Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ekki náðist að tefla jólaskákina við Fischer heima á Fróni.
Á árinu 2003 fædd-ust hér á landi4.159 börn í 4.079
fæðingum. Á árunum
1999 til 2003 fæddust að
meðaltali 4.152 börn en á
árunum 1991–1995 var
talan 4.531 (9,1% lækkun
á fjölda fæddra barna) og
samanborið við hærri töl-
ur fyrir áratug hefur
fæddum börnum þannig
enn fækkað.
Tíðni keisaraskurða
hefur vaxið hér á undan-
förnum árum og var kom-
in í 18,2% af öllum fæð-
ingum árið 2003 og hefur
þetta hlutfall aldrei mælst
hærra.
Dánartíðnin hefur reyndar ekki
heldur áður mælst lægri, sjö börn
reyndust andvana fædd á árinu
og átta létust á fyrstu viku eftir
fæðingu. Dánartíðnin hefur farið
lækkandi mörg undanfarin ár og
er mjög lág, ekki síst í ljósi þess
að hér býr fámenn þjóð í stóru
landi.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í skýrslu fæðingarskrán-
ingar fyrir árið 2003 sem nýlega
var birt en Gestur Pálsson barna-
læknir og Reynir Tómas Geirs-
son, fæðingar- og kvensjúkdóma-
læknir, hafa frá árinu 1994 haft
umsjón með skránni.
Samkvæmt tölum Hagstofu Ís-
lands hefur fæðingum á hverja
konu fækkað hægt og bítandi á
Íslandi eins og annars staðar á
Vesturlöndum og reiknast fjöldi
fæðinga á konu vera á bilinu 1,9–
2,0 en það er minna en þau tvö
börn á konu sem þarf til að við-
halda sömu þjóðfélagsstærð. Fyr-
ir tveimur til þremur áratugum
var talan á milli þrjú til fjögur
börn á hverja konu enda þótt þá
hefðu færri úrræði þekkst varð-
andi ófrjósemi. Þannig má nefna
að eitt af hverjum 30 börnum sem
hér fæðast verður til við tækni-
frjóvgun. Þá hefur sama þróun
átt sér stað hér og í nágranna-
löndunum þar sem konur seinka
barneignum meira en áður og
fæðingar í elsta aldurshópnum
eru hlutfallslega fleiri en á hinum
Norðurlöndunum, væntanlega
vegna fleiri fæðinga í kjölfar
tæknifrjóvgunar.
En þótt fædd börn á hverja
konu séu miklu færri en áður var
hefur þjóðinni almennt fjölgað
talsvert á umliðnum árum og
nýbúum hefur fjölgað hér eins og
annars staðar á Vesturlöndum.
Það ásamt með bættu heilsufari
og langlífi hefur áhrif á fólksfjölg-
unina og er gert ráð fyrir að Ís-
lendingar losi þrjú hundruð þús-
und innan örfárra ára.
Sífellt fleiri börn eru
tekin með keisaraskurði
Nærri eitt af hverjum fimm
börnum sem hér fæðast er nú
tekið með keisaraskurði og er í
skýrslunni lýst yfir áhyggjum af
þessari þróun. Segir að tíðni keis-
araskurða hafi víðast hvar á Vest-
urlöndum og í mörgum öðrum
ríkjum en þeim vanþróuðu haldið
áfram að aukast í um 20–25%
fæðinga.
Hér á Íslandi hafi orðið hæg
aukning, hlutfall keisaraskurða
hafi verið 16,3% árið 1998, tæp
18% árið 2000 og hafi hækkað í
18,2% árið 2003 og hafi ekki áður
verið hærra.
Nefnt er að óbirt athugun á
ástæðum þessarar þróunar bendi
til þess að fjölgunin sé einkum til
komin vegna þess að fleiri fæð-
ingum frumbyrja ljúki nú með
keisaraskurði en eftir einn keis-
araskurð sé líklegra en ella að
næsta fæðing endi með sama
hætti. „Fæðingarlæknar og ljós-
mæður verða að bregðast við
þessari óheppilegu og kostnaðar-
sömu þróun, m.a. með bættum
leiðbeiningum um örvun sóttar til
að forðast langdregnar fæðingar,
aðhaldi í framköllun fæðinga og
leiðbeiningum um málsmeðferð
þegar kona óskar eftir keisara-
fæðingu án þess að læknisfræði-
legar ábendingar séu fyrir
hendi,“ segir í skýrslunni.
Fleiri fæðingar
eftir tæknifrjóvgun
Á árinu 2003 fæddust tvennir
þríburar og 65 tvíburapör í
Reykjavík, fernir tvíburar fædd-
ust á Akureyri, tvennir í Keflavík
og fernir á Akranesi.
Hlutfall barna, sem urðu til við
tæknifrjóvgun, hefur vaxið úr um
2% fæddra barna á fyrstu árun-
um eftir að slíkar aðgerðir hófust
hér í 3,2% árið 2003. Ef börn eftir
tæknisæðingu eru tekin með er
hlutfallið 4,2%. Þetta eru svo til
sömu tölur og á fyrra ári en hlut-
fallið er hér eins og fyrr hærra en
í nágrannalöndum Norðvestur-
Evrópu og meira en helmingi
hærra en í Bandaríkjunum.
Þrjátíu fleirburafæðingar af 78
á árinu 2003 eða 37,5% voru til
komnar eftir tæknifrjóvgun.
Tekið er fram að fleirburameð-
göngur og -fæðingar séu margfalt
áhættumeiri en hjá einburum,
einkum vegna mun hærri tíðni
fyrirburafæðinga. Kostnaður
samfélagsins sé einnig margfalt
meiri í heildina. Aukinn fjöldi
fleirbura eftir tæknifrjóvgun sé
því áhyggjuefni en með frystingu
fósturvísa hafi forsendur tækni-
frjóvgunar batnað og ætti því að
vera hægt að fækka uppsettum
fósturvísum hér eins og annars
staðar.
Fréttaskýring | Fæðingar á Íslandi
Keisaraskurðir
æ algengari
Íslenskar konur fæða orðið færri en
tvö börn hver að meðaltali
2003 fæddust tvennir þríburar í Reykjavík.
4,2% fæðast eftir tækni-
sæðingu og -frjóvgun
Fæðingum íslenskra kvenna
heldur áfram að fækka og nú er
svo komið að fjöldi fæðinga á
hverja konu reiknast nú 1,9–2,0
en það er minna en þau tvö börn
sem þarf til að viðhalda sömu
þjóðfélagsstærð. Fjölgun nýbúa
hér á landi ásamt með bættu
heilsufari og auknu langlífi gerir
það þó að verkum að Íslendingar
munu væntanlega vera orðnir
fleiri enn 300 þúsund innan
örfárra ára.
arnorg@mbl.is
„HÉR er á ferðinni vel heppnað sam-
starf atvinnulífs og skóla en menn
tóku höndum saman um að byggja
nemendagarða án þess að ríkið þyrfti
að leggja fram fé til byggingarinnar,“
sagði Sigurður Sigursveinsson, skóla-
meistari Fjölbrautaskóla Suðurlands,
þegar skólinn fékk nýja nem-
endagarða afhenta til rekstrar.
Eigandi hússins er Árfoss ehf. og
hefur skólinn gert samning við fyr-
irtækið til 10 ára um leigu húsnæð-
isins í 9,5 mánuði ár hvert, og jafn-
framt 10 ára samning við
menntamálaráðuneytið um rekstr-
arframlag. Um 30 nemendur flytja
þar inn nú í skólabyrjun en stefnt er
að því að þeir verði fullsetnir næsta
haust. Gert er ráð fyrir stækkun
þannig að garðarnir geti rúmað allt
að 118 nemendur.
Byggingin hefur hlotið nafnið
Fosstún og dregur þannig nafn sitt af
túni Selfossbænda sem var þar sem
byggingin stendur við Eyraveg.
Soffía Sigurðardóttir og sonur henn-
ar, Andrés Rúnar Ingason, hafa verið
ráðin sem umsjónarmenn nem-
endagarðanna en Örlygur Karlsson
aðstoðarskólameistari hefur yfirum-
sjón með starfseminni.
Umtalsverð sóknartækifæri
Heimavist hefur verið starfrækt
við Fjölbrautaskólann frá 1989 en þá
keypti skólinn húseignina að Þór-
istúni 1 undir starfsemi heimavistar
en það húsnæði er bæði orðið of lítið
fyrir þarfir skólans og uppfyllir auk
þess ekki þær kröfur sem í dag eru
gerðar til starfsemi af þessu tagi. Lið-
lega tuttugu nemendur hafa búið þar
undanfarna vetur en nú geta allt að
62 nemendur fengið pláss á nýju
nemendagörðunum.
Sigurður skólameistari gat þess að
skólaárið 2004–2005 yrði líklega skil-
greint sem merkisár í sögu skólans
en viðbótaraðstaða fyrir skólann, nýtt
íþróttahús, viðbótarkennsluhúsnæði
og nýir nemendagarðar gefa skól-
anum umtalsverð sóknarfæri í áfram-
haldandi uppbyggingu náms-
framboðs á Suðurlandi.
Nýir nemendagarðar Fjölbrautaskóla Suðurlands
Vel heppnað samstarf
atvinnulífs og skóla
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Sigurður Sigursveinsson skólameistari, til vinstri, tekur við lyklunum að
Fosstúni úr hendi Gísla Ágústssonar, sem er einn eigenda Árfoss. Fyrir
aftan þá eru Örlygur Karlsson aðstoðarskólameistari, Soffía Sigurð-
ardóttir, Mona Kensik og Andrés Rúnar Ingason.
Selfossi. Morgunblaðið.
AUKASÝNING á Hárinu verður
næstkomandi laugardag. Að sögn
Björns Thors, leikara og eins af að-
standendum sýningarinnar, rennur
allur ágóði af sýningunni til styrktar
söfnun vegna hörmunganna í Suð-
austur-Asíu. „Allir sem að sýning-
unni koma, bæði allir leikarar og
tæknimenn, munu gefa vinnu sína
þetta kvöld, auk þess sem bæði
tækja- og húsaleiga verður felld nið-
ur,“ segir Björn og bendir á að auk
þess muni öll innkoma vegna sölu á
barnum renna í söfnunarsjóðinn en
Vífilfell styrkir framtakið með því að
gefa allar veitingarnar sem til sölu
verða þetta kvöld.
„Þessu til viðbótar hefur KB banki
ákveðið að tvöfalda innkomu kvölds-
ins, þannig að við ættum að geta
safnað ágætisupphæð.“ Að sögn
Björns hefur miðaverðið verið lækk-
að til að gefa sem flestum kost á að
næla sér í miða enda stefnt að fullu
húsi, en hann tekur fram að í raun sé
miðaverðið frjálst því fólki sé í sjálfs-
vald sett að greiða aukalega fyrir
miðann það sem því sýnist til styrkt-
ar hinu góða málefni.
Aðspurður hvernig hugmyndin
hafi kviknað að styrktarsýningunni
segir Björn hana hafa sprottið upp
sem svar við því máttleysi sem færist
yfir fólk þegar það fær fréttir af jafn-
hörmulegum atburði og orðið hefur
við Indlandshaf. Sýningin hefst kl.
20. Nálgast má allar upplýsingar og
kaupa miða á vefslóðinni: harid.is.
Aukasýning á Hárinu
fyrir neyðarhjálpina