Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 45
er að Helgi Ólafsson var ókrýndur
konungur Helgarskákmóta Tíma-
ritsins Skákar á sínum tíma og að
mæta honum með svörtu í atskák er
erfitt. Eins og stundum áður fékk
undirritaður að kynnast því í næstu
skák.
Hvítt: Helgi Ólafsson
Svart: Helgi Áss Grétarsson
1. c4 e5 2. e3 Rf6 3. Rc3 Bb4 4.
Rge2 0–0 5. a3 Be7 6. d4 exd4 7.
exd4 d5 8. Rf4 dxc4 9. Bxc4 Rbd7?!
9. … Rc6 hefði verið mun betri
leikur og meira í anda stöðunnar. Nú
hefði hvítur hugsanlega getið leikið
10. Bxf7 Hxf7 11. Re6 De8 12. Rxc7
Dd8 13. Rxa8 og mjög flókin staða
kemur upp.
10. 0–0 Rb6 11. Ba2 c6 12. He1
Bf5?! 13. Df3 Dd7?! 14. h3 Had8? 15.
g4! Bg6
Eftir að hafa leikið mörgum óná-
kvæmum leikjum lendir svartur í
miklum vandræðum þegar næsti
þrumuleikur hvíts leit dagsins ljós.
Sjá Stöðumynd 3
16. Re6! h5 17. Rxf8 Hxf8 18. Bg5
hxg4 19. hxg4 Bd8
Svartur leggur ekki árar í bát þó
að hvítur standi nú til vinnings og í
kjölfar nokkra ónákvæmra leikja hjá
hvítum fær hann ágætis spil.
20. Bxf6 Bxf6 21. Had1 Bg5 22.
d5 c5 23. Re4 Bxe4 24. Hxe4 Dd6 25.
b4 cxb4 26. axb4 g6 27. Dg3 Rc8 28.
Kg2 Dxg3+ 29. Kxg3 Rd6
Svartur hefur fengið mestallt það
sem hann gat fengið úr stöðunni eftir
skiptamunstapið. Þó að taflið sé erf-
itt hefur hann stöðulegar bætur fyrir
liðsmuninn þar eð riddarinn á d6 er
stórveldi. Hins vegar í svo stuttri
skák skiptir tíminn miklu máli og
hafði hvítur mikla yfirburði hvað það
varðar.
Sjá Stöðumynd 4
30. He2 Hc8 31. Hd3 Hc1 32. Bb3
Bd8 33. Hc2 Hg1+ 34. Kf4 Kf8 35.
He2 Bf6?! 36. Hd1 Hg2? 37. Hh1 og
svartur gafst upp þar eð hann hélt að
hrókurinn á g2 væri að falla. Hann
getur þó bjargað honum á kostnað
þess að d-peð hvíts komist af stað
með 37. … Rb5! 38. Kf3 Rd4+ 39.
Kxg2 Rxe2 40. d6 og hvítur stendur
til vinnings.
Helgi hélt áfram á sigurbraut og
lagði Jón Viktor Gunnarsson að velli
í næstsíðustu umferð og var þá jafn
þeim Birni Þorfinnssyni og Stefáni
Kristjánssyni fyrir lokaumferðina.
Þeir gerðu stutt jafntefli sín á milli
en Helga tókst að leggja Hannes
Hlífar að velli með svörtu og tryggði
sér þar með sigurinn. Lokastaða
efstu manna varð annars þessi:
1. Helgi Ólafsson 7 vinninga af 8
mögulegum
2.–3. Björn Þorfinnsson og Stefán
Kristjánsson 6½ v.
4.–6. Henrik Danielsen, Jón V.
Gunnarsson og Ingvar Þ. Jóhannes-
son 6 v.
7.–10. Helgi Áss Grétarsson,
Hannes H. Stefánsson, Sigurður
Páll Steindórsson og Vignir Bjarna-
son 5½ v.
Ýmis flokkaverðlaun voru veitt og
varð þannig Vignir Bjarnason hlut-
skarpastur í flokki stigalausra, Guð-
fríður Lilja Grétarsdóttir í kvenna-
flokki, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
í stúlknaflokki og Ingvar Ásbjörns-
son í drengjaflokki. Jafnframt voru
dregnir út ótal aukavinningar sem
nokkrir af bakhjörlum mótsins höfðu
gefið, s.s. Edda útgáfa hf., Hótel
Búðir og Sonet. Stærstu styrktarað-
ilarnir voru hins vegar Snæfellsbær,
Deloitte, Olís og Fiskmarkaður Ís-
lands. Þó má ekki gleyma þeim ljúf-
fengu máltíðum sem í boði voru með-
an á mótinu stóð og fyrir loka-
athöfnina en um það sáu Ólína og
Þórður í Söluskála ÓK. Á hinum
tveimur mótunum sem haldin hafa
verið hefur verið til siðs að nokkrir
þátttakanda hafa sýnt hæfileika sína
á söngsviðinu með aðstoð karaoke-
tækis. Að þessu sinni varð ekkert af
því en þess í stað sýndu nokkrar
stúlkur danstilþrif undir stjórn Guð-
fríðar Lilju. Aðkomumenn þökkuðu
kærlega fyrir sig að því loknu og fyr-
irheit voru gefin um að leikar yrðu
endurteknir að ári. Rútuferðin suður
var afar erfið enda flughált á leiðinni.
Þessar fjórar og hálf klst. liðu þó til-
tölulega fljótt enda sigurvegari
mótsins kampakátur en hann sá um
spurningakeppni milli farþeganna af
mikilli röggsemi. Það voru því
þreyttir en glaðir skákmenn sem
komu á BSÍ upp úr miðnætti aðfara-
nótt laugardagsins fjórða desember.
Helgi Áss Grétarsson
daggi@internet.is
Stöðumynd 1 Stöðumynd 2
Stöðumynd 3 Stöðumynd 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 45
Atvinnuauglýsingar
Smiðir eða smiðagengi
Vantar strax smiði eða smiðagengi. Upplýsing-
ar gefur Pétur Einarsson í síma 822 4437.
Kennarar
Vegna forfalla vantar kennara við Grunnskól-
ann í Búðardal frá janúar til vors.
Meðal kennslugeina er handavinna og stærð-
fræði í 8. og 9. bekk.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 434 1466
og 862 8778.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Félagsstarf
Fulltrúaráð sjálfstæðis-
félaganna í Garðabæ
Aðalfundur
verður haldinn í félagsheimili Sjálfstæðisfélags
Garðabæjar á Garðatorgi 7, Garðabæ, í dag,
þriðjudaginn 7. desember kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Staðan í síðari hálfleik —
loforð og efndir.
Frummælandi: Ásdís Halla
Bragadóttir, bæjarstjóri.
3. Önnur mál.
Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðis-
félaganna í Garðabæ.
Nauðungarsala
Uppboð
Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp á Strandgötu 41, 460
Tálknafirði, fyrir utan starfsstöð Skanda ehf., þriðjudaginn
14. desember 2004 kl. 17:00:
IJ-376 SI-068
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurinn á Patreksfirði,
23. nóvember 2004.
Björn Lárusson, ftr.
Tilkynningar
Verðlaunasjóður
í læknisfræði
Verðlaunasjóður í læknisfræði, stofnaður af
læknunum Árna Kristinssyni og Þórði Harðarsyni,
óskar eftir tilnefningum um vísindamenn til að hljóta
verðlaun úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að veita
verðlaun og/eða styrki til rannsókna og framþróunar í
læknisfræði og lífvísindum á Íslandi.
Allir akademískir starfsmenn í læknisfræði og
lífvísindum geta sent rökstuddar tilnefningar í pósti til
undirritaðs eða á netfangið thordhar@landspitali.is
fyrir 31.12. 2004. Til greina koma vísindamenn sem
náð hafa framúrskarandi árangri í rannsóknum sínum,
en einnig ungir vísindamenn sem sýnt hafa óvenjulega
hæfni til rannsókna og náð frábærum upphafsárangri.
Sérstaklega er leitað eftir tilnefningum úr hópi
starfsmanna Landspítala-háskólasjúkrahúss og Háskóla
Íslands. Forstjóri LSH mun afhenda verðlaunin á
ársfundi Landspítala-háskólasjúkrahúss vorið 2005.
Verðlaunafjárhæð er kr. 2 milljónir.
F.h. stjóðsstjórnar,
Þórður Harðarson, prófessor
Landspítali-háskólasjúkrahús v/Hringbraut.
Félagslíf
I.O.O.F. Rb. 4 1531277 -
Miðlun/heilun
Sjálfsupp- bygg-
ing
Hugleiðsla
Fræðsla
Halla Sigurgeirsdóttir, and-
legur læknir. Upplýsingar í
síma 553 8260 fyrir hádegi.
FJÖLNIR 6004120719 I Jf. EDDA 6004120719 III
Jólafundur verður í kvöld
þriðjud. 7. des. kl. 20:30 í sal
Siglingaklúbbsins Brokeyjar við
Austurbugt 3 við gömlu Reykja-
víkurhöfn við hlið Faxaskála og
á móti smábáta- og varðskipa-
bryggjunni. Hlökkum til að sjá
sem flesta. Með jólakveðju.
Stjórnin.
Opið hús hjá
Bridssambandinu
Bridssamband Íslands býður alla
bridsspilara, vana og óvana, vel-
komna á opið hús í Síðumúla 37 mið-
vikudaginn 8. des. kl. 19:30.
Nemendur Bridsskólans og fram-
haldsskólanemendur sem hafa eða
hafa haft brids sem valgrein eru
boðnir sérstaklega velkomnir. Þátt-
taka er ókeypis og kaffi og smákökur
í boði hússins.
Bridsfélag
Hafnarfjarðar
Þá er nýlokið aðaltvímenning
Bridsfélags Hafnarfjarðar, með
góðum sigri Hafþórs Kristjánssonar
og Stefáns Garðarsonar.
Þeir leiddu öll þrjú kvöld keppn-
innar fyrir utan næst síðustu setuna
þegar þeir duttu niður í annað sætið,
en endurheimtu fyrsta sætið með
glæsibrag í síðustu setu. Lokastaðan
varð annars þessi:
Hafþór Kristjánsson – Stefán Garðarss. 112
Sigurður Sigurjónsson – Páll Hjaltason 92
Andrés Þórarinsson – Halldór Þórólfsson 85
Friðþjófur Einarss. – Guðbr. Sigurbergss.
53
Alda Guðnadóttir – Kristján Snorrason 43
Nú líður að jólum og næsta mánu-
dag, 6. des., verður spiluð monrad-
rúberta, og þá gildir að hafa heppn-
ina með sér. Spilamennska byrjar
klukkan 19:30.
Bridsdeild
FEBK Gjábakka
Þriðjudaginn 30. nóv. var spilaður
tvímenningur á sex borðum.
Meðalskor var 100. Úrslit urðu
þessi í N/S:
Oddur Jónsson – Ólafur Lárusson 138
Ólafur Ingvarsson – Ragnar Björnsson 114
Jón Stefánsson – Þorsteinn Laufdal 104
A/V:
Aðalheiður Torfad. – Ragnar Ásmundss. 118
Jón Jóhannss. – Sturlaugur Eyjólfsson 111
Guðjón Kristjánsson – Magnús Oddsson 102
Laugardaginn 27. nóv. fór fram
hin árlega sveitakeppni um Íslands-
bankabikarinn milli bridsdeilda
FEBK í Gullsmára og Gjábakka.
Hvor deild tefldi fram átta sveitum.
Gjábakki fór með sigur af hólmi,
161:74, og sigraði á fimm borðum,
Gullsmári á einu og á tveimur borð-
um skildu liðin jöfn.
Bridsdeild Félags
eldri borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Glæsibæ mánud. 29. nóv. Spil-
að var á tíu borðum. Meðalskor 216
stig. Árangur N–S:
Magnús Oddsson – Ragnar Björnsson 253
Alda Hansen – Jón Lárusson 244
Gunnar Pétursson – Ólafur Ingvarsson 225
Árangur A–V:
Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 267
Viggó Nordquist – Sigurður Pálsson 261
Helgi Hallgrímsson – Jón Hallgrímsson 252
Tvímenningskeppni spiluð
fimmtud. 2. desember. Spilað var á
tíu borðum.
Meðalskor 216 stig. Árangur N–S:
Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 262
Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánsson 252
Olíver Kristófers. – Sæmundur Björnss. 245
Árangur A–V:
Jón Karlsson – Sigurður Karlsson 260
Helgi Hallgrímsson – Jón Hallgrímsson 255
Eggert Þórhallsson – Jón Árnason 235
Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK Gullsmára
spilaði tvímenning á 14 borðum
fimmtudaginn 3. des. sl. Efst vóru í
N/S:
Filip Höskuldss. – Páll Guðmundss. 312
Björn Björnsson – Oddur Jónsson 304
Guðmundur Guðveigss. – Jón Jóhannss. 303
Sigurpáll Árnas. – Sigurður Gunnlaugss.
296
A/V:
Ólafur Oddsson – Jón Bjarnar 343
Elís Kristjánsson – Páll Ólason 339
Jón Stefánsson – Dóra Friðleifsdóttir 315
Auðunn Bergsveinss – Stefán Friðbjss. 313
Spilað alla mánu- og fimmtudaga.
Síðasti spiladagur fyrir jól mánudag-
ur 13. desember.
Bridsfélag Kópavogs
Fyrsta kvöldið af þremur í Berg-
plasts-tvímenningnum var spilað sl.
fimmtudag. Það er ljóst að Steini
Berg í Bergplasti ætlar að fá hluta af
verðlaunafénu sjálfur!
Hæsta skor í N/S:
Óskar Sigurðsson – Þorsteinn Berg 259
Ólafur Lárusson – Þorleifur Þórarinss. 246
Halldór Svanbergs. – Kristinn Kristinss. 238
Jens Jensson – Jón St. Ingólfsson 225
A/V:
Hermann Friðrikss. – Herm. Láruss. 278
Hjálmar Pálsson – Sigurður Steingrss. 268
Ragnar Björnss. – Sig. Sigurjónss. 246
Georg Sverrisson – Ragnar Jónsson 214
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson