Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 23 UMRÆÐAN KOSTNAÐUR ríkisins vegna fjarskiptanotkunar ráðuneyta og A- hlutastofnana nemur um hálfum öðrum milljarði króna árlega. Til þessa hef- ur Landssími Íslands setið nær einn að þessum viðskiptum. Undantekningin eru útboð sem fram fóru á fjarskiptaþjónustu Landspítala háskóla- sjúkrahúss árið 2001 og Íslandspósts. Út- boð sjúkrahússins skilaði skattborgurum 30 til 40% sparnaði og svipaða sögu er að segja af útboði Ís- landspósts. Á sömu forsendum er ekki úr vegi að ætla að með útboði á fjar- skiptaþjónustu ráðu- neyta og A-hluta- stofnana sé hægt að spara um 500 m.kr. Sé öll fjarskiptaþjón- usta ríkisins boðin út má slá föstu að sparn- aðurinn nemi nokkur hundruð milljónum til viðbótar. Ráðdeild í ríkisfjármálum Forsvarsmenn Og Vodafone hafa undanfarin ár átt fjölmarga fundi með embættismönnum fjár- málaráðuneytisins, fjármálaráð- herra og fulltrúum Ríkiskaupa. Á þeim fundum hefur þráfaldlega verið bent á skyldu stjórnvalda til að bjóða út þessa þjónustu og jafn- framt verið bent á að aðgerðaleysi í þessum málum gangi þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar frá árinu 1995. Þar kemur m.a. fram að rík- isstjórnin leggi áherslu á ráðdeild í ríkisfjármálum og að „unnið verði að nýskipan í ríkisrekstri, m.a. með auknum útboðum... .“ Hægt að segja sig frá þátttöku Í ágúst síðastliðnum vakti þáver- andi forstjóri Og Vodafone op- inberlega athygli á þessu tómlæti gagnvart kröfum félagsins um út- boð á fjarskiptaþjónustu. Í fram- haldi af fréttaflutningi Morg- unblaðsins og fleiri fjölmiðla létu viðbrögðin ekki á sér standa. Tals- maður fjármálaráðuneytisins greindi frá því að undirbúningur útboðs hefði staðið yfir í nokkurn tíma og tilhögun útboðs ætti liggja fyrir í haust. Þar með var útlit fyrir að þjón- usta fyrir hálfan annan milljarð, sem Landssíminn hafði verið í frírri áskrift að, yrði nú boðin lægstbjóðanda. Svo verður þó ekki. Ljóst er að stjórnvöld stefna að því að gera rammasamninga við eitt eða fleiri fjarskiptafyrirtæki að undangengnu útboði. Ætlunin er að ráðuneyti og ríkisstofnanir geti síð- an gengið inn í þessa samninga. Einnig eigi þau þess kost að segja sig frá þessum samn- ingum ef þau svo kjósa. Í samtölum við fulltrúa Ríkiskaupa hefur einnig komið fram að vonir um sparnað sem hlýst af þessu fyrirkomulagi nemi einungis um 10%. Embættismenn á svig við stefnu stjórnvalda Það eru veruleg von- brigði ef þessi leið verður farin. Ég neita að trúa því að hún sé valin með vitund og samþykki fjár- málaráðherra. Með þessu eru embætt- ismenn að kasta á glæ gullnu tækifæri til að fara að stefnu stjórn- valda og sýna ráðdeild í ríkisfjármálum. Eins og að ofan er greint má fullvíst telja að hægt verði að ná fram miklum meiri sparnaði með því að bjóða út fjarskiptaþjónustu ein- stakra stofnana og fyrirtækja hins opinbera og semja beint við lægst- bjóðanda. Menn geta ekki lengur skákað í því skjóli að Landssími Ís- lands sé eina fyrirtækið sem geti risið undir þeim öryggiskröfum sem gerðar eru til þjónustuveit- anda. Við verðum að gera ráð fyrir því að öll helstu sveitarfélög á höf- uðborgarsvæðinu, helstu fjár- málastofnanir landsins, stærsta sjúkrahúsið, stærstu fjölmiðlarnir og önnur fyrirtæki sem eru meðal 140 þúsund notenda á þjónustu Og Vodafone gerir ríkar kröfur um traust samband og öryggi um leið og þau spara stórar fjárhæðir. Og Vodafone hlýtur að fara þess á leit við Geir H. Haarde fjár- málaráðherra að hann beini þeim tilmælum til Ríkiskaupa að inn- kaupamál ríkisins á fjarskiptaþjón- ustu verði tekin föstum tökum og farið verði að stefnu stjórnvalda. Skattborgarar eiga það skilið að leitað sé hagstæðustu tilboða hverju sinni á þeirri þjónustu sem ríkið kaupir. Ljóst má vera að þeim 500 m.kr. eða meira sem sparast við þá ráðstöfun er vel varið annars staðar. Vantar þig 500 milljónir, Geir? Eiríkur S. Jóhannsson fjallar um útboð á fjarskiptaþjónustu Eiríkur S. Jóhannsson ’Skattborgarareiga það skilið að leitað sé hagstæðustu tilboða hverju sinni á þeirri þjónustu sem ríkið kaupir. ‘ Höfundur er forstjóri Og Vodafone. LÍTIÐ bar á umhverfis- og nátt- úrvernd í áramótaumfjöllun stjórn- málamanna og fjölmiðla að þessu sinni. Vonandi er það vísbending um að tekist hafi að skapa umhverf- ismálum þann sess að líta beri á nátt- úruvernd sem sjálf- sagðan og eðlilegan þátt í samfélaginu. Landvernd hefur lengi reynt að stuðla mark- visst að því m.a. með víðtæku fræðslustarfi. Sem dæmi má nefna að liðlega 30 skólar taka þátt í Grænfána- verkefni samtakanna sem er umhverf- isfræðsla í skólum. Tæplega tvö þúsund grunnskólanemar sækja árlega heim náttúruskólann í Alviðru, umhverfisfræðslusetur Landverndar og mörg hundruð heimili hafa tileinkað sér vistvernd í verki fyrir tilstuðlan Landverndar og styrktaraðila. Auk þess hefur Landvernd tekið þátt í mörgum öðrum verkefnum stórum og smáum til að stuðla að og efla vit- und um umhverfisvernd. Nýleg skýrsla norðurskautsráðs- ins um áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum staðfestir að ef ekki tekst að takmarka losun gróð- urhúsalofttegunda af manna völdum verða hættulegar breytingar á veð- urfari og lífríki á norðurskauts- svæðinu. Talsverðar breytingar hafa nú þegar komið fram og óhjá- kvæmilega verða frekari breyt- ingar. Í umræðu um loftslagsbreyt- ingar virðist oft gleymast að það má enn koma í veg fyrir þróun sem gæti umturnað lífríki á svæðinu og haft afar víðtækar neikvæðar afleið- ingar fyrir þau samfélög sem þar búa. En þá þarf að bregðast strax við með raunhæfum aðgerðum. Það er til lítils af afla þekkingar um ástand og horfur ef það skortir bæði vilja og þor til að takast á við vandamálið og grípa til aðgerða, bæði hér á landi og í samstarfi við aðrar þjóðir. Tímamót urðu þegar Alþingi samþykkti náttúruverndaráætlun á síðasta ári. Í fyrsta sinn var tekin stefnumarkandi ákvörðun um heild- stæðar aðgerðir til að treysta verndun íslenskrar náttúru. Eitt mikilvægt viðfangsefni varð þó út- undan í náttúruverndaráætluninni. Það er nauðsynleg stækkun frið- landsins í Þjórsárverum, sem Um- hverfisstofnun hafði gert tillögu að. Samanburðarrannsóknir sýna að Þjórsárverasvæðið er eitt verðmæt- asta hálendissvæði Íslands. Nýleg úttekt erlendra sérfræðinga stað- festir að náttúra og landslag við sunnanverðan Hofsjökul hefur mik- ið alþjóðlegt náttúruverndargildi, jafnvel svo mikið að það gæti átt heima á Heimsminjaskrá UNESCO. Skoðanakönnun sem gerð var í nóvember bendir til þess að tveir þriðju hlutar þjóðarinnar styðji hug- myndir um stækkun friðlandsins. Engin brýn þörf kallar á frekari orkuöflun á þessu svæði og ráða- menn ættu að sjá sóma sinn í að láta Þjórs- árverasvæðið í friði og láta af hugmyndum um framkvæmdir sem eyðileggja einstaka náttúru á heimsvísu. Það ætti að vera for- gangsverkefni í nátt- úruvernd að stækka friðlandsmörk Þjórsárvera þannig að þau nái til þeirra verðmæta sem svæðið býr yfir. Holtasóley var valin sem þjóð- arblóm í skoðanakönnun sem Morg- unblaðið og Landvernd stóðu að á árinu. Þjóðarblómið á að minna okkur á mikilvægi þess að viðhalda og efla gróðurvernd. Gróður og jarðvegur eru ein mikilvægasta náttúruauðlindin og forsenda lífs á landi og gróður- og jarðvegsvernd hefur lengi verið eitt mikilvægasta viðfangsefni Íslendinga í umhverf- ismálum. Undanfarna áratugi virð- ist sem árangur hafi verið að nást á þessu sviði, en ástæða er til að ótt- ast að hann verði ekki varanlegur. Skortur á trúverðugum aðgerðum til að takast á við væntanlegan vanda vegna áfoks og uppblásturs frá Hálslóni við Kárahnjúka er verulegt áhyggjuefni. Þá er mikill akstur utan vega dæmi um virð- inga- og sinnuleysi sem enn ríkir um þessi mál. Beit á illa grónu landi virðist enn viðgangast þó að al- kunna sé að hún leiði til eyðilegg- ingar. Nýleg skráning Þingvalla á Heimsminjaskrá UNESCO minnir á mikilvægi þess að vernda við- kvæm og dýrmæt svæði sem eru einstök á heimsvísu. Það er verðugt framlag Íslands til umheimsins að skila verðmætri náttúruarfleið óspilltri til komandi kynslóða. Stjórnvöld keppast við að undir- strika mikilvægi vatns- og jarð- varmaorku landsins sem framlags til sjálfbærrar þróunar á heimsvísu. Það fyrir sig getur verið rétt, en snýst í andhverfu sína ef orkunnar er aflað með því að eyðileggja eða spilla náttúruarfleið á heims- mælikvarða. Margt bendir til að slíkt sé að gerast og áætlanir benda til að eyðileggingin haldi áfram verði ekki gripið í taumana þegar í stað. Vitund, vilji, þekking og virðing fyrir náttúrunni eru ávísun á um- hverfisvernd. Það er ekki draumsýn að gera megi framþróun samfélags- ins og efnahagslífsins sjálfbæra, dæmin sanna að það er hægt. En það krefst þess að skammtíma hagnaðarsjónamið fárra manna ráði ekki úrslitum þegar teknar eru ákvarðanir um framkvæmdir og að- gerðir sem varða margar kynslóðir. Það er gæfa Íslendinga að eiga mikla auðlegð. Auðæfi og menntun þjóðarinnar ætti að gera okkur kleift að marka framtíðarsýn þar sem góðum lífskjörum í landinu er viðhaldið án þess að eyðileggja ómetanlega náttúruarfleið. Allt starf Landverndar miðast að því að gera slíka framtíðarsýn að fýsi- legum valkosti. Umhverfis- og náttúruvernd um áramót Ólöf Guðný Valdimarsdóttir fjallar um umhverfismál ’Vitund, vilji, þekkingog virðing fyrir nátt- úrunni eru ávísun á umhverfisvernd.‘ Ólöf Guðný Valdimarsdóttir Höfundur er arkitekt og formaður Landverndar, landgræðslu- og um- hverfisverndarsamtaka Íslands. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík Úrslitin úr enska boltanum beint í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.