Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 41 DAGBÓK Leikhúsgagnrýni ÉG er leiklistarunnandi og fer oft í leikhús og hef séð þar mörg frábær verk. Ég álít mig hafa talsvert vit á þessum málum því ég lærði leiklist í 2 vetur þegar ég var yngri. Það sem fer í taugarnar á mér eru gagnrýn- endur sem stundum fara offari gegn prýðis verkum. Ég hafði hugsað mér að sjá jóla- leikrit Þjóðleikhússins, Öxin og jörðin, sem fær ákaflega slæma gagnrýni. Hvers vegna að spilla ánægju fólks fyrirfram með slíku mati? Áhorfendur eru fullfærir um að meta sjálfir þau verk sem þeir sjá og það eru fleiri en ég sem eru óánægðir með að láta spilla verkinu fyrir sér. Við þurfum enga sérfræðinga til að hjálpa okkur við gagnrýni. Það er oft dapurlegt til þess að vita að vel unnin verk sem metnaður hefur verið lagður í skuli vera rifin gjörsamlega niður. Leikhúsunnandi. Íþróttamaður ársins ÉG er sammála því sem kemur fram í grein Hreggviðs Jónssonar sem birtist í Morgunblaðinu 3. janúar sl. þar sem Hreggviður fjallar um kjör á Íþróttamanni ársins. Mér finnst þessi niðurstaða Samtaka íþrótta- fréttamanna í kjöri á íþróttamanni ársins fáránleg. Það læðist að manni sú hugsun að þarna sé um hreina og klára fordóma að ræða. Ég tel að Kristín Rós hafi fyrir löngu unnið til titilsins Íþróttamaður ársins. Ég tek undir með Hreggviði og óska svars frá þeim sem að þessu kjöri standa og að þeir rökstyðji sína niðurstöðu. Páll S. Elíasson. Ábending til blaðburðarfólks ÞAÐ er mikiðlu auðveldara að koma dagblöðunum inn um lúgurnar ef þau eru brotin langsum. Þá komast þau auðveldlega alla leið inn í húsin. Það er mjög algengt að þau séu brotin þversum, verða þar af leið- andi fjórfjöld og standa út úr lúg- unni. Verða oft blaut og jafnvel detta úr lúgunni. Þá fjúka þau um götur og garða. Áskrifandi. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Jóga í Garðabæ Byrjar í Kirkjuhvoli 10. janúar Framhaldstímar mánud. og miðvikud. kl. 18.00–19.15 Byrjendatímar mánud. og miðvikud. kl. 19.30–20.45 Kennari er Anna Ingólfsdóttir, Kripalu jógakennari. Uppl. og skráning í símum 565 9722 og 893 9723. Anna Ingólfsdóttir • Fjármálastjóri/meðeigandi óskast að góðu verktakafyrirtæki á Austurlandi sem er með mikil verkefni. • Kaffihús, veislusalur og aðstaða fyrir veisluþjónustu við Engjateig. • Leiðandi sérverslun í góðum vexti. Ársvelta 420 m. kr. • Vel staðsett hótel í austurhluta Reykjavíkur. • Traust iðnfyrirtæki með 200 m. kr. ársveltu. • Rótgróið innflutningsfyrirtæki með eigin verslanir. Velta 360 m. kr. • Iðnfyrirtæki með mikla sérstöðu og öruggan markað. 90 m. kr. ársvelta. • Húsgagnaverslun í góðum rekstri. • Iðnfyrirtæki í plastframleiðslu. Gæti hentað til flutnings út á land. • Þekkt sportvöruverslun í miðbænum. Mjög góður rekstur. Mikill sölutími fram- undan. • Íþróttavöruverslun með þekkt merki og sérvörur. Góð viðskiptasambönd. Sami eigandi í 20 ár. Hagstætt verð. • Ferðaþjónustufyrirtæki miðsvæðis á Norðurlandi. Veitingar og gisting. • Stór trésmiðja með sérhæfða framleiðslu. Mjög tæknivædd. Mikil verkefni og góð afkoma. • Lítil húsgagnaverslun. Auðveld kaup. • Gott fyrirtæki í ferðaþjónustu. • Þekkt undirfataverslun í stórri verslunarmiðstöð. • Sérverslun með tæknivörur. 200 m. kr. ársvelta. • Þekkt verslun með föndurvörur. Ársvelta 60 m. kr. • Heildverslun með vörur fyrir sjávarútveg. Ársvelta 120 m. kr. • Heildverslun með byggingavörur. Ársvelta 190 m. kr. • Þekkt barnafataverslun í Kringlunni. • Vörubílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4-5 starfsmenn. Vel tækjum búið, í eigin húsnæði á góðum stað. • Söluturninn Miðvangi. Gott tækifæri fyrir einstakling sem vill hefja eigin at- vinnurekstur. • Lítil sápugerð með góðar vörur. Hentugt fyrirtæki til flutnings. • Vitum af mörgum sérverslunum, heildverslunum og iðnfyrirtækjum í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr. • Rótgróinn veitingastaður, söluturn og ísbúð. Ársvelta 36 m. kr. Góður rekstur. • Salon Nes. Góð hárgreiðslustofa á Seltjarnarnesi. • Tveir söluturnar í 101 Reykjavík. Hentugur rekstur fyrir hjón eða fjölskyldu. • Skemmtileg gjafavöruverslun í Kringlunni. • Glæsileg ísbúð, videó og grill á einstaklega góðum stað í austurbænum. Mikil veitingasala og góð framlegð. • Lítill söluturn í Háaleitishverfi. Gott tækifæri fyrir duglegt fólk sem vill komast í eigin rekstur. • Smáskór. Rótgróin sérverslun með fallega barnaskó. Eigin innflutningur að stór- um hluta. Hentugt fyrirtæki fyrir 2 smekklegar konur eða sem viðbót við annan rekstur. • Falleg lítil blómabúð í miðbænum. • Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Einstakt tækifæri fyr- ir duglegt fólk. Leiga möguleg fyrir réttan aðila. • Glæsileg efnalaug í góðu hverfi. Eigið húsnæði. • Sérverslun í Kópavogi með raftæki o.fl. Auðveld kaup. • Rótgróið fyrirtæki í álsmíði og viðgerðum. Traust föst viðskipti. Tilvalið sem við- bót við vélsmiðju eða skyldan rekstur. Gagnlegur fróðleikur sjá: www.kontakt.is Söngmenn! Nú er tækifæri til þess að taka þátt í skemmtilegu verkefni því Söngsveitin Fílharmónía auglýsir eftir tenórum og bössum Verk: Carmina Burana eftir Carl Orff. Tónleikar 24. og 26. apríl. Allar upplýsingar í síma 898 5290 og 869 2643. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be6 8. f3 Be7 9. Dd2 0-0 10. 0-0-0 Rbd7 11. g4 b5 12. g5 b4 13. Re2 Re8 14. Rg3 a5 15. Kb1 Rc7 16. f4 a4 17. f5 axb3 18. cxb3 d5 19. fxe6 d4 20. exf7+ Kh8 21. g6 hxg6 22. h4 Re6 23. Bg5 Kh7 24. Bc4 Rf4 25. Bxf4 exf4 26. Dxf4 Bf6 27. e5 Rxe5 28. Re4 Kh8 29. Rg5 Da5 30. a4 Rxc4 31. h5 Df5+ Staðan kom upp í lokuðu al- þjóðlegu skákmóti sem lauk fyrir skömmu í Groningen í Hollandi. Stórmeistarinn sókndjarfi og heima- maðurinn Friso Nijbjoer (2.567) hafði fórnað manni leiknum á undan og var tilbúinn að láta drottninguna af hendi til að getað mátað andstæðinginn Andrey Zhigalko (2.515). 32. Ka1! og svartur gafst upp þar eð hann verður mát eftir 32. ... Dxf4 33. hxg6+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 MYNDLISTARKONAN Sigga Björg Sigurðardóttir opnar sýn- ingu sína „Lappir, línudans og fórn- arlamb í gulri peysu,“ í kvöld kl. 20 í Galleríi Dverg. Sigga Björg, sem fædd er árið 1977, stundaði nám í myndlist- ardeild Listaháskóla Íslands og framhaldsnám í Glasgow School of Art, Skotlandi. Hún hefur sýnt verk sín í Skotlandi, Englandi, Kína og á Íslandi. Nú síðast sýndi hún í CCA (Centre of Contemporary Arts, í Glasgow) á samsýningunni „Noon- day Demons,“ ásamt nokkrum ís- lenskum myndlistarkonum og í Norræna húsinu á sýningunni „Vetrarmessa“. Framundan hjá henni eru svo sýningarþátttaka á vegum Bowiearts í London, í Ástr- alíu og í Japan. Sigga Björg býr og starfar í Glasgow. „Verkin mín eru um það sem ger- ist þegar einhver gerir eitthvað við einhvern, eða eitthvað kemur fyrir einhvern, en stundum er einhver einfaldlega að gera eitthvað eða hugsa um eitthvað annað,“ segir Sigga Björg m.a. um verk sín. „Ég bý til kringumstæður fyrir verur eða skepnur, sem líta út eins og fólk eða dýr en þurfa ekki endilega að vera annaðhvort. Þær eru einfald- lega til, til þess að sýna ákveðið hugarástand.“ Sýningarrýmið Gallerí Dvergur er í kjallara bakhúss á Grundarstíg 21. Það hefur starfað með hléum síðan 2002 og staðið fyrir átta einkasýningum ungra myndlist- armanna, erlendra sem og inn- lendra. Sigga Björg Sigurðardóttir í Galleríi Dverg Dregur fram hugarástand Morgunblaðið/Jim Smart Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudags kl. 17–19 eða eftir samkomulagi og stendur til 23. janúar. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.