Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 27
ög ströng
ann gegn-
vallar og
afa dáðst
eiða Ice-
ig einkar
ateyminu
sem átti að annast hina sjúku. „Það
leyndi sér ekki að allt þetta fólk
vissi alveg hvað það var að gera,“
sagði Weber. „Þessi hópur unni
sér ekki hvíldar heldur vann sleitu-
laust að undirbúningi sjúkraflutn-
ingsins meðan hann dvaldi hér.“
Þá afhenti Örn Ragnarsson,
fulltrúi Rauða kross Íslands, full-
trúa taílenska Rauða krossins 10
þúsund lítra af vatni og 247 segl-
dúka sem fluttir voru með íslensku
flugvélinni til Bangkok-flugvallar.
Phuket-deild taílenska Rauða
krossins mun miðla þessum hjálp-
argögnum til þurfandi.
úklinga og
til Svíþjóðar
Morgunblaðið/Sverrir
var af stað áleiðis til Stokkhólms snemma í gærmorgun að staðartíma í Taílandi.
stum)
flugvélinni var útbúin legudeild, en 18 sjúklinganna komu í sjúkrabörum.
Friðrik Sigurbergsson læknir (t.v.) var í forsvari fyrir teymi lækna og
hjúkrunarfræðinga frá Landspítala – háskólasjúkrahúsi (LSH). Hann er
hér á tali við sænska yfirlækninn Klaas Kaspersen (t.h.).
utnings sjúkra og særðra frá Taílandi
KARL Sigurbjörns-
son, biskup Íslands,
segist þakklátur fyr-
ir að orð hans í ný-
ársávarpi skuli vekja
viðbrögð og um-
ræðu, en sér þyki
miður þegar fólk sé
vísvitandi að snúa út
úr og gera honum
upp skoðanir.
„Ég verð að mót-
mæla því sem fram
kemur hjá einum
viðmælanda Morg-
unblaðsins [í gær] að
þessi umræða sé
ekki til heilla, þetta
er þvert á móti mikilvægasta
umræða og viðfangsefni samtím-
ans. Það er tvímælalaust til
heilla að fjalla um málefni barna
og hvetja til þess að þeim sé rað-
að ofar í forgangsröðinni. Ég
undrast líka þau ummæli að ég
sé á hálum ís þegar ég minnist
foreldra minna og
þakka þá gæfu að ég
naut þess að þau
höfðu alltaf tíma
fyrir mig og hin
systkinin þrátt fyrir
óneitanlega miklar
annir þeirra
beggja,“ segir bisk-
up.
Hann segist í
þessu sambandi
hafa átt við tíma
umhyggju, athygli,
samtals og ástúðar.
Fólk skoði hvern-
ig tíminn nýtist
„Ég er að hvetja okkur öll til
þess að horfa í eigin barm varð-
andi það hvernig við nýtum tím-
ann í þágu barnanna okkar í
þessu tímaleysi sem er allsráð-
andi á okkar dögum. Ég er ekki
að hvetja til afturhvarfs til for-
tíðar, mér finnst það fráleitur út-
úrsnúningur á mínu máli. Ég er
að benda á forgangsröðun í okk-
ar samtíð þar sem börnin sitja á
hakanum. Ég er að tala máli
barnanna sem fáir virðast tilbún-
ir að hlusta á, því miður.“
Fagnar ummælum
forsætisráðherra
Karl segist fagna frumkvæði
forsætisráðherra um að setja
fjölskyldustefnu á dagskrá.
„Það hefur lengi verið kallað
eftir fjölskyldustefnu sem geri
foreldrum kleift að samræma
vinnuskyldur og þarfir fjölskyld-
unnar og barnanna. Ég er hins
vegar að benda á að þetta er ekki
bara spurning um pólitískar eða
efnahagslegar úrlausnir. Þetta
er líka spurning um gildismat og
forgang okkar, feðra og mæðra,
og afa og amma og allra sem
hafa með börn að gera,“ segir
Karl Sigurbjörnsson biskup að
lokum.
Biskup um viðbrögð við nýársávarpi sínu
Ekki að hvetja til aft-
urhvarfs til fortíðar
Karl Sigurbjörnsson
HAFNARBYLGJUR (tsunami)
hafa valdið tjóni hér á landi í kjöl-
far jarðskjálfta, að sögn Ástu
Þorleifsdóttur jarðfræðings.
Ásta tilgreinir tvö dæmi sem
skrifaðar heimildir eru um. Það
fyrra er frá miklum jarðskjálfta
sem varð fyrir Norðurlandi hinn
11. september 1755 og olli tjóni
við Skjálfanda og milli Eyjafjarð-
ar og Skagafjarðar. Gríðarleg
skriðuföll urðu úr fjöllum, djúpar
sprungur mynduðust í jörðu og
fjöldi bæja hrundi. Sagt er frá
jarðskjálftanum í Grímsstaðaann-
ál. Þar segir m.a.:
„Þá hrapaði niður mestallur
staðurinn í Húsavík fyrir norðan,
ásamt kirkjan, 6 eður 8 bæir á
Tjörnesi, ásamt víðar annarsstað-
ar. Féllu alls 12 bæir; skipið á
höfninni hristist, svo lá við áföll-
um. Kaupmannsbúðin gekk úr
stað fet og þverfet. Tveir bátar
forgengu þar nálægt; drukknuðu
þar af flestir mennirnir.“ Ásta
segist hafa lesið í annarri heimild
að bátarnir hafi kast-
ast upp í kletta. Þyk-
ir henni líklegast að
ætla að hafnarbylgja
hafi valdið því að
bátarnir tveir fórust
og eins að skip nærri
sökk í höfninni á
Húsavík. Síðar um
haustið, eða 1. nóv-
ember, varð mikill
jarðskjálfti úti fyrir
strönd Portúgals og
olli m.a. miklu tjóni í
Lissabon þar sem
hafnarbylgja gekk á
land.
Önnur jarð-
skjálftahrina, sem varð aðfara-
nótt 18. apríl 1872, jafnaði Húsa-
vík nær því við jörðu. Þar hrundu
eða stórskemmdust 20–30 íbúðar-
hús og 104 urðu húsnæðislausir.
Fólk flýði úr húsum um nóttina,
mæður með hálfnakin börn á bak-
inu og aðrir. Svo harðir voru
kippirnir að ekki var stætt á ber-
svæði nema styrk-
ustu mönnum.
Daginn eftir varð
fólk í Flatey á Skjálf-
anda vart við smá-
kippi. Skyndilega
kom mjög snarpur
kippur svo að hlutum
lá við hruni og
klukkustund síðar
miklu sterkari jarð-
skjálfti. Þá sogaðist
sjórinn skyndilega út
og sáu þorpsbúar
hvar risaalda skall á
land. Skemmdust öll
hús og tveir bæir
hrundu alveg. Segir
Ásta lítinn vafa leika á því að hér
hafi verið um hafnarbylgju að
ræða.
„Þessir skjálftar liggja líklega
á milli 6,5 og 7,5 á Richter,“ sagði
Ásta. „Engu að síður eru þeir
nógu sterkir til að valda hafn-
arbylgjum og þær eru þekktar
hér við land.“
Hafnarbylgjur hafa
valdið tjóni hér á landi
Ásta Þorleifsdóttir
Reuters
Finna má dæmi í íslenskum annálum um tjón eftir flóðbylgjur af völdum jarðskjálfta svipað því sem gerðist í
Asíu. Myndin er frá Aceh-héraði í Indónesíu þar sem flóðbylgjan lagði þetta þorp algjörlega í rúst.
Dæmi úr annálum um flóðbylgjur útaf Norðurlandi