan þátt, nýr
kór Hjarðarholtsprestakalls söng
undir stjórn Haraldar Bragasonar
organista og nemendur Tónlistar-
skólans í Dalasýslu voru með tónlist-
aratriði og fermingarbörn lásu. Séra
Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup
í Skálholti, prédikaði og Óskar Ingi
Ingason, sóknarprestur messaði.
Í Hjarðarholti hefur verið kirkja
frá því snemma eftir kristnitöku og
er kirkjan helguð Jóhannesi skírara.
Hjarðarholtskirkja hefur bygginga-
sögulegt gildi. Hún er teiknuð af
Rögnvaldi Ólafssyni, fyrsta íslenska
arkitektinum, og var hún fyrsta
verkefni hans. Hún er krosskirkja úr
járnvörðu timbri með háan fer-
hyrndan turn og er fyrst en jafn-
framt minnst hinna þriggja kross-
kirkna er Rögnvaldur teiknaði.
Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir
Minnast aldarafmælis
Hjarðarholtskirkju
Vestfirðir | Eimskip innanlands og Sæ-
skip ehf., sem rekur flutningaskipið Jaxl-
inn, hafa gert með sér samkomulag um
sjóflutninga til og frá Vestfjörðum, að því
er fram kemur á vef Bæjarins besta á Ísa-
firði. Jaxlinn flytur vörur fyrir Eimskip
milli höfuðborgarsvæðisins og Vestfjarða.
Eimskip er að hætta strandsiglingum,
eins og fram hefur komið, og kom Mána-
foss við á Ísafirði á laugardag í sinni síð-
ustu ferð. Hafnarstjórinn afhenti skip-
stjóranum minningarplatta af þessu
tilefni.
Jaxlinn mun áfram sigla tvær áætlunar-
ferðir milli Vestfjarða og Hafnarfjarðar en
breyting verður á áætlun milli daga. Haft
er eftir framkvæmdastjóra Sæskipa að
skynsemin hafi ráðið því að félögin tóku
upp samstarf um flutningana.
Jaxlinn hefur eins og áður viðkomu á
sex höfnum á Vestfjörðum, Patreksfirði,
Tálknafirði, Bíldudal, Ísafirði, Bolungar-
vík, Súðavík, Flateyri og Þingeyri.
Jaxlinn
flytur fyrir
Eimskip
Jólasvipur er farinn að færast yfir Sauð-
árkrók og stóri ljósakrossinn hefur verið
tendraður á Nöfunum við kirkjugarðinn.
Með hverju árinu sem líður lengist aðfara-
tími jóla, jólavörurnar koma fyrr í verslanir
og engum virðist finnast það tiltökumál þó
auglýsingar um jólavörurnar séu farnar að
flæða yfir landsmenn í byrjun nóvember. En
ekki eru á því líkur að Sauðkrækingar fái
þessu breytt, enda vandséð hvort þeir eru
nokkrir eftirbátar annarra í því að espa sig
upp í jólaæsinginn.
Aðfaranótt síðastliðins sunnudags, rétt
upp úr klukkan sex að morgni, sigldi m.s.
Múlafoss ljósum prýddur út Skagafjörð í síð-
asta sinn, en þegar þessum þætti í flutn-
ingaþjónustu við landsbyggðina er lokið hafa
skip Eimskipafélagsins þjónustað Skagfirð-
inga og Sauðárkróksbúa í níutíu ár, en það
mun hafa verið árið 1914, sem fyrsta skip fé-
lagsins kom til Sauðárkróks með vörur. Hinn
6. nóvember 1938 kom Es. Goðafoss og lagð-
ist í fyrsta sinn að núverandi bryggju á Sauð-
árkróki, og allt frá þeim tíma hafa skip fé-
lagsins verið að minnsta kosti vikulegir
gestir í höfninni. Það er því með verulegri
eftirsjá sem Skagfirðingar horfðu á eftir
þessum glæsta farkosti sem ekki virðist
munu eiga afturkvæmt til hafnar hér.
Mörgum er í fersku minni þegar þáverandi
samgöngumálaráðherra seldi Skipaútgerð
ríkisins og staðhæft var að landsbyggðin
mundi á engan hátt líða fyrir þær breytingar
sem mundu verða á þjónustunni. Nú hefur
hins vegar málum verið skipað á þann veg að
allur sá flutningur sem áður fór með skipum
á hinar dreifðu hafnir hringinn í kringum
landið, er fluttur með bílum, á vegakerfi sem
er talið, af þeim sem dómbærir teljast vera, á
engan hátt gert fyrir slíka þungaflutninga og
sýnist líka að ekki auki þessi fjöldi stórra
ökutækja umferðaröryggi á þjóðvegi eitt.
Þriðja hefti af Byggðasögu Skagafjarðar er
að koma út þessa dagana, en hér er um að
ræða eitt mesta rit sinnar gerðar sem ráðist
hefur verið í útgáfu á. Það er Hjalti Pálsson
frá Hofi sem annast ritstjórn byggðasög-
unnar og fjallar sá hluti sögunnar sem nú
kemur út um Lýtingsstaðahrepp hinn forna.
Í byggðasögunni fjallar Hjalti um allar bú-
jarðir í hreppunum bæði að fornu og nýju, og
nýmæli er í bókum þessum að settar eru inn
í gps-staðsetningar á flest eða öll býlin þann-
ig að þeir sem yfir slíkum staðsetningar-
tækjum ráða geta mjög auðveldlega fundið
alla þá staði sem um er fjallað þótt fátt sjáist
af ummerkjum í landslagi.
EFTIR BJÖRN BJÖRNSSON FRÉTTARITARA
SAUÐÁRKRÓKUR