Morgunblaðið - 07.12.2004, Síða 32

Morgunblaðið - 07.12.2004, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN E ngin fíkniefni fundust í fórum gesta á Stranglers- tónleikunum sl. laugardag en lög- reglan mætti með leitarhund á svæðið. Aðeins er farið með leit- arhunda á tónleika ef líkur eru á að tónleikagestir neyti fíkniefna. Það virðist því sem pönkið eigi ekki samleið með fíkniefnum. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í gær og ekki lýgur Mogginn. Það væri hins vegar gaman að vita hvaða ástæður liggja til grundvallar þeg- ar tekin er ákvörðun um hvort þurfi leit- arhund á tón- leikum eða ekki. Koma Stranglers til Íslands fyrir 26 árum markaði að margra mati upphaf pönksins hér á landi. Smám saman urðu til misgóðar hljómsveitir en aðalatriðið var ekki að syngja vel eða spila heldur ein- mitt að brjóta sem flest norm og pönka. Pönkinu fylgdi hugsjón um líf sem ekki þyrfti að stjórnast af fyrir fram ákveðnum stöðlum. Pönkarar merktu sig með sér- stökum klæðaburði og allt snerist um að gefa skít í hina venjubundnu merkingu hlutanna. Sjálf þekki ég pönktímabilið ekki af eigin raun enda var ég ófædd þegar Stranglers komu til landsins í fyrsta skipti. Í grunn- skóla horfðum við á Rokk í Reykjavík en myndin átti að hafa einhvers konar forvarnargildi og ég man að ég ákvað að sniffa aldrei lím. Ég var skíthrædd við pönkara og þótti hanakambar sérlega ógn- andi. Ég vissi sem var að hár átti alls ekki að vera feitt eða hart og því síður í skærum litum. Ég tengdi pönk beint við útlit sem í mínum huga var ávísun á dóp og vitleysu. Seinna komst ég að því að pönk snýst hvað minnst um útlit en einmitt frekar um lífsstíl og lífs- viðhorf. Flestir hópar í samfélaginu nota föt og glingur til þess að merkja sig. Mikils metnir lögfræðingar mæta í kokkteilpartí í sínum gráu fötum og unga konan, sem gengur óvart í lit, er kannski ekki sérlega velkomin. Blaðamenn reyna að klæða sig „hlutlaust“ enda þykir hlutleysi mikil dyggð í þeirri stétt. Í fjármálaheiminum geturðu gleymt öllum þínum frama ef þú gengur ekki í jakkafötum eða sam- bærilegum klæðnaði hönnuðum fyrir konur sem reyna að taka þátt í leiknum. Þetta snýst í raun ekki um klæðaburðinn heldur einmitt að skilgreina sinn hóp. Þess vegna er ekki nóg að setja upp hanakamb til þess að verða pönkari eða ganga í jakkafötum til þess að fá völd. Ég sem áður óttaðist pönkara, og allt ofbeldið sem þeir myndu beita mig ef ég rækist á þá ein á ferð, hef nú gert mér grein fyrir að ég ætti miklu frekar að óttast hópa sem hafa meiri völd en ég. Það er nefnilega þannig að allt ljótasta of- beldið, sem er til, tengist misbeit- ingu valds. Gildir þá einu hvort það er ofbeldi fullorðinna gegn börn- um, karla gegn konum eða auð- ugra stórvelda gagnvart fátækari ríkjum sem minna mega sín. Í samfélaginu höfum við ótal skráðar og óskráðar reglur til þess að þeir sem völdin hafa geti við- haldið þeim. Skráðu reglurnar kallast lög. Eignarrétturinn er skilgreindur fram og aftur til að gæta þess að viðhalda valdapýra- mídanum. Fólk sem grípur til ör- þrifaráða í uppreisn sinni eða falli í ómannúðlegu samfélagi er sent í fangelsi þrátt fyrir að allir viti að þær stofnanir eru síst til þess falln- ar að bæta nokkurn mann. Rík- isvaldið (sem endar ekki á orðinu vald fyrir tilviljun) fær peninga frá þegnunum til þess að geta ákveðið hvernig við eigum að haga lífi okk- ar. Það er í sjálfu sér ekkert at- hugavert við það að fólk skuli greiða hluta af tekjum sínum í sjóð sem ætlað er að sjá til þess að allir geti dregið fram lífið. En við erum ansi langt frá því markmiði þegar þessi sjóður er nýttur í að halda úti rándýrum valdastofnunum (oft kallaðar ráðuneyti og sendiráð), splæsa í móttökur fyrir jakkafata- hópa og taka þátt í hermannaleik þeirra stóru. Þar sem lög og skráðar reglur viðhalda ekki öllu valdinu (t.d. eftir að konur fengu jafnan rétt skv. lögum) er restinni bjargað með alls kyns óskráðum reglum. Óskráðar reglur segja hvernig við eigum að hegða okkur. Viðurlögin við brot- um eru lúmskari en engu að síður nógu hörð til þess að halda flestum okkar frá því að brjóta reglurnar. Íhaldsöfl eru svo með stöðugan hræðsluáróður um að ef fólk sam- þykkir ekki vald sem leikfang fá- menns hóps leysist allt upp í gríð- arlegt kaos. Fólki er talin trú um að það geti ekki lifað án stjórn- valda því að án þeirra brytist allt út í ofbeldi og látum. Eins og við lifum við frið, ást og hamingju í dag. Hvað segið þið, nefndi einhver ofbeldi á Íslandi, já eða ástandið í Írak? Þrátt fyrir að samfélagsskip- anin, sem við búum við í dag, geri út á þætti eins og græðgi og völd er ekki þar með sagt að þeir þættir séu órjúfanlegur hluti af mannlegu eðli. Það er í raun stórkostlegt van- mat á manneskjunni að halda því fram að hún geti ekki lifað í sátt og samlyndi við sjálfa sig og annað fólk öðruvísi en að það liggi við- urlög við því að gera það ekki. Í samfélagi, sem byggist á keppni um völd, er hins vegar ekki furðu- legt að ofbeldisglæpir, þjófnaðir, þunglyndi og geðsjúkdómar séu eins algengir og raun ber vitni. Vald verður ekki afnumið með þrengri skilgreiningu á eignarrétti og fleiri lögum og reglum heldur einmitt með því að gefa fólki færi á andlegum, tilfinningalegum og lík- amlegum þroska í samfélagi við annað fólk. Pönkið er bara ein tilraun af mörgum til þess að sýna fram á að reglunum verður viðhaldið ef við gerum það, annars ekki. Klæða- burður eða lífsviðhorf? Pönkið er bara ein tilraun af mörgum til þess að sýna fram á að reglunum verður viðhaldið ef við gerum það, annars ekki. VIÐHORF Eftir Höllu Gunnarsdóttur hallag@mbl.is DAVÍÐ Logi Sigurðsson, blaða- maður Morgunblaðsins, spyr í grein sinni, Viðhorfi, laugardaginn 4. desember: „Getur verið að þeir [þ.e. Þjóðarhreyfingin] standi í þeirri trú að The New York Times sé mest selda dag- blaðið í Írak? Eða hafa menn fyrir því fullvissu að stór hluti írösku þjóðarinnar lesi blaðið daglega á Netinu?“ Mér er ljúft að svara þessari spurn- ingu blaðamannsins. Í yfirlýsingunni „Inn- rásin í Írak – ekki í okkar nafni“, sem birta á í bandaríska stórblaðinu The New York Times, er Bandaríkjamönnum og – öðrum þjóðum – skýrt frá því að yfirgnæfandi meirihluti Íslend- inga hafi í öllum skoðanakönn- unum sagst vera á móti stuðningi íslenskra stjórnvalda við innrás Bandaríkjanna í Írak. Þegar Davíð Oddsson og Hall- dór Ásgrímsson ákváðu einir að Ísland skyldi vera á lista hinna „viljugu og staðföstu“ banda- manna Bandaríkjanna var sú ákvörðun fyrst tilkynnt á blaða- mannafundi í Washington DC – en ekki á Íslandi þar sem ákvörðunin um aðild var tekin. Hinn 19. mars 2003 horfði sá sem þetta ritar á fréttir á CNN-sjónvarpsstöðinni þar sem fáni Íslands birtist um leið og sagt var að Ísland væri eitt af þeim ríkjum sem lýst hefðu yfir stuðningi við væntanlega innrás Bandaríkjanna í Írak! Hefði ekki verið eðlilegra og réttara af Davíð og Halldóri að birta þessa ákvörðun sína fyrst á Íslandi – í hvers nafni stuðning- urinn var? Eða, eins og Davíð Logi Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, veltir fyrir sér með yfirlýsingu Þjóðarhreyfing- arinnar – hefði ekki verið rökrétt af Davíð og Halldóri að birta ákvörðun sína fyrst í Írak og á Ís- landi, en ekki aðeins í Washington DC? Varðandi ákvörðun um birtingu yfirlýsingarinnar í The New York Times er rétt að geta þess að yf- irlýsingin var fyrst kynnt (á íslensku og á ensku) á blaðamanna- fundi hinn 1. desem- ber sl. á Hótel Borg og daginn eftir var hún birt sem heilsíðu- auglýsing í Morg- unblaðinu. Yfirlýs- ingin er kynnt hérlendis fyrst og síð- an birt erlendis. Með birtingu auglýsing- arinnar í The New York Times er tryggt að hún berist til ann- arra fjölmiðla í öðrum löndum. The New York Times er eitt virtasta dagblað veraldar. Blaðið er gefið út í „höfuðborg heimsins“, New York, þar sem eru höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Í New York hafa öll ríki jarð- arinnar sínar fastanefndir og fréttafulltrúa. The New York Tim- es er árangursríkasti vettvang- urinn fyrir yfirlýsingu frá íslensku þjóðinni til umheimsins, þar sem með henni er m.a. verið að senda bandarísku þjóðinni skilaboð og segja henni að áróður Bush for- seta, bæði innan Bandaríkjanna og utan, um það að á bak við innrás- ina standi tugir „viljugra og stað- fastra“ þjóða sé ekki réttur. Ís- lenska þjóðin er ekki „viljug og staðföst“ heldur alfarið á móti ein- hliða ákvörðun forsætis- og utan- ríkisráðherra Íslands. Bush hefur notað þennan lista „viljugra og staðfastra“ bandamanna til að sannfæra bandarísku þjóðina um að stór hluti heimsins standi með honum í Íraksmálinu. Þannig hjálpa Íslendingar Bush að veiða atkvæði og halda völdum. Þjóðarhreyfingin mun senda yf- irlýsinguna sem birtist í The New York Times til fjölmiðla víða um heim, þ.á m. í Írak, líkt og Norð- menn gerðu þegar þeir keyptu heilsíðuauglýsingu í The Wash- ington Post 12. október sl., þar sem þeir sögðu frá því að fjórir af hverjum fimm Norðmönnum væru á móti innrásinni í Írak og að rík- isstjórn Noregs hefði brugðist því hlutverki sínu að skýra frá áliti meirihluta norsku þjóðarinnar. Auglýsing Norðmannanna í bandaríska dagblaðinu vakti gríð- arlega athygli og birtust fréttir um yfirlýsinguna í blöðum og ljós- vakamiðlum um heim allan, og þar með talið hér í Morgunblaðinu. Þjóðarhreyfingin mun kynna yf- irlýsinguna „Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni“, sem búið er að kynna hérlendis og birtist í The New York Times, í sem flestum fjölmiðlum í sem flestum löndum, og þar á meðal í Írak. Ég skora á landsmenn að styðja yfirlýsinguna með því að hringja í söfnunarsím- ann 90-20000, eða leggja fjár- framlag inn á söfnunarreikning nr. 833 í SPRON. Yfirlýsinguna, o.fl. þessu máli viðkomandi, má nálgast með því að heimsækja vef Þjóð- arhreyfingarinnar – með lýðræði; www.thjodarhreyfingin.is. Hvers vegna The New York Times? Hans Kristján Árnason svarar Davíð Loga Sigurðssyni ’Þjóðarhreyfingin munkynna yfirlýsinguna […], sem búið er að kynna hérlendis og birt- ist í The New York Tim- es, í sem flestum fjöl- miðlum í sem flestum löndum og þar á meðal í Írak.‘ Hans Kristján Árnason Höfundur er framkvæmdastjóri Þjóðarhreyfingarinnar. AUÐHEYRT var af umræðum á Alþingi í liðinni viku að forsætis- ráðherra er ekki áfram um að ræða málefni Íraks. Utanrík- isráðherra ekki heldur, en hann brást við eins og jafnan þegar hon- um þykir umræðan „vitleysisleg“: Stóryrði og orðskrípasmíð; enginn skortur á því – en fátt um rök. Ráðherrarnir óttast yfirvegaða umræðu um þátt Íslands í Íraksstríðinu. Þeir sem lögðu nafn þjóðar sinnar við innrásina leita í örvæntingu réttlætingar á gjörðum sínum en neita að horfast í augu við mistök sín. Fyrir liggur að innrásin í Írak var byggð á upplognum ásök- unum. Eftir að blekkingarnar urðu ljósar, jafnvel hinum „viljugu“, voru fundin ný rök fyrir innrásinni, öll mjög ósannfærandi – þó ekki fyrst og fremst vegna þess að þau voru reidd fram eftir á. Síðast en ekki síst var yfirlýstur stuðningur Íslands við innrásina löglaus gjörningur af hálfu ráðherranna tveggja. Bætum fyrir eyðilegginguna Með hliðsjón af þessu og í ljósi þess að hin misráðna innrás í Írak hefur kostað a.m.k. tugþúsundir óbreyttra borgara lífið – örkumlað enn fleiri þúsundir og eyðilagt samfélag milljóna manna – kemur þá ekki til greina að ráðherrarnir sem lögðu nafn Íslendinga við þennan verknað biðjist afsökunar og sýni hug sinn í verki? Það geta þeir með því að hringja í síma 902 0000 og taka nafn Íslands af lista hinna svokölluðu „viljugu bandamanna.“ Með símtalinu geta þeir, eins og aðrir lands- menn, stutt birtingu yfirlýsingar í New York Times með 1.000 kr. Í yfirlýsingunni er kynnt raun- veruleg afstaða yfirgnæfandi meiri- hluta Íslendinga til innrásarinnar í Írak og Írakar beðnir afsökunar á hörmungunum sem við höfum átt þátt í að kalla yfir land þeirra. Þá fyrst getur Ísland lagt skerf til uppbyggingar í Írak á heiðarlegan og sannfærandi máta, það er þegar óöldinni linnir og hægt verður að hefjast handa við að bæta fyrir eyðilegginguna. Að horfast í augu við gjörðir sínar er fyrsta skrefið. Ábyrgð okkar á innrásinni líður ekki hjá. Hana þarf að axla. Því miður er fátt sem bendir til sinnaskipta ráðherranna tveggja. Öfugmæli utanríkisráðherra um friðsæld í Írak og öruggari heim vegna innrásarinnar vitna um það, svo skammarleg sem þau eru. Ætti hann þó öðrum fremur að hringja í síma 902 0000 því ekki er ofmælt hjá fyrrum formanni Framsókn- arflokksins, að stuðningur Íslands við innrásina í Írak sé sennilega stærstu afglöp í sögu utanríkismála okkar. – Ég skora á samlanda mína að hringja, og láta það ekki bíða. Ráðherrarnir tveir hringi í síma 902 0000 Hjörtur Hjartarson fjallar um stuðning Íslands við innrásina í Írak ’Þeir sem lögðu nafnþjóðar sinnar við innrásina leita í örvænt- ingu réttlætingar á gjörðum sínum en neita að horfast í augu við mistök sín.‘ Hjörtur Hjartarson Höfundur er kynningarstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.