Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. „ÞETTA voru frábærir tón- leikar og er óhætt að bjóða Ara Þór velkom- inn í fremstu röð íslenskra hljóð- færaleikara.“ Með þessum orð- um lýkur Jónas Sen umsögn sinni í blaðinu í dag um tónleika ungs fiðluleikara, Ara Þórs Vilhjálmssonar, sem þreytti frumraun sína í Salnum í Kópavogi á laugardaginn var. „Nánast strax á upphafstónunum var auðheyrt að Ari Þór er framúrskarandi fiðlu- leikari; hver hending var vandlega ígrunduð og tæknileg atriði voru aðdáunarverð,“ heldur Jónas áfram. „Hröð hlaup voru hnífjöfn og skýr og inntónunin nákvæm.“ Boðinn velkominn í fremstu röð  Velkominn/23 Ari Þór Vilhjálmsson ALLIR sem einhvern tíma á starfs- ævinni hafa greitt til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) eða til Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga (LH) eiga rétt á láni úr sjóðunum með 4,15% vöxtum samkvæmt þeim almennu reglum sem um lánin gilda. Samkvæmt upplýsingum sjóðanna eru þetta alls um 70 þúsund manns, en þetta eru mun rýmri reglur en al- mennt eru í gildi hjá öðrum lífeyr- issjóðum í þessum efnum. Þá kynnti Lífeyrissjóður starfsmanna sveitar- félaga (LSS) nýverið rýmri reglur um lánveitingar og stendur nú öllum starfsmönnum sveitarfélaga til boða lán með 4,30% föstum vöxtum óháð stéttarfélagsaðild. LSR, sem er stærsti lífeyrissjóður landsins, lækkaði fasta vexti sína í gær úr 4,30% í 4,15% og fór þar í fót- spor bankanna og Lífeyrissjóðs verslunarmanna sem lækkuðu vexti sína í 4,15% í kjölfar þess að Íbúða- lánasjóður lækkaði íbúðalánavexti sína í 4,15% fyrir rúmri viku. Almennt er sú regla í gildi hjá líf- eyrissjóðunum að þeir einir eru gjaldgengir lánþegar sem eru virkir sjóðfélagar í sjóðunum eins og það er orðað, þ.e.a.s. að þeir séu núverandi iðgjaldagreiðendur til sjóðanna. Það er skilgreint með mismunandi hætti frá einum sjóði til annars hversu lengi fólk þarf að hafa greitt til sjóðs- ins til að geta tekið lán. Þannig þurfa menn að hafa greitt til Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sem er næst- stærsti lífeyrissjóður landsins, í fjóra af síðustu sex mánuðum til að vera gjaldgengir lánþegar hjá sjóðn- um og hjá Framsýn, þriðja stærsta lífeyrissjóði landsins, þarf fólk að hafa greitt til sjóðsins í sex mánuði af síðustu tólf til að geta tekið þar lán. Hjá Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda, þarf fólk að hafa greitt til sjóðsins síðustu tólf mánuði, auk annarra skilyrða fyrir lánveitingu. Almennt má segja að þessi skil- yrði lífeyrissjóðanna fyrir lántöku hafi verið rýmkuð að undanförnu í kjölfar aukinnar samkeppni á þessu sviði með tilkomu íbúðalána bank- anna. Fæstir sjóðanna hafa þó þá reglu að veita öllum lán sem ein- hvern tíma hafa greitt til sjóðsins eins og gildir hjá LSR og LH, en það er þó tilfellið hjá 1–2 meðalstórum og fáeinum mjög litlum lífeyrissjóðum á almennum markaði samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins. Góð ávöxtun fyrir sjóðinn Haukur Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri LSR, sagði að þessar reglur varðandi lánveitingar hjá sjóðnum hefðu verið í gildi í nokkuð mörg ár og tengdust ekki þróuninni á lánamarkaði hér að undanförnu. „Annars vegar lítum við bara á þetta sem þjónustu við sjóðfélagana, en á sama tíma er þetta góð ávöxtun fyrir lífeyrissjóðinn,“ sagði Haukur. Ekkert þak er á hámarksfjárhæð lána LSR, en lán getur ekki farið umfram 65% af markaðsvirði eignar. Lánið þarf ekki að vera á 1. veðrétti, en sé það umfram fimm milljónir þarf að skila inn greiðslumati. 70 þúsund manns eiga rétt á láni frá LSR Öllum starfsmönnum sveitar- félaga stendur til boða lán frá LSS óháð stéttarfélagsaðild MÖGULEIKAR á framleiðslu líf- massa í tilraunaskyni hafa verið kannaðir ítarlega af Íslenska líf- massafélaginu og iðnaðarráðuneyt- inu, með það fyrir augum að slík verk- smiðja rísi í Mývatnssveit. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra upp- lýsti starfsmenn Kísiliðjunnar um þetta í gær, er hún fundaði með starfsfólki, sem nú er að missa vinn- una við lokun verksmiðjunnar í dag. Valgerður sagði við Morgunblaðið að óskastaðan hefði verið sú að bæði lífmassaverksmiðja og kísilduftverk- smiðja risi í Mývatnssveit, en mikil óvissa er um síðari kostinn eins og fram kom í blaðinu í gær. Valgerður sagði lífmassaverksmiðju geta skapað um tíu störf en lífmassi er ætlaður til framleiðslu á lífrænu etanóli, til blöndunar við hreint bensín. Úr 20 þúsund tonnum af lífmassa, m.a. úr- gangspappír, afgangsheyi og hálmi, má framleiða um 5 þúsund tonn af et- anóli. Valgerður sagði að vegna lokunar Kísiliðjunnar myndu stjórnvöld fara í samstarf með heimamönnum að skapa einhver atvinnutækifæri í Mý- vatnssveit, m.a. með aðstoð Byggða- stofnunar og Vinnumálastofnunar. Tíu störf gætu skapast í lífmassaverksmiðju  Kísiliðjunni lokað/Miðopna MIKILVÆGT er að góð yfirsýn sé yfir íslenskt atvinnu- og fjármálalíf hjá Kauphöll Íslands. Þessi gluggahreinsunarmaður var í óða önn að hvítþvo glervegg Kauphallarinnar þegar ljós- myndari Morgunblaðsins átti þar leið hjá í gær. Þaðan ætti því að sjást vel, hvort sem fylgst er með atvinnu- og fjármálalífinu, eða horft er yfir Sundin eða á Esjuna. Morgunblaðið/RAX Kauphöllin hvítþvegin PÉTUR Blöndal alþingismaður hef- ur tekið við sem formaður stjórnar Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrenn- is eftir að Óskar Magnússon hætti í stjórninni sl. föstudag að eigin ósk. Stjórn SPRON mun væntanlega ræða á næstu dögum um hvenær ákveðið verði að halda fund með stofnfjárfjárfestum að sögn Péturs. Hann segir viðbúið að stjórn SPRON muni taka breytingum eigi síðar en á næsta aðalfundi, í febrúar eða mars næstkomandi. Pétur Blöndal stjórnar- formaður SPRON  Viðbúið/14 DÓMUR þess efnis að kvikmyndin Trúlofunin langa geti ekki talist frönsk gæti haft áhrif víðar í kvik- myndaheiminum. Myndin var dæmd á þeim forsendum að hún hefði verið gerð að megninu til fyrir bandarískt fé. Að sögn Laufeyjar Guðjóns- dóttur, forstöðumanns Kvikmynda- miðstöðvar Íslands, hefur samfram- leiðsla á kvikmyndum aukist í áranna rás sem hefur valdið því að oft er erfitt að úrskurða hvaðan kvikmyndir eru. Margar íslenskar kvikmyndir hafa verið gerðar í sam- vinnu við erlenda aðila en Laufey á þó ekki von á því að franski dóm- urinn muni hafa djúpstæð áhrif hérlendis. Atriði úr Trúlofuninni löngu. Íslenskar myndir „óíslenskar“?  Og frá/49 ♦♦♦ EKIÐ var á unga konu við Vestur- götu í Sandgerði um fimmleytið í gær. Ökumaður bifreiðarinnar ók á brott án þess að huga að líðan kon- unnar, að sögn lögreglunnar í Kefla- vík, og er hans leitað. Sjúkrabifreið og lögregla komu á staðinn til þess að huga að konunni, sem var rænu- lítil þegar komið var að henni. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem í ljós kom að hún var lærbrotin. Þeir sem geta gefið upplýsingar um mál þetta eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Keflavík. Ók á konu og stakk af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.