Morgunblaðið - 07.12.2004, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 07.12.2004, Qupperneq 48
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes HJÁLP! MÚS! HVAÐ? HANN Á AFMÆLI Í DAG HJÁPAR ÞAÐ ÞÉR EITTHVAÐ? ÞAÐ ER ÓHOLLT FYRIR ÞIG! ÞÚ ERT BARA AÐ LJÚGA AÐ SJÁLFUM ÞÉR! ÞAÐ GAGNRÝNA ALLIR NÝJA ARMBANDIÐ MITT VAKNAÐU KALVIN, ÞÚ ÞARFT AÐ MÆTA Í SKÓLANN ÉG ER HÆTTUR Í SKÓLANUM! ÞÚ MÁTT EKKI HÆTTA Í SKÓLANUM! HVAÐ MEÐ HOBBES? AF HVERJU ÞARF HANN ALDREI AÐ FARA Í SKÓLANN HANN ER TÍGUR AF HVERJU ÞURFA TÍGRISDÝR EKKI AÐ FARA Í SKÓLA? VEGNA ÞESS AÐ VIÐ BORÐUM FÓLK Risaeðlugrín NEI SKO! HÆNUEGG ... VIÐ SJÁUM BRÁÐUM HÆNUUNGA Á SVÆÐINU! ÞETTA? ÞETTA ER EKKI HÆNUEGG, HELDUR RISAÞÓRSEÐLUEGG! JÁ, JÁ. LÁTTU EINS OG ÉG SÉ FIFL! ÞETTA SMÁ SNITTI RISAÞÓRSEÐLUEGG? HA HA HA! DREPFYNDIÐ!! FINNST ÞÉR ÞAÐ JÁ? ÞÚ ÆTTIR AÐ VITA AÐ ÞAÐ AÐ SKOÐA BARA SMÁ ATRIÐIN OG EKKI HEILDINA LEIÐIR OFT TIL MISSKILNINGS. ÞÚ HEFÐIR ÁTT AÐ RANNSAKA ÞETTA NÁNAR ... JÁ ... ÉG VORKENNI AUMINGJA MÓÐURINNI SEM ÞURFTI AÐ VERPA ÞESSU! ... OG ÞÁ HEFÐIR ÞÚ SÉÐ EGGIÐ Í ÖLLU SÍNU VELDI. © DARGAUD HVAÐ FINNST ÞÉR UM ÞETTA? HVAÐ Dagbók Í dag er þriðjudagur 7. desember, 342. dagur ársins 2004 Víkverji hefur sagtupp áskrift að sjónvarpsstöðinni Sýn. Dagskrá Sýnar hverfist um íþróttir og það var reiðarslag fyr- ir stöðina þegar hún missti sýningarréttinn á ensku knattspyrn- unni fyrir yfirstand- andi sparktíð. Hefur Sýn reynt að milda áfallið með því að taka upp útsendingar frá spænsku og ítölsku knattspyrnunni í stað- inn. Það er auðvitað eins og að bjóða mönnum upp á tekex í staðinn fyrir nautalundir. Það á einkum við um ítölsku knattspyrnuna sem er með leiðinlegasta sjónvarpsefni sem um getur. Þátturinn Maður er nefndur yrði skilgreindur sem „ofsaspenna“ í þeim samanburði. x x x Eigi að síður hefur Víkverji haldiðtryggð við Sýn, einkum vegna útsendinga stöðvarinnar frá meist- aradeild Evrópu en þar hafa ensku liðin haft skilyrðislausan forgang. En nú er svo komið að Víkverji get- ur ekki meira. Ástæðan er Logi Ólafsson, svokallaður „sérfræð- ingur“ við lýsingar frá leikjum meistaradeild- arinnar. Það er dap- urlegt að þjálfari ís- lenska landsliðsins hafi ekkert faglegt til málanna að leggja, að- eins aulabrandara. Leik eftir leik segir hann ekkert sem máli skiptir en reytir af sér aulabrandara, oft í tugatali í hverjum leik. Í stað þess að auðga útsendinguna með fag- legu innsæi dregur hann hana niður og gerir þegar verst læt- ur nánast óbærilega. Þetta er ennþá pínlegra fyrir Sýn eftir að Skjár 1 hóf að senda út leiki með enskum lýsingum. Þar kunna sérfræðingar á borð við Andy Gray, Paul Walsh og Robbie Earle sitt fag. Grípa inn í lýsinguna þegar það á við með faglegum hætti en rembast ekki eins og rjúpan við staurinn að segja brandara í tíma og ótíma. Af þessum sökum þykir Víkverja nóg komið. Framvegis mun hann horfa á útsendingar frá meistara- deildinni á næstu knæpu, á enskum, dönskum, hollenskum eða finnskum stöðvum. Allt er betra en aulabrand- ararnir hans Loga. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is              MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Gjörist ekki sljóir. Breytið heldur eftir þeim, sem vegna trúar og stöð- uglyndis erfa fyrirheitin. (Hebr. 6, 12.) Fíladelfía | Gospelkór Fíladelfíu var á strangri æfingu í gær enda komið að hinum vinsælu jólatónleikum Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu, sem haldnir eru árlega við fögnuð unnenda gospeltónlistar. Haldnir verða fernir tónleik- ar, hinir fyrstu í kvöld kl. 20, og er fyrir löngu orðið uppselt á þá alla. Sem er vel því allur ágóði af tónleikunum mun renna til þeirra sem „minna mega sín“ eins og orðað er á heimasíðu Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi. Sérstakir gest- ir kórsins verða söngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir og Egill Ólafsson. Morgunblaðið/Jim Smart Æft fyrir jólatónleika

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.