Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið Nýja svið og Litla svið BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Fö 7/1 kl 20, Fö 14/1 kl 20, Su 16/1 kl 20 HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Aðalæfing fi 6/1 kl 20 - UPPSELT Frumsýning fö 7/1 kl 20 - UPPSELT Lau 8/1 kl 20 - GUL KORT- UPPSELT Su 9/1 kl 20 - AUKASÝNING - UPPSELT Lau 15/1 kl 20 - RAUÐ KORT - UPPSELT Su 16/1 kl 20 - GRÆN KORT Fö 21/1 kl 20 - BLÁ KORT Lau 22/1 kl 20, Lau 29/1 kl 20, Su 30/1 kl 20 Lau 5/2 kl 20, Su 6/2 kl 20, Fö 11/2 kl 20, Lau 12/2 kl 20 Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 9/1 kl 14, Su 16/1 kl 14 Su 23/1 kl 14, Su 30/1 kl 14 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Fö 14/1 kl 20, Fi 20/1 kl 20 AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR eftir Ionesco - Í samstarfi við LA Lau 8/1 kl 20, Su 9/1 kl 20 Fi 13/1 kl 20, Lau 15/1 kl 20 HÉRI HÉRASON Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson, Í samstarfi við TÓBÍAS Frumsýning su 16/1 kl 20 Lau 22/1 kl 20, Fi 27/1 kl 20, Su 30/1 kl 20 ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN: FJÖLSKYLDUSÝNING The Match, Æfing í Paradís, Bolti Lau 15/1 kl 14, Lau 22/1 kl 14 Miðasalan er opin kl. 13-18 mán. og þri. Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. www.leikhusid.is • midasala@leikhusid.is Þjóðleikhúsið sími 551 1200 • Stóra sviðið kl. 20:00 ÖXIN OG JÖRÐIN – Ólafur Gunnarsson/leikgerð Hilmar Jónsson 3. sýn. í kvöld mið. 5/1 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 6/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fim. 13/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fös. 21/1 örfá sæti laus, 7. sýn. fös. 28/1 örfá sæti laus. ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – Hallgrímur Helgason /leikgerð Baltasar Kormákur Fös. 7/1 nokkur sæti laus, fös. 14/1, örfá sæti laus, fim. 20/1. Sýningum fer fækkandi. EDITH PIAF – Sigurður Pálsson Lau. 8/1 uppselt,sun. 9/1 uppselt, lau. 15/1 uppselt, sun. 16/1 örfá sæti laus, lau. 22/1 uppselt, sun. 23/1. DÝRIN Í HÁLSASKÓGI – Thorbjörn Egner Sun. 9/1 kl. 14:00,nokkur sæti laus, sun 16/1 kl. 14:00. Sýningum fer fækkandi. • Smíðaverkstæðið kl. 20:00 NÍTJÁNHUNDRUÐ KAFFILEIKHÚS – Alessandro Baricco Fös. 7/1, lau. 15/1. Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin. • Litla sviðið kl. 20:00 BÖNDIN Á MILLI OKKAR – Kristján Þórður Hrafnsson Fös. 7/1, nokkur sæti laus, fös. 14/1, fim. 20/1. örfá sæti laus. ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA MISSIÐ EKKI AF FRÁBÆRRI SÝNINGU! ! 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími „Fjarskalega leiftrandi og skemmtileg sýning.“ H.Ö.B. RÚV Óliver! Eftir Lionel Bart Fim. 6.1 kl 20 5. kortas. UPPSELT Lau. 8.1 kl 20 6.kortas. UPPSELT Sun. 9.1 kl 20 7.kortas. Örfá sæti Fim. 13.1 kl 20 Örfá sæti Lau. 15.1 kl 14 aukasýn. Örfá sæti Lau. 15.1 kl 20 Örfá sæti Sun. 16.1 kl 20 Nokkur sæti Fös. 21.1 kl 20 Nokkur sæti Lau. 22.01 kl 20 Nokkur sæti Sýnt í Reykjavík: Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Hljómsveitarstjóri ::: Michael Dittrich Einsöngvari ::: Ingveldur Ýr Jónsdóttir HÁSKÓLABÍÓI, Í KVÖLD, MIÐVIKUDAGSKVÖLD KL. 19.30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS FIMMTUDAGINN 6. JANÚAR KL. 19.30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS FÖSTUDAGINN 7. JANÚAR KL. 19.30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS LAUGARDAGINN 8. JANÚAR KL. 17.00 – UPPSELT Græn tónleikaröð #3 Örfá sæti laus Ef að líkum lætur verða miðar á hina sívinsælu Vínartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands ófáanlegir innan skamms. Enda ekki von, Vínartónleikarnir eru ávallt hátíðlegir og skemmti- legir og í ár eru gestir Sinfóníunnar ekki af verri endanum: Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzósópran-söngkonan fjölhæfa og þýski Strauss-sérfræðingurinn og hljómsveitarstjórinn Michael Dittrich. ☎ 552 3000 ALLRA SÍÐASTA SÝNING • Laugardag 15. janúar kl 20 eftir LEE HALL Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 KÓNGURINN KVEÐUR! í samstarfi við LEIKFÉLAG AKUREYRAR Ekki missa af Elvis! Ein vinsælasta sýning ársins kveður sviðið www.loftkastalinn.is Tosca eftir Puccini Frumsýning 11. febrúar Frumsýning fös. 11. feb. kl. 20.00 - UPPSELT - 2 sýning. sun. 13. feb. kl. 19.00 3. sýning fös. 18. feb. kl. 20.00 - 4. sýning sun. 20. feb. kl. 19.00 - FÁAR SÝNINGAR www.opera.is midasala@opera.is Sími miðasölu: 511 4200 Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Miðasala á Netinu: www.opera.is LEIKGERÐIR af vinsælum bíó- myndum eiga upp á pallborðið hjá framhaldsskólanemum um þessar mundir. Því vin- sælli sem myndin er því þakklátara er að setja upp leiksýningu byggða á mynd- inni og svo virðist sem brandarar og skondnar persón- ur verði vinsælli eftir því sem oftar er á horft. Und- irrituð hefur ekki séð ,,The Nightmare before Christ- mas“ en leikgerð og sýning LFMH á þessari bandarísku ævintýramynd fjallar í stuttu máli um beinagrind í heimi hrekkjavökuskrímsla sem ákveður að ræna jólasveininum til þess að fara í hlutverk hans. Eins og margt annað í bandarískum siðum og menningu höfðar hrekkjavakan æ meir til íslenskra ungmenna, senni- lega vegna flóðsins af bandarískum bíómyndum, og ekki má gleyma því að íslensku jólasveinarnir hafa fengið útlit þess eina og sanna ameríska ásamt flestum hans eiginleikum og umhverfi. Af fagnaðarlátum gest- anna á frumsýningunni að dæma hef- ur sýningin hitt í það mark sem bolt- anum var skotið á með þessu jólagríni. Margt er ágætlega gert í sýning- unni en nokkrir augljósir gallar draga það niður. Það er alltaf gaman að sjá stóra hópa ungs fólks vinna saman sem ein manneskja að því að búa til það listaverk sem leiksýning er. Krakkarnir sem leika eru rúm- lega þrjátíu og í hljómsveitinni sem sést allan tímann á leiksviðinu eru sjö manns. Þá eru auðvitað ónefndir allir þeir sem vinna baksviðs og að und- irbúningi. Búningarnir eru hugvit- samlega unnir og hæfa efninu vel og svo er einnig um förðunina. Lýsingin er einnig vel unnin en á frumsýning- unni bar hins vegar of mikið á hiki og stirðleika í stjórnun ljósanna. Svið Loftkastalans er mjög breitt og kjör- ið fyrir svo stóra hópa en mistök að reyna að nýta það allt eins og gert er í sýningunni því ef setið er framarlega til hliðar í salnum fer það sem gerist á hinum enda sviðsins fyrir ofan garð og neðan hjá þeim áhorfendum. Á miðju sviðinu er stór laug sem per- sónurnar hópuðust oft í kringum og skyggðu þannig á hver aðra. Úr þess- ari laug kom gríðarlegur reykur eða mistur sem varð til þess að oft sást ekki nógu vel. Skylt þessari gagnrýni er það sem helst var að. Að- alpersónan Jói, hryllingskóngurinn, var mjög vel leikinn af Haraldi Ágústssyni en hann fékk alls ekki að njóta sín sem skyldi þar sem of mikið var að gerast á sviðinu í einu og oft stóðu aðrir hreinlega fyrir honum. Texti verksins er mjög vel þýddur og skrifaður í leikgerð Odds Bjarna og söngtextarnir vel smíðaðir en því miður féllu orðin of oft dauð vegna óskýrmælis og lins framburðar auk þess sem hljóðtæknin var léleg á frumsýningunni og hljómsveitin gnæfði yfir sönginn úr of hátt stilltum hátölurum. Undantekningin frá þessu var framburður og söngur hins leikarans sem bar af en það var Helgi Rafn Ingvarsson sem jólasveinninn. Eins og áður sagði er gaman að sjá svo stóran hóp nemenda úr MH leika af svo mikilli gleði og samhug en því miður er það svo að sýningin virðist ekki hafa verið nógu vel undirbúin því það þjónar engum tilgangi að frumsýna áður en allir endar hafa verið hnýttir. Oddur Bjarni Þorkels- son á að baki margar mjög góðar leiksýningar og þessi er engan veg- inn dæmigerð fyrir vinnubrögð hans en þegar allt kemur til alls er það þó leikstjórinn sem ber ábyrgðina. LEIKLIST Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð Leikstjórn og leikgerð eftir kvikmynd Tims Burtons: Oddur Bjarni Þorkelsson. Aðstoðarleikstjórn: Margrét Sverr- isdóttir. Leikmynda- og ljósahönnun: Mó- eiður Helgadóttir. Búningahönnun og gervi: Dýrleif Jónsdóttir. Frumsýning í Loftkastalanum, 30. des- ember 2004 Martröð á jólanótt Hrund Ólafsdóttir Oddur Bjarni Þorkelsson GEIMDÚKKAN og Fönixreglan nefnir Úlfur Chaka sýningu sína í gallerí Banananas. Þetta ómerki- lega port er sérkennilega heillandi sýningarrými, en töfrar þess skrifast þó að mestu leyti á hæfi- leika þeirra sem þar sýna og kunna að notfæra sér óvenjulega eiginleika þess. Úlfur Chaka úskrifaðist frá LHÍ vorið 2003 og er þetta fyrsta einkasýning hans. Sýningin er ekki mikil um sig, en þó grípandi. Hún samanstendur af hálfum bogum sem Úlfur hefur byggt úr húsveggjum og vegg- málverki af geimdúkkunni sem var einmitt uppistaða lokaverk- efnis Úlfs 2003. Þessir ólíku þætt- ir koma skemmtilega saman í portinu, klassískir hálfbogarnir minna á rómverska byggingarlist en veggmálverkið á graffitiverk samtímans. Þetta er óvænt blanda og myndin sem Úlfur dregur upp er skýr og einföld, hvernig sem áhorfandinn kýs síðan að túlka hana. Geimdúkkan er hér í hlut- verki einhvers konar ofurkonu sem svífur næstum yfir húsþökum borgarinnar, rómversku bogarnir gefa henni framandlegan blæ. Áhorfandinn fær á tilfinninguna að hann hafi stigið óvart inn í ramma teiknimyndasögu, á næsta augnabliki verði Geimdúkkan horfin, bogarnir á bak og burt, byggingarplastið á jörðinni gufað upp. Það myndi líklega ekki saka að veita áhorfendum einhverjar lágmarksupplýsingar um hug- mynd Úlfs en á hinn bóginn stendur innsetningin fyllilega undir sér sem framandleg mynd, óvænt sjónarhorn á hversdags- legum Barónsstígnum. Úlfur nær að nýta sér möguleika portsins út í ystu æsar og skapa eft- irminnilegt augnablik á dimmum janúardegi. MYNDLIST Gallerí Banananas Til 5. janúar. Opið eftir samkomulagi. Blönduð tækni, Úlfur Chaka Ragna Sigurðardóttir smáauglýsingar mbl.is ÞESSI verk eftir spænska listamanninn Joan Miro, „Sense Titol“ og „Femme dans la nuit“, getur nú að líta á sýningunni Landslag í Miro-stofnuninni á Palma de Mallorca. Miro-sýning á Mallorca Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.