Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 17 MINNSTAÐUR Brautarholti 30 48. starfsár Keppnisdansar Hinir frábæru danskennarar Svanhildur Sigurðardóttir og Ingibjörg Róbertsdóttir sjá um þjálfunina. 14 vikna námskeið, mæting 1x, 2x eða 3x í viku. Freestyle/Hipp hopp 10 vikna námskeið, mæting 2x í viku. Erla Haraldsdóttir sér um kennslu. Brúðarvalsinn Einkatímar fyrir verðandi brúðhjón ... bráðskemmtilegt og fjörugt. Fyrir þá sem vilja skella sér í dansinn þá hringið í síma 551 3129 milli klukkan 16 og 22 daglega fram til sunnudagsins 9. janúar. Kennsla hefst í Reykjavík mánudaginn 10. janúar. Ath. Freestyle byrjar fimmtudaginn 13. janúar. Kennsla hefst í Mosfellsbæ föstudaginn 7. janúar. Erla Freestyle Hipp Hopp Samkvæmisdansar Barnadansar Áratuga reynsla og þekking tryggir bestu fáanlega kennslu. 14 vikna námskeið fyrir fullorðna og börn, yngst 4 ára. Dansleikur í lokin. Salsa Edwin kemur í byrjun febrúar Gleðilegt nýtt ár Erum flutt í Brautarholt 30 Heimsferðir bjóða til skíðaveislu í einum vinsælasta skíðabæ Austur- rísku alpanna, Zell am See. Beint leiguflug til Salzburg og aðeins um klst. akstur til Zell. Í boði eru góð þriggja og fjögurra stjörnu hótel í hjarta Zell, rétt við skíðalyfturnar, veitingastaði, verslanir og kvöldlífið. Frábær aðstaða fyrir skíðamenn. 56 lyftur og allar tegundir af brekk- um, eftir óskum og getu hvers og eins, snjóbretti og gönguskíði ekki undanskilin. Munið Mastercard ferðaávísunina Skíðaveisla í Austurríki Flug og hótel í viku frá aðeins kr. 49.990* Verð kr. 49.990 *Flug og hótel án nafns, Zell am See/Schuttdorf, með morgunverði. 29. janúar. Vikuferð. Netverð. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 29.990 Flugsæti til Salzburg, 29. janúar. Netverð. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Vesturbær | Starfsmenn Reykja- víkurborgar hófust í gærmorgun handa við að rífa flesta af gömlu grásleppuskúrunum við Ægisíðuna, og þegar skóflugrafa reif niður fúna timburveggina og pakkaði saman bárujárninu komu í ljós netadræs- ur, gamlir balar og fleiri merki um þá starfsemi sem fór fram í skúr- unum áratugum saman. Lúðvík Gústafsson, deildarstjóri mengunarvarna hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur, segir að nokkrar ástæður séu fyrir því að ákveðið hafi verið að rífa skúrana núna. Talin var veruleg hætta á því að skúrarnir gætu brotnað og hlut- ar af þeim fokið í slæmu veðri og valdið hættu og tjóni. Einnig hafi starfsmenn Gatnamálastjóra látið vita af því að fíkniefnaneytendur hefðust við í skúrunum yfir sumar- tímann, enda sumir af þeim opnir. Einnig segir Lúðvík að skúrun- um og því sem þeim tilheyrir fylgi ákveðin slysahætta, enda mikið af lausu dóti inni í sumum skúrunum og í nágrenni við þá. „Þetta er mik- ið notað útivistarsvæði bæði að vetri og sumri og það eru þarna trosnaðir vírar sem liggja á göngu- leiðum og ýmislegt sem við töldum að skapaði hættu fyrir þann fjölda fólks sem þarna fer um,“ segir Lúð- vík. Nokkrir skúrar fá að standa Nokkrir af skúrunum fá að standa áfram enn um sinn, og segir Lúðvík að þeir skúrar sem ákveðið hafi verið að taka hafi verið þeir skúrar sem enginn kannaðist við að eiga eða nota, eða voru í eigu borg- arinnar. Þeir skúrar sem einhver kannaðist við að eiga, og vildi halda í þá, fengu að standa áfram. Lúðvík segir að til standi að hafa nokkurskonar minjareit um þessa grásleppuútgerð á þessum stað í framtíðinni, og því verði spil og bátagrindur sem notuð voru til að ná bátunum á land ekki sett í brota- járn, heldur geymt í geymslum borgarinnar og ef til vill notað þeg- ar ákveðið hefur verið hvernig stað- ið verður að minningarreitnum. „Þetta verður vegleg minning um þessa útgerð sem var stunduð hérna frá þessum stað, svo þetta er bara fyrsti liðurinn í endurskipu- lagningu á þessu svæði. Það verður tekið burt það sem er ónýtt og jafn- vel hættulegt, og byggt upp og varðveitt það sem hefur eitthvert gildi og er í eigu fólks sem eitthvað er vitað um,“ segir Lúðvík. Grásleppu- skúrarnir rifnir niður Morgunblaðið/Jim Smart Brotnir niður Gömlu grásleppuskúrarnir brotnuðu eins og eldspýtur þegar grafan tók á þeim í ljósaskiptunum. Verður minningarreitur um grásleppuútgerðina Fær að standa Þessi skúr er einn af fáum sem fá að standa eitthvað áfram á meðan aðrir hverfa á braut. „ÉG hef ekkert farið lengi, bát- urinn er uppi á Akranesi. Ég segi samt ekki að ég sé hættur, en það er nú þannig að maður má bara róa ákveðið marga daga á ári og það fór alveg með okkur, okkur var skammtaður skítur úr hnefa, mönnum sem alltaf höfðu verið frjálsir,“ segir Björn Guðjónsson, einn af síðustu grásleppukörlunum sem gerðu út frá Ægisíðu. Björn segir að grásleppukarlar hafi haft aðstöðu við Ægisíðuna frá því hann muni eftir sér, og segir að afi sinn hafi stundað veiðarnar á 19. öld svo það sé löng saga á bak við útgerð frá þessum stað. „Ég held að það sé að verða liðin tíð að menn fari héðan út að fiska, annars hef ég ekki fylgst með undanfarið, maður er nú kominn á aldur líka,“ segir Björn, en hann er kominn vel á níræðisaldurinn. „Auðvitað sér maður eftir þess- um veiðum,“ segir Björn. „Það eru allir hættir hér, ég veit ekki af neinum sem er að veiða, það er reyndar kominn sá tími, en það er sama. Það gæti verið að það væru einhverjir karlar suður í Hafn- arfirði, en ég veit það ekki.“ Björn hefur áhyggjur af því að mikil þekking glatist þegar veið- unum er ekki haldið áfram. „Ef þetta yrði gert eins og þetta var, og menn fengju að dunda við þetta í ró og næði, þá gæti þetta komið aftur. Það kemur alltaf maður í manns stað. En það vill enginn byrja, þetta er orðið svo dýrt. Mér finnst heldur ekki passa að vera á þessum hrað- skreiðu spíttbátum á þessu. Þetta er eitthvað svo ófiskilegt, ég held þeir fari bara fram úr fiskinum á leiðinni,“ segir Björn og hlær. Grásleppukarlar misfisknir Það eru margar minningar, sem rifjast upp, tengdar grásleppuveið- unum, og Björn segir að honum hafi alltaf þótt merkilegt hversu misfisknir menn séu. „Sumir fiska alltaf en aðrir fá bara aldrei kvik- indi. Þeir sem fiska eru menn sem taka þetta af alvöru, þeir eru ekk- ert að fara í bælið þó þeir séu svo- lítið syfjaðir. Þeir bara vinna, og þeir hafa upp úr sér, hinir hrökkl- ast alltaf í burt. Þannig er það bara.“ Spurður um hugmyndir um ein- hvers konar minjareit um grá- sleppuútgerðina segist Björn ekki gefa mikið fyrir svoleiðis hug- myndir. „Þeir mega svo sem gera það fyrir mér. Þetta hverfur meira og minna allt, fjaran verður á end- anum slétt með einn eða tvo kofa. Svoleiðis var það hér áður fyrr, og ætli það verði ekki svoleiðis aftur.“ Liðin tíð að gert sé út frá Ægisíðu Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.