Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Kristín Steinsdóttir hefurekki legið á liði sínu þettaárið því í haust koma út
eftir hana tvær bækur, önnur fyr-
ir börn og hin fyrir fullorðna.
Nefnist barnabókin Vítahringur –
Helgusonasaga – en hin heitir
Sólin sest að morgni. Frá því
fyrsta bókin hennar kom út árið
1987 eru bækurnar orðnar tutt-
ugu en ef titlarnir eru allir taldir
þá eru þeir 31.
„Þetta skiptir nú engu máli,“
segir hún þegar ég inni hana eftir
þessum afköstum. „Sumt af þessu
eru stuttar
sögur og aðr-
ar lengri eins
og gengur og
ég hef ekki
verið að velta
þessu mikið fyrir mér.“
Sólin sest að morgni er titill
bókarinnar sem ætluð er full-
orðnum lesendum og er fyrsta
bók Kristínar fyrir þann les-
endahóp.
„Þetta eru minningar mínar frá
æskuárum á Seyðisfirði en þó
ekki skrifaðar eins og ævisaga.
Þrátt fyrir að ritferill minn sé
ekki nema sautján ár byrjaði ég
að hugsa um efni þessarar bókar
fyrir einum fjörutíu árum. En ég
fór ekki skrifa hana fyrr en löngu
síðar og hún hefur verið í smíðum
í þó nokkur ár.“
Sagan er byggðupp með stuttum
köflum, jafnvel máls-
greinum þar sem
eru afskaplega tær-
ar og skarpar lýs-
ingar og yfir öllu
ríkir andrúmsloft
angurværðar að
ekki sé sagt sorg-
ar. En kátínan er
heldur aldrei
langt undan.
„Hvort sem
fólk kýs að
kalla þetta
skáldsögu eða
prósaljóð er
mér eiginlega
slétt sama
svo fram-
arlega sem bókin er
lesin. Þarna fer ég á vit atburða
sem ég man eftir og persónur
sögunnar voru margar raunveru-
legar. Sumar eiga sér fleiri en
eina fyrirmynd en aðrar eina.
Bókinni skipti ég í fjóra megin-
hluta, auk inngangs og niður-
lags.“
Það gefur bókinni skemmti-
legan svip að í henni eru birtar
myndir af fjölskyldu Krístínar frá
bernskuárum hennar. En mynda-
textar eru engir.
„Ég vildi ekki hafa neina
myndatexta til að gefa mynd-
unum almennari skírskotun. Á
öftustu síðu bókarinnar má þó sjá
hverja um ræðir. Þetta eru mynd-
ir sem eru eins og svo margar
myndir í svo mörgum fjöl-
skyldualbúmum frá þessum tíma.
Margir hafa einmitt sagt við mig
að minningarnar og myndirnar
drægju fram stemningar úr
þeirra eigin fjölskyldulífi. Það
þótti mér skemmtilegt.“
Frásagnaraðferð Kristínar er ífyrstu persónu þess er stadd-
ur er í sögunni á þeim tíma en inn
á milli stingur annar sögumaður
sér inn í frásögnina. „Það er full-
orðin kona sem er stödd í Reykja-
vík í deginum í dag.“
Er það Kristín sjálf?
„Það getur vel hugsast.“
Hvaða saga er þetta?
„Þetta er saga mín án þess að
ég sé í forgrunni. Þetta er saga
fólks sem ólst upp á þessum tíma,
sjötta og sjöunda áratug síðustu
aldar. Mig langaði til að setja
þetta í þannig búning að ætti við
fleiri en mig og væri lýsing á tíð-
aranda ekki síður en persónu-
saga. Saga sem fólk af minni kyn-
slóð og aðrir gætu fundið sig í. Af
viðbrögðum fólks að dæma þá er
ég að vona að þetta hafi tekist.“
Vítahringur – Helgusonasaga –
er í rauninni ekkert dæmigerð
bók eftir þig heldur, þótt hún sé
ætluð börnum.
„Það er rétt. Ég ákvað að velja
mér Íslendingasögu og skrifa bók
fyrir börn eftir henni. Fyrir val-
inu varð Harðar saga Hólmverja
og aðalpersóna sögu minnar er
sonur hans Grímkell sem er tólf
ára gamall þegar sögunni lýkur.
Ég held mig að öðru leyti við at-
burðarás Harðarsögu en allar lýs-
ingar á persónunum eru mínar og
allt sem er í kringum söguþráðinn
er frá mér komið. Harðarsaga
segir frá erjum og illdeilum sem
Hörður lendir í og lýkur með því
að hann tekur sér bólfestu í
Geirshólma (Harðarhólma) innst í
Hvalfirði. Þar í grenndinni er
Hörður felldur en Helga jarls-
dóttir kona hans syndir til lands
með Grímkel og Björn, yngri
bróður hans, á bakinu. Saga mín
endar á því að þau komast upp á
land og flýja yfir í Skorradal. Eft-
irmáli sögunnar er öllu harð-
neskjulegri og ég ætla ekki að
greina frá honum hér til að spilla
ekki fyrir væntan-
legum lesendum.“
Kristín segist lengi
hafa verið hrifin af
Harðarsögu og hugsa
til hennar í hvert
sinn er hún fari um
Hvalfjörð. „Ég bjó
lengi á Akranesi og
ók því Hvalfjörðinn
oft. Ég er alltaf að
bíða eftir því að
einhver geri kvik-
mynd eftir þessari
sögu með þetta
stórkostlega
landslag Hval-
fjarðarins að bak-
grunni.“
Það er HallaSólveig
Þorgeirsdóttir sem
myndskreytir bókina á sinn ein-
stæða hátt en samvinna þeirra
Kristínar hefur áður borið góðan
ávöxt í bókinni Engill í vestur-
bænum sem hlaut Norrænu
barnabókaverðlaunin á síðasta ári
og Vestnorrænu barnabókaverð-
launin í ár. „Halla er hreint fanta-
góður myndskreytir og mynd-
irnar hennar bæta svo sannarlega
við söguna. Sigrún Sigvaldadóttir
sér um grafíska hönnun eins og í
Englinum og er mikill fengur að
henni.“
Kristín bendir að lokum á
skemmtilega lausn fyrir unga les-
endur bókarinnar til að átta sig á
þeim fjölda persóna sem kemur
við sögu: „Halla Sólveig hefur
teiknað kort og allar persónurnar
fremst í bókina svo krakkarnir
geti hent reiður á þeim.“
Lýsing á tíðaranda
AF LISTUM
Hávar Sigurjónsson
havar@mbl.is
„Fer á vit atburða sem ég man eftir
og persónur sögunnar voru margar
raunverulegar,“ segir Kristín
Steinsdóttir rithöfundur.
’Þrátt fyrir að ritferillminn sé ekki nema
sautján ár byrjaði ég að
hugsa um efni þessarar
bókar fyrir einum fjöru-
tíu árum.‘
HÉRI HÉRASON
Fyndið - fjörugt - ferskt - farsakennt
Stóra svið Nýja svið og Litla svið
BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson
Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki
Fö 10/12 kl 20,
Su 12/12 kl 20,
Mi 29/12 kl 20
AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR
HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna
Jónssonar eftir vesturfarasögum
Böðvars Guðmundssonar
Frumsýning fö 7/1 kl 20 - UPPSELT
Lau 8/1 kl 20 - GUL KORT
Su 9/1 kl 20 - AUKASÝNING
Lau 15/1 kl 20 - RAUÐ KORT
Su 16/1 kl 20 - GRÆN KORT
Fö 21/1 kl 20 - BLÁ KORT
Lau 22/1 kl 20
GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ - GILDIR ENDALAUST
Gjafakort fyrir einn kr. 2.700 - gjafkort fyrir tvo kr. 5.400
Gjafakort á Línu Langsokk fyrir einn kr. 2.000, fyrir tvo kr. 4.000
VIÐ SENDUM GJAFAKORTIN HEIM ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU
- pantið í síma 568 8000 eða á midasala@borgarleikhus.is
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Su 2/1 kl 14,
Su 9/1 kl 14,
Su 16/1 kl 14
Su 23/1 kl 14,
Su 30/1 kl 14
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20
SÖNGLIST - NEMENDASÝNING
Í kvöld kl 20,
SVIK eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA.
Mi 29/12 kl 20,
Su 2/1 kl 20
Fö 14/1,
Fi 20/1
AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR
eftir Ionesco Í samstarfi við LA
Frumsýning þri 28/12 - UPPSELT
Fi 30/12 kl 20, Su 2/1 kl 20,
Fö 7/1 kl 20, Lau 8/1 kl 20
BROT AF ÞVÍ BESTA - BÓKAKYNNING
Kringlusafns, Kringlunnar og Borgarleikhúss:
Birna Anna Björnsdóttir, Bragi Ólafsson,
Einar Már Guðmundsson, Gerður Kristný,
Njörður P. Njarðvík, Stefán Máni
Fi 9/12 kl 20 - Aðgangur ókeypis
Ljúfir tónar og léttar veitingar
☎ 552 3000
EKKI MISSA AF KÓNGINUM!
AÐEINS TVÆR SÝNINGAR EFTIR:
• Sunnudag 12/12 kl 20 NOKKUR SÆTI
• Sunnudag 26/12 kl 20 LOKASÝNING
eftir LEE HALL
Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is
TVEIR FYRIR EINN á netinu
Kíktu á loftkastalinn.is og tryggðu þér tvo miða á verði eins.
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
ÓLIVER!
Frumsýnd 28. des
Óliver! Eftir Lionel Bart
Þri 28/12 kl 20 UPPSELT Frums.
Mið 29/12 kl 20 UPPSELT
Fim 30/12 kl 16 UPPSELT
Fim 30/12 kl 21 UPPSELT
Sun 2/1 kl 14 örfá sæti
Sun 2/1 kl 20 örfá sæti
Fim 6/1 kl 20 örfá sæti
Lau 8/1 kl 20 UPPSELT
Sun 9/1 kl 20 nokkur sæti
Fim 13/1 kl 20 nokkur sæti
Lau 15/1 kl 20 nokkur sæti
Sun 16/1 kl 20 nokkur sæti
Sýnt í Reykjavík: Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir
Lau . 11 .12 20 .00 ÖRFÁ SÆTI
F im. 30 .12 20 .00 ÖRFÁ SÆTI
Miðasa lan e r op in f rá k l . 14 -18
Lokað á sunnudögum
ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR
ALNÆMI er stórt vandamál í
Taílandi þar sem meira en ein
milljón manna hefur smitast af
HIV-veirunni á undangengnum
tveimur áratugum.
Þessi skúlptúr, sem gerður er
úr beinum alnæmissjúklinga, er
hluti af sýningu sem nú stendur
yfir í búddíska hofinu Wat Phra
Baat Namphu í Lopburi-héraði,
sem er 150 km norður af Bang-
kok.
Tilgangur sýningarinnar er að
vekja athygli á vandanum.
Reuters
Áminning um alnæmi