Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðlaugur Berg-mann fæddist í
Hafnarfirði 20. októ-
ber 1938. Hann lést á
heimili sínu, Sól-
brekku á Hellnum,
aðfaranótt 27. des-
ember síðastliðins.
Foreldrar hans voru
Guðríður Guðlaugs-
dóttir, f. í Götu í
Landsveit í Rangár-
vallasýslu 16.4. 1912,
d. í Reykjavík 14.2.
1991, og Daníel
Magnús Bergmann
Ásgeirsson bakara-
meistari, f. á Stafnesi í Miðnes-
hreppi í Gullbringusýslu 14.10.
1908, d. í Reykjavík 11.8. 1976.
Guðlaugur var einn fjögurra sam-
feðra bræðra. Elstur þeirra var
Gunnlaugur Birgir Daníelsson, f.
18.5. 1931, d. 28.4. 1989. Albróðir
Guðlaugs var Loftur Grétar Berg-
mann, f. 4.2. 1934, d. 26.12. 2003.
Yngri hálfbróðir hans erÁsgeir
Theodór Bergmann, f. 25.3. 1961,
sem býr á Bahamaeyjum.
Elsti sonur Guðlaugs og Guð-
rúnar Sesselíu Pálsdóttur, f. 14.9.
1939, er Ragnar Guðlaugsson, f.
9.1. 1958, kvæntur Láru Birgis-
dóttur, f. 13.11. 1961. Börn þeirra
eru Matthildur, f. 17.1. 1979, maki
Friðrik Daníelsson, f. 3.12. 1973,
dætur þeirra eru Lára Rós, f. 28.9.
1999, og Helena Dís, f. 11.10. 2003;
Hafdís, f. 27.3. 1987, og Birgir, f.
29.4. 1989.
Hinn 10. ágúst 1963 kvæntist
Guðlaugur fyrri konu sinni Önnu
Heiðdal, f. 14.5. 1944. Synir þeirra
eru Ólafur Gunnar, f. 6.1. 1964,
maki Herdís Finnbogadóttir, f.
7.10. 1964, synir þeirra eru Ari, f.
21.5. 1998, og Ragnar, f. 21.4.
2000, og Daníel Magnús, f. 12.7.
1965, maki Hafdís Guðmundsdótt-
ir, f. 5.8. 1964, synir þeirra eru
Ólafur Gunnar og Sigurður Þór,
sem fæddir eru 1.2. 1996.
unni í nokkur ár og jafnframt ráku
þeir félagar tískuvöruverslanir
víða um land. Hann stofnaði ásamt
eiginkonu sinni og Gunnlaugi Guð-
mundssyni Stjörnuspekimiðstöð-
ina árið 1985 og rak til ársins 1989,
er þau hjónin stofnuðu verslunina
Betra líf sem þau ráku til 1994.
Hann var framkvæmdastjóri Leið-
arljóss ehf., útgáfu og ferðaskrif-
stofu á Hellnum, og rak með konu
sinni Gistiheimilið Brekkubæ frá
árinu 2000, fyrst í samstarfi við
hjónin Guðríði Hannesdóttur og
Jóhann Þóroddsson, en síðasta ár-
ið ráku þau hjónin það ein. Nafni
gististaðarins var nýlega breytt í
Hótel Hellnar í tengslum við
stækkun.
Guðlaugur var umboðsmaður
fyrir Lúdó sextett og Stefán 1959–
1966 og sýndi jafnframt dans bæði
á skemmtunum þeirra og annarra.
Hann var fatahönnuður á rokkár-
unum, hannaði m.a. Plútó-peys-
una, Dee-skyrtuna og Burley-
peysuna. Var hugmyndasmiður og
framkvæmdastjóri samkeppninn-
ar um Fulltrúa ungu kynslóðarinn-
ar 1967–1972. Sat í varastjórn
Verslunarráðs og í stjórn Haf-
skips. Var í stjórn Arnarflugs frá
1986. Sat í stjórn Gamla miðbæj-
arins og Miðbæjarsamtakanna. Í
stjórn Stangaveiðifélags Reykja-
víkur 1986–1995. Formaður Ný-
aldarsamtakanna 1990–1994. Í
stjórn Steina hf. 1975–1988.
Árið 1995 fluttist Guðlaugur
ásamt eiginkonu sinni að Brekku-
bæ á Hellnum. Þar stofnuðu þau,
ásamt fleirum, Snæfellsássam-
félagið sem vera skyldi andlegt
samfélag er vann að sjálfbærri
þróun umhverfis- og samfélags-
mála. Hann sat í stjórn Framfara-
félags Snæfellsbæjar frá árinu
1997. Var verkefnisstjóri Staðar-
dagskrár 21 í Snæfellsbæ frá 1999
og formaður Framkvæmdaráðs
Snæfellsness, sem fylgdi eftir vott-
un Green Globe 21 á Snæfellsnesi,
síðasta árið sem hann lifði. Aðal-
áhugamál hans var laxveiði sem
hann stundaði af kappi í mörg ár.
Útför Guðlaugs verður gerð frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Hinn 1. janúar árið
1986 giftist Guðlaug-
ur eftirlifandi eigin-
konu sinni Guðrúnu G.
Bergmann. Foreldrar
Guðrúnar eru Guðjón
H. Hannesson bifvéla-
virkjameistari á Pat-
reksfirði, f. 8.8. 1932,
og Laufey Torfadótt-
ir, fv. skrifstofumaður
í Reykjavík, f. 13.7.
1931. Synir Guðlaugs
og Guðrúnar eru Guð-
jón, f. 24.12. 1972,
maki Jóhanna Bóel
Bergmann, f. 31.1.
1973, sonur þeirra er Daníel Logi,
f. 3.12. 2002, dóttir Jóhönnu og
uppeldisdóttir Guðjóns er Bára
Steinunn, f. 25.8. 1989, og Guð-
laugur, f. 17.11. 1979, sambýlis-
kona Auður Björk H. Kvaran, f.
9.9. 1985.
Þegar Guðlaugur var um fjög-
urra ára gamall flutti fjölskylda
hans til Selfoss og þar eyddi hann
æskuárum sínum. Þrátt fyrir
fyrstu árin í Hafnarfirði leit hann
alltaf á sig sem Selfyssing. Sem
unglingur kom hann til Reykjavík-
ur og lauk 4. bekkjarprófi frá
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar.
Þaðan fór hann í Verslunarskól-
ann og lauk verslunarprófi árið
1958. Fyrsta árið eftir að skóla
lauk vann hann sem sölumaður hjá
Rolf Johansen en árið 1960 stofn-
aði hann eigið fyrirtæki, Heild-
verslun G. Bergmann hf. Árið 1966
stofnaði hann í félagi við þá Björn
Pétursson og Jón Baldursson, sem
báðir eru látnir, tískuvöruversl-
unina Karnabæ. Saumastofa
Karnabæjar var síðan stofnuð árið
1970. Hann stofnaði, ásamt Birni
Péturssyni, Bílaleiguna Geysi árið
1978, sem þá var hugsuð sem al-
menningshlutafélag með þátttöku
starfsmanna í öðrum fyrirtækjum
sem þeir ráku. Einnig var Hljóm-
bær hluti af Karnabæjarsamsteyp-
Fyrir mörgum árum sagði vinur
okkar José Stevens okkur að við vær-
um sálartvíburar. Þær upplýsingar
komu okkur ekki á óvart, eins náin og
við vorum. Jafnframt sagði hann að
það væri sjaldgæft að sálartvíburar
fæddust á sama tíma. Samband
þeirra væri yfirleitt stormasamt og
erfitt og nefndi hann máli sínu til
stuðnings að þekktir einstaklingar
eins og John Lennon og Yoko Ono og
Liz Taylor og Richard Burton hefðu
verið sálartvíburar. Það slær mig nú
þegar ég sit hér og skrifa til þín að
eiginmenn beggja þessara kvenna
eru löngu látnir – og nú hefur þú
bæst í hóp þeirra ástin mín.
Hið merkilega er að ég skildi þessa
sterku sálartengingu kannski aldrei
eins vel og þegar líkami þinn lá líf-
vana í rúminu okkar. Farin var sálin.
Sálin sem hafði gætt þennan líkama
lífi. Sálin sem hafði verið svo
skemmtileg, svo leitandi, svo kapps-
full og full af hugsjónum. Sálin sem
hafði með tilfinningum og huga gert
þig að Gulla. Sálin sem ég elskaði og
var svo nátengd. Eftir var bara bíll-
inn, eins og þú kallaðir svo oft líkama
þinn, og hann átti einhvern veginn
ekkert skylt við Gulla minn.
Veikindin í sumar voru áfall en
fyrst þú komst yfir þau átti ég ein-
hvern veginn ekki von á að þú værir á
förum. Hins vegar var það ljóst þegar
þú komst heim af spítalanum að eitt-
hvað hafði brostið innra með þér og
þú náðir aldrei fyrri krafti. Ein lítil
flís sem ég fékk í fingurinn kvöldið
eftir að þú lést gaf mér til kynna örlít-
ið brotabrot af þeim sviða og sárs-
auka sem þú afbarst daglega vegna
fótasáranna. Engin lyf gátu linað þær
þjáningar eftir að þú fékkst gat á
magann. Alla daga keyrðir þú þig
áfram langt umfram getu og kraft.
Aldrei vildirðu gefa þér eftir eða hvíla
þig þótt ég reyndi að fá þig til þess.
Viðkvæðið var alltaf að þú vildir fá að
halda virðingu þinni og vera þátttak-
andi í lífinu.
Og það varstu svo sannarlega
elsku Gulli. Hvar sem þú komst
hrærðirðu upp í hlutunum. Stundum
svo að mönnum þótti nóg um. En þú
vildir fá fram skoðanaskipti. Þú vildir
ekki leyfa fólki að vera bara farþegar
í lífinu. Það átti að þínu mati að vera
þátttakendur og þú gerðir þitt til að
fá það til að taka afstöðu. Þú vildir
hafa hreyfingu á hlutunum og það
sama átti við um sjálfan þig. Það
þurfti alltaf eitthvað að vera að ger-
ast. Þá naustu þín best. En þrátt fyrir
þessa þörf þína fyrir að draga fram
mismunandi afstöðu fólks vildirðu
helst að allir væru sáttir. Tilraunir
þínar til að koma á sáttum voru samt
oft misskildar og það særði þig mikið.
Við áttum margar yndislegar
stundir og úr viðburðaríku lífi er
margs að minnast. Samt held ég að
veiðiferðirnar hafi alltaf verið bestar.
Þar vorum við svo samstiga, svo mik-
ið ein sál að við þurftum oft ekkert að
segja hvort við annað þegar við flutt-
um okkur milli veiðistaða. Ef hann
gaf sig ekki á þessum stað vissum við
hvar skyldi reyna næst. Við vorum
sammála um að Víðidalsá væri sú
veiðiá sem við héldum mest upp á en
Norðurá var samt sú sem við veidd-
um oftast í og fórum einmitt saman í
nú í sumar eftir nokkurt hlé. Við töl-
uðum stundum um að kannski væri
það ókostur hversu sjálfum okkur
nóg við værum, bæði í veiði og annars
staðar. Þurftum engan með okkur ef
við höfðum hvort annað. Samt vorum
við oft í hópi vina, hrókar alls fagn-
aðar, en okkur leiddist aldrei þótt við
værum bara tvö ein.
Nú þarf ég hins vegar að læra að
gera allt upp á eigin spýtur. Með þér
er ekki einungis horfinn veiðifélagi
minn, heldur einnig besti vinur, sam-
starfsmaður, hugsjónabróðir, eigin-
maður og faðir drengjanna minna.
Við vöðum ekki framar saman yfir
stríða strauma veiðiáa, né heldur yfir
önnur straumvötn lífsins. Ég finn
fyrir nærveru þinni allt í kringum
mig en ég get ekki lengur haldið í
höndina á þér, snert þig eða kysst.
Ég skil nú marga þá drauma sem
okkur dreymdi undanfarnar vikur.
Það var verið að undirbúa vitund
okkar undir brottför þína. Þótt ég
sakni þín óskaplega mikið er ég þakk-
lát fyrir að þú fékkst helstu óskir þín-
ar uppfylltar. Allir strákarnir þínir
voru sáttir og allar fjölskyldur þeirra
heilbrigðar. Líf þeirra allra var í góð-
um farvegi að þínu mati. Það skipti
þig miklu máli og þú hefðir verið
stoltur af strákahópnum þínum þeg-
ar við hittumst til að ræða útför þína
og aðra hluti í tengslum við andlát
þitt. Þú sagðir líka alltaf að þú vildir
vera í litla húsinu okkar það sem eftir
væri ævinnar og að þar vildir þú
deyja. Þá ósk fékkstu uppfyllta svo
og þá að fá að deyja á undan mér.
Eitt það skemmtilegasta sem við
gerðum saman var að dansa. Þú varst
svo frábær dansari og það var svo
gaman að þú skyldir nenna að kenna
mér að dansa. Hvort sem við döns-
uðum í stórum veislusölum eða í eld-
húsinu heima nutum við þess. Í dans-
inum vorum við ein heild sem ekkert
gat rofið. En dansarnir verða víst
ekki fleiri í þessari jarðvist. Þú getur
hins vegar svifið um í öllum þeim
dönsum sem þig dreymdi oft að þú
gætir dansað, einkum og sér í lagi
eftir að þú fórst að eiga erfiðara með
hreyfingar. Nú hamlar þér hvorki lík-
aminn né fóturinn.
Ég get bara þakkað fyrir að hafa
fengið að vera dansfélagi þinn í þess-
um lífsdansi okkar. Við vorum hvort
sín hliðin á sömu sál. Stöðugt að
spegla kosti og galla hvort annars og
það hentaði okkur ekki alltaf. Við
vorum stundum grimmir kennarar
en við vorum líka góðir nemendur.
Ég lærði svo ótal margt meðan þú
varst á lífi og lexíurnar hafa komið á
færibandi eftir andlát þitt. Ég sagði
þér alltaf hvað ég væri stolt af því að
þú værir faðir drengjanna minna.
Þeir eru lifandi dæmi um þau áhrif og
þá innrætingu sem þú hafðir á þá. Þá
skortir hvorki kjark né þor til að
framkvæma og láta drauma sína ræt-
ast. Og þeir muna mottó þitt. Leikn-
um er aldrei lokið fyrr en bjallan
hringir.
Hún hefur nú hringt fyrir þig. Ein
af óskum þínum var að þín yrði
minnst fyrir vinnu þína að umhverf-
ismálum. Fjölskyldan hefur stofnað
um þig minningarsjóð og er markmið
sjóðsins að styrkja verkefni í um-
hverfis- og samfélagsmálum. Og við
höfum líka ákveðið að reisa þér með
vorinu minnisvarða hér á landi
Brekkubæjar, væntanlega á degi
jarðar. Þar verður þú okkur stöðug
áminning um að standa okkur vel í
umgengni við náttúru, dýralíf og
mannlíf og vernda menningu lands-
ins okkar sem þér þótti svo vænt um.
Ég og strákarnir vorum líka sam-
mála um að velja handa þér umhverf-
isvæna líkkistu og umhverfisvænt
duftker, þannig að þar var ekki hvik-
að frá lífsstílnum.
Það var tómlegt að koma heim í
fyrsta sinn án þín, vitandi að það væri
ekki bara þannig nú, heldur yrði það
svo um alla framtíð. En ég hef ákveð-
ið að halda áfram með lífið, á sama
hátt og við tókum á því þegar þú
varst mér við hlið. Halda áfram að
vinna að þeim hugsjónum og þeim
verkefnum sem við trúðum á. Ég á
örugglega oft eftir að takast á við
söknuð, sorg, einmanaleika og ýmsar
aðrar tilfinningar sem upp kunna að
koma um ókomna framtíð. Þegar þær
koma tek ég á móti og leyfi þeim að
flæða í gegnum mig eins og þú
kenndir mér að gera.
Við giftum okkur í fyrsta sinn hinn
1. janúar árið 1986. Ég er fegin að
mér snerist hugur og gaf þér gjöfina
sem ég hafði keypt fyrir brúðkaups-
daginn í jólagjöf. Þú fékkst hana að
minnsta kosti þótt þú hafir ekki haft
tíma til að njóta hennar. Ég hef varið
rúmlega tveimur þriðju hlutum ævi
minnar með þér. Það verður sér-
kennilegt að vera án þín. Takk fyrir
allt sem þú gafst mér á þessum tíma,
mest þó fyrir ástina. Takk fyrir að
hafa kennt mér að kærleikurinn er
allt sem skiptir máli. Góða heimferð
elsku Gulli minn. Ég kveð þig með
nafninu sem einungis þú og pabbi
notuðuð um mig. Sá það síðast í
GSM-símanum þínum eftir að þú lést.
Þín
Gunsa.
Tengdasonur minn Guðlaugur
Bergmann er fallinn frá langt um ald-
ur fram. Kynni okkar byrjuðu heldur
illa. Við deildum með feikna látum því
ég var ekki ánægð með að hann væri
að draga sig eftir dóttur minni, giftur
maðurinn. Fljótlega urðum við þó
góðir vinir og var hann mér einstak-
lega góður og hlýr alla tíð.
Gulli var mikill ákafamaður. Hann
var glaðlyndur og alltaf stutt í brosið.
Hann var margfróður og vissi deili á
ótrúlegustu málefnum og kunni
manna best að segja frá. Hann las
mikið og mundi vel það sem hann las.
Það var ekkert það málefni að hann
vildi ekki vita meira. Hann var hug-
sjónamaður sem gaf sig allan í það
sem hann tók sér fyrir hendur. Var
mjög fróður um andleg málefni og
einlægur trúmaður. Þegar hann og
dóttir mín fluttu að Hellnum hófst
nýr kafli í lífi þeirra sem var honum
mjög mikilvægur. Hann elskaði
þennan stað af ákafa og vildi helst
hvergi vera nema þar. Hann vann af
fullum krafti að ferða- og umhverf-
ismálum og munaði þar um framlag
hans enda var þetta hans hjartans
mál. Þau hjónin voru sannarlega
samstiga þar sem í öllu öðru sem þau
tóku sér fyrir hendur. Það fer ekki
hjá því í lífinu að menn særa aðra og
þá oftast sína nánustu. Um tíma var
ósætti í fjölskyldunni en Gulla og
Guðrúnu tókst að koma á sáttum og
voru þau mjög ánægð með það. Gulli
sagði einu sinni við mig að það hefði
glatt hann mest þegar allir synir hans
og fjölskyldur þeirra voru saman
komin á Brekkubæ, glöð og ánægð í
sátt og samlyndi. Þá hefði hann fund-
ið hvað hann var ríkur maður. Gagn-
vart mér hefur hann ætíð verið mjög
góður. Stundum tók hann allt í einu
utan um mig og þakkaði mér fyrir að
hafa eignast þessa yndislegu dóttur.
Við höfum ferðast saman utanlands
og innan og ég hef oft dvalið hjá þeim
á Hellnum. Nú síðast fórum við til Ír-
lands í nóvember. Áttum við þar ynd-
islega og notalega fimm daga, þrjú
saman. Ég sé hann fyrir mér bros-
andi standa í rústum klausturs sem
var byggt um það leyti sem Ísland
var að byggjast. Nú þegar sál hans
hefur breytt um form og er farin úr
þeim líkama sem hefur hýst hana í 66
ár þá þakka ég honum allar þær góðu
minningar sem hann skilur eftir hjá
mér og óska ég honum Guðs bless-
unar og velfarnaðar á nýjum stígum.
Hann var drengur góður.
Elsku Guðrún mín. Guð styrki þig
og styðji á þessum sorgartíma. Ég og
bræður þínir, Guðni og Hermann og
fjölskyldur þeirra, sendum innilegar
samúðarkveðjur til strákanna og fjöl-
skyldna þeirra og allra þeirra sem
eiga um sárt að binda. Guð blessi
ykkur.
Laufey Torfadóttir.
Faðir minn elskaði lífið og hann
elskaði Guð. Hann talaði sífellt um að
hann væri guðleg ljósvera að eiga sér
mannlega upplifun. Hann talaði um
að fara heim þegar hann myndi
deyja. Trú hans var sterk. Einungis
nokkrum mínútum eftir að hafa feng-
ið fréttir af andláti hans fann ég eft-
irfarandi huggunarorð í helgiritinu
Bhagavad Gíta:
Andinn fæðist ei og ei hann deyr,
hann er og verður nú og endalaust.
Hann á sér ekkert upphaf, hættir ei að vera til,
og ei hann deyr þótt holdið vegið sé.
Sá er veit að andinn á sér líf,
eilíft, ótakmarkað, endalaust,
hann getur ekki sagt og segir ei,
að andinn vegi eða veginn sé.
Eins og sá er leggur frá sér föt,
sem farin eru að slitna og fær sér ný,
þannig leggur andinn af sér líkamslín,
sem hann ei lengur getur notast við,
og fær sér annan nýjan efnishjúp.
Eigi hann sverð getur sært,
og sviðið ei eldur hann getur.
Vatn getur eigi hann vætt,
og vindar ei heldur hann þurrkað.
Hann ósnortinn er af þeim öflum,
sem eyða og brenna og þurrka.
Hann er hið eilífa í öllu,
og aldrei hann breytist um aldir.
Hann verður ei skilinn né skýrður,
hann á sér ei upphaf né endi.
Og þegar þú veist þennan sannleik,
þá láttu harm þinn sefast.
Því þótt þér virðist hann deyja,
þá er þetta ei sem þér sýnist,
þú þarft eigi harm með þér ala.
Dauðinn er vís þeim sem fæðast,
fæðing er vís þeim sem deyja.
En andinn að eilífu lifir,
og enginn þarf þetta að gráta.
(Þýð. Sören Sörenson.)
Ég elskaði föður minn og það tók
mig sárt þegar ég fékk fregnir af
andláti hans enda bar það brátt að.
En faðir minn lifir enn. Ekki sem
Guðlaugur Bergmann heldur hin
guðlega ljósvera sem hann sagði mér
ítrekað að hann væri. Andinn sem að
eilífu lifir.
Í lifanda lífi var ástríða hans smit-
andi. Hann fyllti árin miklu lífi. Faðir
minn snerti líf margra á sinni við-
burðaríku ævi. Sumir muna eftir hon-
um sem klókum viðskiptamanni,
hann var ástríðufullur veiðimaður og
nautnaseggur. En ég man sérstak-
lega eftir því hvað hann var skemmti-
legur. Hann gat gætt leiðinlegustu
viðburði lífi. Hann var einstakur
sögumaður og lífsglaður með ein-
dæmum. Í huga mér hljómar það
skringilega en ég átti ekki eftir að
segja neitt við hann þegar hann dó.
Auðvitað vildi ég hafa haft hann leng-
ur mér við hlið og hann hefði vænt-
anlega viljað fylgjast betur með upp-
vexti sonar míns. En við vorum sáttir
þegar hann dó. Fyrir það verð ég æv-
inlega þakklátur. Við vorum miklir
vinir. Ég hringdi í hann til að ræða
um viðskipti, samskipti, heimspeki,
stjórnmál og trúmál. Hann sýndi
hugmyndum mínum og framkvæmd-
um alltaf stuðning. Ég mátti alltaf
eiga von á útbreiddum faðmi þegar
ég hitti hann. Ég mátti alltaf eiga von
á breiðu brosi. Þannig vil ég minnast
hans. Þannig lifir hann í huga mér.
Þannig mun minningin um Guðlaug
Bergmann lifa að eilífu.
Guðjón Bergmann.
Jæja pabbi, nú ertu farinn úr bíln-
um þínum. Þú sagðir alltaf að líkam-
inn okkar væri ekkert meira en bíll
sem þær Guðlegu ljósverurnar sem
við erum, keyrðum um í þessu lífi. Þú
sagðir að við værum hérna til að
GUÐLAUGUR
BERGMANN