Morgunblaðið - 07.12.2004, Side 35

Morgunblaðið - 07.12.2004, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 35 MINNINGAR ✝ Sigrún Einars-dóttir fæddist í Reykjavík 10. júní 1949. Hún lést á Líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 28. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Þor- björg Sigurðardótt- ir, f. 4. janúar 1919, d. 2. mars 1990 og Einar Ólafsson, f. 11. júní 1913, d. 20. októ- ber 1992. Systkini Sigrúnar eru Hjördís Inga, Sesselja Ólafía, Katrín Særún, Ágústa, Gróa Sig- ríður, Þórey, Lind og Ólafur Brynjólfur. Sigrún giftist 12. sept. 1970 Jóni Kristfinnssyni, f. 9. júní 1949. Foreldrar hans eru Krist- finnur Jónsson, f. 19. maí 1924 og Sigrún Sigurjónsdóttir, f. 30. mars 1931. Börn Sigrúnar og Jóns eru: 1) Guðrún Björk. Synir hennar eru Sigurjón Ingvar, Gabríel Freyr, Jón Kristfinnur Mikael og Ísak Rúnar. 2) Kristrún, sambýlis- maður Jón V. Guð- mundsson. Dætur hennar eru Andrea Hlín og Klara Björk. 3) Einar Kjartan, sambýliskona Drífa Björk Landmark. Börn hans eru Dan- íel og Elísabet Ósk. Sigrún starfaði undanfarin ár sem leiðbeinandi fyrir heilabilað fólk. Hún lét af störfum í júlí vegna veikinda. Útför Sigrúnar verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Með sorg í hjarta kveðjum við okkar elskulegu eiginkonu og móð- ur. Minningarnar eru margar og góð- ar. Trúmennskan við okkur. Og allur stuðningurinn sem hún gaf okkur í gegnum tíðina. Gleðina og húmorinn í henni er það sem við eigum eftir að muna um ókomna tíð. Við þökkum henni fyrir allt það góða sem hún gerði fyrir okkur og með okkur. Þinn Jón og börn. Elskuleg tengdadóttir og mág- kona, þín er sárt saknað. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson.) Hinsta kveðja, Sigrún, Kristfinnur, Edda og Sverrir og fjölskyldur. Elsku amma mín, mér þótti mjög vænt um þig. Það var alltaf svo gam- an með þér, þú gerðir margt með mér Klöru og krökkunum, t.d. þú leyfðir okkur að fara upp í sveit með þér og afa, þú spilaðir við okkur og lékst. Ég á alltaf eftir að sakna þín og hugsa um góðu minningarnar um þig, ég á aldrei eftir að gleyma þér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þúsund kossar og knús frá mér, þín Andrea Hlín. Elsku amma, þú varst besta amma í heiminum og ert það enn. Það var svo skemmtilegt þegar við fórum á Ólafsvelli og þú bakaðir eitt- hvað, það var alveg sama hvað þú bakaðir, það var alltaf gott. Að knúsa þig var æðislegt og að kyssa þig var yndislegt, þú varst alltaf svo fín og góð. Þú varst svo mjúk, sæt og fal- leg. Hefðir þú ekki fengið þennan sjúkdóm værum við alltaf að gera eitthvað saman. En eftir nokkur ár komum við upp til þín og kyssum þig og knúsum. Þín Klara Björk. Elsku amma, við viljum þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Þínir dóttursynir Sigurjón, Gabríel, Jón og Ísak. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð (Þórunn Sig.) Ég bið Guð að geyma Sigrúnu, styrkja og hugga Jón, Guðrúnu, Kristrúnu, Einar, barnabörnin sem bráðum verða níu, tengdafólk, systk- ini og allar góðu vinkonurnar. Ég þakka henni fyrir allar góðu stund- irnar sem aldrei bar skugga á. Vona að við hittumst aftur, mín elskulega systir. Katrín. Sigrún systir er horfin á braut alltof snemma eftir snarpa baráttu við illvígan sjúkdóm. Það er erfitt að fá þær fréttir að eiga stutt eftir af þessu jarðlífi og að innan skamms muni ástvinur hverfa á braut. Nú er þessi erfiða ganga á enda og eftir stendur minningin um góða konu. Hún systir mín var manneskja með einstaklega gott hjartalag og góða nærveru. Þessir eiginleikar hennar nutu sín vel meðal ættingja og vina. Þau Nonni og Sissa áttu myndarlegt og fallegt heimili, það er þeirra lán að hafa átt hvort annað sem sam- rýndir lífsförunautar. Í hugann koma stundir þar sem tekinn var léttur snúningur undir tónum Fats Domino eða Presley. Glaðværð og húmor einkenndu Sissu og jafnvel undir það síðasta á erfiðum stundum kom þessi húmor fram. Þannig verð- ur hennar minnst með eftirsjá og hlýju í hjarta. Þegar ég sat í sætum draumi um sumarkvöldin björt og löng, ægir kvað með ölduglaumi, aldinn ég þóttist heyra söng, þegar með eddu skáldið skar skjálfandi hjartaræturnar. (Benedikt Gröndal.) Við Rína sendum innilegar sam- úðarkveðjur til Jóns, Gunnu, Krist- rúnar, Einars, maka og allra barna- barnanna sem hafa stutt Sissu á þessum erfiðu tímum. Megi minn- ingin um góða konu lifa. Ólafur B. Einarsson. Það er komið að kveðjustund. Elsku stóra systir mín, Sigrún Ein- arsdóttir, er látin. Ég var svo lánsöm að fæðast inn í stóra alþýðufjöl- skyldu sem bjó í fjölskylduhúsinu á Miklubraut 16 þar sem allir voru frændur eða frænkur. Hún Sigrún var ekki nema eins og hálfs árs þeg- ar ég fæddist og mamma sagði að Sigrún hefði staðið bakvið hurð og tottað puttann þegar ég var böðuð. Við stækkuðum og margt var brallað á brautinni. Við útbjuggum hús úr borðstofu- settinu og tjölduðum yfir með tepp- um, lékum okkur mikið í geymslunni í búleik og haldnir voru balletttímar á langa ganginum. Svo var farið í kjóla og slör sett á hausinn og labbað um hverfið í hælaháum skóm. Oft var farið á skauta niður á Tjörn og seint gleymist kuldinn á fótunum. Við fórum líka á Melavöllinn þar sem skautað var undir dansmúsík fram á kvöld og flesta daga fórum við í Sundhöllina og Sigrún kenndi mér að synda með því að fara einn metra frá bakkanum og skutla sér að hon- um, og ég man hvað við vorum soðn- ar á puttunum og svangar á leiðinni heim. Sigrún gekk í Austurbæjarskól- ann og þegar hún átti að læra ljóð las hún þau upphátt og þá kom það sér vel fyrir mig og ég lærði ljóðin jafn- óðum. Hún fór svo í Gaggó-Aust og hitti marga nýja krakka og ég fékk að kynnast mörgu nýju og spenn- andi. Hún fermdist ári á undan mér, 1963, og fékk fullt af Babydoll-nátt- fötum í fermingargjöf og ég fékk sko líka að nota Babydoll. Hún Sigrún fór í Lídó á dansæfingar og þegar hún kom heim var mér kennt að tvista. Hún fór snemma að vinna, fyrst á Rauðhólum að passa krakka í sum- arvinnu, svo á Skálatúni með þroska- heftum og alls staðar var hún vinsæl, bæði meðal starfsfólks og vist- manna. Hún var einstaklega lífsglöð og sá alltaf gleði og húmor í öllu. 16 ára hittir hún Nonna sinn sem hefur verið hennar lífsförunautur og 17 ára voru þau orðin foreldrar. Þá fæddist Guðrún Björk, 1966. Þau bjuggu í skjóli mömmu og pabba á Miklu- brautinni í nokkur ár og fóru svo að búa í kjallaranum hjá afa og ömmu á Laugarnesvegi 58. Þau gengu í hjónaband 12. september 1970 og Kristrún fæddist sama ár. Þau keyptu sína fyrstu íbúð í Þórufelli 10 og enn stækkaði fjölskyldan, Einar Kjartan fæddist 30. júlí 1975. Svo stækkuðu þau við sig og fluttu í Stíflusel 14, og alls staðar eignaðist hún Sigrún vini. Þau Nonni reistu sér hús í Hesthömrum 2 og Tinna kom til sögunnar, svört Labrador tík sem Sigrún fékk sér og fóru þær saman í ótalda göngutúrana. Sigrún vann á leikskólanum og seinna í Foldabæ á heimili fyrir heilabilaðar konur. Í 20 ár hafa Sigrún og Nonni átt sumarhús og notið þess að bruna austur í sveitina allar helgar jafnt sumar sem vetur. Og í sveitinni hafa verið haldnar veislur og mikið um gesti. Í uppvext- inum nutum við systur mikils frjáls- ræðis og okkur var kennt að koma eins fram við alla. Við höfum notið þess að vera sam- an og miklir vinir í gleði og sorg. Við höfum farið í nokkrar systraferðir og þá er sko dansað og sungið og mikið hlegið og rokkað. Barnabörnin eru orðin átta og það níunda er á leiðinni, hún hefði svo sannarlega viljað lifa áfram og fá að fylgjast með fólkinu sínu. Hinn 4. júlí fékk hún elsku syst- ir mín dauðadóm og þessi sjúkdómur var óvæginn og grimmur. En í dag komum við saman til þess að kveðja og þakka fyrir samferðina. Hafðu hjartans þökk, elsku Sissa mín. Þín systir Gróa Einarsdóttir (Lóa). Ekkert er jafn endanlegt og dauð- inn. Þegar góð vinkona veikist og veik- indin eru alvarleg, þá er það alltaf áfall. En þó er ætíð von. Jafnvel þeg- ar vinkonan er heimsótt á líknar- deild og engum dylst að þrátt fyrir brosið eru endalokin stutt undan, þá er haldið í vonina. Manni er jú kennt að trúa á kraftaverk. En nú er úrskurðurinn kominn, og hann er svo skelfilega endanlegur. Héðan af duga engin kraftaverk, Sigrún er dáin, og aðeins minningin um stutt og ánægjuleg kynni okkar lifir eftir. Það var fyrir fáum árum að hjón úr Reykjavík keyptu Minni-Ólafs- velli, sem blasa við úr borðstofu- glugganum hjá okkur í Björnskoti. Fljótlega iðaði hlaðið á Minni-Ólafs- völlum af lífi um helgar, og var greinilegt að þarna átti að taka til hendinni. Ekki man ég hvernig kynni okkar hófust, en þau hjón urðu fljótlega aufúsugestir á hverjum bæ í Ólafsvallahverfinu. Það var ætíð fagnaðarefni að sjá Sigrúnu koma röltandi tröðina heim að Björnskoti. Þá voru kaffikrúsirnar drifnar á borðið og jafnvel stöku sinnum rauð- vínsglösin. Og svo var spjallað og mikið hlegið. Bæirnir í Ólafsvallahverfinu hafa jafnan haldið sameiginleg töðugjöld. Í haust var Sigrún orðin veik og eng- inn bjóst við henni í töðugjöldin. Það var ógleymanlegt að sjá hana birtast í skemmudyrunum, ganga nær óstudda að borðinu og setjast þar eins og drottningu sæmir. Hún dvaldi ekki lengi hjá okkur þetta kvöld, en brosið hennar lýsti upp skemmuna. Þetta er síðasta minning sem flestir sveitungarnir eiga um Sigrúnu. Elsku vinkona, hafðu kæra þökk fyrir dýrmæta viðkynningu. Megi allar góðar vættir styrkja Jón og börn þeirra í sorginni. Heimilisfólkið í Björnskoti. Elsku vinkona. Nú ertu farin frá okkur og mikið munum við sakna þín. Hópurinn okkar verður ekki samur þegar þín nýtur ekki lengur við. Mikið eigum við eftir að sakna þín og orðatiltækj- anna þinna. Hver á að vera á takk- anum og hver sér um danskennsl- una? Við getum sofið í vetur var sagt ef einhver fór of snemma í háttinn. Félagið þreyttar húsmæður hefur staðið saman í gegnum súrt og sætt. Hvað sagði ekki mamma þín, „þið þreyttar“ nei lífsglaðar? Síðustu tuttugu ár hafa haustferðir og árleg- ir frídagar að vori verið tilhlökkun- arefni og hlegið mikið þegar sest var niður og rætt um eldri ferðir og lesið úr dagbókinni. Hvað skyldu margir hafa spurt í gegnum tíðina; er hægt að komast í hópinn? Við höfum getað rætt allt milli himins og jarðar og ef einhver þurfti að létta af sálinni þá var það hægt því það sem okkur fer á milli fer ekki lengra. Við áttum þó eitt eftir, að vera eina helgi á Minni Ólafsvöllum í litla fína húsinu ykkar Jóns sem er orðið algjör draumur. Þar ætluðum við að tjútta á bað- stofuloftinu við Presley og Domino eins og okkur einum er lagið. Búið að koma fyrir græjunum og allt orðið klárt, heiti potturinn kominn og Jón þinn að verða búinn með sólskálann. Hvern skyldi hafa órað fyrir því í vor að svona færi? En enginn veit hver örlög okkar eru. Á þessum tuttugu árum sem við höfum átt saman fannst okkur heppnin leika við okkur og fjölskyldur okkar. En skyndilega skellur stormurinn á, ein af okkur missti eiginmann, önnur missti dótt- ur og nú ert þú farin. Þessi hræðilegi sjúkdómur hefur nú tekið þig frá okkur og ekki síst frá fjölskyldu þinni þar sem þú varst alltaf stoð og stytta. Ekki er hægt að gera sér í hugarlund hversu erfitt það verður fyrir þau á næstu mánuðum og árum að hafa þig ekki lengur. Elsku Jón, Guðrún, Kristrún, Ein- ar og barnabörn, megi Guð og allir sem yfir vaka, hugga ykkur og styrkja í sorginni. Við munum alltaf muna þig, vinkona. Þreyttar hús- mæður og lífsglaðar, Auður, Steinunn, Dagný, Kristín, Gréta, Edda, Ann og fjölskyldur. Elsku Sissa okkar hefur kvatt þetta líf allt of fljótt, í blóma lífsins. Það hefur myndast stórt skarð í saumaklúbbnum, þegar þú ert horf- in. Þú varst alltaf svo hress og skemmtileg, mikill gleðigjafi, stór- glæsileg og falleg kona, sannkölluð Rós. Þú komst til dyranna eins og þú varst klædd og sást alltaf spaugilegu hliðarnar á tilverunni. Við eigum margar góðar minning- ar eftir öll þessi ár, sem við getum ekki komið á blað í stuttu máli. Síð- asta skemmtun okkar saman var 1. maí síðastliðinn. Stuttu seinna greindist þú með illvígan sjúkdóm, sem tók þig allt of fljótt. Að lokum viljum við þakka þér, elsku vinkona, fyrir allt sem þú gafst okkur með nærveru þinni. Elsku Nonni, Guðrún, Kristrún, Einar, barnabörn, tengdafólk og systkini. Ykkur vottum við okkar innilegustu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Loks er dagsins önn á enda, úti birtan dvín. Byrgðu fyrir blökkum skugga björtu augun þín. Ég skal þerra tár þíns trega, tendra falin eld, svo við getum saman vinur syrgt og glaðst í kveld. Lífið hefur hendur kaldar, hjartaljúfur minn. Allir bera sorg í sefa, sárin blæða inn. Tárin falla heit í hljóði, heimur ei þau sér. Sofna, vinur, svefnljóð meðan syng ég yfir þér. Þreyttir hvílast, þögla nóttin þaggar dagsins kvein. Felur brátt í faðmi sínum fagureygðan svein. Eins og hljóður engill friðar yfir jörðu fer. Sof þú væran, vinur, ég skal vaka yfir þér. (Kristján frá Djúpalæk.) Hvíl í friði, elsku Sissa. Saumaklúbbssystur, Hulda, Erla, Mínerva, Fríða, Hafdís og Kristrún. SIGRÚN EINARSDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðs- ins: mbl.is (smellt á reitinn Morg- unblaðið í fliparöndinni – þá birt- ist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni und- ir greinunum. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.