Morgunblaðið - 30.11.2004, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Kæri Jonni.
Það var svo sárt að sjá prestinn
og heyra fréttirnar, að þú værir far-
inn á fund feðranna. En óskaplega
hefur amma verið glöð að hitta
hann Sissa sinn, eins og hún kallaði
þig alltaf. Örugglega bakað pönsur
þegar von var á komu þinni.
SIGURJÓN
PÉTURSSON
✝ Sigurjón Péturs-son sjómaður
fæddist 11. apríl
1964. Hann lést 22.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Pétur J. Dan-
íelsson vélstjóri, f.
16.9. 1938, d. 26.5.
1979, og Guðrún H.
Pálsdóttir, f. 1.5.
1944. Systkini Sigur-
jóns eru Harpa, f.
22.9. 1962, og Daníel
J., f. 17.3. 1971. Sig-
urjón á tvær dætur,
Önnu Söru, f. 3.3.
1993 og Kristínu Ósk, f. 27.4.
1995. Sambýlismaður Guðrúnar
er Valur Pálsson, f. 4.12. 1944.
Sigurjón verður jarðsunginn
frá Grafarvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Það er svo margt
sem ég á í minning-
unni um þig. Megi
englar himins gefa þér
ljós og frið frá þínum
illvíga sjúkdómi.
„Sá yðar sem synd-
laus er, kasti fyrsta
steininum.“
Þín
systir.
Ástkæri bróðir og
starfsbróðir.
Þakka þér fyrir
fylgdina og samveruna
sem við höfum átt saman í þessu
lífi.
Þú varst oftast ráðagóður, hress
og með ljúflingsskap. Þú átt alltaf
líf í hjarta mér.
Guð varðveiti þig og veri með þér
að eilífu.
Þinn
bróðir.
Fleiri minningargreinar um Sig-
urjón Pétursson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Höfundar eru: Valur, Hildur Björk
og Eggert Jón Magnússon.
✝ Jóhanna Símon-ardóttir fæddist í
Reykjavík 6. október
1923 og ólst þar upp.
Hún lést á Landspít-
alanum 20. nóvember
síðastliðinn. Foreldr-
ar Jóhönnu voru Sím-
on Jónsson kaupmað-
ur frá Bakka í Ölfusi,
f. 25.8. 1893. d. 22.2.
1942, og Ása Jó-
hannsdóttir húsfrú
frá Hofi á Eyrar-
bakka Ölfusi, f. 24.5.
1900, d. 9.5. 1949.
Systkini Jóhönnu
eru: Grétar, f. 18.2. 1920, látinn;
Herdís, f. 23.6. 1921, látin; Sigríð-
ur, f. 29.7. 1925; Jóna, f. 10.11.
1932. Uppeldissystir þeirra er
Kristín Guðmundsdóttir, f. 6.3.
1937.
Hinn 24. maí 1943 giftist Jó-
hanna Páli Þorsteinssyni, f. á
Reyðarfirði 22.11. 1921. Foreldr-
ar hans eru Þorsteinn Pálsson og
Áslaug Katrín Pétursdóttir. Börn
Jóhönnu og Páls eru: 1) Vigdís, f.
27. nóv. 1943, maki
Vilhjálmur Gríms-
son og eiga þau fjög-
ur börn. 2) Símon, f.
30. apríl 1948, d. 10.
des. 2000, maki Þur-
íður Vilhjálmsdóttir,
þau eiga tvo syni.
Fyrri kona var Anna
María Hilmarsdóttir
og eiga þau eina
dóttur. 3) Áslaug
Katrín, f. 15. júní
1950, fyrrverandi
eiginmaður er Har-
aldur Dungal og þau
eiga þrjú börn. 4)
Þorsteinn, f. 11. apríl 1954, maki
Kristín Árnadóttir og eiga þau
fimm börn. 5) Páll Ásgeir, f. 9.
des. 1955, maki Sigríður Halldóra
Þorsteinsdóttir og eiga þau fjögur
börn. 6) Gylfi Þór, f. 6. apríl 1960,
maki Grisell Cabero Pálsson.
Gylfi á son úr fyrri sambúð með
Sigrúnu Stefánsdóttur.
Jóhanna verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Það eru að koma jól og aftur leggur
langan skugga yfir fjölskylduna okk-
ar. Ég á svo bágt með að trúa því að
þú sért farin.
Þú varst svo falleg að utan sem inn-
an. Þú varst svo sterk, þú varst klett-
urinn í stórfjölskyldunni sem stóð af
sér öll veður.
Þú varst mér svo góð og kenndir
mér svo ótalmargt og ég á eftir að
halda áfram að leita til þín.
Elsku Páll, þú hefur misst svo mik-
ið, megi góður Guð gefa þér styrk til
að halda áfram veginn.
Ég veit að Símon okkar hefur tekið
á móti þér og umvafið þig sínum hlýja
faðmi. Berðu honum kveðju mína.
Vertu sæl að sinni elsku Jóhanna
mín, minningin um þig mun ávallt
vera ljós í lífi okkar um ókomna fram-
tíð.
Þín tengdadóttir,
Þuríður Vilhjálmsdóttir.
Mín elskulega tengdamóðir Jó-
hanna Símonardóttir er fallin frá. Við
horfum döpur á það stóra skarð sem
hefur myndast í fjölskyldunni, en tím-
inn og lífið mun að lokum græða og
fylla upp í það skarð, þar sem hring-
rás lífsins heldur áfram.
Þú elsku tengdamóðir ert nú komin
í guðs paradís þar sem allar þjáningar
og þrautir eru á enda, þar sem þinn
elsti sonur hefur tekið á móti þér
ásamt systkinum, foreldrum og fleiri
góðum vinum, og ég trúi því að þér líði
þar vel.
Hugsanir mínar þjóta í gegnum
þau 32 ár sem ég hef þekkt þig, og
verð ég að segja að það hefði verið
mikil synd að missa af þeim árum sem
við höfum átt saman, því þau hafa svo
sannarlega þroskað mig og börnin
mín og er ég mjög þakklát fyrir það.
Mér er það minnisstætt hvað ég
bar mikla lotningu fyrir þér í fyrstu,
þú varst svo „elegant“ eins og hann
Páll tengdafaðir minn segir oft, og
virðuleg að ég var ótrúlega feimin við
þig, unga sveitastúlkan, þar til ég
fann að bak við þennan mikla virðu-
leika bjó einstaklega hjartahlý og góð
kona sem vildi öllum vel, fylgdist sér-
staklega með öllu í fjölskyldunni,
börnum, tengdabörnum og ekki síst
barnabörnum og barnabarnabörnum.
Það var þér mikið hjartans mál að
hlutirnir væru í lagi hjá þínu fólki, og
tókstu það mjög nærri þér ef eitthvað
bjátaði á hjá einhverjum í fjölskyld-
unni, þá reyndir þú sem þú gast að
sinna því til hinstu stundar.
Síðustu ár þín voru mjög erfið
vegna veikinda, en þú barst þig alltaf
eins og hetja, þar til síðasta mánuðinn
í lífi þínu voru þjáningarnar orðnar
miklar, líkaminn við það að gefast
upp, þú hefur sennilega séð þetta fyr-
ir, elsku Jóhanna mín, að endalokin
yrðu svona, og þá væri bara að taka
því eins og öðru, með þinni hógværð
og látleysi sem einkenndi þig í öllu
sem þú tókst þér fyrir hendur.
Ég mun aldrei gleyma þeirri
hjartahlýju sem streymdi frá þér þau
tvö síðustu skipti sem ég heimsótti
þig, rétt fyrir andlát þitt, þá hvarflaði
það ekki að mér að þau orð sem þú
talaðir til mín yrðu þau síðustu, og
mun ég geyma þau í hjarta mínu að
eilífu.
Ég er afar þakklát guði fyrir að
hafa fengið að fylgja þér síðasta spöl-
inn, þar sem fjölskyldan þín, elskuleg-
ur eiginmaður þinn og öll eftirlifandi
börnin þín og makar sameinuðumst í
eitt við að hjálpa sálu þinni inn í eilífð-
ina miklu, þar sem við trúum að allur
sársauki og þrautir séu á bak og burt.
Kæra fjölskylda og elsku Páll
tengdafaðir, við höldum áfram að lifa,
með fallegar og ljúfar minningar, um
fallega konu, hana Jóhönnu Símonar-
dóttur, mína elskulegu tengdamóður.
Guð gefið þér frið að eilífu, elsku
Jóhanna mín.
Þín tengdadóttir,
Kristín Árnadóttir.
Eitt sinn við eldhúsborðið á
Snorrabraut var rætt um búsetu er-
lendis og hvort ekki væri erfitt að búa
fjarri heimahögum. „Heimili manns
er þar sem maður býr,“ sagði amma
og lyfti augabrúnum í undrun yfir því
að þurfa að benda fólki á jafn augljóst
mál. Sjálf bjó hún allan sinn aldur í
Reykjavík, utan fáein ár í Garðabæ,
en átti ekki erfitt með að skilja þá sem
hleyptu heimdraganum og héldu
heimili vestanhafs eða austan. Í sam-
ræðum notaði hún ekki mörg orð en
kom sér jafnan beint að efninu. Oft
þurfti hún ekki að segja aukatekið orð
því svipurinn tíundaði það sem þurfti.
Virðuleg reisn einkenndi ömmu
sem kom fram í látleysi og hæglátum
þokka jafnvel þegar gustaði. Ég man
fyrst eftir henni á Laugarásveginum
þegar öll börnin hennar og afa bjuggu
heima, utan mamma sem er elst.
Myndin sem kemur í huga er af
ömmu í nælonsloppi, einkennisklæðn-
aði húsmæðra í þá daga, þar sem hún
stjórnaði umferðinni á þremur hæð-
um og sá um heimilisbraginn. Sama á
hverju gekk var amma á staðnum
með leiðbeiningar og hlýleg orð eða
umvandanir, þegar það átti við. Dótt-
ursonurinn vandist því fljótt að þegar
hún kallaði hann fullu nafni var hann
farinn yfir strikið og eins gott að hafa
hægt um sig í bili.
Eins og mörgum af hennar kynslóð
var ömmu í blóð borið að fara vel með
peninga. Þegar þau afi áttu heima á
Hrefnugötu fór ég stundum með
Gylfa út í mjólkurbúðina á Rauðarár-
stíg. Amma taldi peningana ofan í
buddu með gylltri smellu. Hún lét
frændurna hafa rétta fjárhæð í leið-
JÓHANNA
SÍMONARDÓTTIR
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir,
tengdadóttir, systir og mágkona,
GUÐLAUG SVEINSDÓTTIR,
Urriðakvísl 23,
Reykjavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn 28. nóvember.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn
3. desember kl. 15.00.
Benedikt Hauksson,
Sveinn Viðarsson,
Haukur Benediktsson,
María Bryndís Benediktsdóttir,
Herdís Sigurðardóttir,
Haukur Benediktsson,
Herdís Sveinsdóttir, Rolf Hansson,
Jóhann Sveinsson, Guðný Hafsteinsdóttir,
Finnur Sveinsson, Þórdís Hrafnkelsdóttir.
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
10% afsláttur
af legsteinum
til 10. desember
Englasteinar
www.englasteinar.is
Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför
JÓNS STEFÁNSSONAR,
Götu,
Hrunamannahreppi.
Ólöf Guðnadóttir,
börn, tengdabörn,
barnabarn og foreldrar.
Sonur minn,
SIGURJÓN PÉTURSSON,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 30. nóvember kl. 13.
Blóm og kransar eru afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent
á Forvarnastarf Samhjálpar.
Guðrún H. Pálsdóttir.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu,
móður, ömmu og langömmu,
ÓLÍNU HELGU KRISTÓFERSDÓTTUR,
Akraseli 17,
Reykjavík,
(Helga frá Bjarmalandi).
Gísli Júlíusson,
John Francis Zalewski,
Kristín Helga Zalewski, Haukur Engilbertsson,
Kristófer O. Zalewski, Ingibjörg Þorsteinsdóttir,
Þuríður Gísladóttir,
Ólafur Gíslason, Salvör Gunnarsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Við þökkum af alhug þeim fjölmörgu sem
sýndu okkur samúð og kærleiksríka vináttu við
andlát og útför
BJARKA HEIÐARS HARALDSSONAR,
Laugatúni 6,
Sauðárkróki.
Sérstakar þakkir til Friðbjörns Sigurðssonar
læknis og starfsfólks á 11E á Landspítala
Hringbraut, og starfsfólks á Heilbrigðisstofnun-
inni á Sauðárkróki fyrir góða umönnun.
Rósa Dóra Viðarsdóttir,
Sigríður Heiða Bjarkadóttir,
Haraldur Viðar Bjarkason,
Hólmar Sindri Bjarkason,
Karen Ýr Nínudóttir,
Bára Garðarsdóttir, Haraldur B. Pétursson,
Sigríður Kristjánsdóttir,
Hrannar Birkir Haraldsson,
Borghildur Heiðrún Haraldsdóttir.