Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 25 UMRÆÐAN sjónvörp tölvur þynnir rafhlöður málning húsgagnabón M IX A • fít • 0 4 0 6 4 Þakka þér fyrir að skila spilliefnum á réttan stað Mörg þeirra spilliefna sem finnast á heimilum okkar geta valdið varanlegum skaða komist þau í snertingu við náttúruna. Spilliefnum á að skila til viðurkenndra móttökustöðva (Sorpu á höfuð- borgarsvæðinu) svo þeim sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt. Nánari upplýsingar í síma 520 2220 eða á www.efnamottakan.is Dæmi um spilliefni sem finnast á heimilum okkar Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Heimsferðir kynna nú stórkostlega verðlækkun á flugi til Alic- ante fyrir sumarið 2005 og lægstu verð sem hafa nokkru sinni sést í sólina. Nú getur þú tryggt þér sæti á ótrúlegu verði ef þú bókar strax, því einungis takmarkað sætaframboð er á lægstu fargjöldunum. 36% verðlækkun til Alicante í sumar Bókaðu á vefnum og tryggðu þér lægsta verðið frá kr. 12.380 með Heimsferðum í sumar Verð kr. 18.990 Fargjald með sköttum báðar leiðir. M.v. netbókun á www.heimsferdir.is Bókunargjald á skrifstofu eða í síma er kr. 1.500 pr. mann. Fyrstu sætin - Lægsta verðið Dagsetningar í sumar • 18. mars • 31. mars • 21. apríl • 18. maí • 25. maí • 1. júní • 8. júní • 15. júní • 22. júní • 29. júní • 6. júlí • 13. júlí • 20. júlí • 27. júlí • 3. ágúst • 10. ágúst • 17. ágúst • 24. ágúst • 31. ágúst • 7. sept. • 14. sept. • 21. sept. • 28. sept. • 5. okt. • 12. okt. • 19. okt. Notaðu Mastercard ávísun og VR ávísun til að lækka ferðakostnaðinn enn frekar. Sæti verður að staðfesta við bókun Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 12.380 Fargjald með sköttum aðra leiðina 31.mars. M.v. netbókun á www.heimsferdir.is Bókunargjald á skrifstofu eða í síma er kr. 1.500 pr. mann. GATNAKERFI borgarinnar annar ekki umferðarþunganum. Borgaryfirvöldum ber skylda til að bregðast við þeim vanda sem við blasir, í stað þess að stinga höfðinu í sandinn. Stefna R- listans virðist vera að knýja fram aukna notkun almennings- samgangna með því að skapa umferðarteppur og hamla notkun einkabíla í stað þess að bregðast við auk- inni bílaeign og marg- földum umferð- arþunga. Á borgarstjórnarfundi hinn 5. október sl. lagði undirrituð fram svohljóðandi tillögu um tímabundn- ar fargjaldalækkanir Strætó bs.: „Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkir að fela Reykjavíkurborg að beita sér fyrir því innan stjórnar Strætó bs. að eftirfarandi far- gjaldalækkanir taki gildi þegar nýtt leiðakerfi verður tekið í notkun: 1. Fargjöld barna og unglinga að 18 ára aldri verði felld niður í 6 mánuði. 2. Fargjöld aldraðra, þ.e. 67 ára og eldri, verði felld niður í 6 mánuði. 3. Fargjöld öryrkja verði felld niður í 6 mánuði. Kostnaði vegna þessara far- gjaldalækkana verði mætt með auknu framlagi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu til fyrirtæk- isins. Samhliða fargjaldalækkunum / niðurfellingu fargjalda verði lögð mikil áhersla á að sem flestir íbúar borgarinnar nýti sér þjónustu al- menningssamgangna með því að gera sérstakt átak í þeim efnum.“ Málið svæft? Á þessum sama fundi borgarstjórnar, þ.e. 5. okt. sl., var samþykkt að vísa tillögunni til borgarráðs. Það var gert og síðan var sam- þykkt í borgarráði 14. okt. sl. að vísa tillög- unni áfram til umsagn- ar stjórnar Strætós bs. Því miður sáust engin merki þess í fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar, sem lögð var fram nú í desember, að gert væri ráð fyrir sérstöku átaki til að efla almenningssamgöngur. Rétt er að geta þess að rúmu ári áður, hinn 2. október 2003, hafði borgarfulltrúi F-listans, Ólafur F. Magnússon, einnig lagt fram sams konar tillögu í borgarstjórn um far- gjaldalækkanir. Með því að fella niður fargjöld barna og unglinga um sex mánaða skeið væri stigið mikilvægt skref í þá átt að fella niður fargjöld allra þessara hópa í samræmi við stefnu F-listans. Ef þessar aðgerðir og tengdar ráðstafanir, t.a.m. tíðari strætóferðir á álagstímum, gætu skilað þeim árangri að draga úr slysahættu sem er samfara mikilli einkabílanotkun, ásamt því að draga úr mengun og sóun fjármuna, yrðu þær íbúum höfuðborgarsvæð- isins til hagsbóta til lengri tíma lit- ið. Við töldum æskilegt að miða við að þessar breytingar tækju gildi um þessi áramót, þegar áætlað er að nýtt leiðakerfi taki gildi og e.t.v. svokölluð Smart-kort. Kostar lítið Áætlaður kostnaður vegna tillög- unnar var um 5 milljónir króna vegna niðurfellingar barnafar- gjalda, um 25 milljónir vegna ör- yrkja og aldraðra en um 80 millj- ónir vegna fargjalda unglinga að 18 ára aldri. Heildarkostnaður var þannig einungis um 110 milljónir vegna niðurfellingar fargjaldanna í sex mánuði auk einhvers fjármagns í áróðursherferð fyrir aukinni notk- un almenningsvagna. Ástæða er til að vekja sérstaka athygli á því hversu lítið það kostar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu að fella niður fargjöld þessara hópa tímabundið og gera þar með stórátak til að bæta úr því neyðar- ástandi sem einkennir samgöngu- mál borgarinnar núna. Til sam- anburðar má nefna, að þetta er lægri upphæð en sá kostnaður sem hlýst af slysum á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýr- arbrautar vegna þess að dregist hefur úr hömlu að koma þar fyrir löngu tímabærum, mislægum gatnamótum. Það vakti vissulega vonir að R- listinn skyldi vísa þessari tillögu til nánari skoðunar innan borgarkerf- isins og við viljum treysta því að það feli í sér að R-listinn vilji nú gera átak í almenningssamgöngum og taka upp fjölskylduvænni far- gjaldastefnu. Að undanförnu hafa þær raddir orðið æ háværari sem telja gatna- kerfi borgarinnar sprungið. Með því að hækka framlög sveitarfélaganna til almenningssamgangna er unnt að draga úr einkabílanotkun eins og R-listinn kveðst ávallt stefna að. Almenningssamgöngur þurfa að vera ódýrar og aðgengilegar og það má ekki gefast upp í þeirri viðleitni að gera þær að raunhæfum kosti fyrir borgarbúa. F-listinn vill frítt í strætó! Margrét K. Sverrisdóttir fjallar um tillögu F-listans um að lækka verð á fargjöldum almenningsvagna ’Með því að fella niðurfargjöld barna og ung- linga um sex mánaða skeið væri stigið mik- ilvægt skref í þá átt að fella niður fargjöld allra þessara hópa í samræmi við stefnu F-listans.‘ Margrét Sverrisdóttir Höfundur er varaborgarfulltrúi F-listans. KÆRI Geir, nú sem oft áður eru há- værar þjóðfélagsumræður um skattamál. Vinstri blokkin vill frem- ur hækka skatta en lækka. Skatt- stjóri telur að undanskot skatta séu svo mikil að fjölga þurfi eftirlits- störfum, það er afleitt ástand. Sé þetta rétt mat tel ég aðra leið vænlegri, það er að skapa hugarfars- breytingu skattgreiðenda og efla skólakennslu á nauðsyn þess að allir gjaldi það sem þeim ber. Gera þarf öllum skiljanlegt að rík- ið heimti ekki meira en sanngjarnt sé, þá verða allir sáttir við að greiða álögð gjöld og vita til hvers þau not- ast. Fróðlegt er að vita hver heild- arrekstrarkostnaður ríkisins er á ársuppgjöri skattstjóranna og toll- heimtunnar, ásamt húsum, bílum og öðrum búnaði þeim viðkomandi. Hvað marga milljarða er þar verið að nota? Ég leyfi mér að álíta að stór hluti þess kostnaðar sé óþarfur, ef skattheimtan í núverandi mynd væri afnumin og einfölduð á þann veg að allir væru ánægðir með að greiða sín gjöld. Við sjáum í dag íslensk skip og flugvélar skráð í erlendum ríkjum og allir vita hvers vegna það er gert. Fjölgun starfsmanna skattstjóra mundi þar engu breyta, en breyting á skatta- og tollalögum gæti breytt þessu dæmi og snúið því við, að því ber að stefna. Umfram allt þarf réttlæti að ríkja. Hvaða réttlæti er t.d. í því í dag að innheimta stimpilgjöld upp á 1,5% af upphæð lána, vinna sem tekur skrif- stofumann sýslumanns undir 15 mínútum? Lántakendur eru venju- legast fremur fátækir og eðlilega mjög óánægðir með þessa heimtu- frekju ríkisins. Að mörgu fleiru þarf að hyggja. Mér finnst sanngjarnt að grunn- skattleysismörk tekjuskatts séu sama krónutala og hagfræðingum kemur saman um að það kosti mann að draga fram lífið, sem sagt fram- færslukostnaður og skattleysismörk skulu vera sama krónutala. Af hverri krónu umfram þá tölu skal greiða ákveðna prósentu. Ég held að 14% kæmi mjög til álita og 10% núver- andi fjármagnsskattur yrði færður upp í sömu prósentu. Ég sé enga sanngirni í að menn greiði hærri prósentu af tekjum sem þeir vinna fyrir heldur en af tekjum sem brask og bankastarfsemi skapa. Farsæl framtíðarlausn er að fólk sé sátt við álagninguna, þá greiða menn glaðir sinn skatt. Í núverandi skattkerfi eru mörg skot, glufur og jaðaráhrif til mikilla óvinsælda og óréttlætis, sem skaðar alla. Þess vegna er hreinlegast að af- leggja kerfið til þess að reisa nýtt gagnsætt og einfalt í staðinn, við- urlög mættu þó sem nú vera há ef lögboðin tíund er ei innt af hendi. Vinnulöggjöfina þarf að sveigja í þá átt að vinnan verði meira virt. Í dag er mér áhyggjuefni að frum- atvinnugreinar okkar, sem skapa verðmæti tengd næringu og skjóli eru lítils metnar hvað laun varðar. Það er þjóðinni fyrir bestu að gott samband sé á milli allra þegnanna, löggjafanum ber að stuðla að því að lögin virki ekki atvinnuletjandi, eins og núverandi skattalög eru, heldur laga það þannig að atvinnuhvatning verði sem víðast og mönnum verði ekki refsað fyrir mikla vinnu. Ég treysti þér Geir mörgum öðr- um betur til að skoða þessi mál frá rótum og breyta öllu, sem betur má fara. Vilji er allt sem þarf, en án hans verða engar breytingar. PÁLMI JÓNSSON, Sauðárkróki. Opið bréf til fjármálaráðherra Frá Pálma Jónssyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Guðrún Lilja Hólmfríðardótt- ir: „Ég vil hér með votta okkur mína dýpstu samúð vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku þjóðfélagi með skipan Jóns Steinars Gunn- laugssonar í stöðu hæstarétt- ardómara. Ég segi okkur af því að ég er þolandinn í „Prófess- orsmálinu“.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóð- félaginu sem varð kringum undirskriftasöfnun Umhverfis- vina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerð- armenn til að lesa sjómanna- lögin, vinnulöggjöfina og kjara- samningana.“ Á mbl.is Aðsendar greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.