Morgunblaðið - 07.12.2004, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„ÞRÆLSKEMMTILEGUR
KVEÐSKAPUR“
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
„Andræði er sérstök ljóðabók
þar sem gömlu og nýju
formi er blandað saman
svo úr verður nýr og
ferskur kveðskapur sem
baunar á nútímann.“
– Soffía Bjarnadóttir, Víðsjá Rás 1
SIGFÚS BJARTMARSSON: ANDRÆÐI
ALLT tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgar-
svæðisins var kallað út síðdegis í gær vegna
reyks og hitalyktar sem barst frá Lauga-
vegi 22a. Flestum var þó fljótlega snúið við
þar sem enginn eldur kviknaði.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkvilið-
inu var brugðist skjótt við þar sem mikið er
um gömul timburhús á þessu svæði og því
mikill eldsmatur í nágrenninu. Um leið og
fyrsti bíll kom á vettvang varð ljóst að um
minniháttar mál var að ræða. Bílstjórum
slökkviliðsbíla var því sagt að hægja ferð-
ina og fljótlega var þeim snúið við.
Hitalykt og reykur
en enginn eldur
UM MIÐNÆTTI á sunnudagskvöld var
lögreglan í Reykjavík kölluð til vegna
þjófnaðar úr hjálpartækjaverslun sem
rekin er á skemmtistað í miðborginni. Þar
hafði kona verið gómuð fyrir að stela
margs konar tækjum til ástarleikja fyrir
rúmar 40 þúsund krónur, samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglunni í Reykjavík.
Maðurinn sem var með henni hafði á hinn
bóginn ekki tekið neitt ófrjálsri hendi.
Ágirntist
hjálpartæki
LÖGREGLAN í Keflavík grunar einn
mann um að hafa ekið á konu í Sandgerði
mánudaginn 30. nóvember og síðan stung-
ið af frá slysstað. Að sögn Jóhannesar
Jenssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hef-
ur maðurinn verið yfirheyrður og bíll hans
rannsakaður. Kvað Jóhannes málið enn
vera í rannsókn og vildi hann því ekki gefa
nánari upplýsingar um það að svo stöddu.
Einn maður grun-
aður um ákeyrslu
TVÍTUGUR karlmaður framdi rán í tveim-
ur söluturnum í vesturbæ Reykjavíkur á
tólfta tímanum í fyrrakvöld, samkvæmt
upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík.
Fyrra atvikið átti sér stað á Vesturgötu.
Þar vatt maðurinn sér inn í söluturn með
krikketkylfu í hönd og krafðist þess að
starfsfólk léti sig hafa peninga.
Fór maðurinn á brott úr versluninni með
nokkra tugi þúsunda. Þaðan hélt hann
beint í annan söluturn í Ánanaustum og bar
sig eins að þar og í fyrri versluninni. Þar
var hann handtekinn skömmu síðar.
Maðurinn var fluttur á Vog þar sem hann
hóf vímuefnameðferð.
Fluttur í meðferð
eftir tvö rán
ÖKUMAÐUR jeppa slapp ómeiddur þegar
jeppi hans valt á Melrakkasléttu skammt
frá Hraunhafnartanga, nyrsta tanga
landsins, eldsnemma í gærmorgun. Mikil
hálka var á veginum þegar óhappið varð,
að sögn lögreglunnar á Þórhöfn.
Hálka átti einnig sinn þátt í því að annar
jeppi valt út af rétt fyrir hádegi, að þessu
sinni í Þistilfirði, skammt frá brúnni yfir
Hölkná. Kona sem ók bílnum slapp með
minniháttar meiðsli.
Bílvelta við
nyrsta tanga
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur yfirheyrt
nokkra aðila í tengslum við húsbrot og lík-
amsárás í Fossvogi aðfaranótt laugardags.
Eftir er að yfirheyra fleiri aðila vegna
málsins. Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu þarf að fá nánari upplýsingar um
ýmislegt sem lýtur að rannsókn málsins.
Fleiri verða yfirheyrðir.
Yfirheyrðir vegna
húsbrots í Fossvogi
MENNTAMÁLARÁÐHERRA
mun á næstunni skipa starfshóp
sem á að meta tillögur um fram-
tíðarstaðsetningu á Listaháskóla
Íslands. Hún telur koma til
greina að auka samvinnu skólans
við aðra háskóla, t.d. Kenn-
araháskóla Íslands.
„Það hefur verið kannað und-
anfarið hver þörfin sé fyrir
listaháskóla og ég held að nú sé
komið að því að kanna hvaða
svæði hentar best, og hvar hugs-
anleg samlegðaráhrif og sam-
vinna háskóla geti leitt til þess að
við sjáum enn öflugri listahá-
skóla,“ segir Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráð-
herra. Hún segir að með þessu
sé hún ekki að leggja til að
Listaháskóli Íslands sameinist
öðrum háskóla þótt ýmsar góðar
hugmyndir um samvinnu skóla
hafi komið
upp. „Ég get
til dæmis séð
fyrir mér að
Kennarahá-
skóli Íslands
og Listahá-
skóli Íslands
ættu eitt og
annað sam-
eiginlegt. Ég
held ég vilji
einfaldlega leyfa vinnuhópnum
að meta þessi mál þannig að við
getum komið Listaháskólanum
fyrir á góðu svæði með það hús-
næði sem hann geti blómstrað í.“
Ráðherra vill sam-
vinnu Listaháskólans
við aðra skóla
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
MENNIRNIR tveir sem voru handteknir
með fíkniefni innvortis á laugardag komu
með sömu flugvél frá Kaupmannahöfn á
laugardag. Lögreglan á Keflavíkur-
flugvelli rannsakar nú hvort tengsl hafi
verið á milli mannanna.
Báðir mennirnir eru erlendir ríkisborg-
arar. Ekki fékkst gefið upp hversu miklu
magni mennirnir smygluðu og í gær höfðu
fíkniefnin ekki verið efnagreind. Fleiri
höfðu heldur ekki verið handteknir vegna
rannsóknarinnar.
Komu með
sömu flugvél
„VIÐ vorum að gera markaðsrannsókn [í síð-
ustu viku] og skoðuðum því 24 sjálfsafgreiðslu-
stöðvar á höfuðborgarsvæðinu,“ útskýrir Ingi
Þór Hermannsson, deildarstjóri markaðsdeild-
ar Olíufélagsins Essó. „Við skráðum fjölda öku-
tækja, kyn og um það bil aldur viðskiptavina
stöðvanna.“ Hann segir að rannsóknin hafi náð
til sjálfsafgreiðslustöðva ÓB, sem rekið er af
Olís, Orkunnar og Atlantsolíu. „Engar upplýs-
ingar voru skráðar sem hægt er að rekja til ein-
staklinga eða bifreiða; engin bílnúmer voru t.d.
skráð,“ upplýsir hann.
Persónuvernd hefur fengið nokkrar fyrir-
spurnir vegna þessarar rannsóknar að sögn
Sigrúnar Jóhannesdóttur, forstjóra Persónu-
verndar. Hún segir að skv. sínum upplýsingum
sé ekki verið að safna persónuupplýsingum í
skilningi laga um persónuvernd. „Í þeim símtöl-
um sem við höfum fengið hafa lýsingarnar allar
verið á svipaðan hátt, þ.e. að verið væri að telja
viðskiptavini. Hvergi hefur komið fram að verið
væri að skrá niður bílnúmer.“ Hún segir heldur
engar kærur hafa komið fram.
Segir margt óeðlilegt
Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu,
segir margt óeðlilegt við vinnubrögð Essó í
þessu máli. Til dæmis hafi starfsmenn Essó,
Gunnar Skaptason, framkvæmdastjóri Ork-
unnar, tekur í sama streng. „Þetta er eðli sam-
keppninnar,“ segir hann. „Ef við fylgjumst ekki
með og vitum hvað við erum að keppa við, þá er
engin samkeppni.“
Ingi Þór, hjá Essó, segir rannsóknina gerða
til að átta sig á samkeppnisumhverfinu. „Við
viljum þekkja þennan markað og sjá hvernig
hann lítur út; við viljum þekkja okkar sam-
keppnisumhverfi.“
Hann segir aðferðina sem Essó hafi notað
mjög þekkta og beinlínis kennda í kennslubók-
um um markaðsrannsóknir. „Þetta er aðferð
sem fyrirtæki beita, ekki bara olíufélögin, held-
ur aðrir sem vilja afla sér upplýsinga um stöðu
sína á markaði.“ Hann segir starfsmenn fyr-
irtækisins hafa framkvæmt rannsóknina dag-
ana 29. október til 5. desember. Þeir hafi verið á
sínum eigin bílum. „Við sögðum okkar fólki að
staðsetja sig þar sem það væri ekki fyrir nein-
um. Enginn var í felum og átti ekki að vera í
neinum felum.“
Fylgst hafi verið með bensínstöðvunum á
ákveðnum tímum dagsins. „Þannig fáum við
ákveðna sviðsmynd af þessu umhverfi,“ segir
hann.
„Þetta er nokkuð sem við höfum gert áður og
munum örugglega gera aftur.“
sem fylgdust með bensínstöðvum Atlantsolíu
alla síðustu viku, verið í ómerktum bílum. „Við
þurftum að grafast fyrir um það fyrir hverja
þeir störfuðu. Ekki sögðu þeir okkur það að
fyrra bragði. Við fórum einnig fram á það að
þeir sýndu okkur þau gögn sem þeir voru að búa
til, en þeir neituðu því. Við vissum ekki hvort
þeir voru að telja viðskiptavini okkar eða hvort
þeir voru að skrá niður bílnúmer þeirra. Okkur
fannst þetta líka einkennilegt gagnvart okkar
viðskiptavinum, þ.e. að starfsmenn Essó skyldu
vakta þá á þennan hátt.“
Hugi segir að fyrirtækið muni fara yfir þessi
mál. „Við ætlum að fara yfir þessi mál með okk-
ar lögfræðingum og hugsanlega óska eftir því
að fá að sjá þau gögn sem voru búin til á þessu
tímabili.“ Hann kveðst einnig velta því fyrir sér
hvort Essó eigi jafnvel að biðja viðskiptavini
Atlantsolíu afsökunar.
Gera engar athugasemdir
Talsmenn Olís og Orkunnar gera á hinn bóg-
inn engar athugasemdir við þessa rannsókn
Essó. Guðrún Erla Leifsdóttir, starfsmaður á
skrifstofu Olís, segir ekkert óeðlilegt að fylgst
sé með samkeppnisaðilum. „Okkur finnst ekk-
ert óeðlilegt við þessa svokölluðu markaðsrann-
sókn.“
Persónuvernd fær fyrirspurn-
ir vegna rannsóknar Essó
ALLT að sjö ára biðtími er eftir Rolex-úrum
og dæmi eru um að útlendingar komi gagn-
gert til landsins til að kaupa slík úr þar sem
eftirspurnin er minni. Að sögn Franks Úlf-
ars Michelsen, úrsmíðameistara á Lauga-
vegi, hefur sala á Rolex-úrum verið með ein-
dæmum góð í ár og sömu sögu er að segja
af árinu á undan. Salan sé jöfn yfir árið en
sala fyrir innanlandsmarkað sé meiri í jóla-
mánuðinum.
„Menn koma hingað sérstaklega til að
kaupa úr og fara út aftur og fá ferðirnar til
Íslands fríar fyrir mismuninn og meira en
það,“ segir hann, en ferðamenn fá 15% af
kaupverði greidd tilbaka.
„Ég trúi þessu ekki“
Ein eftirsóttustu úr heims í dag eru að
sögn Franks Rolex Daytona, sem kosta 890
þúsund krónur. Frank flytur að meðaltali 6–
10 slík úr til landsins á ári og á aðeins eitt
eftir sem stendur í versluninni. Á þriðjudag
í síðustu viku gekk Dani inn í verslunina en
sá hafði falast eftir Rolex Daytona um all-
nokkurt skeið án árangurs. „Hann gekk
fram hjá glugganum hjá mér á þriðjudaginn
og sá tvö úr.
Hann kom strax inn og sagði: „Veistu, ég
trúi þessu ekki, ég er á biðlistum í Dan-
mörku og er búinn að leita að þessu út um
allan heim og svo kem ég til Íslands og þá
bíða tvö úr í glugganum.“ Daninn gekk frá
kaupunum sl. föstudag.
En hvað er það við Rolex-úrin sem gerir
þau svona eftirsótt? „Úr er skartgripur karl-
mjög vel.“ Til dæmis um nafntogaðan ein-
stakling sem hefur keypt Rolex af Frank er
breski gítarsnillingurinn Eric Clapton sem
staddur var hér á landi fyrir nokkru, en son-
ur Franks afgreiddi hann.
„Því miður missti ég af honum,“ segir
Frank.
mannsins, karlmaður getur ekki skreytt sig
eins og kvenmaður,“ segir Frank. Að sögn
hans afþakkaði hann umboðið þráfaldlega í
fyrstu þar sem hann bjóst ekki við að hægt
yrði að selja úrin hér á landi en hann hefur
haft umboð fyrir Rolex frá 1981. Hann hafi
byrjað með nokkur úr en í dag gangi salan
Allt að sjö ára biðtími eftir úrum sem sjá má í útstillingu á Laugavegi
Rolex lokkar ferðamenn til landsins
Morgunblaðið/Sverrir
Frank Michelsen yngri og eldri með Rolex Daytona-úr, sem er eitt það eftirsóttasta í heimi.