Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 35 MINNINGAR vinna mikilvægt verkefni eða tilraun. Tilraun sem snerist um að vera í heimi andstæðna (ljóss og myrkurs) í grimmasta, gráðugasta og kynferð- islegasta spendýri (bíl) jarðar. Þú sagðir að við værum hér til að læra og nú er lexíu þinni lokið, þú ert farinn heim. Pabbi vildi alltaf að ég leitaði að lexíunni í öllu. Spurði mig alltaf: ,,Hvað getur þú lært af þessu?“. Sagði að það skipti ekki máli hversu oft maður væri sleginn niður heldur hversu fljótur maður væri að standa upp aftur. Pabbi talaði oft um hvað hann væri ríkur, þrátt fyrir að eiga ekki mikið af pening. Hann horfði eitt sinn yfir alla 5 syni sína samankomna og sagði að þetta væri alvöru ríkidæmi. Peningar kæmu og færu en annan eins fjársjóð hefði hann nú aldrei átt eins og syni sína, konur þeirra, barnabörnin og barnabarnabörn. Hann náði að sam- eina okkur öll þrátt fyrir erfiðar að- stæður og nú stöndum við saman sem ein sterk heild. Hann var besti vinur minn. Ég hef ekki sagt nokkurri annarri mann- eskju jafn mikið um mig né þorað að deila mínum skoðunum jafn frjáls- lega með nokkrum öðrum. Hann tal- aði alltaf við mig eins og ég væri full- orðinn og mjög snemma byrjaði hann að koma fram við mig eins og ég væri það. Hann spilaði meira að segja við mig eins og ég væri fullorðinn. Gaf mér aldrei neitt eftir og leyfði mér aldrei að vinna. Frægasta rommíspil okkar var spilað undir Vatnajökli. Við höfðum ákveðið að sá sem kæmist fyrst upp í 1000 myndi vinna. Þegar pabbi var kominn í rúmlega 900 og ég enn í mínus 300 var ég löngu búinn að gefast upp og farinn að spila með hangandi hendi. Hann leið það sko ekki. Stoppaði leikinn af,z sagði mér að leiknum væri ekki lokið fyrr en sigur annars hvors væri í höfn. Ég man að hann sagði eitthvað meira en ekki hvað það var. Það eina sem ég man er að ég fylltist krafti og eld- móði. Ég setti alla athygli á spilið, hætti fýluvælinu og vann leikinn. Þessi reynsla varð mér ómetanleg og ég sæki enn í hana styrk þegar eitt- hvað virðist vera óyfirstíganlegt. Pabbi sagði að maður ætti aldrei að gera neitt án þess að gera sitt besta. Setja sér það markmið að vinna, keyra svo á það en endanlega útkom- an væri í Guðs höndum. ,,Maður verður bara að treysta að Guð leiði mann áfram,“ sagði hann. Pabbi var alltaf að kenna mér, sama hvort að það var meðvitað hjá honum eða ekki. Þegar við vorum eitt sinn í Norðurá setti ég í um 20 punda lax beint fyrir neðan veiðihúsið á Bryggjunum. Ég var búinn að þreyta laxinn heillengi og hann virtist vera að gefa sig. Ég byrjaði að beina honum að bakkanum en þá skaust flugan allt í einu fram hjá andliti mínu; laxinn hafði sloppið. Ég var bandbrjálaður og blótaði lax- inum og aðstæðum. Pabbi sagði að þetta væri ekki rétt. Hann sagði: ,,Nú tekur þú að ofan, hneigir þig og þakk- ar laxinum fyrir leikinn“ sem hann fékk mig loks til að gera. Ómetanleg lexía. Ég vil að þú vitir ,elsku pabbi, að ég ætla ekki að falla í tómt volæði í sorg minni, heldur óska þér góðrar ferðar heim. Ég ætla að syrgja þig eins og þú vildir láta syrgja þig. Þú sagðir að allt væri í Guðlegum farvegi og með það í huga áttir þú að fara heim núna um jólin. Ég samgleðst þér. Nú finnur þú ekki lengur til í fætinum. Um þrjátíu ára þrauta- göngu með fótasárin er lokið. Ég tek ofan, hneigi mig og þakka fyrir ynd- islega tíma með þér. Takk fyrir allar ánægjulegu stundirnar. Ég á ekki til orð til að lýsa því hversu mikið ég sakna þín. En skilnaður okkar mun ekki vara lengi ef á stóru myndina er litið. Við hittumst heima þegar lexíu minni er lokið. Guðlaugur Bergmann yngri. Elskulegur tengdafaðir minn er látinn aðeins 66 ára að aldri. Mig langar með fáum orðum að þakka Gulla fyrir ferðalagið sem við höfum átt saman síðastliðin 14 ár. Á þeim tíma höfum við átt margar góðar stundir á Snæfellsnesinu og í árleg- um veiðiferðum í Hítará og nú síðast í Norðurá. Í fyrstu veiðiferð okkar með Gulla færði hann okkur tengda- dætrum sínum lax. Hann sjónrenndi í laxinn og rétti okkur stöngina um það bil þegar laxinn tók. Þannig fór að við fengum allar lax. Á Snæfellsnesinu höfum við Óli átt ómetanlegar stundir með ykkur Gunnu. Ég veit líka að þar fenguð þið Óli góðan tíma til að spjalla saman. Þar lærðum við að takast á við hluti í lífinu sem við getum ekki breytt og hver lærdómur okkar er í því. Gulli var alltaf að finna nýtt púsl í púsluna um lífið og tilgang þess. Í hvert sinn sem við Óli keyrðum burt vorum við uppfull af nýju veganesti sem við höf- um svo nýtt okkur í dansi okkar við lífið. Allt er í guðlegum farvegi eins og þú sagðir alltaf Gulli minn. Ég hugga mig við orð þín að nú sért þú kominn heim í leit að styrk. Ég hugga mig líka við allar góðu minningarnar sem ég á um þig og hve vel þér tókst að vinna með hlutina í lífinu. Eins og þú sagðir við mig síðast þegar þú komst og varst að tala um draumana þína. Þú notaðir drauma þína til að gera hluti sem þú ekki gast gert í vakandi lífi eins og til dæmis að dansa. Þessi hugsun er lýsandi fyrir þá leið sem þú notaðir í lífinu. Ekki að láta hlutina draga þig niður því það er alltaf til önnur leið. Það sem skiptir máli er að gefast ekki upp heldur halda áfram ótrauður. Elsku Gulli minn ég þakka þér fyr- ir öll fallegu orðin og leiðsagnirnar. Ég vildi að strákarnir mínir litlu hefðu fengið að kynnast þér betur í eigin persónu en það er svo mikið af þér sem lifir í okkur og við munum kenna þeim eins og þú kenndir okk- ur. Ég kveð þig í bili, þín einlæg tengdadóttir Herdís Finnbogadóttir. Fyrst þegar ég hitti Guðlaug Berg- mann kom hann á fleygiferð inn á veitingastaðinn Apótekið í miðbæ Reykjavíkur. Í bláu millet-dúnúlp- unni. Hádegisverður með foreldrum nýja kærastans. Gulli eignaðist stað í hjarta mínu í desember árið 2000. Hann var kraftmikill hugsjónamaður með stórt hjarta og hafði einstaka löngun til að huga vel að öllum í kringum sig. Stundum var eins og hann ætlaði að pabba allan heiminn. Fyrstu jólin með fjölskyldunni fékk ég einstakt hrós frá Gulla. Við sátum við matborðið á Brekkubæ, Gulli horfði á mig og sagði: „Þú ert með svona hrossatennur …“ smábið og svo „… eins og Guðrún kona mín.“ Gulli hafði gaman af að hrista upp í fólki og oft tókst honum að stríða mér. Ég er mjög þakklát fyrir að kynnast Gulla og tilheyra hans fjöl- skyldu síðastliðin ár. Þótt þau hafi verið fá þá eru stundirnar og minn- ingarnar margar. Í desember 2002 eignuðumst við Guðjón son. Gulli var yndislegur afi og undanfarna mánuði náðu þeir góðu sambandi. Nánast daglega vorum við í símasambandi og afi fékk fréttir af nýjum afrekum Daníels. Stundum þegar síminn hringdi þá var sagt: „Ég ætla nú bara að fá að tala við Daníel.“ Ég mun sakna þess að heyra í Gulla og hlæja með honum. Hann minntist á það að hann og Daníel ættu vel saman, hann gæti nú fíflast í honum og Daníel haft gaman af. Því miður verða þær stundir ekki fleiri en við varðveitum minningarnar. Gulli fór oft með okk- ur í gönguferðir á Brekkubæ og þeg- ar rokið var mikið sagði hann okkur að berjast ekki við Kára heldur finna fyrir orkunni. Gulli var einstakur sögumaður og á þessum gönguferð- um fór hann með okkur í annan heim, jafnvel hundruð ára aftur í tímann eða í aðrar víddir, og gæddi söguna lífi. Gulli trúði á Guð, kærleikann, fyrirgefninguna og ljósið í okkur öll- um. Hann sagðist vera guðleg ljós- vera að upplifa mannlegt ástand og að þegar hann myndi deyja færi hann heim. Ég vil trúa því að nú sé hann farinn heim. Jóhanna Bóel Bergmann. Gulli frændi minn var einn af fjór- um allsérstæðum bræðrum. Þrír þeirra eru núna fallnir frá. Faðir minn Gunnlaugur Birgir var elstur, Grétar í miðið og síðan Gulli. Bræð- urnir þrír voru líkir í hátt, snyrtipinn- ar, glæsilegir á velli, glaðværir og höfðu einstakt og geislandi bros. Þetta bros þeirra hófst með litlu glettnisbliki í augunum, augabrún- irnar lyftust og svo breiddist brosið yfir andlit þeirra í fallegum bylgjum. Oftar en ekki fylgdi síðan einlægur hlátur sem hristi þá alla og skók. Með brosinu gátu þeir brætt hvaða hjarta sem var, hlýjan streymdi frá þeim í gegnum glaðværð og glettni og allir áttu þeir það sameiginlegt að láta hjartað ráða frekar ferðinni en skyn- semina. Lífshlaup þeirra voru ólík þó svo að allir væru þeir í sölumennsku af einhverju tagi alla tíð, enda allir frábærir sölumenn. Sannfæringar- kraftur þeirra var ótrúlegur og svo kom brosið sem enginn gat staðist. Frá barnæsku minnist ég þess með stolti að hafa átt Gulla sem frænda. Hann var þekktur maður í þjóðlífinu og það var ekki lítil upphefð fyrir polla að eiga frægan frænda. Síðar lærði ég að Gulli var ekki bara fræg- ur frændi heldur traustur vinur og mikill sálnagræðari. Hann reyndist okkur systkinunum vel í gegnum tíð- ina, hjálpaði og leiðbeindi á sinn ein- staka hátt. Ég hitti Gulla síðast í haust en þá heimsóttum við bræður hann upp á Snæfellsnes. Hann var samur við sig, fræddi okkur um lífið og tilveruna og göturnar fimm sem við eigum öll eftir að ganga á lífsleið- inni. Hann taldi sjálfan sig vera á fjórðu götunni og búinn að læra að besta leiðin til að hætta að moka sig upp úr holunum væri að detta ekki of- an í þær. Þegar ég skrifa þetta sé ég í huga mínum Gulla frænda brosa og ég get ekki annað en klökknað. Bros bræðranna sem ég elskaði svo heitt eru núna horfin öll með Gulla en munu lifa að eilífu hjá okkur sem þekktum og upplifðum. Elsku Guðrún og kæru frænd- systkin, megi allt hið góða í veröld- inni hugga ykkur og styrkja. Birgir Gunnlaugsson. Þessi höfðingi og yndislegi maður sem átti svo stóran þátt í lífi okkar systkinanna er allur. Minningarnar hrannast upp í hugskoti okkar um góðan og elskulegan mann. Guðlaugur Bergmann var giftur móðursystur okkar, Önnu Heiðdal, og tóku þau okkur eins og sínum eig- in. Það voru allir velkomnir á heimili þeirra og tóku þau ávallt á móti öllum þeim sem til þeirra sóttu, með mikl- um höfðingjabrag. Þau eignuðust tvo drengi; Ólaf og Daníel, en fyrir átti Gulli einn son, Ragnar. Við systkinin nutum þess að koma á heimili þeirra og um leið að fá að alast upp með drengjunum þeirra. Vorum við öll sem systkin á okkar uppvaxtarárum þar sem mikill sam- gangur og vinátta var milli heimila okkar. Tengsl sem þannig skapast eru órjúfanleg, og þannig verður það ávallt. Hann mótaði okkur öll á sinn hátt og lét sér annt um okkur í dag- legu amstri. Þannig maður var hann. Gulli var hjartahlýr maður sem umvafði fólk sitt hlýju og kærleika. Útgeislun hans var mikil og lýsti af góðum eiginleikum mannsins. Nær- vera hans lét fáa ósnortna. Næmi á hið mannlega var alltaf með í förinni og fallega brosið hans vermdi. Hlýtt og alúðlegt viðmót geymir hver í hjarta sér. Þannig snart hann. Þrek hans og dugnaður virtust óendanleg. Víst er að margir nutu framtaksins og þeirrar alúðar sem hann lagði í hvert verk. Hann var fjörugur og skemmtilegur og aldrei lognmolla í kringum manninn. Hann var sögumaður mikill og skemmtileg- ur svo að hann hélt athygli fólks með sögum og fróðleik eins og hann lysti. Hann hafði frásagnarstíl sem unun var að og hafði hann sjálfur svo mikla gleði af að hann átti það til að gleyma stað og stund. Þessi óbilandi kraftur og lífsgleði laðaði fólk að honum og með honum. Það var okkur systkin- unum mikil gleði að fá að vinna í fyr- irtæki þeirra hjóna – en þetta var á uppgangstímum Karnabæjar. Það voru breyttir tímar með nýjum straumum. Gulli og Anna voru á rétt- um stað á réttum tíma. Þau voru sam- stiga í að svara þeim kröfum. Stofn- uðu þau verslunina Karnabæ sem á endanum varð eitt af vinsælli versl- unarfyrirtækjum á Íslandi. Saga þess fyrirtækis er um margt athyglisverð og verða því vonandi gerð verðug skil. Nafn Gulla bar oft hátt á þessum mikla uppgangstíma. Viðtöl við hann og fjöldi blaðagreina um hin ýmsu málefni birtust á síðum tímarita og blaða. Hann lét sér annt um kynslóð- ina sem var að alast upp á Íslandi. Gulli snart líf margra á sinni ævi og margir eiga honum margt að þakka. En þannig fór að Gulli og Anna slitu samvistir. Gulli eignaðist tvo syni með Guðrúnu seinni konu sinni; þá Guðjón og Guðlaug. Hann naut sín í náttúrunni. Naut sín á ferðalögum um landið og voru veiðiferðirnar ófáar með fjölskyldu og vinum. Hin síðari ár átti hann vin- sældum að fagna í ferðaþjónustu á Hellnum á Snæfellsnesi, og má nefna námskeiðahald í andlegum málefnum og margt fleira. Á Hellnum fékk hann miklu áork- að; óbilandi kraftur og meðfæddur áhugi á viðfangsefninu olli þar miklu um. Sem áður var hann ekki hræddur við að fara ótroðnar slóðir og kynnti fyrir fólki, jafnt Íslendingum sem út- lendingum, nýja sýn á mannshugann og tengsl hans við sitt umhverfi og ósnortna náttúru. Hann snart líf okk- ar á margan hátt. Við eigum honum þakkir að gjalda fyrir velvild og leið- sögn á unga aldri. Það mun ávallt fylgja okkur. Við þökkum honum all- an þann tíma sem við áttum með hon- um og hans fjölskyldum. Gulla er minnst með hlýhug og kærleika. Minningin um góðan dreng lifir áfram í hjörtum okkar. Megi Guð veita sonum hans, eig- inkonu og fjölskyldum styrk á tímum sorgar og saknaðar. Hildur, Vilhjálmur, Erla og María. Fallinn er nú frá góður vinur og fé- lagi, Guðlaugur Bergmann. Gulla kynntist ég stuttu eftir að hann flutti vestur á Snæfellsnes. Samskipti okk- ur urðu fljótt mikil eftir að ég tók við starfi bæjarstjóra í Snæfellsbæ. Gulli var uppfullur af hugmyndum og ákaf- lega kappsamur og lét verkin tala. Við í Snæfellsbæ höfum verið svo heppin að njóta starfskrafta Gulla frá árinu 1999. Hann var einn að stofn- endum Framfarafélags Snæfellsbæj- ar og í forystu þar, hann tók að sér að stýra vinnu við Staðardagskrá 21, fyrir hönd Snæfellsbæjar og varð Snæfellsbær fyrstur allra sveitarfé- laga á Íslandi til að hljóta viðurkenn- ingu fyrir þá vinnu. Þar fór fremstur Guðlaugur Bergmann og hans góða kona Guðrún. Þau hjónin voru ákaf- lega samrýmd og unnu sérlega vel saman. Vinnan við Staðardagskrána var ekki nóg fyrir Gulla hann vildi hugsa lengra og voru umhverfismál honum afar kær svo ekki sé meira sagt. Hann fór því af stað ásamt Guð- rúnu til að fá sveitarfélögin á Snæ- fellsnesi til að vinna að því markmiði saman að þau fengju vottun Green Globe 21 fyrir að vera umhverfisvænt ferðamannasvæði. Gulli tók að sér forystu í Framkvæmdaráði Snæfells- ness sem stofnað var til að vinna að þessu markmiði. Þetta tókst og var það ánægjuleg stund nú í nóvember er fulltrúar frá Snæfellsnesi fóru til London og tóku við skjali þar um. Úti í London lék Gulli á als oddi og fannst mér að með þessu væri mikilvægu takmarki hjá honum í lífinu náð. Gulli vann ekki einungis að þessum málum heldur tóku þau hjónin þá ákvörðun ásamt fleirum að stofnsetja gistiheimili á Hellnum, sem í dag er orðið að hóteli. Þessa starfsemi hafa þau byggt upp af myndarskap og nú síðast í sumar stækkuðu þau um helming. Gott var að koma til þeirra hjóna, gestrisnin átti sér engin tak- mörk, þau kunnu svo sannarlega sitt fag. Gulli hafði gaman að taka á móti gestum og ekki var verra þegar hann settist niður með þeim og fór að lesa í stjörnumerkin þeirra. Það gat nú stundum verið ansi spaugilegt að sjá hina ýmsu mektarmenn roðna og blána er Gulli sagði þeim hvernig þeir væru. Einu sinni sem oftar kom ég með hóp manna á fund á Hellnum og í lok fundarins bað ég Gulla að lesa í stjörnumerkin þeirra. Það gekk ágætlega þar til kom að einum stórum og miklum manni. Hann fór allur í vörn en sagði þó fátt. Ég var hræddur um að með þessu hefðum við móðgað viðkomandi. Ég hafði áhyggjur af þessu og færði þetta í tal við Gulla litlu síðar. Gulli hló og sagði við mig; „Kiddi minn, hann móðgaðist ekki meira en það að hann kom hér um daginn með stelpurnar af skrif- stofunni sinni og bað mig að lesa í stjörnukortin þeirra.“ Hann Gulli gat verið snöggur upp og var fljótur að reiðast ef honum mislíkaði eitthvað, sagði að það væri vogin sem stjórnaði því, þ.e. réttlæt- iskenndin, en hann var fljótur niður aftur. Á okkar fundum hvessti stund- um er hann var að brýna mig en aldr- ei skildum við ósáttir. Alltaf lauk okk- ar fundum þannig að þegar hann fór þá tók hann þéttingsfast utan um mig með sínu stóra faðmlagi og sagði: „Erum við ekki sáttir?“ Gulli var afar hreinskiptin maður og ef til vill of hreinskiptinn stundum að sumra mati, sjálfum fannst mér þetta hans stærsti kostur. Fyrir mig ungan stjórnanda að kynnast Gulla var ákaflega dýrmæt reynsla. Per- sónur eins og Gulla hittir maður ekki oft á lífsleiðinni og því forréttindi að fá að njóta samvista með slíkum mönnum. Hann var stöðugt að leið- beina mér og benda mér á það sem ég gerði vel og það sem betur mætti fara. Hann lagði mikla áherslu á já- kvætt hugarfar og það að menn stefndu ótrauðir að sínum markmið- um. Í mörgum verkefnum er við unn- um saman að gekk ekki alltaf upp sú leið sem við ætluðum að fara til að ná settu marki. Skemmtileg voru við- brögð Gulla við þessum hindrunum; „Kiddi ég sé nú að þetta átti að fara svona, þetta er miklu betra svona, þetta veitir okkur fleiri tækifæri, þetta er allt í guðlegum farvegi.“ Gulli trúði ekki á tilviljanir og marg- oft sagði hann mér að allt sem gerðist væri fyrirfram ákveðið. Horfinn er nú á braut litríkur mað- ur með stórt hjarta sem setti mikinn svip á okkar litla samfélag Snæ- fellsbæ, okkar missir er mikill en mestur er missir Guðrúnar og fjöl- skyldu. Við Helga sendum Guðrúnu og fjölskyldu okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. „Þetta er allt í guðleg- um farvegi.“ Blessuð sé minning góðs vinar. Kristinn Jónasson. Í barnæsku á heimili mínu var til vél sem var undanfari allra nútíma- afþreyinga – skuggamyndavél. Faðir minn safnaði saman áhugaverðum myndum á glerplötum og hafði af og til sýningar fyrir mig og önnur börn í götunni. Vélin var þeirrar náttúru að með sterkri peru og stækkunarlinsu varpaði hún ævintýralegum myndum á hvítt tjald. Í einlægri barnslegri gleði var verið að kenna okkur að endurminningin, þetta mikilvæga og dularfulla málverk sálarinnar er eins og skuggamynd á vegg, sem birtist þegar minnst varir og mestu máli skiptir. Þegar góður maður kveður þetta líf, leggst til hinstu hvíldar eða leggur uppí nýtt ferðalag, eftir því hver trú vor er, skilur hann eftir skugga- myndir á hvítum vegg, – endurminn- ingar – eins konar framhaldslíf í sál- um samferðamannanna, þannig heldur gleði hans og gáski áfram, sá látni og hinn sem eftir lifir nálgast ei- lífðina saman. Gulli Bergmann var fjörug og gleðirík skuggamyndasýning í hug- skoti mínu í nokkra áratugi. Þessi viðskiptajöfur að gera samning við ungan jurista á síðari hluta tuttug- ustu aldar um tískuverslanir í mið- borg Reykjavíkur. Mörgum árum síðar ný og persónuleg kynni umvafin ástúð tveggja vinkvenna, sem jafn- framt voru kjölfesta í lífi okkar, hvor í sínu lagi. Þegar andlátsfregnin barst þyrl- Fjölskyldan Sólvangi á Langárbökkum þakkar ára- tuga vináttu og samveru- stundir í blíðu og stríðu er skína sem perlur í minningu um óviðjafnanlega hjarta- stóran eldhuga og samferða- mann. Allar góðar vættir verndi eftirlifandi ástvini. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.